Morgunblaðið - 15.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORG-UNBLAÐID það að »Goðafoss« hafi strandað. Það er eins og það óhapp hafi glatt hann að inztn hjartarótum. Hefir hver til sins ágætis nokkuð! Þeir hafa báðir, Finnur Jónsson og Þórarinn Tulinius svarað þessum lið í grein hans svo að óþarfi er að fjölyrða um það frekar. Aðeins vildum vér benda á brjóstheilindin, sem þar koma i Ijós, og samrýmast eigi vel umhyggjuseminni fyrir Is- lendingum. Þá er það botnvörpungaflotinn. Óþarft var það af hr. Berléme, að fara svo særandi orðum um hann eins og hann gerir. Fyrst fer hann háðslegum orðum um hinn »stóra fiskiskipaflota* íslendinga og segir svo að eigendur botnvörpunganna hafi fremur kosið að selja þá, held- ur en láta þi sigla undir íslenzkum fána. Þar þykist hann vist hitta naglann á höfuðið. En eins og enski málshátturinn segir: »A ran- doom shot often goes home«. Og illa erum vér sviknir ef enginn man hr. Berléme þetta. Það geta komið þeir timar að hann iðrist eftir þvi að hafa gert gys að islenzka fiskiskipa- flotanum og farið særandi orðum um eigeudur hans. — Hr. Beiléme-segir að Islendingar vilji ekkert íremur, heldur en senda vörur sínar til Danmerkur. Þetta er satt að því leyti, að við viljum senda vörur okkar þangað sem við fáum beztjverð fyrir þær. Hitt er ekki satt hjá honum, að við höfum bund- ið hendur okkar svo að við meigum eigi selja neinar vörur til Danmerk- ur. Sannleikurinn er sá, að Danir hafa eigi getað varið ríkjasambandið, því að hefðu þeir getað það, mundu samgíngur milli Islands og Dau- merkur ekki hafa stöðvast. En að þessu leyti — að íslenzkar vörur komast eigi á danskan markað — er Dön- um eigi síður óhagkvæmt heldur en okkur, þvi að nú þykir meira í það varið að fá vörur, heldur en losna við þær, eins og Tulinius segir. Kuldinn. 0 ^ Maður heyrir oft eldra fólk tala um »harða veturinn«, sem svo var kallaður, veturinn 1881 þegar frost- hörkur voru hér afskaplegar, haf- isinn lá landfastur langt fram á vor og höfnina lagði svo að hún hélt ríðandi mönnum. Með undrun höf- um við yngri mennirnir hlustað á sögur gamla fólksins, því við höf- um eigi átt að venjast svo miklum harðindum á vetrum hér á Suður- landi. Hér hefir verið meira um rigningar og blíðviðri á vetrum, en hörkur. En hvað var »harði veturinn* á við þaer hörkur, sem nú fjötra land- ið? Haustið og veturinn sem nú standa yfir, hafa verið svo miklu grimmari, en veturinn 1881, að því verður tæplega jafnað saman. Híngað til hefir vantað ábyggilegar ikýrsfur um veðurlag »harða vetur- c7 Jjarvzru minni veréur sRrJsíoja mín aé eins opin frá RL 6 íií Z síéé Tfalídór Eiríksson % Sími 175. Tlðalstræti 6. inn«, svo hægt væri að bera saman veðrið þá og nú. Eftir minni manna eingöngu er ekki hægt að fara. Það vantaði tölurnar. Fyrir velvild ekkjufrúar Þórunnar Jónassen, getum vér bi t saman- burðinn. J. Jónassen landlæknir gerði veðurathuganir um margra ára skeið og úr eftirlátnum bókum hans eru tölurnar teknar. Munu þær vera í alla staði hárréttar og þvi mjög fróð- legar. í blaðinu i dag birtum vér yfir- lit yfir veðrið frá hausti 1880 til 14. janúar 1881. En framvegis mun- um vér á hverjum degi skýra frá þvi hvernig veðrið var tilsvarandi dag »harða veturinn*, um leið og sagt er frá veðrinu eins og það er i ár. Haustið 1880. Milt og gott veður þangað til um mánaðamótin október og nóvem- ber. Aðfaranótt 1. nóvember -4- 7, en á hád. o. Hinn 6. nóv. ~ 2, og snjóaði töluvert. Síðan norðan-hret 7. og 8. nóv. með 5—7 stiga frosti á nóttum en írostiaust á daginn. Batnaði síðan aftur, en 12. sama mán. kom aftnr norðan-hret með 10—12 stiga frosti, sem stóð til 17 s. m. Þá batnaði og var frostlaust á daginn að heita mátti og lítil frost á nóttum og gott veður til loka mánáðarins. Aðfaranótt 1. desbr. -f* 8, á há- degi —í- 7, en logn og fagurt veð- ur 2. sama mán., e.n svo kemur góður og nærri frostlaus kafli þangað til 12. sama mán. Aðfaranótt 13. des. -4- 12^/2 stig, á hád. -4- 11 og norðan-hvassveður. Úr því talsveit frost, 4—15 stig á nóttu og 3—117a stig á degi, en venjulega logn fram að jóium, úr því norðan-stormar. En á gamlárs- dag -f 4 og rigning, síðan frost- laust og gott veður til 11. jan. Þann dag á hádegi -4- 9 stig, en logn; sama veður 12. og 13. jan. Vatnið. maður fer um bæinn, er krökt af fóíki, srm er að sækja vatn — leita og leita að þvf, hvar vatn muni að fá. Og misjafnlega mælist sá átroðn- ingur fyrir, er kemur niður á þeim, sem eru svo lánsamir, að eigi hefir frosið í vatnsæðum hjá þeim. — Heilar götur eru vatnslausar. Það hefir gigi dugað að stífla vatnið, því að frostið hefir náð niður fyrir stiflurnar. Svo að klaufaskap og trassaskap er eigi alstaðar um að kenna. Þetta er alvarlegt mál. En þó er hitt enn verra, að líkur eru til þess að frostið nái vatnsæðunum sjálfum í götunum, ef þessum kuldum held- ur áfram lengur. Og hvernig fer þá fyrir Reykvíkingum ? Eg hefi heyrt menn fullyrða, að þegar sé frosið í vatnsæðum í sum- um götunum. Vonandi er það ekki satt — enn þá. En svo getur farið. Hvað hefir bæjarstjórnin hugsað sér að gera i þessu máli? Er ekki unt að kom í veg fyrir Jað að ver fari heldur en komið er? Þegar fer að þiðna aftur, kemur að því að gera verður við þær skemdir, er frostið hefir valdið á vatnsæðunum. Og það verður ekk- smáræði — því að i öðru hvoru húsi verða sprungnar vatnspipur. Og svo er víst liíið til af pípum til þess að gera við skemdiruar — eða sama sem ekkert. Einhverjar ráðstafanir verður að gera til þess að afstýra því, að ver fari heldur en komið er. V. DAGBOK Kveikt á Jjóskerum hjóla og blí- reiða kl. á. Jangverð ^rlendrar rnyntar. \ Bankar )oll. U.S.A. &\anada 3,50 franki franskui 59,00 iænsk króna .. íorsk króna .. Iterlingspund .. lark ........... loll. Florin ., tusturr. króna 112,00 107,00 15,70 67 00 Pónthds 3,60 60,00 110,00 106,00 16,00 62,00 1.37 0.29 Það horfir til stórvandræða með vatn hér í bænum. Á hverjum vetri frýs vatnið í húsæðum — þótt eigi sé mikið frost, en í þessum harð- indakafla hefir þó tekið út yfir. Eg heyrði sagt í gær, að 73 hús í Vesturbænum væru vatnslaus og viðasthvar i Þingholtunum er vatns- laust. Og miklu víðar. Hvar sem Veðrið í gær. Kl. 6 að morgni 15 Btiga frost. Á hódegi 10'/2 etiga frost. Harða veturinn 1881, sama dag: 6 stiga frost um nóttina og norðan- stormur. Á hádegi 6 stiga frost. Sterling komst héðan loks í fyrra kvöld. Auk þeirra farþega sem nefnd- ir hafa verið, tók Olsen aðstoðar- maður brezka ræðismannsins sér íar til Noregs snöggav ferð. Geysir fór héðan í gær leiðis Bergen. Hross frjósa. Sú fregn hefir bor- ist hingað austan úr Landeyjum, að tvö hroBS hafi frosið í hel eina nótt- ina. Er sagt að þau hafi fundist standandi í haga beingödduð og mun slíkt vera mjög sjaldgæft hér á landi. Signrjón Markússoa sýslumaður i Vík í Mýrdai hefir fengið veitingu fyrir sýslumannsembættinu í Suður- Múlasýslu. Flytur hann til Eski- fjarðar í vor. Skaftafellssýslur hafa verið auglýst- ar lausar. Isiands Falk kvað enga farþega flytja þegar hann kemur hingað næst frá útlöndum. þeir sem hafa ætlað sér að koma með Falkanum, munu vera væntanlegir með Botniu aftur, sem verður fyrsta skipið hing- að frá útlöndum, sem menn vita um. Lagarfoss. Ekkert hafði spurst til Lagarfoss frá því hann fórhóðansíð- astliðinn mánudag þangað til i gær. Hann hafði komið inn á Fáskrúðs-- fjörð skömmu eftir hádegi á sunnu- daginn og verið þá svo mjög ísaður, að hann var líkastur stórum hafís- jaka. Blindbylur og frost mikið hafði verið i hafi undan Austfjörðum og. gat skipið þessvegna ekki komist inn á Seyðisfjörð, ,svo sem til var ætlast. |>að er harla óliklegt að skipið kom- ist norður fyrir Langanes, eins og nú standa sakir. Skautafélagið hefir ekkert látið á sér bæra núna í frostunum og hefir því þó aldrei gefist betra tækifæri til þess að fá skautais. En öll alþýða mænir nú ó það og vonar að það fari á krsik til þess að frostunum línni einhverntíma. Pétnr Jónsson söngvari. Fregn hefir nýlega borist hingað fiáhonum, um Kaupmannahöfn. í símskeyti frá kunningja Péturs í Höfn segir að honum líði vel i Kiel. Hefir hann Bungið þar mörg stór óperuhlutverk í vetur og hlotið mikið lof. Mun það gleðja marga vini hans hér heima. Námskoið i loftskeytafræðum hefst hér 1. febrúar í samband við sím- ritunarskólann, sbr. augl. sirastjóra hér i blaðinu. Ingólfnr á að fara héðan til Borg- arness í dag, ef hann kemst út úr ísnum á höfninni. Frú Tove Kjarval, kona Jóhann- esar Kjarvals málara, hefir nýlega ritað bók, sem hún nefnir »Af Stöv er du kommet«, og hefir Henrik Kopper forlagið gefið bókina út. Er það fyrsta ritsmíð frúarinnar, en Gunnar Gunnarssen ritar um bókina i »PoIitiken< og hrósar henni mjög mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.