Morgunblaðið - 06.02.1918, Síða 2
2
MORGTJNBLAÐIÐ
Ur hagtiðindum.
Vöruverð í Reykjavík.
1 eftirfarandi yfirliti hefir vörum verið skift í flokka og sýDt, hve
mikil verðhækkunin hefir verið í hverjum flokki að meðaltali alls síðan
ófriðurinn byrjaði, ennfremur síðan í fyrravetur og loks á gíðastliðnum
ársfjórðungi. Þær vörur sem ekki koma íyiir í skýrslunum í jamiar þ. á.
eru taldar með sama verði eins og þegar þær fengust síðast, nema há-
marksverð sé á þeim, þá er reiknað með þvi.
Verðhækkun i ianúar 1918
siðan i síöan í siðan i
júlí 1914 jan. 1917 okt. 1917
Brauð (3 teg.) 261 % H9% 9 %
Kornvörur (11 teg.) . 266 — 84- 5 —
Garðávextir og kál (4 teg.) . . 138 — 33 — -11 —
Ávextir (5 teg.) . 121 — 29 — 12 —
Sykur (5 teg.) II7 — 0 — 0 —
Kaffi (3 teg.) 47 — 27 — 3 —
Te, súkkulaði og kakaó (3 teg.) 97 — 40 — 5 —
Smjör og feiti (4 teg.) .... 172 — 57 — 17 —
Mjólk, ostur og egg (4 teg.) . 166 — 30 — 7 —
Kjöt (6 teg.) . IIO — 11 — -f - 4 —
Flesk og hangikjöt (3 teg.). . 92 — 14— *T - 16 —
Fiskur (5 teg.) 103 — 7 — 7 —
Matarsalt (1 teg.) 244 — 112 — 6 —
Sóda og sápa (4 teg.) .... 234 — 78 — 14 —
Steinolía (1 teg.) 156 — 53 — 5 —
Steinkol (1 teg.) 965 — 292 — 0 —
Brauðverðið var enn hækkað á síðastliðnum ársfjórðungi um 9%.
miðjan desembermánuð nam stjórnarráðið aftur úr gildi þau höft,
sem lögð höfðu verið á bakaraiðn bæjarins (kökubannið), en brauðverðið
lækkaði samt ekki við það. Kornvörur þær, sem hér eru taldar, hafa að
meðaltali hækkað um 5 °/o síðasta ársfjórðunginn.
Lækkunin á garðávöxtum stafar af því, að hámarksverð var sett á
kartöflur í byrjun októbermánaðar, 3 5 au. kílóið i smásölu, sem var tölu-
vert lægra heldur en kartöflur höfðu verið seldar fyrir áður, en kartöflur
hafa síðan lengst af verið ófáanlegar og koma ekki fyrir í skýrslunurn í
byrjun jauúarmánaðar. Kartöflur, sem landsstjórnin hafði pantað frá Dan-
mörku, komu ekki fyr en síðar í jamiarmánuði.
Sykur er eini vöruflokkuririn, af þeim sem hér eru tilfærðir, sem er
í sama verði eins og fyrir ári síðan. Reyndar hækkaði landsstjórnin verðið
á sykurbirgðum sínum 5. nóv. um 25 aura kílóið af höggnum sykri og
35 aura kílóið af strausykri, en 16. s. m. var verðið aftur lækkað niður
i það sama sem áður var.
Á feitmeti hefir verðhækkunin síðastliðinn ársfjórðung orðið tiltölu-
lega mest (17 %). . í byrjun ársfjórðungsins var hámarksverðið á ís enzku
smjöri numið tir gildi. Yerðið á nýmjólk var hækkað um miðjan október
úr 44 aurum upp í 48 aura. Kjöt og flesk hefir lækkað í verði síðast-
liðinn ársfjórðung. Nýtt saltað kindakjöt hefir þó hækkað, en á kæfu og
hangikjöt var sett hámarksverð í mörgum flokkum í byrjun nóvember-
mánaðar.
Hámarksverð á fiski var hækkað í októbermánuði og hefir siðan
verið á smáfiski og ýsu óslægðu 28 au. kg., slægðu með haus 30 au.,
afhausuðu 32 au., þorski óslægðum 30 au., slægðum með haus 32 au.,
afhausuðum 34 au., smálúðu (undir 15 kg.) 40 au., stórlúðu 50 au.
Kol hafa ekki hækkað i verði síðastliðinn ársfjórðung enda var verð-
hækkunin á þeim þá orðin margfalt meiri heldur en á öðrum vörum.
En á þessum ársfjórðungi úthlutaði bæjarstjórnin koium þeim, sem hún
hafði fengið frá landsstjórninni meðniður settu verði eins og aðrar
sveitarstjórnir samkvæmt ályktun siðasta alþingis. Verðið á kolum þess-
um ákvað bæjarstjórnin misjafnlega hátt eftir útsvarshæð manna, 75 kr.,
125 kr. 160 kr. og 200 kr tonnið, en takmarkað var, hve mikið hver
gæti fengið með þessum kjörum, þapnig að yfirleitt var ekki látið nema
80 kg. fyrir hvern fullorðinn heimilísmann og 100 kg. fyrir hvert barn
innan 7 ára, þó ekki yfir 1 tonn alls.
Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir, er talið 100
í júlímánuði 1914 eða rétt áður en striðið byrjaði, há hefir það verið að
meðaltali 183 í janúar 1917, 264 í október 1917 og 274 í janúar þ. á.
Hefir þá verðhækkunin numið að meðaltali á þessum vörum 174% síðan
stríðið byrjaði, 50% síðan í fyrravetur og 4% á síðasta ársfjórðungi.
Hér við er þó aðgætandi, að upp á síðkastið eru ýmsar af þeim vörum,
sem hér eru taldar, orðnar ófáanlegar (í janúar þ. á. voru það 10 vöru-
tegundir af 63) og eru þær taldar með sama verði eins og þær fengust
síðast. Þær fylgjast þvi ekki lengur með verðhækkuninni og draga
meðaltalið niður á við. En ef slept er þessum 10 vörutegundum, sem
ekki fengust samkvæmt skýrslunum i byrjun janúarmánaðar, og að eins
litið á þær 53, sem eftir eru, þá hafa þær að meðaltali hækkað í verði
um 183% síðan stríðið byrjaði, um 55% síðan i fyrravetur og um 5%
síðastliðinn ársfjórðung.
Bandarf kjaher
t;l Evrópu.
Hvað Va miljón þarf að flytja
með sér.
Það er gert ráð fyrir því, að
Bandaríkin sendi V2 milj. hermanna
á ári til vigstöðvanna í Evrópu. Er
því nógu fróðlegt að athuga, hvað
sé liðsafli þarf að flytja með sér, og
hefir yfirlit um það birst í »Evening
Sun« í Philadelphia.
Her þessi verður að hafa með sér
400,000 járnbrautarvagna og Ame-
ríkumenn verða að taka að sér 4
hafnir og smíða þar skipakviar til
þess að geta affermt 25 skip á dag.
En 250 skip þarf herinn til aðdrátta.
Eitt þúsund gufuvagna verða Banda-
ríkin að flytja til Frakklands og mörg
þúsund mílna langa járnbrautarteina.
Enn þarf 1000 kælivagna, auk sjúkra-
vagna, og óteljandi bifreiðar til þess
að flytja matvæli og skotfæri, og enn
fremur ógrynnin öll af steinolíu og
óteljandi smiðjur, til þess að gera
við það sem aflagast.
Þá verða Bandarikin að flytja
51,000 smál. af kolum til Frakklands
á hverjum mánuði. En svo vel vill
til, að nógur trjáviður er til i Frakk-
landi, svo að eigi þarf að flytja hann
að vestan. En 15,500 menn þarf til
þess að fella og saga Dægilega mik-
ið af timbri handa fyrstu V2 milj.
hersins. Og um 175,000 aðra verka-
menn þarf við flutninga, afgreiðslu
skipa, járnbrautir o. s. frv.
A hverjum mánuði þarf þessi Va
miljón hermanna af mat: 13,350,000
pund af kjöti, 3,375,000 pund af
fleski, 13,350,000 pund af mjöli,
14,830,000 pund af kartöflum,
1,046,000 pund af kaffi, 3,000,000
pund af sykri. Og tvisvar á ári þarf
þessi her að fá til endurnýjunar:
1,050,000 buxur, 1.070,000 skyrtur,
1,470,000 skó, 1,800,000 sokkapör,
1,373,000 hatta og kápur, 3,444,000
samstæð nærföt, 504,000 teppi,
210,000 yfirhafnir og 210,000 tog-
leðurskó.
Með hernum þurfa að vera 5000
lækuar og þeim til aðstoðar 51,500
hjúkrunarmenn og hjúkrunarkonur.
Og auk hinna stóru sjúkrahúsa, sem
Ameríkurnenn verða að reisa víðs-
vegar í Frakklandi, þurfa þeir að reisa
tvö herstöðva-sjúkrahús, fyrir hverjar
25 þús. manna. í þessum sjúkrahús-
um þurfa að vera 1000 rúm og hverju
þeirra verða að flylgja 6 eða 8 rekkju-
voðir, 2 koddar, 4 koddaver og 3
ullarteppi. Ennfremur þarf herinn að
flytja með sér 94,000 smálestir af
meðulum og auk þess 40,000 smál.
af meðulum á ári til endurnýjunar.
HríQar i Bajern.
Um miðjan janúarmánuð voru
svo miklar hriðar í Þýzkalandi, að
allar járnbrautasamgöngur milli Ba-
jern og Norður-Þýzkalands stöðvuð-
ust. Varð að kalla hermenn til
þess að moka snjó af járnbrautun-
nm.
Eitrað gas.
Samkvæmt fregnum, sem dönsk
blöð hafa fengið frá Þýzkalandi, hafa
Þjóðverjar fundið upp nýja tegund
af eitruðu gasi, sem þeir segja sjálfir
að sé miklu skæðara en það eitur,
sem þeir áður hafa notað gegn óvin-
um sínum. Það hefir m. a. þann
stóra kost, að því er hægt að veita
á hersveitir óvinanna eða í skotgraf-
irnar hvernig sem veður er, jafn vei
má veita því gegn vindinum, ef þess
gerist þörf.
Aðalefnið í þessu er blásýra. Segja
Þjóðverjar að fyrst verði menn lítið
varir við gasið, en það sé strádrep-
andi að nokkrum dögum liðnum.
í sókninni gegn ítölum í vetur
var þetta eitraða gas notað fyrsta
sinni og hepnaðist vel segja Þjóð-
verjar. Búast þeir við því að geta
jafn vel brotist í gegn á vesturvíg-
stöðvunum með því að nota gasið í
þeirri sókn, sem þeir eigi dylja að
hafin verði einhverntíma með voriuu.
Frosnar kartöflur.
Herra ritstjóri I
Eg hefi fengið að vita það, að
stjórnin hérna hefir nýiega fengið
6—700 tunnur af dönskum kartöfl-
um — því miður allar skemdar af
frosti. Er það mjög leiðinlegt, en til
þess liggja ástæður sem eigi var hægt
að varast eða sjá fyrir.
En til þess að þetta tjón skelli
eigi, auk alls annars, á hir.um að-
þrengdu skattgretðendum, vil eg
benda stjórninni á, að íhuga það,
hvort eigi muni hægt að hagnýta
þessar kartöflur á þann hátt, að fram-
leiða úr þeim spíritus til iðnaðar,
eða jafnvel handa lyfjabúðinni. Því
að svo sem kunnugt er, er nú skort-
ur á þeirri vöru og það sem fæst
verður að kaupa dýrum dómum frá
útlöndum,
Það mun ekki kosta nema sárlítið
að afla sér áhalda til þess að fram-
leiða úr kartöfluuurn spiritus til iðn-
aðar og gæti sjálfsagt einhver blikk-
sniður bæjarins sroíðað þau áhöld
eftir fyrirsögn mancs, sem vit hefir
á. Umsjónarmaður efnarannsóknar-
stofunnar ætti svo að sjálfsögðu
að hafa eftirlit með framleiðslunni
og spíritusinn svo seidur undir stjórn-
ar umsjá. Suðusprit er nauðsynlegt
öllum vélbátaeigendum og hinutn
mörgu heimilum, sem ekki hafa efni
á því að elda við gas en hafa í þess
stað fengið sér »primus«.
Hér er um það að ræða að gefa
sér mat úr vöru sem hefir ónýzh
og það er hægt á þennan hátt.
Kaupmaðtif-