Morgunblaðið - 10.02.1918, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1918, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S ina og urðu úr þessu hálfgerðar rysk- lngar, en hinn með síldina átti erfitt aðstöðu og tók því það ráðið að reyna að flýja. Hurfu þeir því brátt sýn, svo að eg gat því miður ekki séð, hvernig leikurinn endaði, hvoit eigandi síldarinnar fékk að melta hana í friði, eða hvort hinn hefir að lokum togað hana út úr honum. Þessi saga um marhnútinn sýnir að hann er feikna gráðugur, því að hann reynir að gleypa bita, sem er jafnstór honum sjálfum, og ef til vill hefir honum tekist að kyngja henni alveg, með því að reka hana ofan í sig með aðstað koktannanna. Ef hákarl ætti að gleypa svipaðan bita, að tiltölu, þá yrði það heill hvalur, á stærð við marsvín eða litla háhyrnu. (Ægir). Einsetumaðurinn. (Brot) Einmana og i einum helli öllum fjærri mannahöllum, bygð sér átti Byrgir gamli. Betur hver síns getur notið andaus kraftur, ef eigi er heftur alskyns glaum frá tiðarstraumi. Þar sem kyrðin býr í bygðum, blómgast akur, þess hins spaka. Lífsins dróma og leyndardóma, reyndi að skilja, sjá og vildi: gátur ráða og getur leiða, gegnumrýna og fólki sýna, lýða gagn að göngu tíða, guðs að ráði á þessu láði; anda að lyfta, sé guðleg gifta, gresjur yfir, til þess er lifir. Verkafesti að veganesti verði anda að sálna-landi. Alt hið góða i þarfir þjóða þrautum eyði og vegu greiði. Farsæld lýðs í stundarstríði, stöðvura þreytu í ljósheim breyti hvers þau gjöld af vizkuvöldum veiti lýði sé þjóðaprýði. M. G. Hundar og kettir. Hr. »Bæjarbúi« gerir hundafjöld- ann hér í Reykjavík að umtalsefni í Morgunblaðinu síðastl. sunnudag. Er það sízt gert ófyrirsynju, því að hundafjöldinn hér í bæ er sann-nefnd plága og bænum sízt til sóma. Veldur það ýmsum óþægindum fyrir hiðelska borgara þessi sifelda hunda- ^nifcrð, og þá oft með gelti og spangóli og vanalega fylgt á eftir af ktakkahópum með engu minna argi °8 ólátum, til að egna þessi dýr Sa®an, svo þeir geti notið ánægj- UtlQar af að sjá þá bítast og rífa ^Vern annan sundur. Hvar sem bif- re'ð er á ferð, fer varla hjá þvi að st6r hundaflokkur fylgi henni með t*essu ofsa-æði, sem gripur þessi illa aða óvöndu dýr hvenær sem þau sjá þessi fartæki. Og um það mun flestum bifreiðarstjórum bera saman, að i bæjum sé ekkert eins vont að varast og að aka ekki ofan á hund- ana þegar þeir koma þjótandi eins og örskot fyrir götuhörn eða út úr einhverju skotinu og beint fyrir bif- reiðina og hún ef til vill á hraðri ferð. Má það merkilegt heita nve sjaldan hefir komið fyrir að ekið hefir verið yfir hunda hér í kaup- staðnum. Sumir hundar gera það að skyldu sinni að gelta að fólki á götunum, og jafovel glepsa í það, og er það algerlega óverjandi að láta slíka hunda ganga lausa. Það eru víst til lög eða reglugerð sem fyrirskipa að allir hundar hér í bæ skuli vera greinilega merktir, en þrátt fyrir það flækjast hundar hér um göturnar sem eru alveg ómerktir og að þvi er virðist eiga hvergi höfði sinu að að halla, og eru oft illa haldnir. Og sama má segja um suma þá sem eitthvert heimili eiga, þeir virðast vera eigendunum sizt til sóma. Önnur plága litlu betri en hunda- fjöldinn eru kettirnir. Það er eins og Reykvikingar leggi aðallega stund á hunda- og kattarækt, þótt hún virðist ekki vera til neinna kynbóta. Kettirn.r hér í bæ eru fleiri en svo að tölu verði á þá komið og virðist fjöldi þeirra hvergi eiga heima og er æfi þeirra margra alt annað en glæsileg, þar sem þessir vesalingar flækjast hraktir og hrjáðir úr einum stað í annan. Þó tekur út yfir alt ónæðið sem þeir gera þeim mönn- um, sem heldur vilja sofa um nætur en daga, með þessum alkunnu »ástar«- söngvum sínum. Dýravernduuarfélagið ætti að gera eitthvað til að fækka og likna þess- um vesalingum, og þess ætti að mega krefjast af lögreglunni að hún sæi um að menn gætu farið ferða sinna um götur borgarinnar óáreittir af mannskæðum hundum. Hrajnúljur. Gamalt skrln. Johanna Southcott hét kona nokk- ur í Englandi um næst siðustu alda- mót. Um hana ganga þær sögur, að henni hafi birst vitrnn og að hún hafi séð langt inn í framtiðina. Frá- söguna um þetta reit hún árið 1804. Fekk engi maður að heyra hvernig vitranirnar voru né heldur að sjá það er hún skrifaði. Lét hún hand- rit sitt í skrin nokkurt og læsti þvi vandlega og innsiglaði. Lagði hún við blátt bann um það, að opna mætti skrinið fyr en hörmungatimar kæmu yfir þjóðina og byskuparnir krefðust þess að skrínið væri opnað. Margar sagnir ganga um það hvernig spádómar þessir séu og það er sagt, að margir þeirra hafi ræst i stríðinu. Alþýða manna í Englandi er hjá- trúarfull og sérstaklega trúuð á ýms undirleg fyrirbrigði. Þaif eigi ann- að en minna á söguna um englana hjá Mons, sem nú er talin þar óhrekjandi sannleikur. Og nú er almenningur farinn að krefjast þess, að Southcott-skrínið sé opnað. Var nýlega haldinn fundur um það i London og sagði einn ræðumaður þar, að margir byskupanna væru því meðmæltir að skrínið væri opnað. Hinn alkunni visindamaður Sir Oliver Lodge, hefir sagt að mál þetta hefði imkta sálfræðilega þýð- ingu. Eftirtektarverð ræða. Nýlega flutti Max páns í Baden ræðu í þinginu, sem vakið hefir mikla eftirtekt og hefir verið gefin út prenluð og stráð út um alt Þýzka- land. Það sem mönnum þykir eítir- tektarvert við ræðu prinsins er það, að hann játar að ófriðurinn hafi gert Þjóðverja að föntum. »Vér megum til að finna eitthvert ráðc, segir prins- inn, »til þess að uppræta þann fruntaskap, sem ófriðurinn hefir komið þjóðinni til að hafa i frammi«. Þetta þykir ærlega mælt og mun vera í fyrsta sinn, sem nokkur mað- ur i Þýzkalandi þorir að koma fram með slíkar staðhæfingar. ■ .... i *am---------- Daufleg jól i Finniandi Um miSjan janúarmánuð sendl finska stjórnin verzluuarfulltrúa sinn, G. Zátterlöf til Kaupmannahafnar til þess aS reyna aS fá keypt matvæli þar. Fróttaritari Politiken átti tal viS hann, þegar hann var nýkominn og sagði Zátterlöf meSal annars: — SíSasta aSfangadagskvöld var dapurlegt í Helsingfors og hefi eg aldrei lifaS önnur eins jól. Fjöldi manna átti þá ekki einn einasta brauS- bita til aS eta. Eg sá konur ganga grátandi um göturnar út af því aS geta eigi gefiS börnum sinum neitt aS eta. Og nú er svo komiS aS 1 dánar- skýrslunum stendur oftast nær »Bana- meinið sultur«. í Helsingfors fengu hlnir 160.000 fbúar ekki einn einasta brauðbita í hálfan mánuS. í Þýskalandi og öSr- um hernaðarlöndum er helzt skortur á hveitibrauði, en Finnar fá ekki einu sinni rúgbrauð. Ekkert land í heimi er eins illa statt eins og Finnland, og fái það ekki matvöru undir eins, þá verSur þar hallæri og hungurdauði meiri heldur en nokkur dæmi eru til í heimssögunni. Politiken eða ritstjóri hennar var nýlega dæmdnr i 200 kr. sekt fyrir það, að hafa nefnt nafn tveggja danskra skipa, sem farið höfðu i herskipa- fylgd yfir Norðursjóinn. Msmæhr! Notið eingöngu hina heimsfrægu Red Seal þvottasápu Fæst hjá kaupmönnum. I heildsölu hjá 0. Johnson & Kaaber. ,EHen‘ ferst Danska seglskipið »EUen« frá Kold- ing fórst f janúarmánuði hjá Cabo Carnero í Gibraltar-sundi. Það var á leið frá Ibiza til HafnarfjarSar meS saltfarm. Ailir menn björguðust. Gengi á þýzkum mörkum og austurriskum krónum hefir hækkað ákaflega mikið í Sviss síðan friðarsamningar hófust i Brest Litovsk. Markið var áður eigi meira en 59 sentimur en er nú komið upp i 90 sentímur, og aust- urriksk króna hefir hækkað úr 37 l 58 sentímur. 700 000 hermenn segjast Bandaríkjamenn ætla að æfa og senda til Frakklands á þessu ári. 1236 ný hlutaféiög voru stofnuð í Svíþjóð árið 1917. Innborgað hlutafé þeirra nam sam- tals 413V2 miljón króna. Falskir 10 króna seðiar hafa verið i umferð í Kaupmanna- höfn undanfarið. Lögreglan náði i menn þá, sem gert höfðu seðlana, en þá höfðu þeir þegar sent frá sér mörg hundruð falska seðla. Fyr8ti sendiherra Finna er seztur að i Stokkhólmi. Er það- Alexander Gripenberg statsráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.