Morgunblaðið - 17.02.1918, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Flibbar
Fermingaföt
nýkomin í stóru úrvali,
kr. 38.00 og 45.00
Vslrarfrak kar,
Hegnfrahkar,
Regnkápur,
stórt úrval.
L 71. TTIúííer
Austurstr. 7.
harðir og linir,
Manchettur, Brjóst og
misl. Manchettskyrtur,
svartir, bláir og mis!
Stórt úrval,
H. Mtiller
Austurstr,
Austurstr. 7
Austurstr. 7
Strokumaðurinn frá
Fálkanum.
Viðtal við hann í
„steininum“.
Strokumaðurinn írá ‘Islands Falk
kom hingað til bæjarins í fyrrakvöld,
fótgangandi austan frá Þjórsártúni.
Hafði bæjarfógeti búið undir komu
hans hingað m. a. með því að leigja
handá honum heibergi hjá Guðm.
Jakobssyni hafnarverði á Hverfisgötu,
því það þótti ekki ástæða til að loka
tnanninn inni í »steininumc. Eu
svo i gærmorgun barst bæjarfógeta
símskeyti frá skipstjóranum á Fálk-
anum, sem nú er í Færeyjum, þar
sem farið er fram á, að maðurinn
væri tekinn fastur, og var hann
þá settur í gæzluv;:rðhald. —
Strokumaðurinn kom hingað i
fyrrakvöld klukkan um 8, en hann
gisti um nóttina um borð i danska
seglskipinu »Rutbby«, sem hér ligg-
ur. Atti hann þar kunniugja frá
þvi áður en hann hélt i leiðangur-
inn austur. En kl. 10 í gærmorg-
un fór hanrj sjálfur á fund lögreglu-
stjóra og var, að lokinni yfirhevrslu,
sendur í hegningarhúsið.
Ferðasaga strokumanns-
ins.
Til þess að geta sagt lesendum
Morgunblaðsins sögu strokumannsins
á hinu einkennilega ferðalagi hans
austur yfir fjall, ákváðum vér í gær
að ná tali af honum i klefa hans í
hegningarhúsinu. —
— Sigurður Pétursson fangavörð-
ur er maður, sem hefir reglu á
hlutunum. Það er enginn hægðar-
leikur fyrir fangana hjá honum að
homast á burt. Um tvær harðlæst-
ar dyr komum vér eftir löngum
gangi að klefahurð strokumanns, i
Vesturenda hegningarhússins. Sig-
utður dregur stóra lyklakippu upp
buxnavasanum, finnur undireins
rétta lykilinn og opnar klefa nr. 2.
Klefinn er allstór og bjartur, borð
°g stólsæti er fest við vegginn, rúm
góðum sængurfötum stendur
^ annan vegginn og bekkur og
^gðastóll stendur í einu horninu.
e8girnir hafa einhvertima verið
v'ttaðir, en þeir eru nú farnir að
^fána af raka. Niður vegginn und-
ir glugganum rennur vatn í dropa-
tali. Það er hálf kalt og rakt í klefa
nr. 2, en þó er hann einn hinn
bezti klefi hegningarhússins. Þar
eru geymdir gæzluvarðhaldsmenn
eingöngu.
Þegar klefadyrnar opnuðust stóð
hár og herðibreiður maður upp frá
stólnuœ. A borðinu fyrir framan
hann lá bók eftir Jerome K. Jerome,
»Tre Mand i en Baadc. Bókin lá
opin á 87. blaðsíðu, þó að eins væri
ein stur.d liðin síðan Sigurður lánaði
honum bókina og var svo að sjá,
sem lesandanum væri ekk rt vel við
að hann væri truflaður frá bókinni,
þvi augu hans mændu til bókarinnar,
djúp, blá augu, sem gáfu hinu veður-
barða andliti hans töluverðan svip.
— Axel Sörensen er fæddur í
Assens á Fjóni og er að eins 21
árs gamall. Sjómaður kvaðst hann
hafa verið síðan hann var fullra 14
ára, en síðustu 10 mánuðina hefir
hann verið i flotaliði Dana, þar af
á Fálkanum síðan i júníbyrjun. í
ágústmánuði næstkomandi sagðist
hann mundi hafa lokið herþjónustu-
tíminn, en dagarnir hefðu verið svo
langir á Fálkanum, vinnan svo mikil
og aðbúnaðurinn svo slæmur, að
það hefði verið óþolandi. Hann hefði
þó ekki ætlað sér að strjúka fyrir
fullt og alt af varðskipinu, heldur
kvaðst hann hafa ætlað að taka sér
landgönguleyfi í 2—3 daga, enda
hafi hann komið til bæjarins tveim
stundum eftir að Fálkinn var farinn
héðan og þá ætlað sér að ganga á
skipsfjöl. En þar sem varðskipið
nú var farið, þá nafi fæðst sú hugs-
un hjá sér, að komast eitthvað á
burt.
— Segið okkur frá ferðinni, og
hvað á daga yðar hefir drefið siðan
þér hlupuð á land?
— Eg gekk á land kl. n á mið-
vikudagskvöldið í fyrri viku. ,Hélt
þegar upp úr bænum, en nóttin var
dimm og eg viltist út af veginum
og var kominn eitthvað langt upp í
heiðar þegar birti. Kl. um 10 um
morguninn sá eg bæ og gekk þang-
að. Það var líklega Vatnsendi. Fékk
eg þar nægan ínat og var vísað yfir
á vegine, en eg gisti á Elliðavatni.
Kl. f á föstudagskvöldið var eg
kominn að Kolviðarhóli og dvaldi eg
þar til laugardagsmorguns kl. 7, að
eg hélt áfram austur veginn. Þegar
eg kom að KÖmbum, á hádegi,
snéri eg við og hélt rakleitt til
Reykjavfkur. Þangað kom eg kl. 111/,
um kvöldið — nokkuð eftir að
Fálkinn var farinn, Um nóttina var
eg um borð i seglskipinu Ruthby,
en sunnudagskvöld kl. n hélt eg
aftur á stað austu; veginn, því nú
fyrst kom sú hugsun upp hjá mér,
að bezt væri að komast alyeg á burt
og fá vinnu einnverstaðar hér á
landi.
Kl. 6 á mánudagskvöld var eg kom-
inn að Ölvesárorú, en hélt áfram
austur alla leið að Þjórsártúni og
kom þangað kl. 10. Gisti þar um
nóttina en lagði aftur á stað á þriðju-
dagsmorguninn kl. 10 Va áleiðis til
Reykjavíkur. Kom hingað kl. 8 á
föstudagskvöldið og svaf um borð í
Ruthby. Kl. 10 í dag, laugardag,
fór eg á fund bæjarfógeta —
og nú er eg hér, segir strokumað-
urinn og rennir augunum um hina
nöktu og kuldalegu veggi fangelsis-
klefans.
— Eg skil annars ekki í þvi, að þeir
skuli loka mighér inni eins og eg væri
morðingi eða stórglæpamaður. Þeir
þurfa ekki að vera hræddir um að eg
strjúki aftur. Mig langar ekkert upp á
heiðar aftur um þennan tíma ársins.
Hér hlýtur annars að vera ljómandi
fallegt á sumrin. Þá væri gaman að
flakka um heiðarnar, frjáls eins og
fuglinn fljúgandi. Ójá, kjör mann-
anna eru misjöfn, segir fanginn, og
horfir niður fyrir sig, þunglyndislega.
— Leið yður ekki oft illa á leið-
inni?
— Jú, eg bragðaði ekki mat í 24
tíma einu sinni og hundvotur var
eg einn daginn og alveg að gefast
upp. En núna líður mér vel — miklu
betur en þegar eg var á Islands Falk.
Strokumanninum var það ljóst,
að hann mundi fá alvar ega hegn-
ingu fyrir strokið. En hann virtist
sætta sig við forlög sln.
»Að ári um þetta leyti vona eg að
vera frjáls ferða minna. Og eitt ár
er ekki mikið af mannsæfinni. Eitt
ár úr æfi okkar sjómannanna er eigi
meira virði en einn dropi í hafinu
eða einn allra þeirra steina, sem eg
sá á leiðinni austur að Þjórsác.
Hvilíkt óhemju grjótl
— Viðtalið er á ,enda. Klefahurð-
inni er skelt í lás, svo undir tekur
afskaplega i hinum löngu, tómu
göngum begningarhússins.
Og eftir situr strokumaðurinn
einsamall, í djúpum hugsunum um
framtíðina og hin ójöfnu kjör mann-
anna.
...... ' -----------------
Landar erlendis.
Eqqert Stefánsson. Hann dvelur í
Stokkhólmi í vetur. Hefir sungið
þar og viðar í Svíþjóð, m. a. í
Uppsölum, og hafa blöðin rómað
mjög sönghæfileika hans. I bréfi,
sem hann sendi Morgunbl. nýlega,
segist Eggert vera að æfa ýms
»operu«-hlutverk, Lohengrin, Rada-
mes í Aida, og Troubadouren o. fl.
og kveðst hann hafa von um það,
að fá að syngja hlutverk Lohengrins
á operunni í Stokkhólmi í vetur
eða vor.
í oktobermánuði i haust ritaði
Eggert ágæta grein i »Dagens Ny-
heder«; sem hann nefnir »Island i
sin Sommar och sin konst«. Fylgja
henni nokkrar ljósmyndir héðan að
heiman og mynd af einu listaVerka
Einars Jónssonar. Megum vér vera
þeim löndum vorum þakklátir, sem
erlendis dvelja og reyna af megni
að kynna framandi þjóðum land vort
og náttúrufegurð þess.
Eftir ummælum blaðanna sænsku
um sönghæfileika Eggerts, virðist
hann hafa góða framtið erlendis
sem söngvari, og mun það gleðja
alla vini hans hér í bæ.
Osigurinn hjá Cambrai.
Wolffs fréttastofa i Berlín tilkynn-
ir, að frá 20. nóv. 1917 til 2. janú-
ar 1918 hafi Þjóðverjar handtekið
227 liðsforingja og 9600 menn af
Bretum á svæðinu fyrir vestan Cam-
brai. I orustunni hjá Cambrai her-
tóku Þjóðverjar 172 brezkar fallbyss-
ur, 724 vélbyssur og 19 sprengju-
varpara. Auk þess náðu þeir aftur
52 þýzkum fallbysum, er Bretar
höfðu fyrst náð hjá Cambrai, áður
en orustan snerist i ósigur fyrir
þeim. Af 300 »tanks«, sem Eng-
lendingar höfðu þarna, mistu þeir
107 pg náðu Þjóðverjar 75 þeirra,
en hinir voru gerónýttir með skot-
um. Er sagt að þetta sé J hluti
allra brezku brynreiðanna.
Gamall skipsketill,
úr skipi sem strandað hafði nálægt
San Francisco árið 1916, var Qýlega
rifinn úr skipinu og seldur á 100
þús. krónun