Morgunblaðið - 25.02.1918, Blaðsíða 2
MOBGUNBLAÐIÐ
kúlna, fallbyssa og flugvéla færi stöð-
ugt vaxandi.
Robertson formaður yfirherstjórn-
arráðs Breta hefir farið frá og tekið
við þýð*ingarmikilli stöðu við her-
stjórn heima fyrir. Henry Wilson
hershöfðingi hefir tekið við af hon-
um. Rawlinson hershöfðingi hefir
verið gerður að fulltrúa í yfirher-
stjórnarráði bandamanna í Versailles.
Skýrslan um kafbátahernaðinn fyrir
vikuna sem endaði 16. febr. sýnir
það, að 2322 skip hafa komið til
brezkra hafna, en 2393 farið. Sökt
var 12 brezkum skipum, sem báru
meira en 1600 smál. og 3 minni,
og 1 fiskiskipi. A átta skip var
ráðist árangurslaust.
Jellicoe sagði i ræðu, sem hann
hélt í London 20. febr., að tundur-
spillarnir væru kafbátunum mjög
skeinuhættir og hefði sennilega verið
sökt helming þýzku kafbátanna.
Símað er frá Washington, að
Hoover, ríkisbryti Bandarikjanna hafi
sagt, að matvæli þau, sem farið hefðu
i sjóinn á árinu 1917 væru að eins
7 °/0 af því, sem flutt hefði verið og
kafbátahernaðurinn hefði þvi mis-
hepnast.
Frá Petrograd er simað 22. febr.,
að Þjóðverjar hafi sótt fram á ýms-
um stöðum á austurvigstöðvunum.
Maximalistar hafa gefið út ávarp til
þjóðarinnar og skorað á hana að
verja landið til siðustu stundar, að
búa til skotgrafir og ónýta járnbraut-
ir og allan forða á undanhaldinu.
Floti Rússa er frosinn inni i Hel-
singfors.
Berum hver annars byrði
Eins og marga mun reka minni
til hér i bænum, varð járnbrautar-
slys hér við hafnargerðina hinn 12.
júni í sumar, sem leið. Einn af
verkamönnunum féll af einum grjót-
vagninum, komst ekki nógu fljótt
undan og var% undir vagnalestinni.
Maður þessi var þegar fluttur á
siúkrahúsið og þarl voru teknir af
honum báðir fæturnir nálægt knján-
um. Eins og gefur að skilja lá hann
alt sumaiið á sjúkrahúsinu, komst
heim til sín með haustnóttum. ■
En hann kom heim sem farlama
maður, eins og hjálparlaust barn,
sem enga eða litla getur björg sér
veitt. Er það sorgleg sjón, að sjá
þenna stóra og sterklega mann liggja
sem visið kalstrá á legubekknum
stofunni sinni, hjálparvana hvers
sem hann þarf. Fyrir skynugum
mönnun mnn ekki þurfa að lýsa
þvi, hrernig heimilisástæðurnar og1
efnahagurinn muni vera, þar sem
slíkir erfiðleikar bera að höndum.
Tímarair þykja, og ern, erfiðir þeim,
sem heikn: hafa hendnr og fætur
og óskerta alla líkamskrafta.
Það er hú hér sem oftar, að ekki
tjáir að saknst rnn orðinn hlut.
Hitt er war, a« reyna að bæta úr
slysÍM eftlr fÖBgnwr, hefir mönnum
því komið í hug að reyna að útvega
þessnm manni tilbúna fætur frá
Danmörku; þar er félag manna,
sem starfar í þá átt, að bæta þeim
mönnum missi sinn, sem verða fyrir
þvi að missa hendur eða fætur.
Dönsk kona, sem búsett er hér í
bænum, hefir gerst milligöngumað-
ur og ritað um þetta félagi einu í
Kaupmannahöfn. Eru allar horfur til
þess, að maðuriun geti fengið fæt-
urna, og þeir verði gefnir honum
að einhverju leyti.
En — hann verður að koma til
£aupmanna*Íiaínar; og þá kemur það
til, sem erfiðast er, og það er ferða-
rostnaðurinn.
Ef nú Danir vilja sýna þá mann
elsku og göfuglyndi, að gefa manni
þessum að einhverju leyti nýja fæt-
ur og gera honum dvölina i Khöfn
ódýra, getum og viljum við Reyk-
víkjngar þá ekki skildingað saman
í ferðakosaaðinn f
Af þvi að maður þessi er alveg
farlama, og getur enga björg sér
veitt, mállaus, þegar þangað kemur,
og öllum ókunnugur, þá er helzt í
ráði, að maður fari með honum, til
að annast um hann á allri ferðinni.
— Æskilegast er, að geta sent mann-
inn til Khafnar í næsta mánuði, svo
að hann geti, ef alt gengur vel, haft
eitthvert gagn af næsta sumri.
Eg leyfi mér nú að beina þeim
tilmælum til góðra manna hér í
bænum, að skjóta saman fé handa
manni þessum til framangreindrar
farar. Ef margir leggjast á eitt, þá
þarf þetta ekki að verða hverjum
einstökum manni tilfinnanlegt.
Gjöfum er eg fús að veita viðtöku,
og mun skýisla um það birt á sín-
um tíma. Dagblöðin, Morgunblaðið
og Vísir, hafa heitið máli þessu
mikilsverðum stuðningi sínum, og
eins að veita samskotum viðtöku.
Rvik, 23. febr. 1918.
Olajur Olajsson,
fríkirkjuprestur.
„John Glayde“.
Svo heitir mynd sú sem sýnd hefir
verið í »Nýja Bíó«, undanfarin kvöld-
það er meistaraleg lýsing á hjóna-
bandi. J?ví hjónabandi, sem miljónir
karla og kvönna lifa, án þeBS þó að
gera sér grein fyrir.
Hann heitir John Glayd, og er
einn af mestu auðkýfingum Ameríku,
enda ber hann nafnið »Járnkonungur-
inn«.
Alt líf hans er helgað auðvaldinu.
Sál hans er þrungin óstöðvandi vilja
þreki og þrá eftir hinu setta marki.
því marki að vinna sigur á öllum
keppinaotum sínum, og verða síðan
einvaldur í öllu* viðskiftalífi álfunnar.
£n sál hans á lfka annað æðra og
fullkomnara. þetta yfirnáttúrlega afl,
kærleikann, sem öllum er gefinn, en
sem svo fáir gera sér grein fyrir, né
þekkja til fulls. Bn þetta afl kemst
ekki að. það verður að víkja fyrir
daglegu störfunum.
Bu það Iifir þó f Bál hans og
þroskast, þar til það aö síðustu fær
tilefni til að brjótast út, en þá ar
það orðið um sejnan.
Konan hans heitir Marriel. Hún
er það sem maður geturkallað: jaið-
engill. því hjá henni er kærleikur-
inn á sínu fullkomnunarstigi. Alt
líf hennar er þrungið óatöðvandi
ástarþrá. Brá hjarta hennar streymir
hinn lifandi kærleiki í stríðum straumi.
En hann fellur eins og dropi í hafið.
þetta mikla haf áhyggjanna, sem
innibyrgir ástina, er býr í sálu mannB
hennar.
Og hin angurblíða leit hennar að
hjarta hans, strandar á öllu því
gulli og gimsteinum, sem umkringja
hana.
Hvað eftir annað leitar hún að
ást manns síns. Hún þráir svo heitt
að sjá ávöxt kærleikans. Að finna
til þeirrar sælu, er ást tveggja
aálna veitir. En allar tilraunir henn-
ar eru unnar fyrir gíg. Maður henn-
ar hefir engan tíma til ástaratlota
fyrir hinni þungu ábyrgð, sem hvllir
á honum í viðskiftalífinu. þess vegna,
verðnr Marriel altaf að vera ein. Og
ást hennar reikar um geiminn en
finnur enga höfn. Bnga hvíld á hinu
óendanlega flugi sínu. Lífið verður
henni þungbært og gleðisnautt. Hans
líf er það líka, en hann finnur ekki
til þess fyrir áhyggjum.
þau eiga ekki samleið, því þau
akilja ekki hvort annars þrá.
Nú er Marriel boðið í skemtiferð
til Norðurálfunnar, til París. En hún
óskar í hjarta sínu, að maður henn
ar leyfi henni ekki að fara. það
mundi hún telja ofurlítinn vott þess,
að hann elskaði hana, og gæti ekki
verið án hennar. En hann hugsar
öðru vísi. Hann telur einmitt, að
kona sín hafi gott af að létta sér
upp, og hvetur hana þess vegna til
að fara. Hún fer, en maður hennar
hefir ekki tíma til að kveðja hana.
Annir hans eru svo miklar. Hann
sendir henni að eins blómvönd. En
vöndurinn nægir henni ekki. jpess
vegna leysir hún hann upp, og læt-
ur blómin eitt og eitt falla í sjóinn.
Ekkert megnar að lækna hjarta henn-
ar, annað en hýrt augnatillit eða
koss frá þeim sem hún elskar.
í París kynnist hún málara, sem
þegar verður ástfanginn af henni. í
fyrsta sinni á æfinni finnur hin ást-
tærða sál það meðal, sem getur lækn-
að. En hún reynir að forðast þetta
meðal. Hún álítur, að það sé að
eins Glayde maðúr hennar, sem hafi
rétt að lækna hjarta hennar.
En hið mikla Atlanzhaf skilur þau
að. Hann situr hinum megin við hafið,
og hefir enn ekki tíma til að Bkrifa
konu sinni. En Marriel, hún hefir
elskað mann sinn alt til þessa, þrátt
fyri^. -alla örðugleikana. Og nú frétt
ir hún ekkert til hans og fær ekkert
l^bréf.
Astin er viðkvæm og þolir ekkert
tómlæti. En stundum verður þó tóm-
lætið til að örva hana. Og mótstaða
Marriel varð til að örva ást málar-
ans.
Hin Bterka nýfædda ást æsku-
mannsins hlaut að vinna sigur á því
hjarta, sem altaf hafði leitað að ást,
en aldrei fundið.
Og hvernig átti hin margvonsvikna
ást hinnar ungu konu að standast
það afl, sem ást málarans hafði að
geyma?
Marriel sem alt sitt líf hafði þráð
ástarsælu. |>ráð að meiga njóta
ávaxta kærleikans, sem alt Iíf henn
ar var helgað. því skyldi hún hafna
þessari sælu nú, einmitt þegar hún
blasti framundan? Nei, vissule8ft
gat hún það ekki. Landflótta ástar-
þrá, hennar hafði nú loksins
fundið heimili. Fengið hvíld og frið.
Hún elskaði og var elskuð. J?að var
hin sanna ástarsæla.
Nú víkur sögunni til John Glayde.
Þ®gar hann kemst að því, hvernig
komið er, þá vaknar ást hans.
Fanginn, sem um margra ára
skeið hafði verið reyrður fjötrum hins
þurra harðúðga viðskiftalífs. — Og
hvílíkt kærleiksflóð, sem nú streymir
frá hinu stóra hjarta hins mikla
mannB! — Nú finuur hann fyrst
hvað hann elskar Marriel aína heitt,
og, að hann getur ekki lifað án henn-
ar. En öll viðleitni hans til að vinna
ást konu sinnar, verður að engu.
Hún er töpuð að eilífu. — Og ástin
hans leið þetta óguriega skipbrot
jafnskjótt sem hún fæddist.
En örsökin var í fyrsta Iagi sú, að
hann hafði ekki þekt hina undra-
verðu kend, sem bjó í sjálfum hon-
um. Og í öðru lagi, að þegar boð-
beri kærleikans barði að dyrum, þú
hafði hann ekki tíma til að veita
honum áheyrn.
Jpessi mynd er þess sannarlega
verð, að verða sýnd mörgum sinnum
oftar, en þegar hefir verið gert. |>ví
að hún á erindi til allra.
Og þér giftu menn og konur! Eg
vil fastlega ráða yður tH að fara
einu sinni og sjá þessa mynd, því
að hún er mjög lærdómsrík. Munduð
þór þá ekki leggja fyrir sjálfa yður
slíkar spurningar: Er ekkert það f
sambuð okkar hjónanna, sem gætí
farið "betur en það fer? Gæti eg
ekki Iétt áhyggur mannsins míns að
einhverju Ieyti, beinlínis eða óbein-
línis? Gætí eg ekki miðlað konu
minni ofurlítið meira af ást? Og gæti
eg ekkl gefið mér tíma til að njóta
hinnar sameiginlegu ástarsælu?
A. K.
Siðustu símfregnir
Framsókn Þjóðverja,'
Kböfn 23. febr.
Þjóðverjar sækja enn fram á aust-
urvigstöðvunum. Eistlendingar og
Ukrainistar hafa gengið í lið með
þeirn.
Seidler hefir lýst yfir því, að
Austurrikismenn muni ekki taka þátt
í ófriðnum gegn Rússum.
Friðarsamningarnir.
Khöfn 23. febr.
Aðalnefnd þýzka ríkisþingsins hefif
fallist á friðarsamningana við Ukra-
me.
Vopnahlé er aftur komið á á víg'
stöðvum Rúmena.
Kuhlmann, Czernin og Búlgataf
segja að fyrst verði að semja frí*
við Rúmena, áður en saminn verði
friður við Rússa.
Jeriko fallin.
Khöfn, 23. febr.
Bretar hafa tekið borgina Jeriko i
Gyðingalandi,