Morgunblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
r
Safnaðafundur
verður haldinn í Dómkirkjunni á sunnudaginD kemur kl. 4 e. m. eins
og áður hefir verið auglýst.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar og snfnaðarstjórn Frikiikjunnar hafa
komið sér saman um að leggja fyrir fundinn eftirfarandi tiliögu:
Um viðbótina við kirkjugarðinn og alla suðurhlið garðs-
ins skal gerð steingirðing úr höggnu grjóti, sem lagt sé i
sement. Girðingin skal vera jafn há og jafn þykk girðingu
gamla kirkjugarðsins meðfram Suðurgötu, til þess að síðar
megi gera hana að litliti eins og hún er.
Ath. Að gefnu tilefni skal þess getið að á fundinum hafa allir
fullveðja bæjarbúar (konur sem karlar) atkvæðisiétt.
F. h. sóknarnefndar Dómkirkjunnar. F. h. stjórnar Frikirkjusafnaðarins
Sigurbj. A, Gtelason. Arínbj. Sveinbjarnarson.
Nýjasta nýtt!
Eg undirritaður hefi sett á stofn skÓsmíðavÍDHIl.S'tofll
á Hverfisgötu 43 og vona eg að fólk komi þangað beina leið, ef það
vantar viðgerð á skóm sínum. Þar verður vönduð vinna og sanngjarnt verð.
Virðingarfylst.
Ferdinant R. Eirfksson.
Rœningjaklær.
Skáldsaga úr nútiðar sjóhernaði,
eftir hinn góðkunna norska rithöfund
0vre Richter Frich,
er komin út og fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Einhver hin skemti- •
legasta og ódýrasta sögubók sem út hefir komið á þessum vetri.
AÐALFUNDUR
verður haldinn í
„Kalkfélaginu í Reykjavik“
föstudaginn þ. 1. marz 1918 i Bárubúð nppi, og hefst kl. Sl/2 síðdegis.
Fundarefni samkvæmt 8. gr. félagsiaganna.
S T J O R NI N.
Rúmstæði,
sterkt ög vandað, er til sölu á
Frakkastíg 13.
$ tffiaups/tapttr $
Agætur Primus til sölu í Syðri-
Uækjargötu 20, Hafnarfirði.
Fámenn fjðlskylda barnlaus óskar
eftir 2 eða 3 herbergjum með að-
gangi að eldhúsi, 14. maí næstkom-
andi. Uppl. á Njálsgötu 15 A.
Möblerað herbergi með forstofu-
inngangi til leigu á Hverfisgötu 34.
€^apað
Tapast hefir peningabudda með
talsverðu af peningum i, milli Reykja-
vikur og Hafnarfjarðar. Skilist á
afgreiðslu Morgunbl.
Ætlun Bandaríkjamanna er einnig
að bæta og efia efnahag eyjaskeggja.
Það gátu Danir aldrei. En það á ait
að verða öðru vísi heldur en áður.
Að stríðinu er loknu áaðgerastórkost-
legar viggirðingar á St. Thornas, og
með þvi móti á að veita eyjaskeggjum
betri atvinnu, heldur en þeir hafa
haft til þessa. Það hefir einnig ver-
ið stungið upp á þvi að gera eyj-
arnar að baðstað. Loftslag er þar
ekki mjög heitt, og aldrei kalt, þvi
að sjórinn mildar það. Er það þá
ætlan manna, að þar verði baðgestir
allan ársins hring — á vetrum menn
frá hinum kaldari löndum, og á
sumrum menn frá Suður-Ameriku
og hitabeltislöndunum. En það er
ekki rikið, heldur auðkýfingarnir,
sem ætla að standa fyrir þessum
fyrirtækj u m. Og þeir hyggj ast græða
miljónir á þeim árlega.
j PAGBOK j
Hjónaefni: Jungfrú Eagnheiður
A8geiradóttir, Bræðraborgarstfg 37 og
Björgvin B. Jóhanneseon frá Viðey.
Jungfrú Halldóra S. |>órðardóttir
og Björn Benediktsson, sjómaður.
Veðrið igær:12,l stiga frost kl. 6
atS morgni, en 1,6 stiga frost á hádegi.
I bJaðinu í gær var prentvilla,
8agt að þáð hefði verið 8 stigi hiti
' á hád, en átti auðvitað að vera 8
8tiga frost.
Harða veturinn sama dag: dstiga
Oteturfrost, 3 stiga á kád. Norð-
aöatormur úti fyrir. Fiakibátur
aiglir á jaka úti í Flóa. Mannbjörg,
Bkipið týnist.
Samverjinn. S. P. S. færði oss
^ kr. handa Samverjanmm í gær.
Hafnarstjórinn. I dag tekur þór-
arinn Kristjánsson verkfræðingur við
stjórn hafnarinnar. Er honum jafn-
framt ætlað að gegna bæjarverkfræð-
ingsstarfanum að nokkru Ieyti, og
skilur vfst enginn í þvi nema bæjar-
fulltrúarnir, hvernig hægt er að sam-
rýma það tvent. Maður skyldi ætla
að annir væru svo miklar við hvoru-
tveggja embættin, að enginn einn
maður gæti haft þau bæði á hendi.
8 Amerískar smá-rafmagnsvélar
fengu þeir H. Guðmundsson og E.
Jensen rafmagnsfræðingar með Is-
landi frá Amerfku.
Verða tvær véla þessara notaðar
til rafijósa á Kleppspftala, einílyfja-
búðina, ein hjá Jes Zimsen konsul,
ein hjá Pétri Ólafssyni konsul, ein
hjá Ól. Johnson konsúl, ein hjá P.
Thorsteinsson kaupm. og ein hjá
Bagnari Ólafssyni konsúl áAkureyri.
Aðalfundur Kalkfélagsins verðnr í
kvöld kl. 8V2 f Bárubúð uppi.
Útgerðarmann
vantar til Þorlákshafnar.
Uppl. hjá Bergi Einarssyni Vatnsst. 7
Póstur til Amerfku. Það er al-
ment álitið að bróf, sem héðan eru
send til Amerfku, þurfi að vera rituð
á ensku. Eu þess gerist ekM þövf.
Bréfin komast alveg eins leiðar sinnar
fyrir því þótt þau sóu rituð á íslenzku,
því að íslenzkur maður er hafður til
þess að gegna eftfrliti og lestri bróf—
anna þegar vestur kemur.
Búnaðarrit (1. og 2. hefti 32. árg.)
er nýkomið. Fremst í því er mynd
af ÞórhalH Bjarnarsyni byskup og.
minningargrein um hanu eftir Einar
Helgason. Sami ritar einnig yfirllt
um árið ,1917. Guðm. Finnbogaaon
dr. ritar um slátt, Helgi JónBSon dr.
ritar um sæþörunga (sem skepnufóður
ogtil manneldis). Þá eru þar og ritgerðjr
eftir J. Gaut Pótrsson Eggert Briem
frá Viðey, Björn í Grafarholti og Sig-
urð Sigurðsson alþm.
Botnia. Samkvæmt sfmskeyti, sem
hingað barst f gær, mun Botnia eiga
að fara um 10. þ. m. frá Khöfn. áleið-
is hingað.
Sanðöngnr karlakóra K. F. U. M.
er í kvöld. Verður samsöngurinn endur-
teklnn á sunnudaginn. Jón Halldórs-
son bankaritari stjórnar söngnum, en
Pétur Halldórsson bóksali aðstoðar.
Hjúskapnr. Ungfrú Sólveig Slg-
mundsdóttir frá HafnarfiríH og hr.
Þórður Jóhannsson voru gefin saman
23. febrúar af sfra Jóhanni Þorkels-
syni dómkirkjupresti.
Bæjarfógetaembættið. Umsóknar-
frestúr var útrunninn í gær Um
embættið sækja þessir: Ári Arnalds
sýslum. Húnvetninga, Guðm Eggerz
sýslum. Árnesinga og Jóh. Jihannes-
son bæjarfógeti á Seyðisfirði. Árslaun-
in eru 5000 kr. hækkandi upp 6000
krónur.
Lögreglustjóraembættið. Umsókn-
arfrestur var útrunninu f gær. -Um-
sækjendur eru: Jón Hermannsson skrif-
stofustjóri, Guðm. Eggerz sýslumaður,
Vigfús Einarsson settur bæjarfógeti,
Karl Einarsson sýslum. f Vestmanna-
eyjum. Arslaun eru 5000 kr. hækk-
andi upp í 6000 kr.
Borgarfjarðarsýsla. Um sýslu-
mannsembættið í Borgarfjarðarsýslu
sækja þeir Guðm. Björnsson sýslu-
maður á Patreksfirði og Páll Jónssou
lögfræðingur.
Lagarfoss fór hóðan í gær á hádegi.
Meðal farþega voru Anton Proppé
kaupm., Viggó Björnssou bankaritari,
Þórhallur Gunnlaugsson símritari o. fl.
Njðrðnr, báturinn, sem farist mun
hafa úr Njarðvíkunum, kvað hafa verið
vátrygður. Bátinn áttu nokklr menu í
í félagl, en ekki hlutafólag, sem ætl-
aði að gera út marga báta.