Morgunblaðið - 01.03.1918, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.03.1918, Qupperneq 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ I Aþenuborg. Mynd þessi er tekin fyrir framan höll sendi- herra Frakka i Aþenuborg. Er þar hervörðar fyrir dyrum úti nótt og dag, því að sendiherrann er aldrei óhuitur um lif sitt, síðan bandamenn settu her- lið á land i Grikklandi og tókH ýmsar eyjar í Grikk- landshafi. mnndi hægt að fá alla þessa menn til að gerast sjálfboðaliðar hjá þeim, er bæði hefðu að bjóða skemtun og vinnu. Það ætti t. d. bæjarfélag Reykja- vikur að geta gert. Setjum sem svo að það sendi menn á grasafjall, eitt- hvað þangað, sem náttúrufegurð er mtkil og nóg af grösum. Allra þrá er það að komast burtu úr bænum og helzt upp til fjalla og lifa þar frjálsu lifi. Það er tilbreytingin sem gengur fyrir öðru. En geta menn þá hugsað sér meiri tilbreyt- ingu en þá að hverfa úr einhverri biíðarholunni hér í Reykjavik upp til fjalk, liggja þar úti sólarhringum saman og keppast við að tina grös? Nei, til slíkrar vinnn mundi hægt að fá marga sjálfboðaliða. Og svo er um margt. Bara ef menn hafa hugsun á þvi. Þvi að menn hafa jafnt gaman — eða meira — af sumarfríi sínu þótt þeir verði að vinna eitthvað. Vilji nú bærinn safna saman vinnu- kröftum þeim, er til einskis fara i sumar — bara hjá þeim er vilja létta sér upp —, þá er hægt að draga mikið í bæjarfélagsbúið af matvælum, sem hér er gnægð af, en óhreyfð eru látin. Kornvara er af skomum skamti i landinu. En fjalla- grösin eru hennar ígildi. Hvers vegna skyldi þeim þá eigi safnað meðan timi er til? Leiðbeining um notkun kornvöruseðla, brauðseðla og sykurseðla. Stjórnarráðið hefir skipað svo fyrir að eftir i. marz 1918 má ekki selja rúg, rúgmjöl, hveiti, mais, maismjöl, bankabygg, hrísgrjón, hafragrjón og sykur nema gegn seðlum, sem út verða gefnir að tilhlutun landsverzl- unarinnar og ekki brauð nema gegn seðlum, er bæjarstjórnin gefur út hér fyrir Reykjavik og fást í skiftnm fyrir komvöruseðla. Komvöruseðlum og sykurseðlum hefir nú verið útbýtt hér í Reykjavík til tveggja mánaða, marz cg april, og hefir hver maður fengið seðla, er gefa rétt til að kaupa 20 kíló- grömm af kornvöru og 4 kílógrömm af sykri. A þessu tveggja mánaða tímabili fær enginn frekari seðla og verður hver einstakur maður að haga svo til að þessi skamtur dugi. Sykurseðlunum er skift i 8 reiti og gildir hver reitur */g kílógramm. Minna en kílógramm af sykri fæst því eigi keypt í einu, en vert er að geta þess, að seðlareitirnir gilda jafnt l marz cg april þótt á þá sé prentað maí eða júní. Kornvöruseðlum er og skift i 8 reiti og gildir hver reitur 21/* kíló- gramm, en ef minna er keypt af kornvöru í einu en 2l/2 kílógramm, jjefur seljandi kaupanda kornvðr*- seðla fyrir því, sem á vantar að keypt sé 2Yjj kilógram. Hver smáseðill gildir kilógramm og fæst þannig ekki keypt minna en kílógramm af kornvöru í einu. — Kaupmenn fá smáseðla á seðlaskrifstofunni i skiftum fyrir kornvöruseðla. Brauðseðlarnir eru tvenskonar og gefa rétt til að kaupa 1500 grömm (gulir) eða 250 grömm brauðs (bláir). Þeir fást að eins í skiftum fyrir kom- vöruseðla og við skiftin fær mót- takandi brauðseðils sem næst 10% meira kornvörugildi i brauðseðlinum, en hann lætur af hendi i kornvöru- seðlinum. Mjölvigt*brauðs — þ. e. rúgbrauðs og hveitibrauðs — er í þessu sambandi talin */4 hlutar af brauðþyngdinni. — 71/* kilógramm mjöls (5 seðilreitir) jafngildir þannig 10 kílógrömmum af brauði og i skift- um fyrir kornvöruseðla er gilda 7*/2 kilógramm, verða því látnir brauð- seðlar er gilda 11 kílógrömm (10 kg. -f- io°/0). Til leiðbeiningar við kaup á brauð- um skal þess getið að þyngd brauða er ákveðin þannig: Rúgbrauð heil 3000 grömm, hálf 1500 grömm. Normalbrauð og hálfsigtibrauð heil 35oogrömm, hálf 1250 grömm. Franskbrauð, sigtibrauð, súrbrauð og landbrauð heil 500 grörom, hálf 250 grömm. Ef keypt er hálft rúgbrauð ber þvi að afhenda seljanda gulan brauð- seðil, en sé hálft hveitibrauð keypt skal afhenda bláan seðiJ. Sé aftur á móti keypt hálft normalbrauð eða hálfsigtirúgbrauð skal afhenda seljanda gulan seðil, en hann lætur bláan seðil i skiftum. Eftir 1. marz verður seðlaskrif- stofan i^Hegningarhúsinu opin alla virka daga kl. 10—4 og verður korn- vöruseðlum skift þar fyrir brauð- seðla. Borgarstjórinn i Rvik, 27. febr. 1918. K. Zimsen. Eldnr í Brooklyn-brunni, Að kvöldi h. 6. febr. kviknaði eldur i hinni griðarsstóru brú, sem bygð er yfir Hudsonfljótið milli New York og Brooklyn. Neisti úr hraðlest, sem ók yfir brúna, kveikti eldinn i timbri undir brúnni, og læsti sig npp eftir henni svo að nokkur hluti hennar stóð i björtu báli á skömmum tima. Brunamenn gátu ekki komist að eldinum á ann- an hátt en þann, að dæla vatninu úr landi 110 fet upp frá jörðu. En svo mikill þrýstingur var á vatninu, að það tókst að slökkva eldinn á skömmum tima. Drápgyrni unglinganna. Þessi orð duttu mér i hug sunnu- daginn 10. febr., þegar mest gekk á i kringum svokallaða Skógtjörn hér á Alptanesi, þar sem þessi bless- aði fugl, álptirnar, er einhver tignar- legasti fuglinn sem gerir sér að góðu að vera hjá okkur, þegar vetrarhörk- urnar eru hvað mestar hér á landi, og skemtir okkur með sínu fagra kvaki og (Svanasðng), og þar á ofan friðuð af löggjafarvaldi þjóðarinnar. Er það undravert, að þessir morð- vargar skuli gera það að skyldu sinni að drepa og særa þenna fagra fugl, og það á sunnudegi. Þeir ættu sannarlega skilið harða refsing fyrir slíkt athæfi, fyrst og fremst fyrir að gera sitt til að fæla fuglinn frá okkur og svo fyrir að særa hann til ólífis, og sumpart þannig, að kvelja hann heilum kvölum í lengri eða skemmri tíma. Væri þetta gert út úr neyð, væri það sök sér, ef það væru þá góðir skotmenn og dræpu fuglinn hreinlega; en að freta úr þessum bölvuðum byssukjöftum og særa þessa vesalings skepnu, er algeilega ólíðandi, Hvernig skyldi þessum hetjum verða við ef þeir ættu von á skoti í skrokkinn, hvar sem þeir flæktust um til að leita sér bjargar i vetrar- hörkunnm? Eg tiúi ekki öðru en einhver yrði hrakinn undan. Þessi skothríð hefir verið hér oft í vetur, en aldrei eins átakanlega græðgisleg eins og þennan sunnudag. Hafa líklega verið að fagna föstunni með þvi? Einu sinni þennan dag flaug álptahópur af tjörninni, og þegar þessi fagri hópur kom yfir tjarnar- bakkann að austanverðu, dundu 3. skot í hópinn, en af þvi eg var svcr langt frá, gat eg ekki séð hvort nokkur lá, en víst var það að 1 eða 2 lækkuðu flugið að miklum mun, og gat eg þess til, að þær hefðu fengið sár, ef til vill eftir langvar- andi kvalir, til ólifis. Þetta álít eg óve.'jandi athæfi, ekki sizt þegar þessi fagra og tignarlega skepna á i hlut, sem er öllum tíl ánægju og yndis, sem einhverja fegurðartilfinn- ingu hafa og álptinni venjast. Sömuleiðis álít eg þá litlu betri, sem kaupa þenna fugl af þessuim ræningjum, á meðan ekki þrengir meira að en þetta með matbjörg. Það er óak min og von til allra- sem unna vilja frelsi þessa fallega fugls, að gera sitt til að þessari ósvinnu verði hætt; einkum og séri- lagi vona eg að. þeir, sem land eiga að þessari tjörn, taki harðara á þess- um morðvörgum hér eftir, en þeir hafa gert að undanförnn. Að endingu skal eg geta þess, að hvenær sem eg kemst í færi við1 þessa morðvarga, skal eg klaga þl miskunnarlaust án nokkurs fyrirvara. Læt eg svo hér með þá bón fylgja til herra ritstjóra Morgunblaðsins, að hann vildi birta línur þessar í sínu heiðraða blaði, og gera sitt til að þessum ósið verði hætt að fullu. og öllu. Brekku n. febr. 1918. Helqi Gíslason. ----—....... Tg ; Sl ...... Vesturheimseyjar. Bandaríkjamenn eru nú að búár. sig undir það að innlima eyjar þærr. er þeir keyptu af Dönum. í önd- verðum júlimánuði í sumar sem leið vöru sendir þangað ameríkskir kenn- arar, til þess að taka við stjórn skól- anna á eyjunum í stað dönsku kenn- aranna, sem þar höfðu verið áður.- En því er spáð, að þessir kennarar megi beita sér vel, ef þeim eigi að verða meira ágengt heldur en Dön- um. Eyjaskeggjar eru flestir Svertingj- ar, en þrátt fyrir það eru það ekki nema tveir af hundraði, sem hvorki kunua að lesa né skrifa. Segja svo' fróðir menn, að lýðmentun á eyjutn'- þessum sé miklu betri heldur en Bandarikiu hafa komið á í Porto Rico og betri heldur en þeir muni nokkuru sinni koma á í Svertingja- lýðveldunum, Haitiog San Domingo- Danskir kennarar á Vesturheims- eyjum gengu sér til húðar fyrir mjögT litið kaup. Unnu þeir venjulega & stundir á dag og fengu að launo10 100 krónur á mánuði. Kennurun- um frá Bandaríkjunum verður starfiö léttara heldui en þeim, því að altaf hefir kenslumálið verið enska þar * eyjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.