Morgunblaðið - 04.03.1918, Síða 3

Morgunblaðið - 04.03.1918, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ Þessi atburður sýnir glögglega, hversu ástandið með höfnina er ihug- unarvert. Það kom berlega í ljós, að ótti manna við að taka haffær skip inn á höfnina um vertiðina, er á nokkrum rökum bygður. Hefði þó betur sést, ef komnar hefðu ver- ið hinar tvær skonnortur, sem von er á með salt; örðugt að sameina það í huganum á þessum tímum, að saltið megi hvorki vanta né koma á vertíðinni. Hér verður ekki reynt að telja upp orsakir þessara óhappa á höfn- inni; menn munu álíta þau orðin af völdum náttúrunnar. En sú hugs- un liggur þó nærri, hvou ekki muni vera eitthvað athugavert við umbún- aðinn á festunum. Að minsta kosti hafa ekki allfáir menn látið á sér heyra, að svo muni vera, og þá er óþarfi að vera að nöldra i barm sér Bm það; bezt að segja það upphátt. I DAGBOK | Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,50 Fóatbúi 8,60 Franki franskur 62,00 60,00 Sænak króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,50 Sterllngapund ... 16,00 16,00 Mark ... ... ... 68 00 ... Holl. Florin ... ••• ••• ... 1.87 Austurr. króna... ••• Hjálparstarfsemi Bandalags k v e n n a. Viðtalstíml miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. ' ...... . . ' ' Willemoes kom hingað í gær frá Au8tfjörðum. Meðal farþega voru: Snæbjörn Arnljótsson og fjölskylda hans frá þórshöfn, frá Seyðisfirði H. Biering, verzlunarstjóri, Jón Tómas- Bgu prentari o. fl. Sig. Runólfsson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi kom til bæjarins í fyrra- kvöld með Ingólfi. Sfminn. Hann er enn í ólagl. Að- eins nokkur skeyti komust hingað í fyrradag, en fjöldi bíður. Helzt hyggja menn, að skeytin hafi verlð send með loftskeytum til Lerwick, því símlnn þangað er enn ekki kominn í lag. Geysir er væntanlegur hingað ein- hvern næstu daga. Skipið mun hafa farið frá Khöfn um þ. 20. febr. Lausn frá prestskap hafa þeir fengið sr. Skúll Skúlason i Odda og sr. Jón Halldórsson á Sauðanesi, frá næstu fardögum. ^ Sr. Skúli mun ætla að flytja hingað tll bæjarins. Jón Bjarnason póstafgreiðslumaður ^ Borgarnesf er komlnn til bæjarins. Erl. símfregnir Fri fréttaritara isafoldar og Morgunbl. Frióurinn. K.höfn 27. febr. Þjóðverjar krefjast t>ess af Rúss- um, að þeir undirskrifi friðarsamu- inga innan þriggja daga. Trá Húmenum. K.höfn 27. febr. Samningum milll Miðveldanna og Rúmena hefir verið slitið um hrið. Kuhlmahn og Czernin eru farnir áleiðis til Brest Litovsk. # TUandseijjar. K.höfn 27. febr. í Svíþjóð er mikið talað og ritað um framtíð Alandseyja. Trá Trakhlandi. K.höfn 27. febr. Akafar loftorustur eru nú háðar á vesturvigstöðvunum. Vestur-Islendingar 09 fánamálið. íslenzku blöðin í Vesturheimi hafa ritað allmikið um afdrif fánamálsins. — Birtum vér hér kafla úr grein í »Lögbergi« 24. jan.: »Vér hefðum aldrei trúað því, að Danir væru svo þrællundaðir og þýsinnaðir, að þeir vildu held- ur stofna þessari afskektu og fá- mennu þjóð, íslendingum, íbeina hættu, en að láta af höndum það frelsi, sem þeir höfðu ranglega af íslendingum tekið, og sem íslendingar eiga tilkall til, sem frjálsbornir menn. Stofna þeim í hættu, sögðum vér og skal hér gerð nokkur grein fyrir því, sem vér eigum við. Setjum svo, að Danir hefðu orðið eða yrðu að dragast inn í þetta stríð — setjum svo, eins og líka hvað eftir annað heflr verið minst á opinberlega, að Þjóðverjar hefðu tekið, eða yrðu að taka Danmörku, eða þá að Danmörk hefði dregist inn í ófriðinn með Þýzkalandi. Mundi þá ekki hafa verið eða verða ílla ástatt fyrir íslendingum? Hvert hefðu þeir þá átt að flýja til þess að fá björg fyrir sig og sína? Ekki til Bretlands, né heldur til Bandaríkjanna, þær leiðir hefðu þá yerið bannaðar, og beinlinis af því að þeir hefðu orðið að sigla undir dönskum fána. í öðru lagi er það víst ekki leyndarmál, að þegar íslendingar leituðu til Bandaríkjanna um vöru- kaup, stóð þeim það beinlinis fyrir þrifum, að á þá var litið sem óaðskiljanlegan hluta Danmerkur og áttu víst að Bætu sömu kjör- um hjá Bandaríkjaþjóðinni og hinar Skandinavisku þjóðirn- ar, og það var fyrst, þegar þeim, sem ráðin höfðu í Bandaríkjun- um, var gerð skiljanleg hin sér- staka afstaða landsins, að þeim voru veitt þau hlunnindi, er ís- lendingar hafa notið í sambandi við vörukaup sin umfram hin Skandinavisku löndin. í þriðja lagi er Dönum sjálfsagt ekkert ókunnugt, um hvað verið er að berjast nú í heiminum. — Leiðtogar þriggja stríðsþjóðanna, þeirra er sterkastar eru á hlið samherja, hafa allir lýst því yfir skýrt og skorinort, að sverðin skuli ekki slíðruð þar til réttur smáþjóðanna sé viðurkendur til þess að biia að sínu, og njóta þess óáreittar í ljósi frelsis og framtíðarhugsjóna. En samt hafa Danir, sem ekki geta sjálfum sér bjargað og eru upp á vernd og drengskap annara komnir með fjör sitt og framtíð, synjað ís- lendingum um þann rétt, sem samtíðin krefst fyrir allar þjóðir, bæði smáar og stórar«. Um framburð málsins fyrir kon- ungDsegir blaðið: »Auðmýkt mannanna getur ver- ið kostur, þegar hún er á hæfi- legu stigi og í ljóBÍ látin þegar við á, en svo getur hún lika orðið til bölvunar, og það finst oss hún hafi orðið við framsögn þessa velferðamáls íslands fyrir hans Hátign konungi Dana. Og ef að yfirstandandi tíð væri ekki eins alvöruþrungin eins og hún er, ,og málið eins háalvarlegt og það er, þá mundum vér varla geta gert oss að brosa ekki, þeg- ar vér hugsum um æðsta valds- mann hinnar íslenzku þjóðar, flytj- andi eitt af þýðingarmestu málum þjóðar sinnar og hann byrjar á því að segja hans hátign konung- inum, að ekki sé nú málið sér svo mikils virði, að embættið sé þó ekki meira.« Þannig líta landar vorir í Vest- urheimi á fánamálið. Það er langt frá því, að vér séum sammála Lögbergi eða viljum gera hans orð að vorum. En það er all- fróðlegt fyrir almenning hér á Iandi að vita, hvernig landar vorir vestra lita á það mál. Hafnargjaldkerinn. ... > Starfið, sem hafnargjaldkeri * i Reykjavikurbæ, hefir verið auglýst laust og möunum þar með gefiton kostur á þvi, að sækja um það. ‘ Það er ekki *nema rétt og sjálf- sagt. En hér fer þó sem oftar, að nokkur hængur er á, þvi að það þykjast fréttafróðir menn hafa sann- frétt, að staðan muni þegar veitt, i 3 orði kveðnu, og að maðurinn, sem hana á að fá, hafi fyrir æðilöngu sagt upp þeiiri atvinnu, sem hann hefir gegnt nú um nokkur undan- farin ár. En til hvers er þá verið að aug- lýsa stöðuna? Það er auðvitað eigi til annars en vjlla mönnum sýn. Það er ekkert annað en »humbug«. Umsakjandi. TJppeísínur, Eptt, Vinber, Ciírónur, nýkomið í Liverpool. ^sjf ^Hinna $ Viðgerð á primusum og gamlir primushausar gerðir sem nýjir. Bergstaðastig 40 uppi. d'apaó ^ Gleraugu i gleraugnahúsi töpuðust á leið frá Amtmannsstig að Laufás- vegi. Skilist á afgreiðsluna gegn góðum fundarlaunum. Frystnr smoíínr ágæt fiskisæl beita = ©r til sölu = Upplýsingar í síma 594 margar tegundir, góð og ódýr, nýkomin i cTSaupiA cfflorgunBí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.