Morgunblaðið - 06.03.1918, Side 2

Morgunblaðið - 06.03.1918, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ —sssr- K.höfn 3. matz. Rúmenar hafa nú sent fulltrúa á friðarfundinn. Frá París er símað að Maximal- istar hafi í hyggju að undirskrifa friðarsamninga við Miðríkin, án þess að ræða hin sérstöku skilyrði samn- ingsins fyr en síðar. »Vossische Zeitung* álítur að Danir hafi gert rangt í þvi að kyr- setja hermennina af hjálpar- beitiskip- inu Wolff, sem strandaði á Jótlands- skaga fyrir nokkrum dögum. Blöðin hér í Kaupmannahöfn halda því fram að það hafi verið skylda Dana að kyrsetja þá. Khöfn. 4. marz. Rússar og Þjóðverjar undirskrif- uðu friðarsamninga i gær. Maximalistar skrifuðu undir án þess að íhuga einstök atriði samn- inganna, en það er allsherjarfundi verkamannaráðsins ætlað að gera á eftir. Með þvi einu móti voru Þjóð- verjar fáanlegir til þess að stöðva framsókn þýzka hersins i Rússlandi, Maximaliatahreyfingin er að breið- ast út í Siberiu. Þjóðverjar hafa tekið 60.000 fanga i Rússlandi. Khöfn, 4. marz. Þjóðverjar hafa nú hætt orustum i Rússlandi, Búlgarar krefjast þess að fá all- mikil lönd af Rúmenum. Ungverjar krefjast þess að landa- mærum rikisins vwði breytt. Þjóðverjar hafa flutt allmikið lið til Alandseyja. Eru Sviar mjög gramir yfir því. Dómsmálafréttip. Yfirdómur 4. marz, Málið: Réttvísin gegn Hávarði Halldórssyni. Mál þetta er ísfirzkt þjófnaðar- mál. Unglingspiltur H. H. varð upp- vis að því, að hafa tvívegis farið inn í verbúðir sjómanna og stolið pen- ingum úr koffortum þeirra, en lykla að þeim hafði hann náð í, er eng- inn var þar heima. Var dæmdur í undirrétti, aukarétti ísafjarðarsýslu til refsingar á vatn og brauð og til þess að bæta stuldinn, svo og til greiðslu kostnaðar. Var áfrýjað eftir ósk ákærða. Yfirdómurinn komst að líkri niður- stöðu; dæmdi ákærða i Janqelsi 2X/ da%a vatn og brauð (eftir 230. gr. hegningarlaganna), fresta skyldi fullnagju dómsins og refsingin falla niður, ef ákærði eigi drýgði glæp næstu 5 ár. Kostnað greiði hann allan, þar á meðal til málaflutnings- manna við yfirdóminn, er skipaðir voru í málið, 15 kr. til hvors. Bráðnauðsynlegf fyrirtæki. Þegar eg las grein herra Gunn- laugs Claessen i síðustu ísafold um Radium lækningar, datt mér ósjálf- rátt í hug alt það fé, sem efnamenn stríðsþjóðaDna verða að leggja af mörkum til tilbúnings morðvopnum á náunga sinn, og hitt um leið, hvað efaamenn okkar eru lánsamir að þurfa ekki að leggja fé til slíkra skelfinga. En hér ber nú stórfyrir- tæki á dyrnar hjá efnamönnum okkar, sem gengur í mótsetta átt við hina, sem sér að hefjast nú drengMega handa, og leggja ríflega fé af mörkum, til að bjarga lífi og heilsu margra manna og mannsefna þjóðar vorrar, í nútáð og framtið, með öðrum orðum, að koma hér á stað Radium lækningastofu hið allra jyrsta. Það kostar 120 þúsund kr. það eru að visu miklir peningar, en margar hendur vinna létt verk. Það ættu að finnast 120 manns á öllu landinu, sem sér að skaðlausu gætu gefið 1000 kr. til þessarar stór nauð- synlegu stofnunar. (Gjöf verður það að veray en ekki lán, þvi að annars yrðu lækningarnar of dýrar almenn- ingi). Margur mun máske segja sem 3vo, að það sé landið sem eigi að koma slikri stofnun á stað. Mikið rétt, en sem stendur hefir landið öðrum blöðum að fletta, það vita allir, en þetta þolir enga bið. Aður en landið fær komið slíkri stofnun á stað, eins og sakir standa nú, verð- ur margur ágætismaðurinn búinn að liða mikið og láta lífið, sökum vönt- unar Radium lækninga. Þess vegna vek eg máls á þessu, og slæ á hjarta- strengi efnamanna vorra, Risið nú upp hver á fætur öðrum og bindist samtökum og leggið fé þessu bráð- nauðsynlega fyrirtæki, áður en þér sjálfir máske með eigin augum verðið að horfa upp á náunga yðar kveljast og láta lífið vegna vönlunar á slikri stofnun. Kona. Sambandið v i ð Ameríku. Frá Jóni Guðbrandssyni, erindreka Eimskipafélagsins i Bandaríkjunum, barst félaginu í gær símskeyti þess efnis, að allir þeir, sem vörur ætla að senda til Bandaríkjanna skuli hafa símað um vörurnar vestur, svo hægt sé að fá innflutningsleyfi yfirvaldanna fyrir vörurnar, áður en skipið sem vörurnar flytur kemur til New York. Þá segir og i skeytinu, að hér eftir þurfl ekki að hafa útflutn- ingsleyfi Breta (letter og assu- rance) fyrir þeim vörum, sem yfirvöldin í Bandaríkjun- um hafa veitt útflutnings- leyfi á. En hingað til hefir það verið svo, að sækja hefir orðið um útflutningsleyfi brezka sendiherrans jafn framt þvi, eða undir eins á eftir að leyfi Bandarikjanna var fengið. Hér eftir þarf að eins leyfi Banda- ríkjanna og er það stórmikil bót á fyrirkomulaginu, sem vera mun mik- ið gleðiefni öllum kaupsýslamönnum, sem skifti eiga við Amöríkumenn. Siðustu símfégnir. K.höfn 5. marz. Rússar hafa slept öllu tilkalli til Kúrlands, Lithaugalands og Batum. Þjóðverjar hafa yfirráðin í Eistkndi og Liflandi. Allur rússneski herinn verðHr afvopnaður. »Syndikalistar« hafa gert óspektir í Kristiania. Austurríkismenn sækja fram i Po- dolia. Hersveitir finsku stjórnarinnar hafa tekið Björneborg. t Hjörtur Hjartarson trésmiður andaðist að heimili sínu hér í bæn- um í fyrrakvöld eftir all-langa legu. Hann dó úr krabbameini. Með Hirti er eion af merkari iðnaðarmönnum þessa bæjar horfinn burt. Framúrskarandi samvizknsam- ur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Dugnaðarmaður mikill, hygginn og hagsýnn í iðn sinni. í mörg ár gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn m. a. var hann byggingarfulltrúi I nokkur undanfarin ár. Hjörtur Hjartarson naut vinsælda óvenju mikilla meðal allra, sem honum kyntust. Mikil hörmung er að ganga um sumar götur þessa bæjar, undireins og droþi hefir kotn- ið úr lofti; einna verst held eg þó, að Tjarnargatan sé (að undanteknu Vonarstræti). Fimir menn geta þó bjargað sér (að minsta kosti í logni) með því að ganga örmjóa steinaröð, sem liggur meðfram nokkrum hluta götunnar tjarnarmegin, en svo þeg- ar þessum steinum sleppir, taka aðal- vandræðin við. Það er syðst á göt- unni þar sem brekkan byrjar, þar er lífsins ómögulegt að komast um götuna öðruvísi en vaða aurinn í ökla og dýpra stundum, en þeir sem ekki eru því lóttari á sér, bók- staflega liggja í. Leið min liggur oft um götu þessa. Þegar eg nýlega kom úr einni Tjarnargötu-svaðilför- inni, datt mér í hug að lita á DÍður- jöfnunarskrána, og sjá hvað ibúar við götu þessa borguðu til bæjar, og rak mig i rogastanz, þegar eg sá að aðeins 7 menn sem við brekk- una búa borga til samans milli 10—15 þúsund i bæjargjald og þeir sem neðar í búa, flestir svo hundr- um króna skiftir hver. Eins árs rentur af þessum peningum mundu meir eD nægja til að gera götu þessa svo ve! úr garði, að gangandi fólki yrði hún vel fær, og finst mér endilega að veganefndin ætti að minnast þessa sem allra Jyrst. Kona. Valur hinn skamm sendir Krumma kveðju sina i Mbl. 27. febrúar siðastliðinn. Á það afr vera leiðrétting við grein þá er Krummi reit þar fyrir stuttu. Gat hann þar nokkurra manna, ásamt ýmsu fleiru, bæði i gamni og al- vöru, nema Vais. Hefir honum því fundist hann hjásettur. Góðar mann- lýsingar kallar hann ámátlegt krunk, af þvi hann fékk þær ekki sjálfur. Er því eðlilagt að kenni kulda nokk- urs af orðum hans, er eiga að vera til leiðréttingar fyrir ókunnuga. Að visu telur hann fátt upp af þvi sem þar er getið, en þó svo mikið, að Krummi hefir ástæðu til að ætla að gallar nokkrir muni vera i höfði hans, ekki s!ður en í öðrum fugl- um. Valur byrjar á Laxnesi og segir, að það sé ekki »upp af Viðinum*. Laxnes stendur milli tveggja kvisla þar sem heiðin byrjar fyrir ofan Viðirinn, því verður ekki mótmælt. En hvor kvíslin sé kölluð hin kalda þráttar Krummi ekki um. Skamma- dalur er af öllum, sem til þekkja, kallaður því nafai, en ekki Skammi' dalur, eins og Valur hinn skammt hyggur, af því dalurinn sé ekki nema Ví dr mílu á lengd. Þekkir hann enga laut eða lág, er sé kall-' aður dalur, án þess þeir nái þessar®

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.