Morgunblaðið - 18.03.1918, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
w* Nykomii
mikið af allskonar málningardufti og oliuhrærðum lit-
um — Blýhvítu — Zinkhvítu — tilbiiinni málningu.
Trélími -- Gnllbronce -- Aluminmmbronce « Terpen-
tínu 2 teg. -- Kvistallakk.
Ennfremur hinn ágæti skóáburður S O L I A .
Daníel Halldórsson
Aðalstræti 18 (Uppsölum).
málum, sem þeir fjalla um, en
það ætti að mega gjöra þær kröf-
ur til þeirra, að þeir færu þá
eftir venju annara þjóða og til-
lögum þeirra nefnda, sem um þau
mál f jalla, og hafa aflað sér sér þekk-
ingar á því máli, og í báðum
þeim tilfellum, sem enn hafa fyr-
ir komið, hefir meirihluti hafnar-
nefndar álitið sjálfsagt, að það
væri maður með sjómannsþekk-
ingu sem ábyrgðina hefði, en þar
sem þær tillögur ekki hafa »pass-
að í kram« bæjarstjórnarinnar,
hafa þær ekki verið teknar til
greina, þrátt fyrir það þó að 3.
gr. hafnarreglugerðarinnar taki
það skýrt fram, að stöðurnar skuli
veitast »eftir tillögum hafnarnefnd-
ar« en lögfræðingur bæjarstjórn-
arinnar, getur ef til vill útskýrt
það þannig að það>«-þýði »móti
tillögunni«.
Svo mikið er eftirlitsleysi borg-
arstjóra með höfninni, að þegar
hann var spurður af einum bæj-
árfulltrúanna, þegar Þórarinn
Kristjánssyni var veitt hafnar-
stjórastaðan, hvernig Guðmundur
Jakobsson hefði leyst starf sitt af
hendi, og svaraði hann því að
Guðmundur hefði »gert það mjög
vel!«
Ef að þessi stefna á að halda
áfram, að stöður á að veita al-
óhæfum mönnum, eingöngu í eig-
inhagsmuna eða vináttuskyni, þá
hlýtur að reka að því að kjós-
ndur segi »hingaðogekkilengra.«
Síðan Þórarinn Kristjánsson
varð hafnarstjóri hefir það óhapp
viljað til, að skip með farmi, sem
til samans er líklega helmingi
meira virði en öll Reykjavíkur-
höfn, hefir strandað hér skamt
frá, af því að lóðsarnir voru að
snúast í höfninni við þau verk,
sem hafnarstjóri hefði verið við,
hefði hann skilið hlutverk sitt,
og kemur það ekki vel heim við
kenningu Sveins Björnssonar,
sem varði atkvæði sitt með því
að fyrsta krafan, sem hann gerði
til hafnarstjórans væri sú, að
hann væri »fjármálamaður«, en
y hvar hann hefir fundið þá hæfi-
leika hjá núverandi hafnarstjóra,
frekar öðrum sem sóttu, er víst
flestum hulið, aeinkum þar sem
hann hlaut að vita að einn um-
sækjandanna, að minsta kosti,
hafði rekið viðskifti i stórum stíl
og j^yst þau vel af hendi.
Komi fleiri svona óhöpp fyrir
af völdum hafnarstjórnarinnar,
getur svo farið að »fjármálakenn-
ing« Sveins Björnssonar reynist
ekki sem ábyggilegust, því að það
hlýtur hann að vita, að svo mik-
ið samband er á milli útlendra
skipstjóra og útgerðarmanna, að
þeir muni frétta ef skip tefjast,
eða eru í hættu stödd frekar hér
en annarstaðar, af völdum þeirra,
sem eiga að greiða fyrir afgreiðslu
þeirra, og þá getur svo farið, að
þeir fáist ekki til að láta skip
sín koma hingað, nema fyrir ó-
eðlilega hátt flutningsgjald.
Einkennileg ráðstöfun virðist
það líka vera að banna botn-
vörpung, sem kemur af næstu
höfn, að koma í höfnina og fá
sig afgreiddan, af því að »Lagar-
foss« á að fara út af höfninni
daginn eftir, og verða tekjur
hafnarinnar varla miklar, ef slíkt
á að koma oft fyrir, og þó að það
geti gengið meðan verið er að
brúka upp alt lánstraust hafnar-
sjóðs og bæjarins, þá verður aldrei
hægt að koma lagi á stjórn hafn-
arinnar, og þar af leiðandi held-
ur ekki á fjárhag hennar, fyr en
stjórnin er fengin í hendur manni,
sem þekkingu hefir á starfi sínu,
og ef að Þórarinn Kristjánsson
hefir geugið með það »Storheds-
vanvid« í höfðinu þegar hann
sótti, að hann væri fær um að
gegna þessari stöðu, þá hlýtur
hann að sjá þegar hann fer að
athuga |það, að til þess verður
hann altaf óhæfur, og ætti hann
því að segja starfinu lausu það
allra fyrsta, áður en verra hlýzt
af veitingu hans en orðið er.
Verkfræðisþekking hans verð-
ur heldur ekki þung á metunum,
meðan ekki er fullsannað, að verk-
fræðingar geti stjórnað jafn ó-
brotnu verki og að taka upp mó
Þó að þessi hafnarvarðarstaða,*
sem nú er auglýst, verði veitt
sjómanni, sem eg geri ekki ráð
fyrir, bæði vegna þess að það er
illa í samræmi við aðrar gerðir
borgarstjóra í hafnarmálinu, enda
ekki sjáanlegt af auglýsingunni
að þess sé krafist, og svo munu
þeir varla hæfari, til að passa
sjóinn í höfninni, en einhverjir
aðrir! Auk þess geri eg ekki ráð
fyrir að neinir muni sækja um
þá stöðu, sem líklegir eru til að
laga þá óstjórn, sem orðin er svo
megn í hafnarmálunum, og sem
allir sjá nema borgarstjóri og
bæjarstjórn. Sú óregla verður
eingöngu löguð með framkvæmd-
arsömum hafnarstjóra, sem skilur
hlutverk sitt.
Þar að auki hlýtur þessi hafn-
arvörður að vera ábyrgðarlaus,
en framkvæma verk sín á ábyrgð
hafnarstjóra og eftir hans skip-
unum, og því ekki að búast við,
að hann geti lagað núverandi
óreglu mikið.
Verði ágreiningur á milli starfs-
manna hafnarinnar og skipstjóra,
sem þurfa að nota höfnina, ákveð-
ur hafnarreglugerðin, að hafnar-
stjóri skuli úrskurða á milli
þeirra, en í flestum tilfellum mun
sá ágreiningur þannig vaxinn, að
hafnarstjóra, án sjómannsþekking-
ar, mun veitast það örðugt.
Af þvi, sem nú hefir verið sagt
og sem margbúið eraðtaka fram
áður, þá er það augljóst, að vel-
ferð bæjarfélagsins hefir verið létt
í höndum bæjarfulltrúanna, þegar
þessar stöður hafa verið veittar,
því að ef á að ganga svo langt, að
gera eigi allan útveg héðan burt-
rækan og tefja Biglingar að óþörfu,
þá er trúlegt, að Reykjavíkurbær
eigi ekki mikla framtíð fyrir
höndum.
Eða hafa bæjarfulltrúarnir gert
sér grein fyrir, af hvaða ástæð-
um tíu beztu botnvörpungarnir
eru seldir út úr landinu og hve
mikið beint og óbeint tap það er
fyrir bæinn ? Bæjarbúar vita
vel, hvaða hnekkir það er, og þó
það sé ekki eingöngu óreglunni
við höfnina að kenna, þá er það
eitt ásamt svo mörgu öðru, sem
er þess valdandi, að menn eru
ófúsir á að auka skipastólinn,
eins og annars myndi gert.
Eftir þeirri reynslu, sem nú er
fengin á síðustu þremur árum,
ætti það að vera augljóst, að ekk-
ert þýðir að vera að fjölga starfs-
mönnum við höfnina, sém eiga
að vinna eftir fyrirskipunum og
á ábyrgð þess manns, sem ekki
hefir þekkingu á því starfi, sem
honum er trúað fyrir, og eins og
nú er, hefir það að aukastarfi og
kemur mjög lítið að höfninni.
En sé það eins og áður hefir
verið bent á hér í blaðinu, að
borgarstjóri sé að búa þarna til
»hægindi« fyrir sjálfan sig, til að
veltast ofan í þegar hann tapar
núverandi tign sinni, sem hann
eins og aðrir mun vera farinn að
sjá að stendur mjög svo völtum
fótum, þá munu þeir menn sem
byrðarnar bera í bænum, fá að
sjá, »að dýr er hann, en dýrari
verður hann«.
Kristján Bergsson.
/
Radium-sjóðurinn
ÍOOO krónur enn.
í gær voru Gunnlaugi Claessen
lækni færðar iooo kr. í radium-sjóð-
inn. Gefandinn er Marteinn Einars-
arsson kaupmaður.
Óss hefir borist fyrirspurn um
það, hvort ætlunin sé að sjúklingar
verði að greiða fyrir lækninguna á
hinni fyrirhuguðu radium-lækninga-
stofu.
Það hefir vitanlega engin ákvörð-
un verið tekin um slíkt ennþá. En
jafn sjálfsagt og það er, að hinir
efnaðri sjúklingar borgi fyrir lækn-
inguna, er það og, að allir þeirsem
sjúkir eru og þarfnast radíumlækn-
! inga, fái ókeypis lækningu.
Að öllum líkindum mun verða
sett á laggirnar nefnd manna til þess
að annast fjársöfnun til fyrirtækisins
og þegar söfnuniani hefir verið lok-
ið, mun verða tekin ákvörðun um
stofnunina, m. a. það, hvort hún
skuli vera eign einstakra manna
(privatstofnun) eða hvort landið sjái
um rekstur hennar.
En það er undir því komið hve
mikið fje safnast til hennar.
Niðursuðnverksmiðian
„Island“.
Svo sem kunnugt er starfaði verk-
smiðjan í haust að dósagerð og nið-
ursuðu. Veitti hún um 6o manns
atvinnu í haust og fram eftir vetri.
Höfðu sutnir aðalmennirnir stundað
þá atvinnu áður erlendis, en Gísli
Goðmundsson gerlafræðingur hafði
eftirlit með verksmiðjunni. Rann-
sakaði hann kjötið áður en það var
soðið niður og eins fylgdist hann með
öllu starfi verksmiðjunnar.
Það var ætlun verksmiðjueigend-
anna, að koma kjötinu á markað er-
lendis. En á því hafa verið ýmsir
erfiðleikar; hefir þvi niðursoðið
kjöt og kæfa frá verksmiðjunni verið
boðið út hér í bænum.
Þeir, sem reynt hafa kjötið, hrósa
því mjög. Það er bragðgott og þykir
fullkomlega eins gott að öllu leyti
og erlent dósakjöt, sem hingað hefií
fluzt áður. Auk þess er það nokkrn
ódýrara.
Það er enginn vafi á þvi, að hér
er að rísa upp iðnaður, sem getnf
haft mikla þýðingu fyrir þetta land?
ef vel er haldið áfram. Verður vafa-
laust töluverður markaður fyrir nið'
ursoðið íslenzkt kjöt erlendis, þegaí
ófriðnum lýkur og hægt verður að
senda það hvert um heim sem viU*
--------------r