Morgunblaðið - 20.03.1918, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sighvatur Bjarnason bankastjóri og
Sæm. Bjarnhéðinsson prófessor.
Máli þessu hinu þ’rfa er vel borg-
ið í höndum Oddfélaga. Það félag
er orðið mjög öflugt og verður þess
vonandi eigi langt að bíða að menn
fái að sjá árangur fjársöfnunarinnar.
Erl. simfregnir.
frá fréttaritara Morgunbl.).
Trá Tintiíandi.
Khöfn, 17. marz.
Her finskra stjórnarsinna hefir
hafið öfluga sókn gegn »rauðu her-
sveitinni* og tekið af henni 3000
fanga.
Bráðabirgðastjórn hefir verið kosin
á Alandseyjum.
Hauði krossinn.
Alþjóðafundur rauðakross-félags-
ins verður haldinn í Genf 30. apríl.
TJrangursíaus sókn.
Khöfn, 18. marz.
Þjóðverjar hafa gert æðisgengin
áhlaup fyrir norðaustan Verdun, en
þeim hefir verið hrundið.
Trd Húmenum.
Khöfn, 18. marz.
Flokkur Marghilomans i Rúmeníu
vill halda Ferdinand sem konungi.
Pjóðverjar i Hússlandi.
Khöfn, 18. marz.
Floti sá, sem Rússar áttu í Odessa,
þá er Þjóðverjar tóku borgina,
komst undan til Sebastopol.
Þjóðverjar hafa sótt fram til Cher-
son. „
Uinar sameinuðu ís-
íenzku verzíanir,
Khöfn, 18. marz.
»Hinar sameinuðu íslenzku verzl-
anir« hafa aukið höfuðstól sinn upp
í 1 */a miljón króna.
Jioííendingar íáfa undan.
Khöfn, 19, marz.
Vegna þess að Þjóðverjar geta
eigi látið Hollendinga fá þær korn-
vörur er þeir þarfnast, hafa Hol-
lendingar gengið að kröfum banda-
manna og látið skip sín af höndum
við þá. Skipin má eigi vopna og
þau mega hvorki vera höfð til her-
flutninga né hergagnaflutninga.
Samvinna með Brefum
og Þjððverjum.
Khöfn, 19. marz.
»Berliner Tageblatt« flytur grein
um það að Þjóðverjar og Bretar
æltu að taka höndum saman (að
striðinu loknu) í iðnaði öllum.
Triðarsamningar Hússa.
Khöfn, 19. m'arz.
Rússar hafa opinberlega samþykt
að ganga að friðarskilmálum Þjóð-
verja.
Þýzka ríkisþingið er nú að ræða
um rússneska friðinn.
Pólverjar og Þjóðverjar hafa að
lokum orðið sammála.
Hásetaverkfall
í Færeyjum.
Skömmu áður en að færeysku
þilskipin lögðu út á fiskveiðar, um
ro. þm. hófu hásetar skipanna verk-
fall. Segir »Dimmalætting« 13. marz
svo frá, að það hafi verið út af
kaupi skipver.ja, hásetar hafi verið
óánægðir með þann samning, sem
hásetafélagið hafði gert við útgerðar-
menn. En samkv. þeim samningi
áttu hásetar að hafa l/8 hluta aflans
fyrir ákveðið verð. Hásetar héldu
því fram að verðið væri of lágt, þar
eð útlit væri til þess að fást mundi
hærra verð fyrir saltfisk erlendis á
þessu ári, en i fyrra.
Hásetar höfðu samt í fyrst ákveð-
ið að ganga að þessum skilmálum.
En daginn áður en skipin áttu að fara á
stað kom skeyti frá fólkþingsmanni
Færeyinga í Khöfn þarsem hann segist
hafa komið því í framkvæmd, að
salt og veiðarfæraverð verði lækkað
að mun. Nú sáu hásetar það, að
sú lækkun mundi eingöngu gagna
útgerðarmönnum og ákváðu því að
ganga á land.
Fyrir tilstilli Rytters amtmanns
tókst að miðla málum. Nýr sam-
ningur var gerður og geta hásetar
eftir bonum valið hvort heldur þeir
vilja láta skrásetja sig eftir gamla
samningnum eða fá 27 % af afla
skipanna fyrir markaðsverð eins og
það verður.
DAGBOK
Gangverð erlendrar myntar.
Bankar Póitbúi
Doll. U.S.A. &Canada 3,50 8,60
Franki franskur
Sænsk króna ,
Norsk króna ..
Sterlingspund .
Mark .........
Holl. Florin .
Auaturr. króna.
62,00 62,00
109,00 110,00
104,00 106,50
16,00 16,20
68 00 • ••
••• • •• ... 1.37
Nýkomið
mikið af allskonar málningardufti og olíuhrærðum lit-
um — Blýhvitu — Zinkhvitu — tilbúinni málningu,
Trólími - Gollbrouce - Alnminiambronce - Terpen-
tínu 2 teg. -- Kvistalakk.
Ennfremur hinn ágæti skóáburður S O L I A .
Daníel Halldórsson
Aöalstræti 18 (Uppsölum).
Hjáiparstarfsemi Bandalags
k v e n n a. Viötalstími miðvikud. og
föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna,
Smellur
ASalstræti 8.
hvítar og svartar,
Danska seglskipið, sem getið var
nm f blaðinu í gær að strandað hefði
við Færeyjar, heitir Nanna. f>að var
fermt rúgmjöli, vefnaðarvöru óáfengu
öli o. fl. Skipið lá fyrir festum við
Færeyjar en rak á land í ofsaveðri.
•Islands Falk« reyndi að bjarga skip-
inu. Meðal annars flutti Fálkinn
mestan hluta farmsins til þórahafn-
ar frá strandstaðnum, Skaalefjord,
og hefir rúgmjölið verið selt þar á
uppboði.
Sterling komhingað í gærmorgun.
Meðal farþega voru: Hannes Haf-
stein bankastjóri og ungfrú pórunn
dóttir hans, Rich. Thors framkv.stj.,
H. Zöllner stórkaupm., Guðm.
Eiríkss stórkaupm., Halldór Eirfks-
Bon umboðsmaður, kaupmennirnir
Geir ThorsteinssoD, Hjálmar Guð-
mundsson, Tryggvi Sigurgeirsson og
Ben. S. jpórarinsson, Guðm. Hlíðdal
verkfr., Pétur Brynjólfsson hirðljós-
myndari, Páll JónssoD lögfræðingur,
Björn Gíslason, Erasmus Gíslason,
frú Kristjana Thorsteinsson og dóttir
hennar, frú Guðrún Kristjánsson 0. fl.
Fisksalan. í fyrradag barst nokk-
uð af fiski hingað til bæjarins og var
seldur bæjarmönnum. Þó höfðu fisk-
salarnir tekið upp þá nytízkuaðferð,
að selja fiskinn í stórsölu eingöngu.
Aðeins þeir gátu náð sér í soðið, sem
gátu keypt 25—100 pund í elnu.
Hinir urðu frá að hverfa án þess að
fá nokkurn fisk. Skyldu fisksalarnir
halda áfram uppteknum hætti, virðist
hér vera ástæða til fyrir bæjarstjórn-
ina að taka í taumana, því með þessu
Iagi má búast við því að hór rísi upp
menn, sem hafa hug á því að okra á
fiski — kaupa hann í stórkaupum hjá
fisksölunum og selja hann aftur í
smásölu með hærra verði. Það kemst
aldrel gott lag á fisksöluna fyr en
bærlnn tekur hana að sér.
Nielsen verzlunarstjóri á Eyrar-
bakka er kominn til bæjarins.
fást hjá
Marteini Einarssyni.
# ÆaupsMapur $
Til sölu líðið notuð vaðstígvél, A
Bergstaðastíg 45, efstu hæð.
Witma
Stúlka óskar eftir atvinnu nú
þegar. Vill gjarna hjúkra sjúkum.
Uppl. i prentsm. ísafoldar.
&Funóié ^
Silfurnæla hefir fundist á götum
Hafnarfjarðar. Réttur eigandi vitji
hennar til Eyólfs Þorleifssonar Vest-
urhverfi 1.
Gjafif til Samverjans.
P e n i n g a r: / Morgunblaðinu af-
hent kr. 71.00. Ónefnd kona 5.00.
Verkstjóri 25.00. S. Þ. S. 3.00.
Frá nokkrum Oddfellowum 555.00.
N. X. 3.00. Elísa 5.00. Ónefndur
(greitt fyrir mjólkurglas) 10.00. G.
í. 5.00. Kafligestir 2.00. Greitt
fyrir máltíðir 5.35.
Vörur: Ónefnd kona: 12 litr.
nýmjólk. Frú Anna Klemensdóttir:'
^/a tunna rófur.
Kærar þakkir.
Rvík. 16. marz 1918.
Júl. Arnason.
ShinqarejJ 0% Kokoshin fyrverandi ráð'
herrar í Rússlandi, voru eigi all*
fyrir löngu myrtir á sjúkrahúsi *
Petrograd, þar sem þeir voru fangaí
Maximalista. Þeir áttu báðir sæti *
ráðuneyti Kerenskys og fyltu flokk
Kadetta. Maximalisrastjórnin hefif
lýst yfir þvi, að hún, eða hennaf
menn, hafi eigi verið neitt við morð'
ið riðnir, og hefir látið handtaM
morðingjann.