Morgunblaðið - 21.03.1918, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Vatnsaflið vinnur fyrir
bændur landsins.
Sími 404.
Símnefni: Alafoss;
Klæðaverksmiðjan
„Álafoss“
hefir þá ánægju að getaJtilkynT'sfnum heiðruðu viðskiftavinum, að hiin
heldur áfram að vinna í^fullum gangi, og getur tekið á móti af-
skap'ega miklu af ull til vinnu í
lopa, plötu og band,
fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega_ nokkur önnur vinna fæst unnin
hér á landi.
Bffindufl Það l>orgar sig eigi að nota handaflið til að
kcmba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með þvi.
Allar upplýsingar viðvikjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðsmönn-
um vorum, sem eru:
Arni Böðvarsson, Ijósm. Akranesi.
Eyjólfur Bjarnason, kaupm. ísafirði.
Herm. S. Jónsson, kaupm. Flatey.
Halld. Halldórss., kaupm. Blönduósi.
Ingim. Steingrímsson, Djúpavogi.
Jón Proppé, kaupm. Ólafsvík.
Jósafat Hjaltalín, Stykkishólmi,
Jóhannes S. Sandholm, Sandi.
Jón E. Waage, kaupm. Seyðisfirði.
Kristin Friðriksd , kaupk. Vestm.eyj.
Magnús Ólafss., afgr.m. Borgarnesi.
Magnús Friðriksson, Staðarfelli.
Nathanael Móesesson, kaupm.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Ólafur Hermannsson, Eskifirði.
P. A. Ólafsson, verzl. Patreksfirði.
P. A. Ólafssou, verzl. Grundarfirði.
P. Stangeland, kaupm. Fáskrúðsfirði.
Þorsj. Þorsteinsson, kaupm.
Vík MýrdaL
Klæðaverksmiðjan „Alafoss“,
Reykjavík.
hefði tekist með valið á þeim, sem fyrst
var kjörinn til þess að gæta hafnar-
innar, og vænti hann þess af hin-
um háttvirtu fulltrúum o. s. frv.,
að slikt enduitæki sig ekki í þetta
sinn.
Þar næst mun verkfræðingurinn
óskeikuli, Jón Þorl., hafa kvatt sér
hljóðs. Snéri hann sér öllum, með
sinni alkunnu mælsku og áherzlum,
að .Hannesi og mótmælti því, að
sjómenskuþekking út af fyrir sig
ætti að ráða neinu verulegu um það
hver embættið hlyti; nei, það væri
alt annað. Sjómenskuþekkingin væri
að visu góð, en hún skifti samt sem
áður hér, í þessu tilfelli, nsjög litlu.
Eftir mikla vafninga um það fram
og aftur, hvaða mannvera væri fær
um að taka þetta mikla starf að sér,
komst hann að þeirri niðurstöðu,
að hann í sjálfu sér væri ekki á-
nægður með neinn þeirra er sótt
hefðu, því að starfið væri svo uvifanqs-
mikið, og útheimti að sinni hyggju
eitthvert’ þaulreynt jésýsluajbrigði,
svo sem t. ci. Th. Jens. eða Jes
Zims. Þeir væru útgerðarmenn, án
þess þó að hafa nokkra sjómensku-
þekking, og vissi hann ekki betur
en hjá þeim færi alt vel án hennar.
Svo mörg, og miklu fleiri, voru
orð hins mikla verkfræðings, og
nenni eg ekki að telja þau fleiri;
en eitt er víst, að hann leit svo á,
að starfið yrði afar-umfangsmikið og
erfitt.
Þá talaði Sveinn Björnsson. Ræða
hans öll hné mjög að því sama og
verkfræðingsins. Hann var nákvæm-
lega á sama máli um það, að sjó-
mannsþekking í þessu tilfelli væri
aðeins aukaatriði; og þær raddir,
sem honum hefðu boiist til eyrna
um afstöðu sjómannastéttarinnar í
þessu máli, væru að hans hyggju
aðeins tilfinningamál o. s. frv., enda
breytti það engu um atkvæði hans
í þessu máli. Hver væri fær um
að taka þetta mikla starf að sér,
sagðist hann ekki almennilega vita,
og það var helzt á honum að heyra,
að tæplega væri enn fædd sú vera,
sem væri þeim hæfileikum búin ’að
hún gæti tekið það að sér. Að þess-
ari niðurstöðu komst þá lögfræðing-
urinn, og mega það býsn heita,
eftir það að hafa um mörg ár verið
undir handarjaðrinum á þeim manni,
sem mjög rækilega hefir um það
ritað hversu mikil nauðsyn væri á
þvi, hafnarinnar vegna, að hafnar-
stjórinn væri góðum hæfileikum
búinn. Þeim sama manni hefir bæði
Sveinn og aðrir trúað fyrir því, að
geta sagt hlutdrægnislaust sina skoð-
un á því, hverjum hæfileikum hafn-
arstjóri yrði að vera búinn. Þessi
maður, sem hér er átt við, er hr.
Nielsen framkvæmdastjóri. Að minst
er á framkvæmdastjóra Eimskipa-
félagsins i þessu sambandi, stafar af
því, að hann er nákvæmiega sömu
skoðunar um vál hafnarstjóra eins
og sjómannastétt þessa bæjar.
A því, sem hér hefir verið
tekið fram, er það auðsætt hverj-
um þessir háu herrar þremenn-
ingarnir, hafa gefið atkvæði sitt i
hafnarstjóraslöðuna. Það er að
minsta kosti augljóst, að hvorugur
skipstjóranna, sem sóttu, hafa hlotið
atkvæði þeirra. Þeir hafa hvorugur
að þeirra úómi haft neitt af þeirri
afburðaþekking, sem útheimtist til
þess að tika þetta starf aðsér. Og
þótt annar þeirra væri mjög hag-
sýnn og reyndur verzlanarmaður,
þá hefir það engu getað breytt um
atkvæði þeirra, úr því hann var bú-
inn ágætum sjómenskuhæfileikum.
Þeir voru að þeirra dómi, altaf þetta
aukaatriði, sem engu máli skifti.
Frá þrímenninga sjónarmiði get-
ur því ekki komið til mála, að þessi
maður hljóti stöðuna, og nú verður
fyrst um sinn að skipa verkfræðing
Þórarinn Kristjánsson til eins árs.
Svona fór þá um sjóferð þá, og
við þessu, mikla og yfigripsmikla
starfi á svo Þórarinn að taka 1.
marz þ. á.
En hvað skeður svo um þetta,
afar mikla, og umfangsríka §tarf,
maður skyldi þó halda að þrimenn-
ingarnir hefðu eitthvað átt að muna,
af öllu því mikla rausi og málæði,
sem þeir við kosning hans jusu úr
sér um það hve vandinn væri mikill,
sem þeim væri á herðar lagður, að
velja hér þann rétta mann, á réttan
stað. Hvað heldur t. d. Sveinn svo
að komi upp úr kafinu eftir alt
saman? Auðvitað það þveröfuga við
það, sem hann Knútur og Jón voru
að jórtra á. Því að afburðamaðurinn er
fundinn, og miklu meira; því að
hann er svo mikið afbrigði frá því,
er að minsta kosti hann og Jón gerðu
sér von um, að nokkursstaðar fyrir
fyndist, að hann treystir sér til, að
gegna oðru embætti, mjög umsvifa-
miklu, jöfnum höndum. Með öðr-
um orðum, það þurfti aldrei nema
hálfan Þórarinn til þess að vera
hafnarvörður í Reykjavík.
Halda nú þrímenningarnir í alvöru,
að slíkt og þvílíkt geti með nokkru
móti verið ómótmælt eftir alt það,
'sem á undan er gengið, um skipun
hafnarstjóra? Nei og aftur nei. Um
erindisbréf, fyrirskipanir og hafnar-
reglugjörð, tjáir auðvitað ekkert að
tala, þar sem það virðist efst á
baugi að traðka öllu því, sem þar
er gert að skilyrði um sjálfsagða
þekking hafnarstjóra, en því trúi eg
þó ekki fyr en í fulla hnefana, að
það sé látið viðgangast, að hafnar-
stjóri sé látinn gegna tveim embætt-
um í senn, hversu mikill afburða-
maður sem hann kann að vera.
í sambandi við það, sem eg og
sjómannastétt þessa bæjar hefir
haldið fram, hver væri sjálfkjör-
inn til þess, að taka að sér hafnar-
stjórastarfið, þá hefi eg, og mér er
VÍst óhætGað fullyrða, allir betri og
greindari menn sjómannastéttarinn-
ar, allir litið svo á, að hafnarstjóri,
auk góðrar greindar á öðrum svið-
um, yrði að vera búinn góðum sjó-
menskuhæfileikum.
Þetta sem eg og aðiir hafa hald-
ið fram sem sjálfsagðri og óumflýj-
anlegri'þekking^hafnarstjóra, veit eg
að þrimenningarnir, hafa altaf mis-
skilið. Þeir hafa haldið, að mér og
öðrum væri það eitthvað kapps-
mál, að koma einhverjum í
þessa stöðu, sem að eins hefir stað-
ist skipstjórapróf, en þetta er sá
mesti misskilningur.
Slik firra hefir mér a'drei til
hugar komið, og sama býst eg við
af h'num, því það er siður en svo,
að eg treysti hvaða skipstjóra sem
er, til þess, að vera hafnarstjóri eða
hafnarvörður, sem nú er á döfinni
að skipi. Af þessu meiga þrimenn-
ingarnir sjá, að það er fjærst mér,
að einblína svo mjög á skipstjóra
nafnið einvörðungu, þegar um hafn-
arstjórastöðuna er að ræða, eða
hverja þá stöðu, sem hér eítir’kann
að verða veitt við höfnina.
Að sjómannsþekking sé eitt, af
því nauðsynlegasta hverjum hafnar-
stjóia, herrar þrimeningar, það ætti
hið mikla slys sem varð hér fyrir
skemstu, að hafa sannað ykkur svo
eftirminnilega, að það er ekki tóm-
ur hugarburður, eða fleipur, að þvi
er haldið fram af bæði mér og öðr-
um, að þa$ sé eitt af aðal skilyrð-
unum.
Slys þetta orsakast á þann veg,
að morgni þess 10. þ. m. kemur
skip úr hafi undan Gróttu, var það
rrieð lóðsflagg uppi, hinn lögskipaði
lóðs er ekki viðlátinn, og þótt fyrir
marg itrekaðar tilraunir gegn um
sima, að ná tali af honum, þá tókst
það eigi fyr en það seint, að honum
er ekki unt að afstýra því að skipið
rennur á grunn, skamt norður og
inn af Gróttu.
Hvaða slys hér er átt við, mun
Nokkra háseta
vana handfæra-fiskiríi, vantir nú þegar
Uppl. gefur
Hafsteinu Bergþórsson,
Klapparstig 19.
Siúlfia
óskast nú þegar til innanhúsverka.
Ritstjóri visar á.
víst. flesta renna grun í og eins það -
mun að minsta kosti baka þeim,
sem í hlut eiga, ef til vill tjóni sem
nemur miljónum, að svona hrapa-
lega skildi takast til vegna fjarveru
lóðsins, sem suðvitað rá altaf að
vera á sinum stað, er afskaplegt, en
hvort aumingja lóðsinn, sem annars
er mjög samviskusamur, hefir átt
með að ráða við það, að hann ein-
mitt í þetta og svo marga aðra daga
sérstaklega nú upp á siðkastið, hefir
orðið. Það hlýtur að upplýsast á
sínum tíma, eða þegar vátrygginga-
félög skips og farms fara að spyrj-
ast fyrir um, hvað þvi hafi valdið,
að hinn lögskipaði lóðs, var ekki á
verði, á umræddu tímabili. Hverju
lóðsinn muni svara, er mjög óvíst,
þvi varla mun hann bera fyrir sig
þá heimsku, að hann samkv
erindisbréfi sinu, sé ekki skyldur, að
vera á verði, nema þegar honum
gott þykir, því eg þykist, þá þekkja
hann illa ef það yrði ekki siðasta
úrræði hans, að reyna að bera það‘
fyrir sig.