Morgunblaðið - 03.04.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þeir ei?a illa æfi, sem eru í fremstu skotgröfunum. Þær ekki ann- að en fljótvirknislega gerður skutður, þrr sem aðeins er afdrep fyiir skothríð, en eng n fiægirdi á neinti hátt. Hermennirnir verða að liggja þar í mold og forarbleytu. Stundum fá þeir eigi hvíld né mat dögum stman, vegna þess að skotgröfin er einangruð með skothrið og á þeim hvilir það að taka á móti áhlaupum óvinanna og draga úr þeim kraftinn. eins að hin sama stafsetning sé kend í öllum skólum — eða að minsta kosti eigi leyfðar margar réttritanir i sama skóla, eins og mun hafa átt sér stað fram að þessu. En hitt mun álitamál, hvað stjórn- in hefir verið heppin í valinu. Virð- ist svo sem næst hefði legið, þá er ákvörðun var tekin, að velja þá stafsetninguna, er flestir hafa notað að undanförnu og algengust er. En það er eigi sú stafsetning, sem nú er lögboðin. Ef menn vilja athuga stafsetmngu á þvi, sem út hefir verið gefið á prenti hér á landi um nokkur und- anfarin ár, munu menn fljótt kom- ast að raun um það, að bhðamanna- stafsetningin er á lang-flestu. En á hinu eru margar stafsetningar og sin úr hverri áttinn'. Það hefði því legið næst fyrir stjórnina, að lögbjóða blaðamanna- stafsetninguna. Órannsakað mun það alveg, hver stafsetning mun algengust í barna- skólum landsins. En þótt svo væri, að blaðamannastafsetningin yrði þar ekki ofan á, breytir það í rauninni engu, ef vel er athugað. Því að ýmsum stafsetningarreglum mun fylgt og margir munu þeir kennar- ar, sem eigi fylgja neinum reglum í stafsetningu, og þá eigi fremur þeirri stafsetningu, sem nú er boðuð, heldur en ’.blaðamannastafsetningu, nema síður sé, þvl að blaðamanna- stafsetningin er þó likari þeirri staf- setningu, sem er á fornsögum vor- um. En það er einmitt þýðingar- mikið atriði. Viða um land les æskulýðurinn enn fornsögurnar — sem betur fer — og drekkur um leið f sig, alveg óafvitandi, þær staf- setningarreglur, sem þar er fylgt. Af þessu er það komið, að fjölda- margir alþýðnmenn, sem engrar mentunar hafa notið, rita mikið betra mál og fylgja fastari stafsetningar- reglum, beldur en þorri þeirra manna, sem útskrifast nú úr skólunum. Fram hjá þessu má ekki ganga þegjandi. Þvi að hjá öllum fjöidanum mun kensla, i barnaskólum til dæm- is, eigi ná að útrýma þeirri staf- setningarfræðslu, sem bóka- og blaða- lestur ber inn í hug tnanna. Eða hvernig á að skýra það, að margir menn, er enga málfræðisþekkingu hafa, rita blaðamannastafsetningu full- nm fetum, nema á þann hátt, að i huganum hafa þeir mótaða mynd af hverju einasta orði? Þetta stafsetningarboðorð stjórnar- innar er þess vegna spor í öfuga átt, ef það er tilraun að koma hér á »einni og sömu stafsetninguc i öllu landinu. Það getur orðið til þess að rugla menn — eigi mál- fróða rithöfunda, sem vorkunnar- laust er að fylgja þeirri stafsetningu er þeim sýnist heldur allan fjöld- ann. Þetta er nú ein hlið málsins. Önnur hlið þess er sú, hvort held- ur skuli reynt að halda sem mest i forna stafsetningu, eða þá að rita alt eftir framburði — og sleppa þá auðvitað öllum vanda-stöfum, — hvoit menn eiga að vera íhaldssamir fyrir hönd islenzku tungunnaír, eða frjáls- lyndir. Það eru tvær hreinar sttfu- ur, en alt, sem þar er á milli, er kák. Er þá fljótséð, að fyiri stefn- an skal valin, eða hvað segja menn um það að rita teija (teygjs), stebbna (stefna), addlur (allui) o. s. fiv. Ef ritað væri eftir frambuiði, yrði það slík málspilling að þess biðum vér aldrei bætur. Það er þvi um að gera að vera afturhaldssamur og halda sem fastast við forna stafsetn- ingu, með eigi meiri breytingum en þeim, sem þegar hafa á henni orðið og ritvenja helgar. Vildu menn breyta blaðamanna- stafs;tningunni, þá lægi næst að þokast nær fornri stafsetning, en það er siður en svo að það sé gert með boði stjórnarinnar hinu nýja. Og þó er stgt, að sá maður hafi fjallað um það, er var svo forn fyr- ir skemstu, þegar ættarnöfnin voru i smíðum, að hann seildist þá aftur úr fornöld eftir sæmilegum ending- um og lagði til, að þeir sem vildu kenna s;g við vatn, nefndust Vaz. Samverjinn hætti að úthluti máltiðum langar- daginn fyrir páska, og var jafnframt beðinn fyrir að flytja öllum styrktar- mönnum sínum innilegt þakklæti frá um 250 fátækum börnum og að- standendum þeirra. Mjólkurgjafir Samverjans halda áfram fyrst um sinn, og væntanlega alt árið, ef góðir menn vilja styrkja þær. Fyrirkomulag þeirra er þetta: Sjúklingur eða gamalmenni, sem óskar að fá mjólk, útvegsr sér skrif- legt vottoið læknis, hjúkrunarkonu, yfirsetukonu eða einhvers úr stjórn Stmveijars, um að hann purfi tnjólk- ur við en qeti ekki keypt hana. Með vottorð þetta er svo farið til Jóns læknis Rósenkrarz á Uppsölum (kl. 2—3), sem gefur þá ávísun á mjólk og borgar siðar fyrir Samverjans hönd mjólkursölunum, þá mjólk, sem hann hefir ávisað. Július kaupmaður Árnason er gjald- keri Samverjans áfram, þótt starfinu hafi verið skift; greiðir hann alla aðra reikninga Samverjans og sömu- leiðis gjafamjólkina til x. april. Væri vel gert að menn kæmu sem fyrst með þá reikninga eftir mánaða- mótin svo, að Samverjinn geti gert yfirlit yfir h.ag sinn liðið starfsár. , 5. Á. Gíslason. Grein þessi hefir oiðið að biða nokkuð sökum þrengsla i blaðinu. Repington dæmdur. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að Repington ofursti ritaði fyrir skem.stu allsvæsnar árásargrein- ar á Lloyd George o.; út af ráðstefnunni f Versailles. Greinar þessar birtust í »Morning Post« og var þeim báð- um stefnt fyrir þær, Repington og Mr. Gwynne ritstjóri blaðsins og voru þeir biðir fundnir sekir. Reping- ton var dæmdur til þess að gieiða 100 pund Sterling og 40 guineur i sekt, og Mr. Gwynne til þess að greiða 100 pund Sterling og 30 guineur. ..'gigigB .......... Pétur Jðnsson operusöngvari hefir nýlega gert samn- ing við hirðleikhúsið i Darmstadt í Þýzkalandi. Ætlar Pétur að syngj* við það leikhús næsta vetur og f*r hann titilinn »stórhertogalegur hirð- söngvari«. Um stöðu þessa, sem vera mun töluvert betri en sú, sem Pétur hingað til hefir gegnt i Kiel, voru margir keppendur, en dómarar töldu Pétur lang-snjallastan þeirra allra. Öllum kunningjum Péturs mun þetta mikið gleðiefni. Reykvíkingar fá að Hkindum að sjá — og heyra — hinn fræga söngmann innan skams, því í ráði mun vera að hann komi hingað i næsta mánuði, ásamt frú sinni, sem er söngkona. Islenzkt -- I dönsku blaði frá 13. febrúir stendur grein með þessari fyriisögn og þykir oss rétt að lofa fólki að sjá hvernig frændur vorir skrifa uffl okkur þegar þeir »leggjast djúpt*. Nöfn eru skrifuð hér með sömu réttritan og þar. Nú sem stendur er hin mesta ókyrð á Islandi. Allir hinir niutíu þúsund íbúar þar hafa »premiere-" feberc. Gamlar hvitskeggjaðar sögu- hetjur fleygja frá sér grautaraskinum og vilja eigi eta. Gamlar bænda- konor, i þjóðbúningi, sitja við kljá- stólinn og vefa vitlaust vegna þess hvað þær eru utan við sig. Svei þvi öllu I Það stendur nú & sama um þaðl Þegar pví er lokið þá kemst alt í gott horf aftur. Þegar lögþingið kemur saman, byijar það með bæn um Sigur og þegar hin íslenzku börn leika sét vilja þau öll vera »Lögneren« nems einn litill rauðhærður drengur, sem er eineygur og því sjálfkjörinn tii að leika »Gest eineyga«. Já, lyfsalinn i Reykjavik staðhæfit það að hann hafi aldrei selt einS mikið af lyfjum eins og einmitt nú>' ekki einu sinni þegar »Fjalla Eyvind' ur« fór á stað. En iskyggilegast verður það Þ^ kvöldið sem íóhann SigurjónssoU knýtir hið hvita kjólbindi sitt og tekur sér sæti í forsætisstúkunni. Þá tiytja allir íslendingar stólJ slna lit á klettabrúnina og gerast tfi þess búnir eins og Vermundur koO' ungur i sögunni: ef Sigur sigfrlí ekki Dani, þá er lífið einkisvert! En niður i Kaupmannahöfn skeðuf þetta, að allir hinir dönsku íslen^' ingar: Gunvarsson, TorsteinssoOr Kiisturjonsdatter, Guðmundur Kam-k an munu safnast saman fyrirfram^ »Hesten« eftir »premiér«-kvöld' og æpa afskaplega þrisvar sinnumi en söguþjóðin situr um nóttina °$> hlerar eftir boðskap að sunnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.