Morgunblaðið - 03.04.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAG BOK Oangyerð erlendrar myntar, Banbar Doll. U.S.A. &Canada 3,50 Póathúi 3,60 Franki franskur 62,00 6200 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,50 Sterliugspund ... 16,00 16,20 Mark 6800 ... Holl. Florin ... ••• ... 1.37 AuBturr. krÓDa... • • • • ... ... Hjónaafni. Jungfrá f>órfríður Jóns- dóttir og Sveinn Ó, Guðmundsson, márari, Frakkastíg 11, opinberuðu trálofun sína 31. marz. Jungfrá Bjarnveig Guðjónsdóttir frá ÖrlygBhöfn og Guðmundur f>orláks- son frá Korpálfsstöðum í Mosfells- sveit. Jungfrá Asta Jónsdóttir Bræðra- borgarstíg 23 og |>orsteinu Arnason vélstjóri Bánargötu 24. Fiskafli er ná ágætur hér vestur á Sviði og hafa menn fengið frá 40 og alt að 100 króna hlut á dag þeg- ar bezt hefir aflast. Enda fara ná flestar fleytur á sjó. fiilskipin hafa aflað prýðilega. Val- týr og Ása eru nýkominn til hafnar, Valtýr með 16 þásund (hafði áður aflað 8l/2 þásund) og Asa með 14 þásund (hafði áður aflað 10 þásund). |>á kom og Sæborgin inn fyrir nokkru með láUj, þásund og Seagull með 10 þásun<l. f Vestmannaeyjum er mokafli og eins er góður afli sagður á Eyrar- bakka og Stokkseyri, Bæjarsfminn. Svo sem menn vita og flestir hafa haft óþægindi af, er bæjarsíminn aðeins opinn3stund- ir á sólarhring á stórhátfðum, ájóla- dag, nýársdag, páskadag og hvítn- sunnudag. f>etta er alveg ótækt, þvf að vitanlega þurfa menn að nota síma þá daga engu síður en aðra daga. f>að verður að takast skýrt fram, að sfminn er til fyrir notendur, en þeir ekki fyrir sfmann. Ef vel ætti að vera, ætti sfminn að vera opinn all- an sólarhringinn, en þó eigi sé tek- ið svo djápt f árinni, þá eru vfst all- ir sammála um það, að það er mein- ingarlaust að loka sfmanum á stór- hátfðum allan daginn. Fyrirlestrar Háskólans. Prófes- sor dr. phil. Agást H'. Bjarnason byrjar aftur fyrirlestra sfna um soc- ialismann, sögu hans, kenningar og framtfðarhorfur í kvöld kl. 7—8. □ Ýmir kom inn til Gafnarfjarðar á páskadaginn með fullfermi af fiski eftir þriggja daga átiveru. þangað er og Vfðir einnig kominn með full- fermi. Lagarfoss er nu á Eyjafirði. Sigurður I. fór um daginn til Borg- arness með póst og farþega í stað Ingólfs. Acorn kom inn til Hafnarfjarðar 1 gær með 12 þás af þorski, fult Bkip. Dmboðssala á Siglnflrði. Ungur kaupmaður á Siglufirði er fús á að taka vörur til umboðs- sölu næsta sumar, af kaupmönnum eða heildsölum, gegn lágum ómaks- launum. Meðrræti eða ábyrgðarmenn, ef óskað er. Tilhoð merkt »Um- boðssala*, sendist ritstj. Morgunblaðsins. Stálfjallsnáman. Um 30 hraustir og duglegir verkamenn geta fengið atvinnu við kola- gröft i Stálfjalli. Verkamenn þeir, sem s!ðastliðið ár unnu í Stálfjdli, ganga fyrir, ef þeir gefa sig fram í dag eða á morgun. Nánari upplýsingar hjá 0. Benjamínssyni, (hús Nathan & Olsens) Viðtalstimi kl. 5 — 7. Skógarviður. Þeir, sem óska eftir skógarviði í sumar, eru beðnir að senda mér skriflega pöntun. Verðið er kr. 2.65 á bagga = 30 kg. Túngötu 20. Skógræktarstjórinn. Spitzbergen. Eins og getið hefir verið 1 skeyt- um hér i blaðinu, urðu Bretar vond- ir út af þvf, að i friðarsamningi Rússa og Þjóðverja var sérstaklega minst á Spitzbergen. Rússar þótt- ust áður hafa kröfur til nokknrs hluta af eyjunum, en i friðarsamn- ingunum var það tekið fram, að seinna skySdi úirætt um Spitzbergen- málið. En út af tilkynningu Breta hafa Þjóðverjar gefið út svolátandi til- kynningu i eegnum »Norddeutsche Allgemeine Zeitung*. Þótt friðarsamningarnir séu svo glögglega orðaðir, að ekki verður um vilst, hafa Bretar notað þá, eins og áður, til þess að æsa heiminn upp á móti Þjóðvejum. í samn- ingnum er það ljóslega tekið fram, að Þýzkaland vill ekki útiloka neina af þeim, sem sinna hagsmuna eiga að gæta, frá því að taka þátt i ákvörðunum um eyjarnar. Þjóðverj- ar héldu þessu sama fram á ráð- stefnu þeirri, er haldin var i Kristi- aniu skömmu áður en ófriðurinn hófst, og létu þá kröfu falla niður eingöngu vegna mótspyrnu Rússa. En á ráðstefnunni stóðu Rússar ein- ir sér með landvinninga-kröfur sín- ar. En það sem Bretum þótti þá rétt, telja þeir nú alveg óverjandi framkomu af Þjóðverjum. Wolffs fréttastofa segir svo um ritstjórnargrein »Times« og grein frá ritara »Northern Exploration Company*: — Yfirráðskröfur Breta á Spitz- bergen geta eigi komið til greina vegna þess, að allar þær þjóðir, er tóku þátt i Spitzbergenfundinum — þar með talið England — viður- kendu Spitzbergen sem »Terra nullius« (engis eign). Með þvi að halda fast við samning þann, er gerður var, halda Þjóðverjar fram réttindum Norðmanna og Svía, þvi að ef Spitzbergen væri í höndum Breta eða Rússa, mundi það vera sem reitt sverð að höfði Norður- landa. Um hagsmuni Breta á Spitzbergen er það að segja, að áður en striðið höfst, voru þeir minni heldur en hagsmunir Þjóðverja. En um þau lönd, er Bretar hafa lagt undir sig i striðinu, sagði Robert Cecil það um daginn, að það væri mjög vafa- samt, hvort Bretar gætu haldið landvinningum sinum eftir striðið. Á þessu sézt bezt ósamræmið, sem kemur fram i kröfum þeirra. Móvinsla í Danmörk. Danska þingið hefir haft til með- ferðar lög um það, að stjórnin taki 10500 hektara af landi í Store og * Lille Vildmose sunnan og norðan Limafjarðar. A þessu svæði er griðar- mikil mótekja og er mólagið viða alt að 5 metra þykt og mórinn ágætur. Er gert ráð fyrir þvi að slík gnægð af mó sé þarna, að það jafn- gildi 25 milj. smál. af steinkolum og ef það reynist rétt, þá er það sama sem 8 ára eldsneytisbirgðir handa Danmörk. Er það i ráði að rannsaka þetta nú alt til hlítar, áður en fram- kvæmdir eru byrjaðar, síðan að gera afveituskurði í mýrunum og skip- genga skurði, svo að hægt sé að taka móinn þar sem hann er graf- inn upp og flytja hann á skipum út i Limafjörð og Kattegat. Er bú- ist við þ.í að undirbúningskostnað ur muni nema 8/4 miljón króna. Roosevelt hættnlega veikur. Siðustu erlend blöð (12. og 1?. maiz) geta um það, að Roosevelt, fyrverandi forseti Bandarikjanna liggi mjög sjúkur á sjúkrahúsi og læknar búist við að verða að gera á hon- um holskurð allhættulegan. Roosevelt er sá maðurinn i Banda- rikjunum, sem mest og bezt hefir barist fyrir þvi, að Bandaríkin segðo Þjóðverjum strið á hendur, og það alveg frá þvi augnabliki, að hann heyrði um innrás þeirra i Belgiu. Það er enginn vafi á þvi, að banda- menn eiga Roosevelt mjög mikla aðstoð að þakka, þvi að hann ritaði hverja hvatninga-greinina á eftir annari, og þaut úr einni borginni i aðra til þess að halda fyrirlestra um ófriðinn og skyldu Bandarikjanna gagnvart bandamönnum. Og þegar friðslit urðu, bauð hann sjálfan sig sem herforingja og alla syni sina til herþjónustu. Flugpöstferðir. Það litur svo út sem Ameríku- menn ætli að verða fyrstir í því að koma á flugpóstferðum. En svo sem kunnugt er, hafa fleiri þjóðir haft hug á þvi að koma þeim á, bæði Danir, Sviar og Þjóðverjar. Til danskra blaða er símað frá New York, að Bandaiikjapóststjórn- in sé að undirbúa flugpóstferðir milli New York og Washington um Philadelphia. Eiga ferðimar að hefj- ast í maimánuði og 5 flugvélar aÖ vera kcyptar til að annast þær. Þing Bandarikjanna hefir veitt 100 þús. dollara til flugvélakaupa. Hver flugvél á að flytja 300 ensk pund af pósti og geta flogið 300 milur án þess að lenda. En hraði þeirra á klukkustund verður 100 enskar milur. Burðargjald biéfa er ákveðið 25 cent. ........ G&ÍrmS*.—... ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.