Morgunblaðið - 10.05.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1918, Blaðsíða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ henni réttlátan og náttdrlegan að- gang að Adríahafi og miklar efna- hagslegar ívilnanir. Að sínu leyti mun Aasturríki-Ungverjaland fyrst og fremst krefjast þess, að konungs- ríkið Serbía hafi engin mök i fram- tíðinni við þau félög eða flokka, sem vinna að þvi að austurríska keisara- ríkið liðist i sundur og kosti kapps um það að bæla öil slik samtök nið- ur, sérstaklega »Narodna Ochrana«, og að Serbía beiti hreinskilnislega öllum kröftum sinum til þess að koma í veg fyrir slíkan pólitúkan undirróður bæði innanlands og utan og gefi yfirlýsingar um það á ábyrgð bandamanna. Þeir atburðir, sem gerzt hafa í Rússlandi, neyða mig til þess, að hreyfa eigi skoðunum minum við- víkjandi þessu ríki, fyr en lögleg stjórn er komin þar á laggirnar. Þá er eg hefi nú þannig skýrt þér frá afstöðu tninni, bið eg þig að ná sambandi við England og Frakkland og komast eftir því, hverjar eru skoðanir þeirra, til þess að undirbúa þann grundvöll, er byggja mætti á opinberar friðarum- leitanir, er leitt gætu til þess að allir yrðu ánægðir. Um leið og eg læt þá von i ljós, að oss takist frá beggja hálfu bráð- lega að létta af miljónum manna, þeim þjáningum, er nú hvlla á þeim, bið eg þig að vera fullviss um minn pinlæga bróðurkærleika, . . , Fyrirþráttun Austurríkismanna. Þegar bréf þetta var birt, var i Wien gefin út eftirfarandi opinber tilkynning: Bréfið, sem franski forsætisráð- herrann- hefir látið birta hinn 12. apríl, frá hans keisaralegu og kon- unglegu hátign, er falsað. Fyrst og fremst skal það skýrt tekið fram, að sá maður, sem átt var við í hinni opinberu tilkynningu 7. apríl, að hefði verið að reyna að koma á friði og sagt var að væri forsætis- ráðherranum miklu göfugri, var ekki hans hátign keisarinn, heldur prins Sixtus af Bourbon, því að vorið 1917 var hann að reyna að koma á friði með ófriðarþjóðunum. Um bréfið sjálft, er Clemenceau lætur birta, segir utanrikisstjórnin austurríska, eftir fyrirskipun hans há- tignar, að hann hafi vorið 1917 rit að mági sinum, prins Sixtus af Bourbon, einkabréf, sem fór alls eigi fram á það við prinsinn, að hann reyndi að miðla málum við forseta Frakka né aðra, og eigi var honum heldur falið að skýra öðrum frá þvi, sem í bréfinu stóð, né afla sér yfirlýsinga frá öðrum. í þessu bréfi var ekki minst á Belgíu og um Elsass Lothringen var farið þessum orðum: Eg mundi hafa beitt öllum áhrif- um minum til þess að styðja kröfur Frakka um það að fá aftur Elsass Lothringen, ef þær kröfur væru réttmætar. En það eru þær eigi. rV %L-JÍ\ rv k A k^ \ ry K A r,Nfr.^ir^jr^j.r^[r^|r.^.jr^ k.A ±A U ki kilkl U ki Engin dýrííð getur það kallast, þegar hægt er að fá eins mikið fyrir pen- ingana og nú í minni verzlun. Sanitari Fleeey nærföt (skyrtur og buxur) frá kr. 5.00 pr. sett. Kailmannapeysur bláar kr. 3.25 Verkamannaföt, ágæt tegund og þó ódýr. Flöjels-molskinn, fyrsta flokks, kr. 3.50 og 4.50 pr. míter. Stormfatatau kr. 3.00 pr. meter. Milliskyrtur, hvitar og misl., handa eldri og yngri Karlmanna alfatnaðir, svartir bláir og mislitir — stórt úrval. Vor- og sumarfrakkar, nýjasta tízka. Manchettskyrtur, hvítar og mislitar, stórt úrval. Hálstau og slifsi. feikna úrval. L Jí. miiUer Austurstræti 7. m r^ír^;r^,r^ r-* r^ir-vr^ r^lr^irWvlrr.^ir^lr^ir^ír^ r^ r^ r i!r V: r^ jr.^ k.J jfc.4 k A k A k A k A k^LJkJ kiki ki k i kiki <A k> kiki1 k'J j k 'Á Nýfrosin baituslíd fæst daglega í íshúsi Nordals i Hafnarstræti. ATVINNA y Tveir duglegir flatningsmenn og tværstnikur vanar fiskverkun, óskast norður á Langanes í smnar, til að taka þar í móti fiski. Pnrfa að að vera komin þangað norður í jóní. A. v. a. Málverkasýning Einars Jónssonar. Nokkra undanfarna daga hefir Einar Jónsson haft málverkasýningu í Verzlunarskólanum. Sú sýning stendur enn yfir og ættu sem flest- ir að koma þangað. Málverkin, sem Einar sýnir, eru flest ný, því að hapn er afkastamað- ur með afbrigðum, og þótt hann verði að hafa málaralistina i hjáverk- um, þá hefir hann gert margar góð- ar rnyndir í vetur. Af myndum þeim, sem eru á sýn- ingunni tel eg þessar beztar: Þórs mörk, Sveinsstaði í Skagafirði, Gull- fors, myndina frá Mýrdal, Skógafoss, Kappsigling, Sjilfboðinn gestur. Og fleiri ágætar myndir mætti telja. Snmar eru myndirnar seldar, en þó hygg eg, að þeim, sem vilja eignast málverk, sé það eigi fylli- lega ljóst, hvað Einar málar vel. En til þess að ganga úr skugga um það, ættu þeir að koma á sýningu hans, þvi að sjón er sögu rikari. Þó ættu flestir Reykvikingar að kannast við handbragð hans, þvi að hann hefir nú að undanförnu málað leiktjö'd fyrir Leikfélagið, og er það einróma álit allra, að eigi hafi sézt jafnfögur leiktjöld hér. Eg veit ekki, hvað þeir kunna að segja um myndir Einars, sem vilja dæma alt frá listarinnar strangasta sjónarmiði. En hitt veit eg, að fyrir leikmannsaugu koma margar myndir hans vel. Og það er gleðilegast, að honum er altaf að fara fram. An. DAGBOK Málverkasýning Einars Jónssonar í Verzlunarskólanum hefir verið tölu- Trolle & Rothe h.f. Tjarnargata 33. — Reykjavik. Sjó- og striðsYátryggingar Talsimar: 235 & 429,. Sj ótj óns-erindrekstur og skipaflntnÍBgar. Taisími 3. Aðkomumaður óskar eftir heibergi mánaðartíma. Uppl. á Fjallkonunni. vert sótt og nokkuð af málverkunum hefir selst. Gangverð erlendrar myntar. Bankur Fósthúa Doll. U.S.A. & Canada 3,40 3,60 Franki franskur 60,00 62,00 Sænsk króna ... 111,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 105,00 SterlingBpund ... 15,60 16,00 Mark ... ........ 65 00 68,00» Holl. Florin ... 1,55 1,59 Flutningur. jpeir kaupendur Morg- unblaðsins, sem um bústað skifta nó um miðjan mánuðinn, eru beðnir um að tilkynna afgreiðslunni flutninginn hið fyrsta. Leikfélagið. Um næstu helgi verð- ur sýndur sjónleikur eftir Björnson^ Geografi og Kjærlighed. Jens B.- Waage leikur aðalhlutverkið. Síðustu símfregnir- Kaupmannahöfn, 8. mai Hin stuttu og hlotdrægnislausa mótmæli »Berl. Tidende* og »Poliý tikens* fullnægja ekki þeim blöð- um, sem elta uppi lýðæsandi fregnir. »Köbenhavn« hefir farið nokkr- um orðum um málið og eftir þeim að dæma, virðist svo, sem blaðið áliti, að eftir ummælum þeim, er" »Social-Demokraten« og »Dagens Ekko« hafa eftir Ólafi Friðrikssyni,., að íslendingar setji Dönum úrslita- kosti (Ultimatum) og krefjist þess,. að fánamálinu verði nú þegar ráðið til lykta. »Nationaltidende« halda þvi framr að Ferslevs-blöðin hafi farið með1 rétt mál viðvikjandi afstöðu íslend-- inga. Nicaragua hefir sagt Miðríkjunuœi stríð á hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.