Morgunblaðið - 23.05.1918, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.05.1918, Qupperneq 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ H. P. Duus A-deild Hafnarstræti. Mest úrvai at allskonar VEFNAÐARV0RU Altaf bezt. Altaf ódýrast. nm ræðn hans. Að lokinni ræðu hans var fundi frestað til kl. 5. Þá stóð upp atvinnumálaráðherr- ann. Reyndi hann af mætti að færa til betri vegar afskifti landsstjórnar- innar af námurekstrinum. Mælti hann af þunga töluverðum, en hóg- værlega Og kurteislega. Virtist svo, sem hann vildi koma töluverðu af ábyrgðinni yíir á þingið, því svo hefði stjórnin skiiið till. síðasta al- þingis, að henni bæri að afla inn- Iends eldsneytis hvað sem það kost- aði. Sérfræðing hefði ekki tekist að útvega fyr en nú, þó mikið hefði verið reynt til þess, og það með að- stoð góðra manna. Kanpið hefði að visu verið hátt, en vinnan væri líka einhver hin allra erfiðasta, sem þekt- ist. Kvað þetta að eins tilraun og því ekkert tiltökumál þó hún kost- aði landið eitthvað. Yfirleitt væri alt dýrara, sem hið opinbera léti gera, en hjá einstökum mönnum. Alls kvað hann 2000 smálestir hafa verið teknar úr námunni og reynsla væri nú fengin fyrir þvi, að vel mætti nota kolin til skipa. Næstur honum tók G. Sv. aftur til máls. Taldi hann varnir ráð- herrans eigi betri en hann hafi bú- ist við, enda hefði ráðherrann forð- ast að komist inn á mörg þau aðalatriði, sem hann hefði minst á í fyrri ræðu sinni. Fulla vissu kvað hann vera fyrir þvi, að náman mundi hafa verið starfrækt, þó lands- stjórnin hefði ekki ráðist í það, því að ákveðin tilboð um rekstur henn- ar hefðu komið fram. Næstur talaði Pétur Jónsson frá Gautlöndum og þótti honum ait gott og blessað, sem stjórnin hafði látið fram fara í Tungunámunni. Vildi hann kenna veðráttunni um öil »skakkaföllin* eða þá þinginu, sem gerði það að venju sinni að siga stjórninni hitt og þetta að órannsökuðu máli, skamma hana sið- an þegar iila tækist til. Bar hann loks fram rökstudda dagskrá þar sem mælt er með framhaldi námu- rekstursins nema ef tekjuhallinn yrði fyrirsjáanlega mjög mikill o. s. frv. var þá kl. orðin um 8, svo forseti frestaði fundi. Kl. 1 í gær hófst fundur aftur. Tók þá fyrstur til máls Magnús' Pétursson. Tók f sama streng og nefudin, og talaði all-langt mál og röksamlega. Þá töluðu þeir Gísli Sveinsson enn einu sinni, forsætis- ráðnerra, atvinnumálaráðherra og Þór. Jónsso. Var mikið af því end- urtekning á því, sem sagt hafði ver- ið áður. Kl. 3 frestaði forseti fundi til kl. 2 í dag. Eigi vitum vér á- stæðuna til þess en heyrst hefir að bjargáðanefnd muni vera önnum kafin við samningaumleitanir færey- isku fulltrúanna. Georges Ohnet látinn. Hinn alkunni franski skáldsagna- höfundur, Georges Ohnet, er ný- lega látinn i Paris. Hann var fædd- ur 3. apríl 1848. Rúmlega tvitugur fór hann að gefa sig við blaða- mensku, en hætti henni fljótlega aftur og tók að fást við skáldskap. Vann hann sér brátt hylli, sem skemtilegur rithöfundur. Sögur eftir hann hafa verið þýdd- ar á flest tungumál heimsins og hvarvetna verið vel tekið. ---- ■ .. . — • —----- Síðasta bók Gunnars Gunnarssonar. (Smaahistorier. Ny Samling. Gyldendai 1918). Sögur þessar eru tiu talsins og koma víða við. »En pinlig Situation* er saga gamals sjómanns, er segir frá skútu einni, er siglt var í strand fyrir þrákelkni eigandans, er þóttist vera fær um að síjórna henni; lenti hann í rifrildi við skipstjórann og sigldi skútunni á Kolsvikurgrunna, en flestir skipverja druknuðu. Er brotsjórinn skall á siglunni, er Runki flaut á, komst aðeins ein hugsun að: að hann ætti að deyja á þenna hátt. Fyrirsögnin á næstn sögu »Da Lykken gik J. J. Snóksdal forbi« minnir á orð Jóhanns Sigurjóns- sonar i »Lögneren« um gæfuna, er gengur fram hjá dyrum einnar per- sónunnar (»Lykken er ikke standset ved min Dör«). Snóksdal þessi er ungur skrifstofuþjónn í Reykjavik með 50 krónur á mánuði; af fordild tekur hann sér ættarnafn og vex um leið i augum sjáifs sín og annarra samgeðja manna; hann fær sér siðan kjólföt, fer i átveizlu, er velmetnum borgara er haldin, og herra Snóksdal er nú i hálfu meira áliti en skrifstofuþjóninn Jón Jóns- son var. Kynnist hann þar Birni Jónssyni, rikum og mikilsmeganda manni, er lízt vel á þenna efniiega hr. Snóksdal og er fús að lánahon- um fé; en gæfan gengur fram hjá hr. Snóksdal daginn eftir af því að hann hefir ekki kjark til að biðja um álitlega fúlgu, en lætur sér nægja 50 krónurl Þá missir Björn Jónsson álit á þessum unga manni. »Den sidste Rus* er ferðasaga og segir frá samfylgd við íslenzkan verkfræðing frá Ameríku, útslitinn á líkama og sál, er leitar dauðans við höfnina í Reykjavík. Næsta saga »Den evindelige Sejlads* er líka ferðasaga til íslands og segir frá islenzkum lækni, er hittir stúlku þá, er hann eitt sinn hafði unnað hugástum og marg- sinnis biðlað til og er hún nú gift gömlum krabbameinsveikum Eng- lending, sem er með á skipsfjöl. Sagan lýsir viðræðum þeirra læknis- ins og Mrs. Björkman og fjallar um ást og hjónaband. »Enkemand« er næsta saga og birtist hún i siðasta hefti Iðunnar, viðræður föður og sonar eftir lát móðurinnar. Tvær dýrasögur koma næst, um hrafn (En Ravnehistorie) og hund (Gryla). Þá er sendibréf (Et Brev) frá stúlku i Bárðardal til vinkonu sinnar og segir frá, hversu hún fór að ónýta kaupsamning, er faðir henn- ar hafði gert við Englending einn um sölu á fossi einum fyrir 60000 krónur. »Sandheden« er eintal glæpa- manns um sannleikann á jörðu og heldur fram furðulegum skoðunum og loks segir síðasta sagan »1 Liv og Död« frá tveim sveitabændum, er bjuggu á sömu jörð og lifðu ýmist í friði eða áttu í málaferlum hvor við annan um jarðarskika, en hvorugur gat án annars verið og er annar dó af slysi, leitaði hinn dauð- ans skömmu á eftir. Sögurnar eru vel ritaðar allar og skemtilegar að lesa. Altaf er hugur skáldsins heima á íslandi og gætir áhrifa islenzkrar náttúru á Gunnar mjög i sögum hans, þótt hvergi komi eins greinilega fram og í »Drengen«, næst síðustu bók hans. Hann segir um sjálfan sig i þessu sögusafni: »Jeg fölte mig den Aften, saa fuldstændig som man vistnok kan opnaa det, ét med Naturen omkring mig«t (bls. 50). Og stúlkan, er vildi ekki selja fossinn út úr land- inu, segir: »Jeg syntes pludselig, at det at sælge Fossen, næsten var som vilde man sælge en Del af sig selv« (bls. 145). Fosshljóðið yrði annað, myndi breyta um rödd, ef útlendingar eignuðust hann. Gunnati tekst betur að lýsa skugga- hliðum lífsins, sorginni enda er þung- lyndisblær yfir mörgum sögum hans og sögulok oft ógeðfeld lesandanum. Hann segir um gæfuna, að hún svífi laus i lofti (bls. 41) og að gæfan heimti sjálf, að trúað sé á sig líkt og konur »og andre over- naturlige »Væsener!« (bls. 24). Hann segir um ástina, að hún sé sihvarfl- andi eins og gufskip, er leiti ýmsra hafna, iosni þar við ýmiskonar drasl og fái stundum annað i staðinn, en hjónabandið sé einsog skipasmíða- stöð, þar sem útgerðarmaður lífsins, örlögin, leggi mönnum upp til þess að láta skafa botninn (bls. 81) og þá lcsni þeir við tálvonir, altof við- kvæmar tiifinningar og annað þess- konar. Smellnar eru ýmsar samlík- ingar hans einsog t. d, er hann segir um ástina, að hún sé einsog elding, er ijósti niður við skipshlið og komi óreiðu á áttavitana — þurfi þá á duglegum skipstjóra að halda til þess að sigla skútunni i höfn! (bls. 93). En of mjfig ber á örlagatrú í sög- um hans og gætir þess einkum í eintalinu um sannleikann (»Sand- heden*), sem er nokkurskonar varnar- ræða glæpamanns, er mist hefir barn i hefndaskyni. »Véd de, om ikke var Formynder, den blinde Skæbne, í Undfangelsens Ojeblik vier os til netop det — ondt og godt — der senere vederfares os under Livets vekslende Löb?« o. s. frv. (bls. 163)... Eg vildi óska, að Gunnar tileink- aði sér skoðanir Kants á persónulegu frelsi og að hann í einhverri af órituðum sögum sinum ætti eftir að sýna mann, er byði öriögunum byrginn, gæti knúið þau 11 að breyta um stefnu þá, er virðist ákveðin af erfðalögmáli, lífsuppeldi og ytri lífs- kjörum, likt og hann sjálfur hefir brotist fram úr ótal erfiðleikum lifs- ins fram til veraldarathugunar og öðlast sjóngáfu á orsakir og afleið- ingar mannlegs breyskleika, sorgar og gleði, sameðli náttúru, manna og dýra og öðlast sjálfur á unga aldri þá frægð að vera talinn einn meðal helztu rithöfunda Norðurlanda. /.- i) J Gangverð erlendrar myntar, Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,40 Pósthú* 3,60 Frankl franskur 60,00 62,00 Sænsk króna ... 110,00 110,00 NorBk króna ... 104,00 103,00 Sterllngspund ... 15,60 15,70 Mark ... 6500 67,00' Holl. Florin ... Lagarfoss er væntanlegur hingað á hverri etundu, hlaðinn vörum fré Danmörku. Með skipinu kemur Emil Nielsen framkv. stjóri. Kartöflnr, töluverðar birgðir komu með Botniu hingað. |>ví miður virð- ist svo, sem nokkuð af þeim séónýtt. Að sögn voru margir pokar alveg eyðilagðir, og er það tjón mikið é þessum tímum. Francis Hyde lagðist við hafnar- uppfyllingunni í fyrradag og varþegar farið að afferma skipið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.