Morgunblaðið - 19.06.1918, Side 4

Morgunblaðið - 19.06.1918, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Geysír Export-kaffi er bezt. AðalomboðsmeaD: 0 JOHNSON & KAABEB Pfjónatuskur Og YaðmálstuskuF keyptar hæsta verði (hvor íegund fyrir sig) í VöniMsinn. Elfiar flrihr eða gömul söðulklæði, verða keypt háu verði. R. v. á. £ai9a íbiið óskast i. október n. k. R. P. Levi. *$inna Kaupakonur vantar á gott heimili nálægt Borgarnesi. Upplýsingar í Iðnskólanum niðri. Maðnr M Snður-Ameilkn. Skáldsaga eftir Viktor Bridges. 37 Lammerfield lávarður brostirauna- lega. — Mannsröddin er merkilegur hlut- ur, mælti hann. Ein át af fyrir sig getnr hún verið töfrandi, en í sam- klið . .. Hann ypti öxlum. — í samklið, hélt eg áfram, minna þær mann á hið óviðfeldnasta hljóð sem til er í dýraríkinu. — Einmitt, sagði Lammersfield. Eigum við ekki að fara inn í reyk- ingaskálann og reyna vindlinga San- gatte’s? Eg vildi mjög gjarna mega tala við yður nokkur orð, ef þér hefðuð svo sem tíu mínútur handa mér. — Með ánægju, svaraði eg og sneri baki við danssalnum og fór með Lammersfield gegnum mannfjöld- an eftir löngum gangi, sem skreýttur var myndum ýmissa ættingja. Reyk ingaskálinn var fjærstur og var eng- inn þar inni er við komum þangað Auðvitað lék mér hugar á að vita, hvað það væri sem ráðherra þessi vildi tala um við mig. Verið gat, að Northcote hefði tekið þátt istjórn- Frá Landsslmanum. í dag, 17. júni, er loftskeytastöðin í Reykjavík opnnð tíl almenn- ingsafnota með óákveðnum þjónustutíma til viðskifta við skip í hafi, með þeim takmörkunum er eftirlitsreglugerð stjórnarráðsins setur. Hægt er að senda loftskeyti frá öllum landssímastöðvum og reiknast gjaldið þannig: a. Vanalegt landssímagjald. b. Loftskeytagjald, 40 ctms. (30 aur.) fyrir hvert orð; minsta gjald frc. 4.00 (kr. 3 00). c. Skipastöðvargjald samkvæmt Berne listanum. Reykjavik 17. júní 19x8. 0 Forbergs Til solu er hús í Hafnarfirði, með stórri lóð, á framtíðarstað. Laust til ibúðar 1. okt. — Um kaupiu semur GutfiTL Holgason bæjargjaldkeri. I Tjarnargötu 5 verður selt sykrað skyr og rjómi eftir kl. 3 i dag á kr. 1.30 diskurinn með nógum rjóma og nógum sykri. Tvær stofur með húsgögnum óskast til leigu um sex vikna tíma, frá þvi að Botnia kemur. Afgr. vfsar á. málum og með þvi að eg hafði ekk- ert vit á slíku, einsetti eg mér að fara sem gætilegast og koma ekki upp um mig með óvarkáru orðalagi. En þessum ótta var brátt af mér létt og það á óvæntan hátt. Fyrstu orð Lammerfield komu mér Iangtum einkennilegar fyrir en þó að hann hefði talað um stjórnmál. __ Eg get eins vel snúið mér að efninu undir eins, Northcote, sagði hann. Eg hefi ekki þessa peninga í bili og mór er ómögulegt að útvega þá núna. það var mesta mildi, að eg álpað- ist ekki við að epyrja: Hvaða pen- inga? — Ef eg á að segja eins og er, hélt Lammersfield rólega áfram, þá er eg öldungis á yðar valdi. Ef þér hugsið til þess að þröngva mér til að borga núna, verð eg að selja Cranleigh og hverfa frá öllum stjórnmálum. Enska þjóðin getar fyrirgefið stjórnmálamönnum sínum alt — nema hjúskaparrof og peninga- tjón. Jeg held næstum að það síð- arnefnda sé álitið meiri glæpur, sór- staklega ef það stafar frá óhepni í veðhlaupaprangi. Ef yður er eigi á móti skapi að láta þetta bfða, þá skal eg borga yður undir eins og eg á mögulegt með það. En hins vegar verður sennílega ekki mikið eftir af Cranleigh handa yður til að láta taka lögtaki ef hin núverandi gjörn- ingakenda óhepni mín heldur áfram. Meðan hann sagði þetta hafði mér gefist tóm til að hugsa málið og kom- aBt í skilning um, hvernig ástatt var. Northcote hlaut að hafa lánað Lamm- ersfield fó — eftir þessu að daema mjög mikla upphæð — og nú var víst komið að skuldadögunum. Eg hafði ekki hugmynd um áform North cote’s 1 þessu máli, en eg sá brátt fram á, að nú gæfist mér tækifæri til að gera þeim manni mikinn greiða, er seinna gæti orðið mér til ómetan- legrar aðstoðar. f>að er fátt til jafn þægilegt sem það, að vera göfuglynd- ur með annara fé, og eg afréð straks að nota tækifærið. — Máltækið segir, Lammersfield Iávarður, að sá sé hroðvirkur sem er fljótvirkur og í þessu efni er eg á sama máli. — Eg viðurkenni það, að mér væri það mjög óþægilegt ef að skoð- un yðar væri önnur, mælti Lammers- field hreinskilnislega. f>essi fimm þúsund pund, sem eg hefi í ráðherra- lann á ári er alt og sumt sem eg hefi til að lifa af. Ef eg get haldið öllu á festi til næsta árs, vona eg að geta ráðið fram úr vandræðum mfnnm. Eg á von á dálitlum tekj- um í vor og á Cranleigh á eg nokkra unga veðreiðarhesta, sera tamningamaðurinn gerir sér miklar vonir ura. En auðvitað er þetta ekki örugg eign. Eg hló. Ef einhver kjósandi úr cSrunafryggingar, sjó- og striðsvátiyggingar. O. Tofjnson & Jíaaber. Det kgt. octr. Brandassnrance. Kaupmannahöfn vátryggir: hús, húsgögn, alls- konar vöruforða o.s.frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e.h. í Austuistr. 1 (Búð L. Nielsen). N. B. Nielsen. Siunnar Cgiíson, skipamiðlari, Hafnarstræti 15 (uppi) Skrifstofan opin kl. 10—4. Sími 608 Sjó-, Striðs-, Brunatryggingar. Talsími heima 479. Allsk. brunatryggiogar. Aðalnmboðsmaður Cs2?I Fiíisen, Skólavörðustig 25. Skrifstofut. jYa—ó’/a'sd. Tals. 331 »SUN INSURANCE OFFICE* Heimsins elzta og stærsta 'vátrygg- ingarfélag. Tekur að sér allskonar brunatryggingar. Aðalumboðsmaður hér á landi Matthías Matthíasson, Holti. Talsimi 497. frjálslynda flokknum hefði heyrt þesai ummæli, þá hefði það áreiðanlega svarað kostnaði að taka eftir svipn- um á honum. Eg furðaði mig á þvf, ef allir forsætisráðherrar veru jafu mannlegir og Lammersfield. — Já, já, mælti eg og hristi ösk- una úr vindlingnum, eg tek yður sem gilda tryggingu. Eg hefi eigin- lega ekkert á móti því, að verja pen- ingum mfnum í áhættufyrirtæki. — Ef satt skal segja herra North- cote, þá hefði eg ekki búist við að þér tækjuð svona — hvað á eg að segja — hlutdeildarlaust í málið. — Siðasta bref yðar þessu viðvíkjandi . — Við skulum sleppa því bréfi ef yður er það ekki á móti skapi, tók eg fram i fyrir honum, — Eg hefi breytt skoðun síðan. Lammersfield svaraði þessari til- kynningu, sem óneitanlega var sönn, með þvi að kinka kolli kurteislega. — Eins og þér viljið, mælti hann. En eg er yður mjög skuldbundinu, og eg vil gjarnan bæta því við, að ef eg get orðið yður að liði á einhvem hátt nú eða síðar meir, þá megið þór ekki skoða hug yðar um að segja mér frá því. Innanríkisráðherra- staðan er mjög óvistleg greindum mönnum, en það er þó bót í máli að hennar vegna getur maður stund- um gert vini sínum greiða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.