Morgunblaðið - 26.06.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1918, Blaðsíða 3
MOR&UNBLAÐIÐ m Ðómsmálafréttir. Yfirdóm’ar 24. jnni. Málið: Hannes Jónsson o. fl. gegn Sparisjóði Arnessýslu. Mál þetta höfðaði í héraði Spari- sjóður Arnessýslu gegn dfrýjanda og 8 öðrum bændum í Skaftafellssýslu, sem sjálfskuldarábyrgðarmönnum að 10.000 króna láni, er Jón Stein- grímsson, bóndi á Fossi, fékk hjá Sparisjóði Arnessýslu haustið 19n. Fé þetta notaði lántakandi til að kaupa af Jóni Magnússyni í Gaul- verjabæ bú hans þar, er taldi hon- um trú um að væri þessa virði og enda væri sparisjóðurinn fús á að lána upphæð þessa til kaupanna gegn ábyrgð nokkurra manna. Reyndist þetta rétt, sparisjóðurinn lánaði pen- ingana til kaupanna er Jón Stein- grímsson hafði fengið ábyrgðar- mennina. Fluttist Jón Steingrímsson svo að Gaulverjabæ. En ábyrgðar- mennirnir halda því fram, að bú J. M. hafi langt frá því verið svona mikils virði, varla meira en 2—3000 krónur. Ennfremur töldu ábyrgðar- mennirnir, að þetta hafi stjórn spari- sjóðsins hlotið að vita, hún hafi því ekki gætt þeirrar varúðar við lán- veitinguna, sem iánsstofnanir annars gera og því stuðlað að því að J. St., sem þekti lítt til þess er hann keypti, utan umsagnar J. M. sjálfs og Erasmusar Gíslasonar, er var með J. M. er hann fór austur í Skafta- fellssýslu til að bjóða J. St. kaupin. Enda fór svo að J. St. flosnaði upp af Gaulverjabæ eftir I ár Og fór nokkru siðar á sína sveit. Ennfrem- ur töldu ábyrgðarmennirnir að spari- sjóðurinn, með því að veita lánþega gjaldfrest án þeirra samþykkis hefði fyrirgert rétti sínum gagnvart sjálf- skuldarábyrgðarmönnum, en við vöxt- um hafði sparisjóðurinn tekið 3 sinc,- um og framlengt þannig lánveit- inguna um 2 ár. Öllu þessu mót- mælti sparisjóðurinn, taldi sig ekki hafa skyldu til annars en líta á trygginguna fyrir lánum sjóðsins Og í því efni hafi þeir gætt sérstakrar varúðar, en heimild til greiðslufrests- ins taldi stjórn sjóðsins hafa i ákvæð- um sjálfs skuldabréfsins. Málinu lauk svo fyrir undirrétti að ábyrqðar- mcnnirnir voru dœvidir tinn fyrir alla oq allir fyrir einn að qreiða spurisjóðnum kr. 10.000.00 ásatut 7 % ársvöxtum Jrá /7. nóv. 1914, en málskostnaður látinn falla niður. Yfirdómurinn komst að þeirri nið- urstöðu, að þótt sparisjóðurinn hefði framlengt lán j. St. án samþykkis ábyrgðarmanna, losaði þó þetta þá ekki við greiðsluskylduna samkvæmt ábyrgðinni vegna ákvæða skulda- bréfsins. Undirréttardómurinn var þvi staðfestur og áfrýjendur dæmdir til að greiða sparisjóðnum máls- kostnað, sem ákvaðst jo kr. ------- "'■11 ---- Safí: Blönduð ávaxtasaft, Bláberjasaff Hindberjasaff Ribsberjasaft, Kirsuberjasaft. Ennjretnur: Sósulitur, Soya, Avaxtalitur, Humarlitur. Nýkomið i „J2 i v a r p o o Kaupikona vön heyvinnu, óskast á gott heimili í Borgarfirði. Upplýsingar hjá Helga Magnússyni, Bankastræti 6. Reyktu? Lax ljómandi góður fæst í Liverpool. $ ÆmpsRapwt § 10 hænur til sölu. A. v. á. Utan af landi. Hólmavík í gær. Vér áttum símtal við Jón Daníels- son frá Kjós í Reykjafirði í gær- Var hann þá staddur á Hólmavík* Hann sagði mikinn afla kominn á Reykjafirði utanverðum, og taldi alt benda til þess, að mikil síldveiði mundi verða í sumar. Tún sagði hann mjög kalin og litla sprettu enn á útengjum. Húsavik í gær. Þaðan var sagður góður afli. Dregið var í gær (þriðjudag 25. júní) hjá bæjarfógeta Reykjavikur og komu upp þessi númer: Nr. 1200 Peningar 100 krónur. — 1147 Kaffistell. — 1811 Veggoaynd. Þeir, sem hafa ofangreinda miða í höndum geta vitjað happdráttanna til *3ticjiBjargar c’foRnsen. Lækjargötu 4. 200 selskinn Til sölu eru um 200 selskinn. Lystbafendur sendi tilboð, merkt »Hviti selurinn« til afgreiðslu þessa blaðs fyrir mánaðamótin. U ppskipu nar bátu r. Litill, sterknr uppskipunarbátur ó s k a s t keyptur^ Talið við Ó. Benjamínsson. Sími 166. 7/7 Eijrarbakka fer JTl.b. Jlögni ávatt öðru tjvoru og íekur ftutning. <3Tœsía ýerð í Rvöíó. Tekið á móti fíufningi í dag mcðan rúm leqfir, C. Zimsen. Ársfundur hins islenzka kennaraféiags er í dag kl. 4 í söngsal barnaskólans. Tillaga til lagabreytingar, sem samþykt var í fyrra, verðu borin upp til endilegra úrslita. Aðalfundarefni: Framtíðarhorfur fyrir skólahöld. Rvik. 26. júní 1918. Jón Þórarinsson pt. forseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.