Morgunblaðið - 26.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGrUNBLAÐIÐ Allskonar blaðaplöntur. komu með Botniu. Til sýnis ki. x—4. María Hansen, Bankastr. 14. Sími 587^ ErL simfregnir. (Frá fréttaritara Morganhl.). Khöfn, 24. júni. Her Austurríkismanna er á hröð- um flótta fyrir austan Piave. ítalir reka flóttann. Algerðu aðflutningsbanni hefir ver- ið komið á i Finnlandi. Khöfn, 24. júní. Austurríkska stjórnin hefir sagt af sér og búist við því að ungverska stjórnin muni gera slíkt hið sama. Piave-áin er í vexti og er hætta á því að hún muni einangra her- sveitir Austurríkismannna, sem yfir hana eru komnar. Danskir jafnaðarmenn og sambandsmálið. Samtal við Ólaf Friðriksson ritstjóra. Morgunblaðið hitti Ólaf Friðriks- son að máli í gær og leitaði fregna hjá honum um það hverja afstöðu jafnaðarmenn mundu taka i sam- bandsmálinu. En eins og kunnugt er fór Ólafur utan fyrir skemstu, sendur af alþýðusambandi íslands til þess að hafa áhrif á danska jafnaðar- menn i fánamálinu. Kynti hann sér vel hver er afstaða þeirra og sagði hann frá á þessa leið: — Ef danskir jafnaðarmenn mættu einir ráða, þá er enginn efi á því, að þeir mundu þegar i stað verða við fánakröfunni og veita okkur fánann. En nú er það ekki fána- málið eitt sem um er að ræða, heldur alt sambandsmálið og horfir þá við á annan hátt. Koma þá ýms atriði til greina sem eru fánamálinu óviðkomandi og get eg eigi glögg- lega sagt frá því hverjar kröfur danskir jafnaðarmenn muni gera eða hve langt þeir muni teygja sig til samkomulags. Því þess verðum við jafnan að minnast, að þótt þeir séu jafnaðarmenn, þá eru þeir lika Danir og hljóta því að líta á málið með dönskum augum. Hygg eg t. d. að þeir muni vilja að fæðingjaréttur og utanríkismál verði sameiginleg, hið siðara vegna þess, að Danir munu óttast að Islendingar geti komið sér í vanda ef til vill í stríð Nokk rar kÝr óskast keyptar Eggert ] órssson Bröttugötu 3 B. Sími 602. ari litlu þjóð, sem enn talar næstum sömu tungu, sem forfeður vorir töl- uðu fyrir þúsund árum, og vaið- veitt hefir ómetanlega andans fjár- sjóðu. Daumörk má að minsta kosti ekki vera örsök þess, og hiun hættuleg- asti tími til slíks skilnaðar muudi einm:tt vera nú meðan heimsstyrj- Tvistur! öldin geisar*. ÐAOðOK > ágætur maskinutvistur fæst i Veiðarfæraverzl. Liverpool. ef eigi sé farið með utanríkismálin i sameiningu. Annars má greinilega sjá afstöðu danskra jafnaðarmanna á, ritstjórnar- grein um ísland, sem birtist i >Social-Demokraten« daginn sem eg fór frá Kaupmannahöfn og vísa eg því að öðru leyti til hennar. En þess skal eg láta getið, að eg hygg að þeim mönnum skjöplaðist, sem hyggja það, að Danir munn ganga að hreinu konungssambandi. Aftur á móti munu danskir jafnaðarmenn eigi setja sig upp á móti skilnaði, ef það skyldi koma i ljós við al- menna atkvæðagreiðslu hér, að það sé vilji íslendinga. — En hvernig virtist yður önnur Norðurlönd taka í málið? — Um það get eg ekki dæmt, nema eftir norskum og sænskum blöðum því að til hvorugs landsins kom eg. En það virtist svo, að þótt þau vildu unna íslandi fulls réttar, þá væru þau sammála um það, að varhugavert væri fyrir ísland ef deilan skyldi draga til skilnaðar við Danmörk og töldu að það mundi veikja Norðurlönd yfirleitt. Annars er vcnandi að í samning- um þeim sem nú eiga að fara að byrja, geti allir Islendingar orðið á eitt sáttir um að halda einarðlega fram réttmætum kröfum vorum, og þó á þann hátt að það þurfi ekki að leiða til neins er síðar þarf að yðra. — Hvernig hyggið þér að Borg- bjerg muni vera við að semja? — Agætur. Hann er viðurkend- ur, af mótstöðumönnum sinum, sem ágætur samvinnumaður í nefndum og óþreytandi í því að finna altaf nýjar leiðir til samkomulags. Og mér er það kunnugt, að hann mun gera sitt ítrasta til þess, að hinum sendimönnunum ólöstuðum, að sendi- förin leiði til einhvers árangurs. í grein þeirri, sem hér hefir ver- ið vitnað til, segir svo: (Social-Demokraten, 14. júní). »Hverju geta svo hægrimenn á- orkað -- sér eða landinu til gagns — með því að sitja hjá öllu þessu og neita að taka þátt i samningunum? Landið getur að eins beðið tjón af því og aðstaða Danmerkur veikst. Ef afstaða hægrimanna á hér eftir sem hingað til að koma í ljós í rit- gerðum hr. Foss og blaðs hans, þá byggist hún á því, »frjálslyndi«, sem jafnaðarmenn geta ekki fallist á, þó að þeir viðurkenni fyllilega kenn- inguna um rétt þjóðanna til þess að ákveða stöðu sina. Hægrimenn segja sem svo: Ef Danmörk getur ekki fyrirfram kom- ið öllu því fram, sem íhaldsmenn, eða nokkur hluti þeirra, telur æski- legt, þá láturn Isladnd heldur fara sinna Jerða. Látum þá heldur bresta en bogna, fyr í dag en á morgun. Og þetta er sagt mitt í ófriðn- um. En hvernig gæti það samrýmst sannri hlutleysisstefnu, ef Danmörk hefðist ekkert að til að hindra skiln- að, en svo kynni að fara — sem sænskt blað bendir á — að ísland kæmist uudir öflugri yfirráð — eða yfirráð hinnar voldugustu þjóðar. Heimsveldin berjast í tveim flokk- um um áhrif og hag sinn lengst í norðri, við Murmans-strönd, Spitz- bergen og norðurhluta Atlanzhafs. Enginn veit hver ber hærra skjöld. En vér höfum aldrei getað skilið, hvers vegna íslendingum ætti að vegna betur ef þeir lenti undir áhrif auðvalds og heimsveldis einhverrar stórþjóðar, heldur en að búa saman við litla, friðsama þjóð, andvíga her- búnaði og langt komna í menning. Vér efumst um, að þjóð, fámenn- ari en íbúar Friðriksbergs, sé þess megnug, að stofna einangrað ríki, þó að landið sjálft sé þrefalt stærra en Danmörk. — Og vér höfum jafn- an haldið því fram, að fullkomin þjóðleg sjálfstjórn væri samrýman- leg ríkistengslum náskyldrar þjóðar. »Smáríkja stofnun« er ihaldsarfur en ekki nútima hugsjón. Svo mjög sem vér börðumst fyrir sölu Vest- indisku svertingja-eyjanna — a^ því að sambandið við Danmörk var óeðlilegt og engum til gagns — svo mjög mundi það verða oss til harms, ef hið þúsund ára gamla band ætti að bresta, sem tengt hefir oss þess- Aðali'nndur Bláturfélagsins hófat í gær og verður að líkindum lokið í dag. Fundinn sækja fulltrúar úr mörgum sýslum. Túnblettir hér í bænum eru sum- ir orðnir sláandi, en hvergi getur heit- ið að sláttur sé byrjaður. Slökkviiiðsæfing var haldin við hús Nathan & Olsens í fyrrakvöld og þyrptist þangað múgur og marg- menni. Björgvin, vélarbátur, fer til Isa- fjarðar kl. 4 i dag. Gestir í bænum: síra Sigurgeir Sigurðsson og frú hans frá Isafirði. Oddnr Gnðmnndsson kaupmaðnr frá,BoIungarvik, hefir flutt sig hingað búferlum og ætlar að reka hér verzl- un. Ársfnndnr hins íslenzka keunara- félags hefst í dag kl. 4. Verzlnn seld. Verzlunarfalltrúi h.f. Örum & Wulff, Júlíus Guð- mundsson, hefir selt Stefáni Guð- johnsen verziun félagsins á Húsavík með útibúum Og öllu tilheyrandi, en peirri verzlun hefir Guðjohnsen veitt forstöðu i mörg undanfarin ár. Síðustu símfregnir. Kaupmannahöfn 25. júní. ítalir hafa náð aftur öllum þeim hergögnum, sem þeir höfðu mist og mörgum þýðingarmiklum stöðv- um. Þeir hafa tekið marga fanga. Koehlmann hefir komið fram með ný friðartilboð. Er þar tekið fram að ófriðurinn sé í fyrsta lagi Rússum að kenna og þá Frökkum og Bret- um. Það sé óhugsandi að ófriðnum verði til lykta ráðið með vopnum. í janúar er ráð gert að i^/a milj- ón Ameríkumanna verði komnir til vígvallanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.