Morgunblaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Stýrimann
vsntar á mótorbát til flutninga. Uppl. í verzl.
Lárus G. Lúðvlgsson.
Fyrsta flokks bifreiðar
ávalt til leigu.
St. Eínarsson. Gr. Sigurðsson.
Sími 127. Sími 581.
Móðir mín elskuleg, frú Margrét
Guðmundssdóttir andaðist að heimili
okkar, Hverfisgötu 35. í morgun.
Reykjavík 30. júlí 1918.
Fyrir hönd syskina
Alexander Jóhannesson.
1 PAOBOK |
Dánarfregn. Nýlátiin er hÚBfrú
Halldóra Jónsdótitir, kona Péturs
bónda Jónssonar að Draghálsi. Hún
var hnigin á efra aldur, 70 ára göm-
ul, merk kona og vel látin.
í gærmorgun andaðist hér í bæn-
um frú Margrét Guðmundsdóttir,
ekkja Jóhannesar Ólafssonar Býslu-
manns í Skagafjarðarsýslu, móðir Dr.
„Alexanders og þeirra systkina. Frú
Margrét var gáfuð kona og göfug,
framúrskarandi vel látin af öllum,
sem henni kyntust.
Steinþór Guðmundsson cand. theol.
er orðinn skólastjóri við barnaskóla
Akureyrar. Svo sem menn muna,
gengdi hann skólastjórastarfanum við
Flénsborgarskólann í vetur í fjarveru
Ögm. Sigurðssonar.
Kolaskip, danskt, kom hingað í
fyrrakvöld með kol til landsstjórnar-
innar.
Jarðarför frú Sigríðar konu Jóns
fræðslumálastjóra þórarinssonar fór
fram í gær. Var líkið flutt að Görð-
um á Álftanesi og jarðað þar. Fjöldi
fólks fylgdi líkinu til grafar.
Islands Falk kvað vera væntan-
legur hingað aftur bráðlega. Er sagt
að hann muni fara frá Khöfn um
næstu helgi.
Faguv minnisvarði úr marmara,
hefir verið reistur á leiði þorláks O.
Johnsons kaupmanns.
Cornwall, þrímastrað seglskip frá
Svendborg, kom hingað á mánudags-
kvöld, hlaóið salti frá Spáni.
Frídagur verzlunarmanna. Allir
gamlir Eeykvíkingar muna eftir
»2. ágúat« eins og hann var í gamla
daga. Hann var talinn skemtilegasti
dagur sumarsins, almennur frídagur
allra Reykvíkinga. En hann Iagðist
Fiskikutter SJmWE
Póstbox 291.
niður og hefir ekki verið hátíðlegur
haldinn f mörg ár.
Nú hafa verzlunarmenn tekið dag-
inn upp aftur. Gera þeir ráð fyrir
gleðskap miklum uppi í Vatnaskógi
og hafa leigt heil þrjú skip til fólks
flutninga [þangað. Lúðrafél. »Harpa«
skemtir, en svo verða auðvitað ræð-
ur haldnar, söngur og dans eftir
vild.
f>að var sagt i gær, að aðsókn að
skemtun þessari væri svo mikil, að
þess mundu engin dæmi. |>að er því
ráðlegra fyrir þá sem annars ætla að
skemta sér í Vatnaskógi að ná sér í
far í tíma,
Prófessor Har. Níelsson hefir víða
prédikað og haldið fyrirlestra á ferða-
lagi sínu fyrir norðan í sumar. Hann
er aftur orðinn vel frískur og alger-
lega búinn að ná sér eftir veikindi
sín undanfarið. Hefir hann í hyggju
að bregða sér austur áður en hann
kemur hingað aftur, sem væntanlega
verður fyrst í september.
Laugaland, húaið sem brann fyrir
nokkru, er nú verið að reisa á ný.
Aldrei varð það uppvíst hvernig eld-
urinn kom þar upp.
Vatnsskortur töluverður er ætlð í
efri hluta bæjarins. Er því um kent,
að loft safnist í pípurnar og hindri
vatnsrenslið. Kveður svo ramt að
því, að senda verður uppeftir í hverri
viku til þess að hleypa loftinu úr æð-
unum.
»Smjörlíkisgerðin« heitir annað
fyrirtækið, sem stofnað hefir verið til
hér f bæ, til smjörlíkisgerðar. Hefir
það bækistöð sína í húsum »SIátur-
félags Suðurlands« og býzt við að
taka til starfa í haust eða undireins
og hráefni kemur frá útlöndum.
Læknavísindi og
ófriðurinn.
Herforingjaráð Breta birtir mánað-
arlega skýrslu um lænknisfræðilegar
framfarir og uppgötvanir annara
þjóða, sem sérstök læknanefnd safn-
ar saman. í þessum skýrslum er
einkanlega skýrt frá ölln þvl, er
snertir herlækningar, og þar eru
jafnt birtar ritgerðir vina sem óvina
þjóða. Vér vitum ekki, hvort skýrsl-
ur þessar hafa borist bingað; sjálfir
höfum vér ekki séð þær, en það
sem hér fer á eftir, er tekið úr
merkn ensku blaði, og viljnm vér biðja
lesendur vora að gefa þvi gaum, að
svo miklu leyti sem það getur varð-
að sjálfa oss.
í sjötta hefti þessara skýrslna, sem
út komu um siðustu mánaðamót, er
itarleg ritgerð um tilbuna limi og
önnur svipuð tæki. Sumir þessara
lima eru gerðir af hinu furðulegasta
hyggjuviti. M. a. má nefna liða-
mótahandlegginn svokallaða, sem
Þjóðverjar hafa látið smíða. Hann
er ætlaður þeim, sem missa hand-
legg ofan við olnboga. Hann er úr
stálpípu sem i er kúla með augna-
köllum á báðum endum og er neðri
liðnum svo haganlega fyrirkomið,
að leggja má handlegginn i sams
konar steliingar eins og »lifandi«
handlegg, eftír því hvaða starf mað-
urinn ætlar að vinna. Venjulega er
hafður krókur í stað handar, en
»spari hönd« er þó látin fylgja, sem
festa má á á hátíðum og tyllidögum.
Þessi handleggur þykir bera langt
af öllum sams konar útbúnaði, sem
áður hefir verið notast við.
Mikill munur er á þessum hand-
leggjum. eftir því, hvaða verk mönn-
um er ætlað að vinna. Skrifara-
handleggir eru t. d. alt öðru vísi
en handleggir þeirra, sem eiga að
handleika hamra eða stórar tengur.
Eins er gerðin ólík eftir því, hvort
mikið eða Htið hefir verið tekið af
handlegguum. Margvíslega gerðar
hendur Lafa verið búnar til, sumar
með hreyfanlegum fingrum, þannig
að menn geta tekið um hluti og
slept þeim, án þess að nota hina
höndina, að eins með því að hreyfa
öxlina eða handleggsvöðvana.
Til skamms tíma var talið óráð-
legt að festa tilbúna fætnr á menn
fyr en liðnir væri nokkrir mánuðir
frá því er fóturinn var tekinn af.
En reynsla Frakka og Þjóðverja
hefir sannað, að bezt er að láta
sjúklinginn fá bráðabirgðafót um
leið og hann fer að komast á fætur.
Talið er, að heilæknir í Belgíu
hafi fundið upp einhverja bextu teg-
und liðamóta á tilbúna fætur, og sé
þeir einkum hentugir þar sem hinn
örkumla maður þurfi að ganga í
bratta eða um óslétta vegi.
Vér höfum nýlega vakið máls á þvi,
að nauðsynlegt er að rétta örkumla
mönnum hjáíparhönd. Hér á landi
eru þó nokkrir menn nandarvana
eða fótvana, og fá á því litla bót.
Þegar svo góð tæki má fá erlendis,
þá er það brein og bein mannúðar-
skylda að hafa samtök nm, að sjá
þeim fyrir þessum tækjum við fyrstu
hentugleika. Féð sem til þess þarf
væri auðfengið með almennum sam-
skotum, en hentast væri, að lækna-
stétt landsins gengist fyrir þessu.
Vér þorum að ábyrgjast vísa aðstoð
blaðanna, ef Læknablaðið vildi taka
málið að sér. Og í trausti þess, að
það daufheyrist ekki við þessu, lát-
um vér að þessu sinni útrætt um
þetta.
Skipatjón Norðmanna.
Norðmenn mistu mörg skip fyrir
kafbátum Þjóðverja síðastliðinn mai-
mánuð. Síðustu skýrslur telja aö
samtals hafi verið sökt skipum, sem
báru 120000 smálestir.
Frá ófriðarbyrjun til 1. júní þ. á.
höfðu Norðmenn mist 770 skip af
völdum Þjóðverja, er báru samtals
1130000 smálestir.
Auk þess hafa 54 norsk skip-
horfið með allri áhöfn, svo að eng-
inn veir, hvað af þeim hefir orðið.
Uppakerahorfar í Canada.
Aldrel hefir akuryrkja verið rekin í
jafnstórum stíl í Canada ei»a og í úr,
Fyrir þrem vikum voru uppskeruhorf-
ur í vesturfylkunum taldar verrl en
við var búist í júní, vegna mikilla
þurka, einknni í Suður-Alberta og
Vestur-Saskatchewan. í Manitoba fylki
voru horfurnar góðar og ágætar í
fylkunum þar fyrir austan, svo að bú-
ist er þar við meiri uppskeru en
nokkru sinni áður.
Liðhlaupar
Mikið kveður að því, að þýzkir her«
menn strjúki úr hernum. Einkum
kveður að þvf þar, sem þeir eiga að
halda vörð á landamærum hlutlausra
landa, svo sem við landamæri Hollands
og Danmerkur. Það er sagt altítt að
varðmenn yfirgefi stöðvar sfnar um
nætur og gangi inn í hlutlausu lönd-
in. Þar eiga þeir friðland og verður
ekki skilað aftur, fyr en friður er á
kominá.
Kaupirðu góðan hlut Smurníngsolía s Cylinder- & Lager- og 0xulfeitl Hafnarstræti 18
jþá mundu hvar þu fekst hann. ere áreiðanlega ódýrastarog beztar hjá SiflUrjónl Simi 137.