Morgunblaðið - 03.08.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ yfirdómsins og leit hann svo á, að þar sem áfrýjandi hefði ekki lagt samþykki sitt á að frá samningnum væri vikið, enda gert þegar breyt- ingu á innskriftinni er hann varð áskynja um haija, hefði stefndi ekki öðlast neina kröfu á hendur áfrýj- anda til að fá greitt umstefnda upp- hæð. Yfirdómurinn jeldi pví hinn áfrýjaða dóm úr qildi og sjknaði ájrýjanda aj Jcröjum stefnda, en máls- kostnaður látinn falla niður. Málið: HreppsnefndTorfalækjar- hrepps gegn Sigurgeir Einars- syni. Mál þetta er risið út af baðiyfs- sendingu, er Sigurgeir Einarson kaupmaður hér í bænum, afgreiddi til hreppsnefndar Torfalækjarhrepps og hafði stjórnarráðið fyrir hönd hreppsnefndarinnar greitt baðlyfið. En þar sem vanskil urðu á send- ingunní og hún kom ekki fram, sendi S. E. hreppsnefndinni á ný baðlyf. En þar sem þá fyrri send- ingin kom fram og var afhent hrepps- neíndinni krafðist S. E. þess, að nefndin greiddi síðarij sendinguna að upphæð kr. 76.76. Til þess var hreppsnefndin ófáanleg og hélt því fram, að S, E. hefði gengið inn á að láta hreppsnefndina hafa siðari sendinguna endurgjaldslaust sem upp- bót á því að fyrri sendingin kom seint fram. Höfðaði þá S. E. mál gegn hreppsnefndinni fyrir gesta- rétti Reykjavíkur til greiðslu um- ræddrar baðlyfsskuldar og lauk mál- inu svo, að hreppsnejndin var áœmd til að qreiða skuldina ásamt vöxtum, en málskostnaður látinn jalla niður. Dómi þessum skaut hreppsnefnd- in til yfirdómsins eftir að hafa feng- ið gjafsókn og sér skipaðan mála- flutningsmann og krafðist að hún ytði algerlega sýknuð af kröfum S. E. Yfirdómurinn leit svo á, að þar sem hreppsnefndin hefði viðurkent að hafa veitt báðum baðlyfssending- unum móttöku og hún engar sönnur fært á að S. E. hefði lofað seinni send- ingunni sem bótum fyrir vanskil á þeirri fyrri, þá bæri henni að greiða andvirði hennar og staðjesti pvíundir- réttardóminn, og dæmdi hreppsnefnd- ina til að greiða stefnda málskostnað fyrir yfirdómi kr. 2j.n0. Samlagsheyskapar. 14 bændur úr Gaúpverjahrepp stunda nú heyskap á Ragnheiðarstöð- nm. jörðina keypti Gestur bóndi Einarsson á Hæli fyrir rúmu ári. Bygði hann þar heyhlöður fyrir 1300 hesta og látið hlaða þar flóð- garða og gert þar ýms fleiri mann- virki. Aður en Gestur keypti jörðina var venjulega heyj:.ð þar 2—400 hesta. En kunnugir áætla að Gnúpverjar gripi þar upp i það minsta 2—3000 hesta a 3 vikum ef tíð er hagstæð, þó verður að þessu sinni ekki slegið nema V3 af Því er flera má áveituengi, vegna þess að þar sem ekki er búið að byggja flóðgarða, hefir áveitan ekki komið að fuliu gagni. Jarðareigandi kvað gefa þeim er heyjað hafa, í sjálfsvald hvort bygt skuli úr byggingarefni því er hann nú hefir viðað að, fjós eða íjárhús. Þar eð grasspretta til fjalia er nú rýrari en gamlir menn muna, er ekki ólíklegt að Gnúpverjar sjái kúm sín- um farborða með tilliti til núverandi smjörverðs, en hvort sem er, meiga sveitungar Gests vera houum þakk- látir fyrir framsýni og forystu eins og áhorfist með grassprettu að þessu sinni. Bæjarstjórnarfundur I. þ. mán. Almenningseldhús. I dýrtíðarnefndargerð frá 20. júli þ. á. er skýrt frá því, að Inga L. Lárusdóttir og Óiafnr Friðriksson telji ótiltækilegt að koma upp al- menningseldhúsi hér í bænum fyrir haustið. En þeim hafði af nefndinni verið fahð að gefa umsogn um það. Aftur segja þau rétt, að halda áfram athugunum um það, hvort ekki verði hægt að koma slikri stofnun upp á komandi vetri t. d. um nýár. Ennfremur hefir dýrtíðarnefnd fal- ið borgarstjóra, að ganga úr skugga um, hvort nokkurt viðunandi hús- næði sé fáanlegt og leita upplýsinga um hvort nauðsynleg áhöld mundu fáanleg i Danmörku, ef til kæmi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir lét i ljós óánægju sína yfir þvi hve mál þetta væri stutt á veg komið og væri ekki annað sjáanlegt en að það væri að sofna í höndum nefndarinnar. Borgarstjóri sagði að langt væri frá að málið væri að sofna í hönd- um nefndarinnar. Að því væri unnið af kappi, en ýmsa örðugleika væri við að stríða, svo sem hús- næðisleysi, vöntun áhalda o. fl. til undirbúnings stofnunarinnar, er tæki sinn tima til að undirbúa og útvega, og engin likindi til að komið yrði í kring fyrir haustið. Töluðu síðan fleiri fulltrúar aftur á bak og áfram um málið, allir virtust álíta nauð- synlegt að almencingseldhús komist á hér í bænum á komandi vetri, ef þess væri nokkur kostur. Bæjar8tjórnar8mjöriB. Rjómabú þau er gerðu samninga um að selja bænum smjör í vor á kr. 6.20 kg. hafa nú skrifað, og fara fram á hækkun 10%, þ. e. kr. 6.82 kg., eða sem miðlun kr. 6.70 kg. Bændur, sem búi til smjör úr mjólk sinm heima, og þar af leiðandi sé ekki jafn vandað, fái það meira fyrir smjör sitt. Dýrtiðarnefnd hafði haft bréf rjómabúanna með höndum og lagt til að því yrði ekki sint. Ástæður fyrir því eru þær, að því er borgstjóri skýrði frá: að jafnvel þótt fyrirsjáanlegt væri, að bærinn fengi ekki neitt smjör, frá rjóma- búunum, meira en þegar er hingað komið (28 kvartel) vegna þess að rjómabúin legðust niður, sem búast mætti við, þar eitt þeirra væri hætt að starfa og hin hefðu að eins helm- ing þeirra bænda er áður hafði til þeirra fært mjólk sína, þá ætti bær- inn ekki að hieypa verðinu á smjör- inu upp, þvi að þeir sem keppa við hann um kaup á smjörinu, þ. e. peningamenn og kaupmenn héðan, mundu þá bjóða enn hæna, svo það sem til bæjarins kæmi af smjöri yrði því dýrara, og ekki frekar i höndum bæjarstjórnar til úthlutunar eftir seðlum, en ella. Var síðan samþykt tillaga dýr- síðarnefndar. Nýr skúi- v)0 »SuBurpól«. Samþykt var að láta byggja fjórða skúrinn við »Suðurpól«, nú í sumar, jafnstóran hinum, og er gert ráð fyrir að byggingin muni kosta alt að 36 þús. kr. — í sambandi við það má geta þess, að fyrsti skúrinn, sem var reistur þar (jafnstór og þessi á að verða) kostaði 14 þús. kr. Verkamannahú8 — áætlun. Samþykt var að láta gera kostnaðar- áætlun og uppdrátt að verkamanna- húsi úr steini, er taki 20—30 fjöl- skyldur. Til framkvæmdar var því máli vísað til gamallar nefndar, er hafði haft það hlutverk með höndum fyr- ir stríðið að gera áætlanir og til- lögur um kostnað og heppilegt fyrir- korrulag á íbúðarhúsum íy«r al- menning. En vegna ymsra ástæða hafði aldrei neitt álit komið frá nefndinni, en þó starfaö tals- vert að málinu. Höfnin. Samkvæmt reikningum er gerðir hafa verið af borgarstjóra og bæjar- gjaldkera fyrir árið 1917, voru skuld- lausar eignir hafuarinnar við ára- mót kr. 619.403.68. Tillögur um framtiðarfyrirkomu- lag hafnarinnar hefir hafnarstjóri gert, er bæjarstjórn samþykti í öllum aðal- atriðum samkvæmt tillögum hafnar- nefndar. Eftir þeim á að gera uppfyllingu út af •»Battariinu« og þar tæki fyrir affermingu og hleðslu á salt- og kolaskipum og staður fyrir geymslu á þeim vörum. Næst fyrir vestan núverandi hafnar- bakka, þar sem afgreiðsla fiskiskipa er nú, á að verða framhaldandi hafnarbakki, og uppfyllingin notuð fyrir vörugeymdu, og afhendingu við stærri skip. Þar vestur af, milli Ægisgötu og Bakkastigs, á að verða skipasmíða- stöð. Krókinn vestur af Bakkastig til Grandagarðsins á að dýpka og gera að bátahöfn, og gera uppfyll- ingu meðfram grandagarðinum, með htyggjum til afgreiðslu fyrir fiski- skipaflota bæjarins. Út við Örfirisey er ráðgert að gera litla kví, er olíuskip geta verið í, þá afgreidd eru, að hættulausu fyrir bæinn og höfnina, og þar í eynni gerðar nauðsynlegar umbætur og áhöld sett, til notkunar við af- fermingu og hleðslu skipa. Tveggja miljóna króna lán. Til framhaldsvinnu við höfnina hefir hafnarnefnd lagt til að borgar- stjóra ásamt Sveini Björnssyni sé falið að útvega og semja um ait að 2 miljóna króna Iáni erlendis. Borgarstjóri hafði skýrt nefndinni frá þvi, að vonlaust væri um að fá féð innanland, en hefði aftur á móti nokkra von um að það mundi fást erlendis. Tillögur nefndarinnar voru sam- þyktar eftir nokkrar umræður, og vísað til annarar umræðu, ásamt til- lögum um framtíðarfyrirkomulag hafnarinnar. Fisksöluhús. Jón Collin sótti um 300 fermetr* lóð undir fisksöluhús, er hann vill reisa niður við höfnina. Vísaö til hafnarnefndar til umsagnar. Síðustu símfregnir, frá fréttaritara Morgunblaðsins. Khöfn. 2. ágúst. Þjóðverjar hafa gert árangurslaus áhlaup I Frakklandi. Búist er við sókn af ítala hálfu þá og þegar. Um leið og »Vorwftrts« skýrif frá morðunum í Kiew, segir blaðið að sanngjarn og varanlegur heims- friður verði að koma í stað hins falska friðar, er saminn var í Brest Litovsk. Komist hefir upp samsæri í Ukraine um það að myrða alla þýzka embættismenn og liðsforingja. Hafnarstræti 10 Simi 137. Kaupirðu góðan hiut þá mundu hvar þu fekst hann. murníngsolía: Cylínder- & Lager- og 0xulfeiti ere áreiðanlega ódýrastarog beztar hjá Siflurjónl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.