Morgunblaðið - 01.09.1918, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.09.1918, Qupperneq 1
Sunniidag 1 JL $ *> sept. 1918 H0R6DNBLADI 5. argfmgr 295. Riistj árnarsitni nr. 500 Ritstjón: Vilbjáimnr Fiasen ísafoidarprentsmiðja Afgreiðsluslmi nr. 500 Úr loftinu. Berlin 30. ágúst um kvöldið. Opinber tilkynning: Hrundið hefir verið miklum áhlaup- um Englendinga á löngu svæði suð- austan við Arras. Orustur hafa orðið norðaustan við Noyon og á Aillette sléttunni. Paris 31. ágúst. í dag hafa Frakkar haldið áfram sókn yfir Canal du Nord, þrátt fyrir þráláta vörn Þjóðverja. Catigny og Sermaize eru nú á valdi Frakka. Frakkar halda með miklu afli áfram sókn sinni umhverfis Catigny og Beaurains. Frakkar hafa tekið Chevilly og 89. hæðina og rofið fremstu varnar- linur Þjóðverja hjá Genory. Sunnar eru blóðugar orustnr norð- *>r og austur af Noyon. Frakkar halda Happlincourt og Siméon-fjalli og hafa tekið fanga svo hundruðum skiftir. — Milli Oise og Aisne eru orustur æðisgengnar. Fyrir norðan Aillette hafa Frakkar tekið þorpið Champs. Norður af Soissons, umhverfis Lhavigny og Cuffies hafa Frakkar fert herlínu sína áfram í áttina til Lisieres vestur af Crouy. Færeyingarnir. Vopnafirði í gær. Hér og 4 Bakkafirði hafa haldið ^il margir Færeyingar } sumar, sem stundað hafa fiskveiðar. Á fimtudags- morguninn kom varðskipið »Beskyt- teren« hingað frá Þórshöfn, skip- stjóri Broberg, sem var á »Ceres«. Erindi skipsins hingað var að sækja Færeyingana. Nokkra menn tekur skipið einnig á Bakkafirði, en all- margir verða þar eftir. Mun »Be- 5kytteren* síðar sækja þá. Afllnn nyrðra og eystra. Seyðisfirði í g*r. Afli hefir bókstaflega enginn verið á Húsavík, Skálum, Bakkafirði, Vopna- firði eða Borgarfirði síðan í maímán- uði. En á Seyðisfirði og Norðfirði hefir veiðst vel, þegar beita hefir verið fáanleg. Tvö saltskip eru nýkomin hingað frá Spáni. Er það gott, því saltlítið Var orðið. Aage Westenholz um sambandsmálið. Eftirfarandi grein birtist í »Köben- havn« 12. ágúst. »Frumvarpið til »sambandslaga«, sem ekki ræðir um ueitt verulegt samband, hvorki um hervarnir, tolla eða annað, sem nokkra þýðingu hefir — hefir nú verið rækilega gagnrýnt af Knud Berlin prófessor og öðrum; einni smá fjarstæðu vildi eg gjarna andmæla, áður en sett eru löf um »samband« þetta. Ef í heiti konungs eiga að vera nöfn beggja »ríkja«, eins og r. gr. segir, þ. e. ef hann á þá að heita •konungur Danmerkur og íslands«, þá þýðir það hvorki meira né minna en það, að Island er qert að konun^s- riki! Vér skulum nú reyna að kom- ast hjá því, sem svo er hlægilegt. Vér hlónm, þegar Montepegro, sem þó hefir 2—3 sinnum fleiri íbúa en ísland, var gert að konungsriki. En Montenegro átti þó bæði her og frækilega sögu. íslendingar eiga hvorugt — hafa að eins getað skriý- að sögu. Ef ekki verður hjá þessu komist, þá verður heiti konungs heldur að vera »Danmerkur konung- ur, íslendinga, Vinda og Gauta o. s. frv. Vald konungs á Islandi og tekjur hans þaðan, verður tæpast meira en frá Vindum og Gautum. Ef vér gerum ísland að konungs- ríki, þá gerum vér vort til þess að auka þá veiklu í fari íslendinga, sem verst er, en það er mikilmenskuæði þeirra, og það er ekki verjandi. — Þessi litla þjóð, ekki mannfleiti en ibúar Friðriksbergs, og miklu ver stödd efnalega, virðist gera kröfu til þess, að vera fjórða ríkið á Norður- löndum, nefnast við hlið Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar. Hvað ætli íslendingar segöu> ef vér Danir fær- um t. d. að hreyfa því að mynda fjórveldasambandið Frakkland, Eng- land, Bandaríkin, Danmörk ? Við skulum þó reyna að minna þá á þau réttu hlutföll, að þeir eru ekki nema i°/0 af Norðurlandabúum, og að sama skapi fer mikilvægi þeirra, þ. e.: þeir eru þvi sem næst = o. Þetta »samband«, sem stungið er upp á, er að öðru leyti, eins og við mátti búast, mjög etnhliða, og heiðar- legur skilnaður var miklu sæmilegri (þeim er unna Danmörku). ísland gefur látið, en fær meira en litið í aðra hönd, Og þar á meðal talsvert fé. Danmörk á að lána ókeypis sinn ágæta utanríkisráðherra, og jafnvel konung sinn. Völd fáum vér engin á íslandi, en við ábyrgð losnum vér varla, ef eitthvað gengur á tréfótum í utanríkismálunum, eða neyð sverf- ur að i landinu sjálfu. Þakklætis fyrir »veglyndi« vort í íslands garð megum vér ekki búast við, og það væri líka ósanngjarnt, því vér höf- um sýnt með Vesturheimseyjasöl- unni, hve mikið vér eigum af þeim eiginleika. Nei, ásíæða vor til að stiga þetta spor hefir verið hræðslan við kvabbið, en við það losnum vér varla með þessu »sambandi«. íslend- ingar þeir, sem hingað til hafa lifað fyrir og lifað af baráttunni mót »ger- ræði Dana« geta varla svona alt i einu lagt þetta starf niður og byrjað á öðru. Nei, fullur skilnaður, og ekki ein- ungis að borði og sæng, er það eina sem við á, þar sem um þá aðila er að ræða, sem ekki bera hlýrri hug eða meira virðiogarþel hver til ann- ars en þetta. Það er oss Dönum öllum, er fána vorn elskum, sorgarefni að sjá Dannebrog dreginn niður. En sumir Danir lita öðruvísi á. Einn af stærri spámönnum gerbótaflokksins hefir, ef eg man rétt, kallað danska fán- ann »skitugan lepp«, og það getur því vel verið ánægjuefni trúbræðrum þessa manns, að losa sem flesta und- an sliku merki, og sem stendur eru það visast þeir, sem völdin hafa. Vér hinir verðum svo að smjatta á endurminningunni um forna frægð. »íslendinga, Vinda og Gauta«, er ekki alveg fráleitt, en vér skulum ekki gera oss að athlægi með því að samþykkja »konungur íslands«, — það væri lika synd gagnvart hugarrósemi íslendinga«. Þessi Aage Westerholt er verk- fræðingur, og hefir dvalið árum saman í Austurindíum (Síam). Siðan hafa menn i Danmörku borið kvið- boga nokkurn um sálarástand hans, sem hefir stundum lýst sér í stór- furðulegum tiltektum. Það var hann, sem fyrsta ófriðar- árið reit æsingaþvaður nokkurt og eggjaði til ófriðar gegn Þýzkalandi 1,! 1 í Vesturheimseyjadeilunni vakti hann athygli á s£r með stöðugu, taum- lausu ofstæki. Hann hefir stofnað »Korps Westen- holz< (sjálfboðalið til skotæfinga). — Hann er bandóður hernaðarsinni, og sem betur fer, komast fáir til jafns við hann í trúnni á almætti Dan- merkur. Það er mjög merkilegt, að það er blaðið »Köbenhavn«, sem veitir ofanskráðum »hugleiðingum« rúm með takmarkalausri gestrisni. Æ, Westenholtz I Betur að þér hefðuð verið kyr í Síam. Þá kynn- um vér að hafa haft ánægju af yður! W. 0 .......—Í3S= ■ Skipakaup lilntleysingja i Englandí eítir ófíiðinn. »Board of Trade« á Englandi hefir látið nefnd rannsaka skipagöngu- og skipasmíða-skilyrðin eftir ófriðinn, og eitt af því sem nefndin hefir varið mestum tíma og starfi til að kynna sér og gera tillögur um, eru skipasmíðar fyrir hlutleysingja á skipasmiðastöðvum Englendinga eftir ófriðinn. Leitaði nefndin álits út- gerðarmanna og skipasmíðastöðvanua. Vildu brezkir útgerðarmenn yfirleitt láta takmarka mjög skipasmíðar fyrir hlutleysingja, þar til er þörfum brezka verzlunarflotans væri fullnægt. En eigendur skipasmíðastöðvanna voru yfirleitt mótfallnir slíkri takmörkun. Nefndin hallast yfirleitt að skoð- un skipasmiðanna. Segir hún að þegar herskipasmíðar falli niður að öllu eða mestu leyti eftir ófriðinn, geti stöðvarnar framleitt tiltölulega meira af kaupskipum en fyrir ófrið- inn. Telur hún, að fyrirbyggja megi þá hættu, er af þessu geti staf- að fyrir aukningu enska flotans. Niðurstaða nefndarinnar er sú, að ekki skuli leggja neinar hindranir í veg fyrir bandaþjóðir Breta né hlut- lausu þjóðirnar. Allar slikar tak- markanir verði einungis til skaða stórri iðnaðargrein, skipasmíðunum, en komi ekki brezkum skipaútgerð- armönnum að neinu haldi. Aftur er það talið með öllu frá- leitt, að England smíði skip fyrir þau lönd, sem það á nú í ófriði við. Til þess að koma í veg fyrir það að Þýzkaland geti haft nokkurn hag af skipasmiðum i Englandi, verður England og bandameun þess að gæta þess, að Þýzkaland fái ekki skip frá þeim hlutlausum löndum, sem fá skip í Englandi. í þessum löndum verður því að gilda útflutningsbann skipa, meðan Bretar eru að fylla upp í skörðin i verzlunarflota sínum. Leiiin smeikur. Frá því er skýrt i Svissnesku blaði að Kreml í Moskva, þar sem Savjet-stiórnin hefir sæti, sé með öllu lokuð fyrir íbúum borgarinnar. Það er ekki unt að fá áheyrn hjá Lenin eða Ttrotsky. Og i Moskva er það almæli. að Lenin sé orðinn svo hræddur um lif sitt, að hann hafi 12 íbúðir, þar sem hann sefur til skfftis, sína nóttina í hverri, til þess að villa samsærismönnum þeim sýn, sem hann óttast. Og ætíð eru mótorvagnar og bifreiðar hafðar til taks, til þess að flytja hann burtu ef á þá þirf að halda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.