Morgunblaðið - 04.09.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leign. $t. Elnarsson. Gr. Sigurðsson. Simi 127. Sími 581. Reynir Gisfason tekur að sér kenslu i Musikteori, Pianospili o. fl. Upplýsingar hjá frú Gíslason Hverfisgötu 18. Inngangur um Austurdyrnar. Heima frá kl. 2—4 e. m. frumvarpið og varð fullveldisneíndin frá síðasta f>ingi fyrir kosningu, en í henni sitja þeir Karl Einarsson, Magnús Torfason, Jóh. Jóhannesson, Eggert Pálsson og Guðm. Olafsson. Að loknum umræðum í neðri deild var kosin nefnd í málið þar, og var það líka fullveldisnefndin, en í stað Þórarins Jónssonar var kjör- inn Einar Arnórsson. Förin til Jan Mayen. Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglu- firði hefir átt tai við hr. Gunnar Snorrason kaupmann frá Akureyri nm för vélbátsins »Snorra« til Jan Mayen. En eins og kunnugt er, var Gunnar fyrir þeirri för. Hon- um sagðist svo frá: — Við fórum frá Siglufirði að morgni hins 24. júlí og komum til Jan Mayen að kvöldi hins 29. sama mánaðar. Tókum við land hjá Norð- vesturhöfða og hittum þar fyrir norskt skip »Ludolf Eide« frá Hauga- sundi. Skipstjóri þessi var Lars Sakse, sem“mörgum er kunnur hér norðanlands og voru fjórir íslend- ingar á skipinu hjá honum. Þekti eg aðeins tvo þeirra, bræðurna Cuðmund og Svein Loítssyni frá Akureyri. Skipið var þarna á há- karlaveiðum, að en skipverjar létu lítt yfir veiðinni og höfðu aðeins feng- ið litla hákarla. Við héldum nú áfram förinni til Enskuvíkur og lögðumst þar. Er þar hlé fyrir tveim áttum. Eyjan er þar mjóst, en hálend. Eru þar tvö vötn og skilur þau rif fiá sjón- um. Heita þau nyðra og syðra Laguna. Reyndum við ádrátt inyrða vatninu — drógum skipsbátinn yfir malarkambinn, sem er 2—300 metra breiður, og hugðum að fá silung í vatninu. En sú von brást, því að við urðum ekki varir. Yfirborð vatrsins er svo sem meter yfir sjávarflöt, en þrátt fyrir það er vatn- ið nlveg ósalt. Þar sem vatnið er dýpst er það 36 metra og aðdýpi mikið. Hjá vatninu er kofi og fyr- ir framan dyrnar á honum voru ný- höggnar spýtur og mátti af því sjá að þar höfðn menn verið nýlega. Þarna í víkinni er fuglabjarg og var þar fult af mávum og svartfugli. Æðarfugl var hvergi að sjá og hvergi þar sem við fórum um sázt nokkur minsti vottur þess að æðar- fugl verpti i eynni. Einn rcf sáum við, en ekki aonað dýra. Lítill snjór var á eynni og í fjar- sýn minni heldur en á íslandi. Þar er Bjarnarfell. Er það jökull hár, ca.2500 metraog ganga úr honum skriðjöklar á 9 stöðum alla leið nið- ur að sjó. Við dvöldum i viku hjá eynni og allan þann tima mátti kallast gott veður og ofsahiti einn daginn. A eynni er afskaplega mikið af rekaviði og er það eingöngu greni, fura og pitspine, en eigi aðrar trjá- viðartegundir. Er það nokkuð mis- munandi hvernig viðinn hefir rekið að landi. Er sumstaðar nær ein- göngu pitspine, en annarstaðar fura og greni. En ákaflega er viður þessi fúinn og kvað svo ramt að því, að stór tré, sem sýndust mjög heilleg, voru svo fúin innan, að ef við stigum á þau þá brotnaði tréð, eins og það hefði verið eggskurn. í Enskuvík eru 6 kofarústir. Elzt- ar þeirra eru rústir qf Hollendinga- kofa frá 1611, en þar stendur nú ekki steinn yfir steini. Skamt þar fyrir norðan er stöð sem Austur- ríkismenn reistu fyrir mörgum ár- um og eru húsin þar mjög vel gerð og lítið skemd. Eru þau fjög- ur saman og höfðu norskir vetur- setumenn hafzt þar við í vetur. Þar fundum við nokkrar matarleifar kornvöru, smjörllki, skyrbjúgs-likör og ediksýru. Þar fundum við einn- ig dagbók, sem vetursetumenn höfðu haldið, en húu náði eigi lengra en til 1. nóv. og virtist svo sem hætt hefði verið við hana í miðju kafi. Þar stóð að einn vetursetumanna hefði skotið 180 blárefi, 20 hvíta refi og einn rostung á tímabilinu frá 20. september í fyrra og til októ- berloka. Má af því sjá, að góð er veiðin þegar ísinn kemur. Frá Enskuvík fórum við til Maríu- vikur. Var þar og mikill viður, en fúnari heldur en í Enskuvík. Þar fundum við kofa vetursetumanna frá 1909 og rétt hjá þeim kofa var leiði eins þeirra félaga, sem látist hafði um veturinn. Var kross á leiðinu og áletrað nafn mannsins og dánardægur. í Enskuvik fundum við og leiði tveggja Áusturríkismanna og eins Norðmanns. Þar var og fánastöng og hékk á henni ræfill af sænskum fána. 1 fjóra daga vorum við önnum kafnir við það að fylla lest bátsins af tiinbri. Voru það alt 4—6 álna drumbar, sem við tókum og alt pitspine. I þrjá daga vorom við að því að taka timbur áþilfarið. Stærsta tréð, sem við fur.dum á eynni, var 20 álna langt og rúm alin í þvermál En það var svo fúið, að við gátum eigi hirt nema 12 álnir af því. — Hvað komuð þið með mikið af trjáviði alls? — Það get eg eigi glögglega sagt því að viðuriun hefir enn eigi verið rnældur. En báturinn ber 35 reg. smálestir og var alveg hlaðinn, svo að þar af má nokkuð sjá hve mik- ill er farmurinn. — Hvernig hefir förin borgað sig? — Hún hefir borgað sig vel vegna þess að báturinn var óvátrygð- ur. En hefðum við átt að greiða 8% vátryggingargjald af honum eins og heimtað var, þá býzt eg við að kostnaður og hagnaður hefði orðið svipaður, eða alveg staðið í járnum. Það mundi borga sig velaðsenda menn til eyjarinnar og láta þá saga þar niður við og draga saman og sækja svo farm þangað. Er það of dýrt að hafa skip þar til þess að btða eftir því að viðurinn sé dreg- inn saman því að það er seinlegt verk og afar erfitt vegna þess hve við- urinn er langt frá sjó — rúmlega 75 faðma — og eins vegna hins hvað hann er fúinn. Þykist eg þess fullviss, að góðan hagnað mætti hafa af þvi, að hafa þar vetursetumenn til þess að draga saman við og saga hann niður með vélum. Má þá velja viðinn vel og þaif eigi að hirða annað en það sem bezt er og ófúið. A hitt ber og að líta, að hafnleysur eru á eynni og eigi vist að altaf tækist jafn greiðlega og nú með að ná í farm. Sagaður viður rúmast einnig betur í skipi og er betri verzlunarvara heldur en reka- viður óunninn. Bruninn á Isafirði. ísafirði í gær. Seint í gærdag hafði til fulls tek- ist að slökkva eldinn á Isafirði. Hafði þá, auk hins stóra húss þeirra Eliasar & Edvalds brunnið nokkrir skúrar þar rétt hjá, og húsið nr. 24 a við Aðalstræti, sem einnig er eign þeirra félaga. Það lafði þó uppi, en er alt brunnið innan. Onn- ur hús tókst að verja með frábær- um dugnaði. Miklu af vörubirgðum þeirra Elí- asar & Edvalds varð bjargað, og sömuleiðis flestum búsmunum Jóns Edvalds, en eins og flestir munu Leyndardómur látnu konunnar Fagur sjónleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin fræga og fagra leikkona Marion Leonard. Efni myndarinnar er hugnæmt og hýitur að hrífa áhorfendurna. Píanóleikari. Pilt eða stúlku, sem spilar vel á Píanó, vantar til að spila 2 tíma á kvöldi á nýja hljóðfærið á Café Fjallkonan. Ungur maður með verzlunarskólaprófi óskar eftir atvinnu við bókhald eða verzlunar- störf. Afgr. vísar á. vita, verða jafnan meiri og minni skemdir á öllu þvf, sem bjargað er úr brennandi húsum, og sumir mun- ir, sem »bjargast«, eru oftast svo illa útleiknir að eigi eru til neins nýtir. Hjá cand. theol. Guðm. Jónssyni, sem átti heima uppi á lofti í stóra húsinu, brunnu allir innanstokks- munir og alt bókasafn hans, sem var bæði mikið og gótt. Þar brunnu og reikningar bæjarins, skjöl og bæk- ur. Var Guðmundur bæjargjaldkeri- Er bænum þetta mikill missir. Tveir menn brendust nokkuð, Helgi Eiriksson bakari og Maris M» Gílsfjörð kaupm. Jóhannes Jensson skósmiður fótbrotnaði á hægra fætí rétt fyrir ofan ökla. Nokkrir fleiri hlutu smámeiðsl. Nokkrar skemdir munu hafa orðið á munum, sem bornir voru út úr næstu húsum, þá er hættan var mest á því að eldurinn mundi breiðast út- Gjaflr tn Samverjans. S. G. kr. 4 00. — Ónefndur kr. 135.00. — Morgunblaðið tekið við kr. 15.00. — Vísir tekið við kr, 20.00. — G. V. kr. 20.00. Beztu þakkirl Reykjavík, 31. ágúst 1918. Júl. Armson (gjaldkeri). Hafnarstræti 18 Siml 137. Kaupirðu góðan hiut þá mundu hvar þú tekst hann. Smumíngsolía: Cylinder- & Lager- og 0xuifeitl erœ áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Sigurjónl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.