Morgunblaðið - 21.10.1918, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
mmmma Gamla Bió mmmmm
í kvöid kl. 9:
FATTY
í vandræðum
AfaTskemtilegur gamauleikur.
Þjónninn
á Cafó Astoria.
Gamanleikur, lika betri en nokkrir
aðrir sem hér hafa sést áður.
Sýníngar á sunnudag kl. 6, 7,
8 og 9.
Þó eigi viti menn með vissu enn
hve margir kjósendur hafi greitt at-
kvæði um sambandslögin i fyrradag,
þá þykjast menn þess fullvissir, að
kjörfundur hafi verið illa sóttur.
Það er gizkað á, að tæpur helmingur
allra kosningarbærra manna hafi greítt
atkvæði — og verður ekki annað
sagt en að það sé höfuðstaðnum og
Islandi öllu til háborinnar skammir.
Vér áttum um daginn langt viðtal
við greindan og reyndan borgara
þessa bæjar, m. a. um hina væntan-
legu atkvæðagreiðslu um sambands-
málið. Hann kvaðst mundi greiða
lögunum atkvæði, en þó ekki uema
með hálfum hug. Hkki af þvi, að
hann væri óánægður með simning-
inn, heldur vegna hins, að hann
óttaðist að Islendingar væru ekki
nægilega þroskaðir til þess að vera
þegnar fullvalda rikis«. Hann benti
á stjórnmálabaráttuna undanfarin ár,
hina gegndarlau'u eiginhagsmuna-
pólitik margra stjórnmálamannavorra,
það væri spilling i þjóðfélaginu is-
lenzka, sem komin væri »ofan frá«
Og sem tæki mörg ár að uppræta.
»Hvern fjacdann gagnar það, að
umbtiðirnar séu góðar ef innihaldið
er morkiðc, sagði maðurinn. Hvað
á óþrcskuð þjóð að gera við full-
veldif
Spurningin er mi sá: Hefir ekki
tómlætið við atkvæðagreiðsluna i
fyrradag sýnt það, að maður þessi
hefir að einhverju rétt fyrir sérf
Menn athugi hvað hér er að gerast.
Þjóðin er kvödd til atkvæðagreiðslu
um það, hvort ísland skuli eignast
sinn eigin siglingafána, hvort land-
ið skuli viðurkent fullvalda riki í
konungssambandi einu við Dan-
mörku, hvort landið okkar skuli lýst
fyrir öllum þjóðum heimsins sem
ævarandi hlutlaust land, án hers og
flota 0. s. frv. Þetta er það, sem
alþjóð var boðið að greiða atkvæði
um. En hvað skeður. í sjálfum
höfuðstaðnum, þar sem báast má
við, að leiðtogarnir séu beztir og
þroskinn mestur, þar mætir að eins
helmingur kjósenda. Munu ekki
margir hugsa likt og maðurinn —
að þjóðin eigi tæplega skilið að
verða fullvalda þjóð.
Til söíh er YÉLBÁTDR
í ágœtu star dí
með 8 hesta Alphavél (2 cyl.) bygður 1916 ár eik og furu, ný-endur-
bættur. Veiðarfæri fylgja ef óskað er. Upplýsingar gefur
Yald. Erlendss. Stefán Guðmundss.
Amtii annsstig 4. 5—7 daglega. Hólum, Dýrafirði.
Váírtfggið eigur gðar.
Tí)e Briiist) Dominiotts General Insurance Company,
LdL,
tekur s é r 3 t a k i e g a að sér vátrygging á
innbuam, vöruin og öðru lausafé — Iðgjöld hvergi lægrl.
Sími 681. Aðalumboðsmaður
Garðai Gíslason.
Menn mega ekki ætla það, að
þroski í þessum skilojngi komi af
sjálfu sér, þótt landið verði »fullvalda
ríki«. Umbáðirnar eru góðar, en
það er bezt að tala sem minst um
»innihald« — þroska þjóðarinnar —
eftir atkvæðagreiðsluna í fy.radag.
»Vandi fylgir vegsemd hverri«, segir
gamalt máltæki.
Það vai tiltölulega vandalítið fyrir
íslenzku nefndina, að fá því fram-
gengt við Dani, sem náðst hefir með
samningnum. Mesti vandiun er
sennilega eftir. En hann er sá, að
íslendingar hegði sjer sem frjáls sjálf-
stæð þjóð, hdn sýni það í framkvæmd-
inni, að hán kunni að meta sjáif-
stæði sitt.
En til þess það verði, þarf margt
að breytast í þessu landi.
Spanska veikin.
Farþegar, sem hingað komu með
»Botniu« i fyrradag segja frá þvf,
að spanska veikin hafi mjög verið
að magnast i Kaupmannahöfn dag-
ana áður en »Botnia« fór þaðan.
Legst veikin ná þyngra á menn en
áður og fjöldi manna hefir dáið ár
henni eða afleiðingum hennar.
Frá Svíþjóð kemur sá fregn, að
þar hefðu 35 þás. hermanna tekið
veikina. Var hán þá óðum að breið-
ast át þar, og kvað svo ramt að
því, að beiðni var send til Dana
um læknishjálp og hjákrunarkonur
handa hermönnunum.
í loftskeyti frá Beriín í gær, er sagt
frá þvi, að veikin geisi mjög i Frakk-
landi. A einni viku höfðu 700 manns
látist ár henni, skólum, leikhásum
og samkunduhásum hefir verið lok-
að og aðrar ráðstafanir gerðar til
þess að stemma stigu fyrir átbreiðslu
sóttarinnar. #
rv»mx.L .11 1 ■■nz-'cz: ■
Bannmenn
færast i aukana.
í norsku blaði lesum vér frásögn
um það, að bannmenn hér á íslandi
séu að makka við samskonar menn
og Goodtemplarafélög i Daumörku,
Noregi, Svíþjóð og Englandi og biðja
þá að fá þvi framgengt við stjórnir
og þing þessara landa, að lagt verði
í hverju landi bann við því, að flytja
þaðan áfengi til íslands.
Blaðinu, sem segir frá þessu, finst
það'ekki nema sjálfsagt, að stjórnir
Norðurlanda verði við þessari bón
og jafnvel stjórn Englands líka.
Mikils þykir ná við þurfa, þegar
það á ekki að nægja, að bannað sé
með íslenzkum lögum, að flytja
áfengi til landsins, heldur eiga ná
einnig Goodtemplarafélög í öðrum
löndum að bera umhyggju fyrir þess-
um veslings ræflum, sem byggja hið
fullvalda konungsríki ísland, og sjá
um það með erlendri löggjöf, að
þeir fari,sér ekki að voða með þvi
sem þeir láta ofan í sig!
Oskufall
á Seyðisfirði.
Seyðisfirði, 19. okt.
Aska ár Kötlugosinu hefir fallið
hér á Seyðisfirði og um nálægar
sveitir.
Er góðviðri hér þessa dagana og
góður fiskafli.
mlklð lirval nýkomið
k Laugaveg ÍO
i klæðaverzlun
Guðm. Sigurðssonar.
Pianoti| ssih.
(Tii sýnis i hásgagnaverziun Kristins
Sveinssonar, Banksstræti 7.)
Cacao
og
Te
er bezt að kaupa í verzlun
O. AmuBdasonar,
Sími 149. — Laugavegi 22 a.
cXaupié cMorgunBl.
Stúlka
oskast ná þegar á gott heimili yfir
vetarinn. Hátt kaup. R. v. á.
Kjólföt, ný, mjög vönduð, pissleg
á vel meðalmann, eru af sérstökum
ástæðum til sölu ná þegar. Afsláttur
gefinn frá upphaflega verði. Upp-
]ýsingar, Laugaregi fi B, uppi.
*%apaó ^
Tapast heíir svartur skinnbái i
Templarasundi. A. v. á.
Unglingsstelpa óskast til þess að
gæta barns eftir kl. 1 á daginn.
A. v. á
Sfld rekin á land.
Sandi, 19. okt.
Hér er enn afspyrnusunnanrok.
Þykir það með tíðindum að telja að
svo mikil síld hefir hlaupið hér á
land að nægja muni til beitu, fóður-
bætis og manneldis.
Vélskipin »Minerva«, »Leo«, og
»Esther« liggja hér tept vegna veð-
urs.