Morgunblaðið - 21.11.1918, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.11.1918, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Miklar birgðir af nyjum vðrum. Alt er að málningu lýtur, svo sem: Blýhvíta — Zinkhvíta — Flestir olíuhrærðir litir og litarduft. Allskonar lökk. Bíla- og vagnalakk, fleiri teg. Karbolinum — Tunnumálning — Asvalt T erpentina ódýrust i bænum. Trélím. Sandpappír. Kinrok. Penslar, stórir og smáir. Linoleum — Gólídúkur — Bonevax. Skósverta, Otnsverta, Fægilögur, Þvotta- og eldhúsgagna íægí- duít. Vatnssalernis-hreinsunarduít. Stærsta úrval af VEGGFQÐRI á landinu. SPILABORÐ hentug til tækifærisgjata. Daniel Halldórsson, Koiasnndi 1. * Kvemiaskólinn opnar. í dag verður kvennaskólinn opn- aður aftur, en honum var lokað þegar nær allar stúlkurnar voru lagstar í inflúenzu — og kennar- arnir líka. Var þetta augiýst í Morgunblaðinu 1 gær, stúlkundm til eftirbreytni. En i sama blaði voru margar auglýsingar frá Hjúkrunarnefndinni, þar sem bróðir forstöðukonu kvenna- skólans er forstöðumaður. Þessar auglýsingar finst oss ekki geta samrýmsl. Vér göngum að því visu að kvennaskóla-stúlkurnar séu nú orðnar svo hressar, að þær geti sótt kenslustundir. Annars mundi skólinn ekki byrja. En eru þær þá ekki svo hressar, að þær geti farið út í bæ og hjúkrað? L. H. B. vantar »kvenfólk til hjúkrunar um bæinn«, hann vantar »konur og stúlhur til þess að ræsta og þvo hjá sjúklingum«, og hann auglýsir enn fremur eftir »2 konum til þess að þvo þvotts. Er nokkur meining í því, að láta hraustar og duglegar stúlkur hýrast í kenslustundum í t. d. útsaumi eða landafræði (sem öll breytist í næsta mánuði), þegar menn vita að sjúkl- ingar liggja i hundraðatali i bænum og vantar hjúkran? Hver stýrir þessu? Væri ekki nær að senda alt lið kvennaskólans út í bæ í nokkra daga, láta stúlkurnar þvo gólfin og þvottinn á sjúkum heimilum, og hlynna að veikum og ef til vili foreldraiausum börnum? Atvopnun þýzka flotans. Eitt skilyrðanna, sem bandamenn settu fyrir vopnahljénu, er að Þjóð- verjar afvopni nokkurn hluta þýzka flotans, og enn fremur að þeir láti af hendi alla kafbátana. Um fram- kvæmdir á þessu hefir ekkert verið getið i skeytunum, en það má ganga að því vísu, að það hafi verið erindi von Meurers flotaforingja á fund Beatty’s yfirflotaforingja, að gera ráðstafanir til þess að koma því í framkvæmd. I loftskeyti 18. þ. m. frá London segir, að von Meurer hafi verið flnttur af herskipinu Kö- nigsberg á brezka tundurspillinum Oak yfir á skip Beatty s. Beatty beið komu sendimannanna í klefa sínum um borð, og - voru þegar hafnir samningar. Stóðu þeir til morguns, en ókunnugt er um ár- angur fundarins. Mönnum mun í fyrstu þykja það nokkuð hart aðgöngu fyrir Þjóð- verja, að verða að láta af hendi alla kafbátana. En við nánari arhugun er það vel skiljanlegt, að einmitt þetta mundi verða eitt skilyrðanna, að kafbátarnir yrðu allir ,látnir af hendi. Enginn hernaðaraðferð, sem sagan hefir frá að segja, hefir verið eins grimmileg, ómannúðleg og sví- virðileg, og sú, að senda kafbáta út á höfin til þess að granda vopnlaus- um skipum og drekkja þúsundum manna. Allur hinn siðaði heimur hefir fylst fyrirlitningu fyrir hernað- araðferð þessari, menn hafa ekki getað séð að hún gagnaði Þjóðverj- um neitt í hernaðinum, þó að hún hins vegar ynni bandamönnum dá- lítið eignatjón. Þjóðverjar ætluðu sér að svelta Breta inni, en það kom brátt í Ijós, að það var óhugs- andi að það mundi takast. En mörg mannslíf hafa bandamenn mist vegna kafbátanna — og þess vegna er skiljanlegt að Bretar setji það sem skilyrði, að allir kafbátarnir séu af- hentir. Nú fer að verða öruggara að sigla um höfin. »Sjóræningjarnir«, sem kafbátsmenn hafa verið nefndir, eru horfnir af höfunum, og þungu fargi létt af sjómönnum bandamanna og hlutleysingja. Ástvinir þeírra i landi anda rólegar, og andvökunæt- urnar verða færri. Það er eittskifti fyrir öll búið að taka fyrir kafbáta- hernaðinn. Frá Stykkishölmi. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um er inflúenzan komin til Stykkis- hólms. En Hólmverjar höfðu að sögn gert tilraun til þess að verja kauptúnið fyrir sóttinni Ur Borgarnesi. Þaðan er símað, að inflúenzan sé í hverju húsh En hún sé væg, og enginn maður hafi látist úr henni. Læknirinn þar liggur veikur. Héðan var sendur læknanemi til Borgar- ness í gær. Siðan í gær hafa blaðinu borist þessar dánarfregnir: Þóra M. Hall^rímsdóttir, Laugaveg 27. Guöleijur Jónsson, sjómaður, Hákoti. GuÓmundur Pétursson, Bráðræðisholti. Jónas Þorsteinsson, verksjóri, sem var við Tjörnes- námuna. Friðrik S. Weldinq, barn, Kárastíg n. Herdis Gunnarsdóttir, húsfrú, kona Péturs Bjarnasonar skipstjóra. Guðmundur Benediktsson, bankaritari. Andaðist hann á Klepps- spítala. Jónina Amundadóttir, kona Geirs skipstjóra Sigurðssonar. Jónína S. Jónsdóttir, kona, Brunnhúsum. Hólmfriður Eyjólfsdóttir, kona Gísla Tómassonar, Vesturg. 34. Raqnheiður F. Sveinbjarnardóttir, Oddssonar prentara. Barn, Mjóstr. lnqiqerður Siqurðardóttir, kona Ágústs Guðmundssonar mótor- ista. ■ IIAQBOK | Islands Falk mun eiga að halda héðan næstkomandi sunnudag áleiðis til Kaupmannahafnar. Greftranirnar. í gærmorgun var byrjað að greftra líkin. Lögreglan hefir séð prestunum fyrir bifreiðum til þess að þeir geti komist fljótt milli húsa og haldið húskveðjur þar sem þess er óskað. í gær var jarðað um 20 manns frá líkhúsinu í kirkjugarðinum. Heilsufarið. Svo mikið er það að batna, að Hjúkrunarnefndin sér enga ástæðu til þess að hafa nætur og daglæknir í Brunastöðinni lengur. Auðvitað eru mjóg margir veikir enn og margir allþungt haldnir, en það eru fá ný tilfelli sem koma fyrir. Gullfoss hefir fengið afspyrnurok á austan á leið sinni til Vestmanna- eyja og átti eftir hálfa leið þangað frá Reykjanesi, fyrri partinn í fyrradag. Læknirinn í Vestmannaeyjnm lagðist á sunnudaginn. Læknirinn sem sendur var með Gullfossi hefir því komið í góðar þarfir. í dánarskýrsiunm í gær hefir mis- prentast Jóu Guðmundsson, Hverfis- götu 58 A en á að vera G u ð m u nd- ur Jónsson. Laugakeyrslan var tekin upp aft- ur í fyrradag en hafði þá legið niðri um hríð vegna veikindanna. Botnia fór frá Færeyjum í gær og. kemur hingað sennilega í dag. Barnadeildin í Barnaskólanum hef- ir nú bætt við sig 10 rúmum, tii þess að geta tekið fleiri munaðar- laus börn. Nóg er til, — sem miður fer. Sjúkradeildiu hefir bætt við sig einni stofu með 6 rúmum. Fallega gert. Stefán hinn odd- hagi Eiríksson og frú hans Sigrún sendu oss í gær 45 krónur, sem þau biðja oss að afhenda »móðurlausu börnunum hans Jóns Helgasonar prentara frá 9 börnum okkar hjóna*, það var fallega gert. Kærar þakkir. Leiðrétting: Karl Óskar sem get- ið var í dánarlistanum í gær, er 6 I a f s s 0 n en ekki Einarsson. Norsknr útsendnr konsúll í stað Th. Klingenbergs, sem fer héðan al- farinn með Botniu áleiðis til Havre, hefir AallHansen stórkaupmaður verið settur til þess aðgegua konsúls- embættinu. Botnvörpungnrinn Snorri goði, komst ekki út i fyrrinótt, eins og til stóð. Mun veðrið hafa valdið því. Frá Akureyri j\kureyri í fyrrakvöld. Lagarfoss kom hingað í gær- kvöldi með 2 menn úr Reykjavík og einn frá ísafirði. Skipið er sótt- kvíað. Einn háseti er sjúkur. Bæjarstjórnin samþykti á fundi í dag að koma á strangara eftirliti og fjölga nætur- og dagvörðum. Óska menn heizt að skipið fari á bnrt þegar í stað og þá óafgreitr. Áhugi manna er almennur og mikili á því að verja norður- og austurland fyrir inflúenznnni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.