Morgunblaðið - 04.12.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Að austan. Tveir menn eru enn látnir úr inflúenzu fyrir austan, þeir Á- mundi Guðmundsson á Sartdlæk og Guðjón í Laxárdal. Annars er in- ilúenzan í rénun þar sem hún fyrst kom. Islenzki fáninn. í símskeyti frá fbiza til Svein- bjarnar Bgilssonar ritstjóra, dags. 1. «les., er sagt frá því, að íslenzki fáninn hafi verið dreginn upp á skipinu „Rigmor", sem þar liggur. Undir skeytinu stendur Sigurðs- soti, sem, vera mun skipstjórinn. Maðui druknar Nýlega fanst maður örendur í flæðarmáli fyrir neðan bæinn Baugstaði fyrir austan Stokkseyri. Ætla menn að hann hafi verið að leita að rekaviði eða gæta að kind- um, sem beitt er í fjöruna. Maður- mn hét Siggeir Guðmundsson frá Baugsstöðum. Kveldskemtunin í Iðnó fór hið bezta fram og skemtu áhorfendur sér hið bezta. Ágóðinn hefir víst sjaldan eða aldrei orðið meiri af nokkurri skemtun, sem haldin hef- ir verið í bænum, nærri því 600 kr. Hr. Hákansson færði Mbl. 600 kr. í gær og bað oss að geta þess að skemtunin yrði endurtekin á sunnudaginn kemur. Lögreglustjóri hefir gefið Há- kansson leyfi til þess á sunnudag- inn kemur — enn til ágóða fyrir bágstatt fólk. Líklega verður þá einnig húsfyllir í Iðnó, Gnllfoss fór fram hjá Cape Race á föstudaginn. Getur líklega komið hingað aftur fyrir jól. Til bágstaddra hefir Jón Lax- dal gefið 500 krónur. Próf. Ágúst Bjarnason heldur á- fram fyrirlestrum fyrir almenning um upptök og þróun sálarlífsins í kvöld kl. 7. Leiðrétting. Undir þakkarorð í Mbl. um daginn hafði nafnið óvart misprentast. Þar stóð Kristinn Bin- arsson en átti að vera Guðmunds- son. Öllum þeim, aem sýndu okkur kærleika hluttekniugu við fráfalJ og jarðarför fósturbróður okkar, Valditnars Erlendssonar, frá Hólum, þökk- um við af alhug. Lilja Ólafsdóttir. Guðm Ólafsson. Það tilkynnist hérmeð að Jón sónur okkar andaðist á Vifilstöðum í dag. Ha*n verður fluttur til Keflavikur. Keflavik 29. nóv. 19x8. Margrét Jónsdóttir. Þorsteinn Þorsteinsson. Bjarni Jónsson prestur er fluttur i Lœkjargötu 12 B uppi Sími 204. Viðtalstími kl. 4—5. Vestur-íslendingar. Blöðin Lög- berg og Heimskringla í Winnipeg hafa sent stjórnarráðinu símskeyti þar sem spurst er fyrir um inflú- enzuna og hvort Vestur-íslending- ar geti veitt nokkra hjálp vegna veikinnar og Kötlugossins. Þeim var svarað, að engin hjálp væri nauðsynleg og inflúenzan búin. Um leið og sambandslögin voru staðfest af konungi, gaf hann út úrskurð, sem nemur úr gildi úr- skurð útgefinn 1915 um að íslenzk mál skuli berast upp fyrir konungi í ríkisráðinu. Enn fremur gaf hann út úrskurð um breytingu á lögum um skrásetning skipa og um rétt íslands banka til seðlaútgáfu. — Úrskurð um flaggið gaf hann loks út sama daginn og þar með rétt allra opinberra stofnana til þess að nota klofna flaggið. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar sálugu, Signýar Guðmundsdóttur. Þorkell Guðmundsson, Laugavegi 76. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar kæra föðurs, Eggerts Snæ- björnssonar. Börn hins látna. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við jarðarför Maríu Láru Ólafsdóttur, Finnboga- húsi. Foreldrar hinna látnu. FYRIRSPURN til lögreglustjóraskrifstofunnar í Reykjavík. 1. Eru ekki allir bifreiðastjórar skyldugir að brúka einkennishúfur við akstur? 2. Ef svo er, nær'það þá ekki til bifreiðarstjóranna í Hafnarfirði líka? 3. Eru þeir, sem keyra „privat“- bíla ekki skyldugir að hafa ein- kennishúfur við akstur? S. V. b. H. _________ Svar: Vér höfum sýnt lögreglustjóra- skrifstofunni ofanritaða fyrirspum og fengið þessar upplýsingar: 1. Allir bifreiðastjórar (þ. e. þeir sem hafa bifreiðaakstur að at- vinnu) í Reykjavík, eru skyldir til, að bera einkennishúfur þær, Jarðarför móður minnar, Guðrúnar Halldórsdóttur fer fram fimtudag 5. þ. m. og hefst með húskveðju kl. iT/a á heimili mluu, Njálsgötu 52. Halldór Högnason. sem fyrirskipaðar eru af lögreglu- stjóranum. 2. Bifreiðastjórar í Hafnarfriði eiga að haga sér samkvæmt þeim fyrirmælum, sem þar eru sett um einkennishúfur, ef nokkur eru. 3. Endanleg ákvæði um einkenni þeirra, sem aka bifreiðum án þess að hafa það fyrir atvinnu, eru enn ekki komin í framkvæmd. tXaupié ÆorgunBU IHI» Nýja BíÓ Æfilýsmg Lloyd Georges Fræðandi og skemtileg mynd, sem allir verða að sjá. Mynd þessi hefir hlotið ein- róma lof hvarvetna á Bretlandi eins og skýrt hefir verið frá áður hér i blöðunum. Nirflllion og kona hans. Sjónleikur í 2 þáttum, leikinn af ágætum leikendum og sérstaklega vel útbúnar sýn- ingar. i/. o. G. T. Einingin nr. 14 heldur fund í kvöld kl. 8*/*. fyrsta sinn eftir veikindin. Látinna félaga verður minst. Meðlimir, sem eru frískir orðnir, geri svo vel og fjölmenni. Ef Jóhanna Guðjónsdóttir frá Landiist í Vestmannaeyjum, er i Reykjavík eða grend, er hún beðin að koma tiP- viðtals á Skólavörðustíg 25. Magnús Þórarinsson. Nýtt kjöt fæst á Hverfisgötu 84 Guðjón Guðmundsson. fXapai Tapast hefir póstkorta pakki. Finn- andi vinsamlega beðinn að skila hon- um á Skólavörðustíg 17 A gegn 1 fundarlaunum. Slifsi hefir tapast á leiðinni frá Silkibúðinni að Bergsstaðastræti 3, Skilist i Tjarnargötu 32 gegn fund- launum. Jarðarför mannsins míns, bakara* meistara Jörgen Emil Jenssen, fer fram fimtudaginn 5. desember og, fer fram frá Dómkirkjunni kl. 2. 3. desember 19x8. Ragnheiður Jenssen- Jarðarför mannsins míns, Klem- ensar Klemenssonar, er ákveðin föstu- daginn 6. þ. m. og hefst með hús- kveðju kl. 2 e. h. frá heimili mínu, Njálsgötu 48. Margrét Guðbrandsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.