Morgunblaðið - 05.12.1918, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
1
t
Það tilkynnist hér með að faðir minn, Stefm Stefánsson, andaðist að
heimili síöu, Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, 27. nóv. 1918.
Fyrir hönd móður minnnr, barna og tengdabarna.
Runólfur Stefáosson,
Litlaholti, Reykjavík.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fiáfall
og jarðarför Jóhannesar Sveinssonar frá Hvylft.
Fyrir hönd móður og systkinr.
Biæður hins látna.
Jarðaiför okkar elskulega sonar, Gríms sáluga Þórðarsonar frá Hvíta-
nesi í Kjós, fer fram laugardagiun 7. des. kl. 2 síðdegis frá Dómkirkj-
unni.
Þorbjörg Jónsdóttir. Þórður Guðmundsson.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðarför, húsfrú
Astu Þ. Th. Bjarnadóttur Blomsterberg, fer fram frá Dómkirkjunni,
föstudaginn 6. J>. m. kl. 10 f. hád.
Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hans Blomsterberg.
Jón Bjarnason.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðarför Sveins
Sveinssonar trésmíðameistara, sem andaðist 22. f. m. fer fram laugardag.
inn 7. þ. m.
Húskveðjan hefst kl. 11 árd. á heimili hans, Bankastræti 14.
Hanna og Jón Zoega.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og kærleiksríka hluttekningu
við fráfall og jarðarför minnar ástkæru konu, móður okkar, dóttur og
systur, Önnu Ktistínar Sigurðardóttur.
Jón Helgason og börnin.
Sigurður Þorvarðarson. Jón Sigurðsson.
Timbur
svo sem: gólfborð og óhefluð borð
af öllum tegundum og allskonar
plankar og tré, fæst hjá
Nic. Bjarnason.
Bureau Verifas.
Hér með tilkynnist að eg hefi vcrið skipaður »Snrvevor« fyrir
■H» Gamlg Bió *mmmm
Reiði.
Afarspennandi og efnisríkur
sjónleikur í 3 þáttum, snildar-
lega vel leikinn af hinum ágætu
amerisku leikurum hjá World
Films Corp., New York.
Þvi furðulegri er þessi yfirlýsing,
sem læknarnir i raun og veru eru
sár-óánægðir með sína venjulegu
inflúenzu-Iækning; þess heldur ættu
þeir að taka vel nýjum lækninga-
aðíerðum, og reyna þær, eða að
minsta kosti láta þann lækni óáreitt-
an, sem hefir hug og htigkvæmd til
nýrra tilrauna.
Þórður Sveinsson getur að vísu
ekki lagt fram fullgilda sönnun fyr-
ir ágæti sinnar aðferðar. En lækn-
arnir, sem yfirlýsinguna birta, hafa
heldur ekki gögn i hendi til að
sanna, að þeirra meðferð á sjúkling
um sé betri en lækning Þ. Sv.
Til þess mundi þurfa nákvæma
»journala« um alt ástand sjúkling-
anna, en þá hefir hvorugur málsað-
ilja í höndum. Hvor um sig verð-
ur þvi i þessu efni að styðjast við
sioa persónulegu reynslu og skoðun.
Óneitanlega virðist nær að ætla, að
Þ. Sv. hafi réttari hugmynd um
lækninga-aðferð sína, heldur en þeir
læknar, sem aldrei hafa reynt hana.
Án þess að eg hafi reynzlu i
þessu efni, get eg vel fallist á þá
hugsun, sem liggut til grundvallar
fyrir meðferð Þ. Sv., að gera tilraun
til að skola burtu með svita og
þvagi sjúklinganna eiturefnum (toxín-
um), sem gerlarnir mynda i líkam-
anum; er þetta geit með inngjöf á
heitu eða volgu, soðnu vatni. Om
langan aldur hafa læknar einmitt
notað þessa lækningu við blóðeitr
anir; en inflúenzan hagar sér nú í
mörgum tilfellum einmitt sem eins
konar eitrun; á það bendir gangur
sjúkdómsins, og þær tegundir gerla,
sem fundist hafa. Þ. Sv. hefir ótrú
á þvi, að sjúklingum verði gott af
mat, meðan hitinn er i þeim, og
þess vegna lætur hann þd lifa á vatn-
inu einu. Lífeðlisfræðingar hafa
sannað, að mjög litið er um mynd-
un meltingarsafa, ef fæðunnar
er ekki neytt með lyst; þar af
leiðandi eru meiri líkindi fyrir
rotnun fæðunnar. Ungbörn með
maga- og garnabólgu lifa stundum
eingöngu á vatni í vikutíma. Heppi-
legt hefði auðvitað verið, ef 1 regl-
um þeim, sem birtust í »Tímanum«,
hefði verið tiltekið með meiri ná-
kvæmni, hve marga daga sjúklingur
mætti fá vatnið eingöngu, og sömu-
leiðis að brýnt hefði verið fyrir
fólki að langvarandi hiti inflúenzu-
sjúklinga gæti stafað af öðrum sjúk-
dómum, t. d. berklaveiki. En fyrir-
mælin munu aðallega hafa verið
«tluð sjúklingum fyrstu daga veikinn-
ar, áður en næst til læknis.
Eg skal leiða hjá mér að leggja
Til selu
nokkur hundruð pund af T Ó L G
Uppl. hjá verzlun Helga Zoéga,
AÐALSTRÆTI 10.
Stúlka
óskast nú þegar til nýárs á
Óðinsgötu 8
nokkurn dóm á hvoit lækning Þ.
Sv. sé betri en sú lækning, sem
hinir læknarnir hafa notað; til þess
vantar mig þekking og reynslu, en
það skortir lika þá 10 lækna, sem
vara við Þórði Sveinssyni.
Læknarnir eru seinir á sér; því
vöruðu þeir ekki við Þ. Sv. þegar
í upphafi? í stað þess lögðu þeir
sjúklingana inn í Barnaskólann, undir
læknishönd hans. Þeir reyndu ekki
að telja honum hughvarf; þeir kröfð-
ust þess ekki, að hjúkrunarnefndin
skipaði annan lækni, en héldu áfram
að leggja svo marga sjúklinga sem
unt var að' veita viðtöku inn i
Barnaskólann, til þess að þeir gætu
notið »skaðlegrar« lækningar Þ. Sv.
Lækna greinir iðulega á um með-
ferð á sjúklingum. Einn vill nota
skurðlækning við sjúkdómi, sem
annar vill lækna með meðulum og
sérstöku matarræöi. Einn iæknir vill
nota geislalækning við sjúkling, sem
öðrum virðist réttara að skera upp.
Auðvitað eru læknar á ýmsu máli
um meðferð sjúklinga og vantar sizt
deilur um slikt i læknaritum og á
málfundum.
En hér er annað og meira á ferð-
inni. Læknarnir neita Þ. Sv. um
rétt til þess að nota lækningu, sem
hann telur heppilega og að engu
lejrti kemur i bág við læknislega
hugsun. Þeir vara opinberlega við
lækningum hans. Hvar á þetta að
lenda ? Halda læknarnir að alþýða
manna eigi auðvelt með að átta sig,
þegar staðhæfing stendur staðhæfing
móti. Timenningarnir eru áreiðan-
lega ósammála sfn á ’milli um ýmis-
legt, viðvikjandi meðferð sjúklinga.
Ætla þeir þá lika að vara hvor við
öðrum i blöðunum, þegar þeim ber
á milli?
Eg skil vel, að læknarnir vildu
gera það kunnugt, að allur sá mikli
fjöldi inflúenzu sjúklinga, sem þeir
hafa haft undir hendi hafi verið
læknaður með þeirri lækningu, sem
þeir telja bezta. Þeir hefðu getað
bætt þvi við, að þeir vildu ráðleggja
sjúklingum og læknum út um land
að fylgja þessari sömu aðferð, en
lækningu Þ. Sv. vildu þeir ekki
mæla með, vegna þess að þeir hefðu
ekki reynt hana. Lengra gátu þeir
ekki farið. Þeir hafa engan rétt til
þess að stimpla Þórð Sveinsson
lækni sem skaðlegan mann innan
læknastéttarinnar.
Gunnlauqur Claessen.
......
Bureau Veritas í Reykjavik.
& Rothe h.f., Tjarnargötu nr. 33.
Skrifstofan- er eins og áður hjá Trolle
Tfj. Tfjosfrup.