Morgunblaðið - 16.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1918, Blaðsíða 1
Mánudag 16 des. 1918 BLABID 6. ar$?»ntfr 36 tðlublad Ritstj rnsrsi . 5<>o R;t tjóri: Viíhiálrnur F nsen ísa-old opient miðja I1 trnínr. 500 Jóíagjafir! Ljóm o n di faííegar og eiguíegar. Lítið í gfuggana i Bókavetzíun ísafoldar. D*t;«OK Almenn eklhusið Mesta risna hér á andi. Matg-jafir hr. Thor Jensens. Meðal íslenzku þjóðarinnar hef- ir risna verið talin einhver hinn mesti þjóðarsómi frá því land bygð- ist fyrst. Enn er minsti konunnar, er lét reisa skála þvert yfir þjóð- braut, til þess að enginn færi fram hjá þyrstur eða svangur. Og enn minnast menn höfðingslundar Atla, þræls Geirmundar heljarskinns, er bauð til sín heilli skipshöfn og hélt hana vel að vistum og viður- gerning í heilan vetur, endur- gjaldslaust, án þess að spyrja hús- bónda sinn leyfis. Atli vissi, hvað hann gerði, enda launaði Geir- mundur honum með frelsi og bú- jörð, og má mest á þvi marka, hve risna var þá sett hátt hér á landi. Þá mun og lengi í frásögur færð risna böfuðbólanna og biskupssetr- anna hér á landi, þegar sultur og beyð þjakaði þjóðinni um of. Og gestrisnin hefir fram til þessa dags verið talin einhver hiún mesti höf- uðkostur íslenzku þjóðarinnar. Sumir hafa nú haldið, að liin xnikla risna hinna fornu höfðingja þessa lands væri útdauð með öllu. En hvað skal þá segja um rísnu þá, er hr. Thor Jensen hefir sýnt nú að undanförnu? Að voru viti hefir enginn höfðingi þessa lands, hvorki fyr né síðar, sýnt aðra eins rausn. Og ógleymanleg ætti hún að verða í sögu þessa bæjar og sögu þessa lands. Vér vitum vel, að lir. Thor Jen- sen er ekki sá maður, að hann vilji lofaustur fyrir það sem hann gerir öðrum til hjálpar. Hér skal því eklri um manninn talað, heldur hitt sem geymist í sögu landsins, hvílík höfðingshjón hafa verið hér uppi á meðal vor þar sem hann er og kona hans, enda mun þeirra lengi minst. Alþýðumötuneyti í Reykjavík. Þegar „spanska veikin“ var hér á hæsta stigi, fundu menn fyrst al- varlega til þess, hve mikið vant- aði, þar sem ekki var hér alþýðu- eldaskáli, þar sem hver og einn gæti fengið mat. Óteljandi voru þau heimilin í bænum, þar sem enginn var til þess að matreiða og þar sem enginn matur var til. Víða lágu foreldrar fárveikir, en börnin voru frísk og langaði í mat. Eng- inn var til þess að matreiða handa þeim og’ þau gátu ekkert farið til þess að fá sér saðningu. Víða lá alt heimilisfólkið matarlaust dög- um saman vegna þess að eng'inn var til þess að matreiða eða færa því mat. Þetta stuðlaði rnikið að því að gera veikina skæðari og draga úr mótstöðukrafti sjúkling- anna. Þá var það, að Thor Jensen liófst handa og bauðst til þess, að koma upp eldaskála handa almenningi, ef einhver vildi leggja til húsrúm- ið. Sjálfum sér ætlaði hann ekkert — alt var gefins. Og þá brá Slátur- félag Suðurlands við og léði hús- rúm — eldhús og matskála. Matarúthlutun hófst þann 22. nóvember og hefir henni síðan ver- ið haldið áfram. Hefir hver maður getað fengið þar saðningu án eyris endurgjalds. Og ekki hefir verið íarið í manngreinarálit, heldur hverjum gesti gefinn matur. Stærsta eldhús landsins. Morgunblaðið gerði sér ferð inn í Sláturhús í gær til þess að líta á almenningseldhúsið, og fá upplýs- ingar nm þessa miklu hjálparstarf- semi. Hitti þuð ráðskonuna og fékk hjá henni eftirfarandi upplýs- ingar: -■ Síðan matgjafirnar hófust, hefir 300—350 máltíðum verið út- býtt liér daglega, auk þess sem sent, hefir verið út, um bæinn. En það er nokkuð mismunandi. Hér inn frá er venjulega tvírétta, en út um bæinn er að eins sendur graut- ur, og ineð því var einn daginn út- hlutað nær 1100 málsverðum. — Það eru aðallega börn, sem taka mat sinn hér inn frá og eru þau víða að, eigi síður úr Vesturbæn- um, heldur en Austurbænum og sum jafnvel framan af Grímsstaða- holti. — Viðræðurnar fóru fram inni í matskálanum. eru þar tvö löng borð og tvísett við hvert, þeirra. Var þar barn í hverju sæti, svo að segja, og er ráðskonan leit yfir hópinn ,varð lienni að orði: —- Þetta er nú í fimta skifti, sem matur er á borðum hér í dag og eigum við þó eftir að framreiða enn einu sinni. Og er talið barst að því, hve mik- ið þyrfti þarna til bús að leggja, sagði hún að færi ein saltkjöts- tunna á dag, þegar kjöt væri á borðum, og % skippund af fiski, þegar hann væri fram borinn, auk mjólkur og óteljandi annara mat- væla. Fy rirkomulagið. Ráðsmaður hefir verið fenginn til þesS að sjá um alla aðdrætti, og ráðskona til þess að standa fyr- ir beina. Ilefir hún fjórar stúlkur sér til aðstoðar, en auk þéss eru margir sjálfboðaliðar, bæði karlar og konur, og drengir, sem hafa bor- ið mat út um bæinn. Eins og fyr er sagt, leggur Sláturfélagið til húsnæði og þau áhöld, sem það hef- ir — svo sem suðuvélar, potta og þ. li. — en annars leggur Thor Jen- sen alt, fram, áhöld sem matvæli, og’ greiðir allan’ annan kostnað (liaup þjónustufólks 0. s. frv.). Við borðin er alt af fullskipað frá há- degi og ■ fram til kl. 4, og enginn borgar greiðann. Með því fyrirkomulagi, sem þarna er, er engin gangskör ger að því, að rannsaka, hvort gestir þeir, er þangað kóma til að fá mat, hafi þess fullkomlega þörf. Almenningi er sýnt það traust, að hann mis- brúki ekki greiðasemina, og að enginn komi þangað eða sendi þangað börn sín til þess að létta á heimilunum og ala þann veg upp í börnunum húsgangshátt. Möntmm ti' ætlað það, að hafa svo mikla sjálfsvirðingu, að þeir geri sig ekki að sníkjudýrum. En öllum þurfandi er heimill greiði og hann er gefinn með ánægju og góðum liug. Og sem betur fer mun ekki kveða að því neitt að ráði, að níðst sé á gestrisninni þarna, enda mun yfir því þagað, þótt þar sjáist barn og’ barn.frá heimilum, sem ætla má að eigi þurfi slíkrar hjálpar.------ Samkvæmt auglýsingu hér í blað- inu í gær, verður því hætt í dag, að I senda mat út um bæinn. Er það gert vegna þess, að Sláturfélagið getur eigi lengur léð eins mikið húsrúm og það hefir gert til þessa, og eins vegna hins mikla mjólkur- skorts, sem nú er í bænum. En mat- gjöfunum inn frá verður eigi að síður haldið áfram fyrst um sinn, eða þangað til bærinn nær aftur jafnvregi eftir inflúenzuna. Jólasýningar kaupmanna eru nú að komast, í almætti sitt. í gær voru flestir búðargluggar skreytt- ir margvíslega og í þá raðað jóla- vörum og gekk fólkið á milli búð- anna til þess að sjá hvar það ætti að kaupa jólagjafirnar og jólavör- urnar. Aukafundur verður í bæjar- stjórninni í kvöld. Þorsteinn Þorsteinsson lögfræð- ingur kvað ekki hafa verið settur sýslumaður í Árnessýslu. Að sögn hins skipaða, en nú fjarverandi sýslumanns, hr. Guðm. Eggerz, er einn lireppstjóranna settur sýslu- maður í fjarveru hans. Enska gufuskipið, sem hér ligg- ur, kvað eiga að flytja saltfisk til Spánar, fisk sem Bretastjórn hefir keypt hér. Bókaíregn. Hallgrímur Jónsson: Stafrofskver. 2. útg. Rvílc 1918. Bókav. Guðm. Gamalíelssonar. Höfundurinn að kveri þessu er alkunnur sem ágætur kennari, enda verður varla nema gott eitt sagt um kver þetta. Það ér því vert að vekja athygli fólks á því. Fyrst eru sýndir einstakir stafir á stangli, smáir og stórir sarnan og og fylgja hverjum þá stutt at- kvæði með tveimur eða þremur stöfum. Það er líklegt að með þess- ari aðferð komist börn bezt upp á að læra að þekkja stafina og kveða að, en þess ber notendum kversins að gæta,að hlaupa eigi of fljótt yfir með börnin við námið. Með hverj- um staf fylgja ljómandi góðar myndir af því sem nefnt er í at- kvæðunum, t. d. við e og egg, hreið- ur með eggjum í. Þetta gerir kver- ið skemtilegt, og fýsir börnin til að líta í það, auk þess sem það festir það, sem læra á, enn betur í minninu. Aftar í kverinu koma sva at- kvæði og smágreinar sem smá- þyngist. Þar er sýnt að mismun- andi hljóð stafanna og munurinn er verður eftir því, hvort sam- hljóðendur eru einfaldir eða tvö- faldir. Það na'st koma fræðandi smágreinar í léttum setningum og ennfremur kvæði, er öll börn þurfa að læra utanbókar. Aftast eru svo leskaflar og smáljóð smekkleg og þó við barnahæfi. Gotneskt letur er þarua og sýnt, en með því hygg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.