Morgunblaðið - 29.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1918, Blaðsíða 1
Sumiudag 2J> des 1918 6. argangr 47. tðlublað ht í ol d.i rprer) t'miðja Afpreiðsi.t*sims ar. S00 R t:«TÍórriarsimi nr. s-’° Rit tjóri: Vilhjáimur Finsen HELGI ZOEGA CO H Símnefni: Zoðgaco Reykjavik Nýiendugötu 10. LivorpooL 15 Pitt Street Ú t v e g a Koí, Salt, Veiðarfæri, Matvörur og fieira. Kaupa islenzkar afurðir. Er1. simfregnir (Frá fréttaritara Morgunblaðsins) Gagnbiiting í Bf*rlin Liebknecht gerður að forseta? Kaupmannahöfn, 27. des. Þrátt fyrir það, þótt fregnir frá Berlín komi mjög seint og séu ó- áreiðanlegar vegna eftirlits, ber þeim þó saman um það, að 24. des- ember hafi Spartaeus-ílokkurinn gert tilraun til þess að ná keisara- höllinni, þar sem yfirherstjórn horgarinnar hafði aðsetur. Foringi verðliðsins varðist þeim vel fyrst í stað, en svo hlupu menn. hans und- an merkjum. Náðu uppreistar- menn þá hermálaráðuneytinu á sitt vald og skipuðu nýjan hershöfð- ingja í Berlín. Fylgdi Liebknecht þeim að málum og höfðu þeir styrk rússneskra Bolzhewikka. Hinn 26. deseinber tilkynti Lieb- knecht að stjórn þeirra Bberts og Haase væri steypt. Síðustu lausafregnir segja, að lögregluliðið hafi skipað sér undir merki uppreistarmanna og að Liebkneeht hafi verið gerður að forseta Þýzkalands. Hvað sem í bessu er hæft, þá er þó hitt víst, Ebert-stjórnin stendur mjög völtum fótum. Spartacus-flokkinn æsingamenn og ofstopar og sníða þeir stefnuskrá sína eftir fyrirmynd Bolzliewikka. Utan Berlínar virðist friður í Þýzkalandi og þrátt fyrir þetta er samgöngnnum við Danmörk bald- ið uppi eins og áður. Frá Sviss kemur sú fregn, að bandamenn muni styðja að því, að Hindenburg fari með herliði til Berlínar til þess að ná borginni úr höndum uppreistarmanna. Tyrkland gjaldþrota. Það er sagt að Tyrkland hafi gefið sig upp sem gjaldþrota og jafnframt slitið viðskiftasambandi við Þýzkaland. tJr loftinu London, 27. des. í dag áttu þeir merkilegan sam- ræðufund Wilson forseti og stjórn- málamenn Breta. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu á tali við Wilson allan fyrri hluta dagsins í Buckingham höll. Svo var snædd- ur miðdegisverður heima hjá for- sætisráðherra og að honum loknum var ráðstefnunni haldið áfram þangað til klukkan að ganga fimm. Múgur og margmenni hylti enn Wilson forseta, er hann fór frá Buekingham höll og kom þangað aftur. Belgiskir ráðherrar í London. Forsætisráðherra Belga og ný- lenduráðherra ern komnir til Lon- don. é Belgakonungur í Dinant. Hinn 26. desember heimsótti Belgakonnngur borgina Dinant, sem varð fyrir einna verstum bú- sifjum af Þjóðverjum, því að árið 1914 myrtu þeir þar 650 borgara, þar af 80 konur og 18 börn. Komst konungur mjög við, er ættingjar þessara manna voru leiddir fyrir hann. Heimsending hermanna. Síðan vopnahléð hófst og fram að jólum hafa 5931 brezkir liðs- foringjar og 105,717 óbreyttir her- menn verið leystir úr herþjónustu og auk þess 4235 verkamenn. Kosningar í Bretlandi. Úrslit þingkosninganna í Bret- landi munu verða gerð kunn á morgun, hinn 28. desember. Þurfalingar í Englandi. Hin árlega skýrsla um þurfa- linga í Englandi og Wales sýnir það, að þeim hefir fækkað nm 45,026 árið sem leið og 213,800 síð- an í árslok 1914. Flestir af þeim, sem enn eru á ómagaskrá, eru fatl- aðir, annaðkvort líkamlega eða andlega, eða þá gamalmenni og börn, sem hið opinbera hlýtur að sjá fyrir. London, 28. des. Wilson. Það er sagt, að á hinni þýðingar- miklu ráðstefnu í gær milli Wil- sons, Lloyd Georges og Balfours hafi aðallega verið rætt um hin 14 friðarskilyrði forsetans. Honum var og skýrt nákvæmlega frá frið- arskilyrðum Breta, er stjórnin hafði fullsamið fyrir fáum dögum. Er sagt að þar sé rækilega haldið fram hinni gömln skoðun Breta á frelsi hafanna og teknar strangar ákvarðanir um það, að tryggja al- þjóðasambandið með alþjóðalög- gjöf í framtíðinni. Það er opinber- lega tilkynt, að samræðurnar hafi verið hinar vinsamlegustu og borið mikinn árangur. f gærkvöldi héldu konungshjón- in Wilson veizlu. í dag ætla for- setalijónin að skoða borgina og í kvöld situr forsetinn veizlu hjá forsætisráðherra og verða þar líka meðlimir úr alríkisráðinu. Að því loknu fer Wilson til Carlisle. Maimtjón Frakka. Því var lýst yfir í neðri deild franska þingsins á fimtudaginn, að fram til nóvember hafi Frakkar alls mist 42,600 liðsforingja og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.