Morgunblaðið - 03.01.1919, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
út á göturnar og mörg slys liljót-
ast af því árlega.
En hvað á að gera til þess að af-
stýía þessum sleðaferðum á göt-
nnnm? Fyrst-og fremst verður að
treysta á lögregluna að hún hafi
auga með hröttustu götunum í
bænum þeg,ar sleðafæri er, og taki
sleðana af þeim krökkum, sem hún
nær í, bæði þeim sjálfum og öðr-
um til aðvörunar. Þetta mun þó
alls eigi einhlýtt, enda ekki gott
ráð, þótt verði að fylgja. Hitt væri
betra, ef hægt væri að taka freist-
inguna frá börnunum. Og eitt ráð
mun til þess. En það er, að bæjar-
stjórn láti bera sand á allar brekk-
ur í bænum og ónýti með því sleða-
færið.
Spanska pastin.
Mönnum verður tíðrætt um
það, hvað ófriðurinn hafi orðið
mörgum mönnum að bana. Sögurn-
ar, sem af orustunum hafa gengið,
hafa verið svo ægilegar, að mönn-
nm hefir blöskrað. Heilar hersveit-
ir liafa stráfallið í einu áhlaupi og
öll Evrópa hefir verið roðin í blóði.
Að vísu hafa sögurnar um þetta
verið allmjög ýktar. Þó hefir stríð
þetta tekið heiminum meira blóð
lieldur en nokkur önnur stvrjöld,
sem háð hefir verið.
Það eru þó til mannskæðari vopn
heidur en vígvélar mannanna. Það
eru drepsóttir — og má þar fremsta
telja spönsku veikna, sem nú geis-
ar yfir heiminn. A þrem mánuðum
— segir Times — hefir hún lagt
6 miljónir manna í gröfina. Með
öðrum orðum: á þrem máuuðum
hefir hún drepið mikln fleiri menn
heldur en féllu í rúmlega fjögra
ára alheimsstyrjöld.
Er þetta ekki talandi dæmi um
það, hvílíkur vágestur þessi
„spanska pest“ er?
Áður en „Times“ birti þessa
skýrslu um hernað veikinnar, vissu
menn vel hér á landi, hve hættu-
leg hún var. 1 símskeytum til blað-
arma var hvað eftir annað minst á
hana og hve mjög hún magnaðist
í Norðurálfu og um allan heim.
Þrátt fyrir það var henni hleypt
hingað til lands, og hafi menn ekki
trúað útlendu fregnunum, þá ætti
þó okkar eigin reynsla að hafa
opnað augu þeirra.-------
Pestin mun nú að mestu um gárð
gengin hér á landi, vegna þess að
Norður- og Austurland grrpu til
sóttvarna og hafa varist henní. Ef
það liefði eigi verið gert, mundi
irestin sennilega geisa þar um
Jæssar mundir og maður getur
fremur ímyndað sér heldur en
hveðið upp með það, hve miirgum
mönnum hún hefði þá orðið að
bana hér á landi umfram það sem
raun er á orðni.
En þetta, að Norður- og Austur-
land liafa varist, sýnir einmitt
Tl—IIIIMK inTiTlTTriIir Nýj a BÍÓ
Gyðingurinn gangandi
Sjónleikur í 5 þáttutn og inngangi eftir hinni heimsfrægu skáldsögu
Eugene Suee.
Myndin er talin með þeim allra beztu sem sézt hifa á Norðurlöndum
það, að hægt hefði verið að verja
alt landið fyrir pestinni, af ráð
hefi verið í tíma tekið og vilji
hefði verið með. Það hefði meira að
segja átt að vera miklu auðveldara
að varna pestinni landgöngu, held-
ur en stöðva hana eftir það að hún
var komin í land og orðin jafn út-
breidd eins og hún var. Hefir nú
reynslan sýnt, hvorir hafa liaft
réttara fyrir sér, landlæknir, sein
hélt því fram, að óhugsandi væri
að verjast pestinni og vildi jafn-
vel fá hana hingað sem fyrst svo
að hún gæti „rasað út“ nógu
snemma, — eða almenningur, sem
vildi reyna sóttvaruir og leizt ekki
á að hleypa drepsóttinni í land.
Þa er nú víst flestum ljóst, að
í öllu þessu inflúenzumáli hefir
landlæknir „vaðið í villu og
svíma“. En eitt af því, sem liann
hefir haldið fram er það, að menn
megi eiga von á drepsóttinni aftur
og aftur. Gerum nú ráð fyrir því,
að þetta sé rétt, því að gamalt mál-
tæki segir: „Bústu við hinu illa,
því að hið góða sakar þig eigi.“
En þá er eftir að vita, hvað gert
verður.
Landið hefír nú fengið að kenna
svo á inflúenzunni, að það mun
tæplega vilja fá hana afturgengna.
011 þjóðin mun æskja þess, að
reynt verði að verja landið fyrir
næstu plágu — eigi að eins nokk-
urn hluta þess, heldur alt landið.
Að spanska pestin fái aldrei fram-
ar að koma hér inn fyrir landstein-
ana, meðan nokkur ráð eru til þess
að verjast liemii.
En virðist mönnum þá eigi full á-
stæða til þess, að skift verði um
yfirstjóm heilbrigðismálanna sem
allra fyrst?
Órækja.
1 r*
DAGBOK
I. 0. 0. F. 101139.
Prentarar hér í bæ hafa farið fram
á kauphækkun frá nýári, og hefir stað-
ið í samninga-umleitunum milli þeirra
og prentsmiðjueigenda nú um hríð. Lá
við sjálft, að ekki gengi saman og
ætluðu prentarar þá að hefja verkfall.
En nú hefir það þó orðið að samkomu-
lagi, að leggja málið undir 9 manna
gerðardóm, en prentara vinna áfram.
Guðbrandur Magnússon, fyrrum rit-
stjóri „Tímans“ er nú orðinn skrifari
í atvinnumáladeild stjórnarráðsins, að
því er „Vísir“ segir.
Lögreglan. f tilefni af uminælum
þeim, sem í síðasta tölublaði eru höfð
cftir einum bæjarfulltrúa á ba“jar-
stjórnarfundi 27. f. m., um sektir og
skaðabætur út af lagabrotum, skal þess
getið, að sektir og skaðabætur eru ekki
ákveðnar af yfirstjórn lögreglunngr,
heldur af dómstólunum.
Taugaveiki gengur nú hér í bærmm.
Hjónaefni. Ingibjörg Kristinsdóttir
og Sveinbjöru Stefánsson bókbindari.
Hjónaband. Helga Þorsteinsdóttir
og Þorbjörn Guðjónsson útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum.
Borg liggur hér í sóttkví, áður en
hún fer norður, vegna þess að skip-
verjar hafa ekki fengið inflúenzuna.
Pullveldishátíö
á ísafirði.
ísafirði. í gær.
Afarfjölmenn fulveldishátíð var
haldin hér í gærkvöldi. Sigurður
Sigurðsson lögmaður flutti ræðu
fyrir fullveldinu. Var svo leikið á
liorn og sungið; söng karlakór,
og blandaður ltór og Viggó Björns-
so neinsöng. Salurinn var skreytt-
ur fánum margra þjóða.
Að lokum var stiginn danz.
Niðurjöfnun á Isafírði.
Simskeyti frá Miklagarði hermir það, •
að grískir íbúar við Svartahaf vilj’
stofna þar sérstakt lýðveldi og a'
Tt'ebizond verði þar höfuðborgin.
Godoy liðsforingi og flugmaður í hei
(ihile lief'ir nýlega flogið 245 enskax
mílur á einni klukkustund og 28 mín "
útum.
Úr loftinu
London, 2. jan.
Friðarfulltrúar Breta.
Fulltrúar Breta á ráðstefnunni
í Versailles hafa nú verið valdir.
Fyrir stjórnarinnar hönd sitja þeir
Lloyd George, Balfour og Bonar
Law á friðarráðstefnunni og senni-
lega verður Reading lávarður og
einhver úr verkmannaflokkn-
um með.
Meðal ráðgefandi fulltrúa verða
þeir Hardinge lávarður, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, Sir
Louis Mallet, fyrverand sendiherra
Breta í Tyrklandi (ráðgjafi í öll-
um málum, er Tyrkland varða),
Sir Esrne Howard, sendiherra Breta
í Stokkhólmi og fyrrum í sendi-
herrasveit Breta í Berlín og Buda
pest. (ráðgjafi í þeim málura. er
snerta norðurhluta álfunnar), Sir
Ralpli Paget, fyrverandi sendiherra
Breta í Serbíu (ráðgjafi í Balkan-
málum) og Sir Eyre Crowe úr ut-
anríkisráðuneytinu (ráðgjafi í mál-
um, er snerta vesturhluta álfunn-
ar).
Auk þess verða þarna fulltrúar
íyrir hermálaráðuneytið, flota-
ráðuneytið, flugmálaráðuneytið og
aðrar stjórnardeildir, en Robert
Cecil lávarður verður ráðgjafi
öllum þeim málum, er vafða al-
lieimsbandalag þjóðanna.
ísafirði, í gær.
Hæstu útsvör hér greiða þessir:
Hinar samein. verzlanir kr. 5000
Edinborgarverzlun .... — 4600
Nathan & Olsen ......... — 3800
Árni Jónsson ........... — 3500
Ásgeirsverzlun.......... — 3250
Rasmussen lyfsali ...... — 3800
Björn Guðmundsson ... — 1700
H.f. Hæstikaupstaður .. — 1650
Tangsverzlun ......... — 1500
Þráðlaust firðtaL
Skömmu eftir að vopnahlé var
samið, var það kunnugt gert í
löndum baudamanna, að í Ameríku
hefði verið fundiu aðferð til þess,.
að tala þráðlaust og gefa flug-
mönnum á þann liátt fyrirskipanir
úr landi, meðau þeir eru á sveimi
hátt í lofti.
Áður en Wilson forseti færi til
Norðurálfu, reyndi hann sjálfur á-
gæti þessarar nýju uppgötvunar.
Sat hann í sæti sínu í hvítu höllinni
í Washington og gaf sex flugvél-
um, er flugu yfir borginni, sam-
tímis munnlegar fvrirskipanir um
það, hvernig þær ættu að stýra.
Tókst tilravui þessi svo vel, að flug-
vélarnar hlýddu liverri skipan, sem
forsetiim sendi þeim með hiuun.
þráðlausa liljóðbera.
Hitt og þetta.