Morgunblaðið - 12.01.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1919, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 tórkostleg útsala U(g2rðarmönnum, skipsfjdrum, sjómonnum og ödum öðrum er boðið uppá s (ór kos f1 eg a ú tsö íu, sem byrjar mánucf. 13■ þ. m. og stendur ufir fil faugardags 18, þ. m. Allar vörur undantekiingarlaust varöa saldar mú 5-10% afsfætti gegn borgun úfi bönd. Þetta eru þau mestu vildarkjör sem nokkurntíma hofa verið boðin og cettu því allir að byrgja siq upp með1 þœr vörur et þeir þurfa að nota á komandi vertið. Virðirgarfyist Sigurjón Pjetursson, S‘mi 137. * Jfafnarstræti 18. Fiugfiskuriim. Skiidsnga ár heimsstyrjöldiooi 192], Eftir Övre Ríchter Fricl, ---- 55 — Hlustið þér nú á, Jónas Féld, rnælti hann hvatlega Eg ímynda mér að við sjáumst ekki framar Mig lek- ur þaö ákaflega sárt, að eg skyldi ekki fá að smeygja silkisnörunni um háls yðar. Lánið hefir elt yður. En vio er- um eigi skildir að skiftum fyrir því. Þér eruð nú í verri klípu heldur en þér hyggið. Út komist þér ekki fyrstu fimm tímana og þegar þér farið héðan, þá verður það ekki til Gravesend, held- ur til Scotland Yard. Englendingar eru svo smásmuglegir, að þeir taka hart á morðum Féld svaraði ekki. Hann mældi með augunum hve langt var fram að dyr- unum og sá þegar að eigi mundi hægt að koma í veg fyrir hina djöfnllegu fyrirætlan Asevs. — Og svo skal eg segja yður eitt enn þá, mælti Asev enn. Eg hefi ekki náð að hefna mín á yður og ungu stúlk- unni þarna. En samt sem áður skal eg hefna mín áður en langt um líður. Þér megið reiða yður á það, Féld læknir! Eg veit hvar „Flugfiskurinn" er. Það er haldinn vörður um hann. En þó skal hann sprengdur í loft upp áður en þrjár stundir eru liðnar. Og ef Erko litli er í „Flugfiskinum", þá skai mér vera það sönn ánægja, að senda hann til helvítis .... Asev hnipraði sig skyndilega niður. Því að Féld hafði þrifið bréfafargið og þeytti því af öllu afli á hann. En það fór yfir höfuð Rússans, af því að hann laut niður. Og svo þaut hann út um dyrnar eins og eldibrandur og skelti hurðinni í lás á eftir sér svo að brakaði í hverju bandi------ Féld stóð og hleraði. Það varð alt í einu eins hljótt þarna og í gröf. Ekk- ert hljóð heyrðist, hvorki utan af gang- inum, né utan af götunni. Það var auð- sætt að herbergið mundi vera nær al- veg loftþétt. Hann athugaði dyrnar. Hurðin var óvenjulega sterkleg og var svo að sjá sem hún mundi þola allsvæsin áhlaup. Og fyrir gluggunum voru bæði járn- hlerar og járngrindur. Svo sneri Féld sér að Bergljótu. — Við erum illa stödd, mælti liann. Annaðhvort sendir hann vini önnu Nikolajevna á okkur, og þeir munu halda að við höfum drepið hana og láta okkur því tæplega sleppa héðan lifandi — eða þá að hann sendir lög- regluna hingað og lmn íætur okkur ekki sleppa fyr en á morgun. En hvern- ig sem fer, þá er „Flugfiskurinn" í hættu. Við verður að komast burt héð- an áður en hálf stund er liðin. Við verðum, við meigum til .... Bergljót sneri sér skyndilega að hon- um og augu hennar ljómuðu .... — Það hlýtur að vera talsími hér í herbérginu, mælti hún hvatlega. Sjáið þér ekki þræðina þarna í horninu1? Eg sá þá undir eins. — Talsímif Féld skygndist um. Hvernig gat honum sézt yfir svo eðlilegan hlut 9 Jú, alveg rétt. Tveir mjóir þræðir komu fram í horni herbergisins og hurfu svo undir veggfóðrið. Hann þreif til borðsins í horninu, en þar var engan talsíma að sjá. Hann velti um stórum blómabikar, en þar var heldur eng- inn talsími. Þá hætti hann alt í einu leitinni. Þau heyrðu lága stunu að baki sér. Hin deyjandi kona hafði hreyft sig eitthvað, eins og hún vildi láta fara betur um sig. Svo teygði hún frá sér handleggina og andvarpaði .... — Hvað er þetta ? spurði Bergljót hrædd. — Anna Speranski er dáin, mælti Féld hátíðlega, laut niður að henni og- lokaði vandlega hinum stóru og björtu állgum hennar. Þá hejTrðist alt í einu hringt í síma. En það var allra líkast suðu. Þó var enginn efi á því, að það var hringing og þar inni í herberginu rétt hjá þeim. XXXIV. S í m i n n. — Heyrðuð þér þetta ? hvíslaði Berg- ljót. Féld leit vandræðalega í kring um sig. Nú hevrðist eigi lengur hringing- in og það var alls eigi hægt að átta sig á því, hvaðan hún kom. Síminn hlaut að vera falinn einhvers staðar í einhverju hylki. — Við skulum standa sitt hvoru megin í herberginu, mælti Féld. Sá, sem hringdi upp, mun bráðum hringja af afour. Þá getum við heyrt hvaðan hljóðið kemur. Þau stóðu sitt í hvoru horni og hlust- uðu. Þá heyrðist hringingÍD aftur. AS eins snöggvast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.