Morgunblaðið - 26.01.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1919, Blaðsíða 2
2 mtjr~ MORGUNBLAÐIÐ Ballet og Plastik. I næstu viku byrja eg, með aðstöð frú Esther Petersen, kenslu i »Ballet« og »Plast;k« fyrir fullorðna og börn. Þeir sem óska að læra verða að tala við mig fyrir næstkomandi fimtud g. Stsfania Siuómunósóóttir. Danzkensla i nýtízku dÖDZum og fleira, byrja næstk. þriðjud. 28. þ. m. kl. 9 í Iðnó. Þeir sem óska að læra, tali við mig sem fyrst. Stefania Guðmundsdóttir. Barnadanzætingar Framhald af danzæfingum fyrir börn byrjar þriðjudag 28. þ. m. í Iðnó. Ingri börn komi kl. 4. Eldri börn komi kl. ý/2. Stefania öaðmnndsdóttir. Jarðarför Magnúsar Arnasonar fer fram þriðjudaginn 28. þ. m., og hefst með. húskveðju kl. u'/z f. h. á Frakkastíg 12. F. h. ættingja hins látna. Guðm. Daviðsson. ;> rtyja bíó <; LEYNDARDÓMU Gistihússins. Sjónleikur i 3 þáttum, tekÍDn af Svenska Biografteatern. Aðalhlutv. leika: Nic. iohannsen og Frú Erastoff, hin sama sem lék Höllu i Fjalla-Eyvindi. Fer hér saman góður útbúnaður, ágætir leikendur og fall- eg og spennandi ástarsaga. 'M hér er gert, til þess að almenningi verði kunnugt hvað satt er og hvað logið í málinu manna á milli. Undanfarna daga hafa próf stað- ið yfir, sem leitt hafa til þess, að einn maður iiefir verið settur í gæzluvarðhald. Má jafnvel búast við því að fleiri muni á eftir fara, en hins vegar mun í fáum málum jafn erfitt að fá sannanir og í þeim, sem eru af þessu tægi. En vænt- anlega fá þeir, sem sekir eru, mak- leg málagjöld — þyngstu hegn- ingu, sem lög standa til. Sú saga gengur um bæinn, að síð- ustu dagana hafi fjöldi fólks flækst inn í málið, í viðbót við það sem við það hefir verið riðið frá önd- verðu. En vér höfum það eftir á- reiðanlegum heimildum, að þetta er ekki rétt. Enn þá hefir ekkert bæzt við. --- * ■ > | DAOBOK | Danzskóla ætla þær að byrja í þess- ari viku frúrnar Stefanía Guðmunds- dóttir og Esther Petersen (f. Möller). Hin síðarnefnda hefir lært danzlist hjá forstöðukonu „Ballet'‘-skóla konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn. Verður skóli þessi aðallega fyrir börn og unglinga. „Lagarfoss“ kom hingað í fyrra- kvöld og lá úti á ytri höfn þangað til í gærmorgun. Þá kom hann upp að bryggju. Héraðslæknir fór um borð í Héraðslæluiir fór um borð í skipið hvort nokkur hætta gæti stafað af samgöngum við það. En engin veik- indi voru um borð og höfðu eigi verið síðan skipið lét í haf frá New York. Eru því engar sóttvarnarráðstafanir gerðar í tilefni af koinu þess. „Gullfoss“ mun vera nýkominn til New York. Tafðist við það að hann þurfti að fara inn til Halifax og taka þar kol. „Willemoes“ leggur á stað frá Kaupmannahöfn um mánaðamótin næstu áleiðis til Seyðisfjarðar og Re.vkjavíkur, fullfermdur af vörum, og á Landsverzlunin mestan hluta þeirra. „Sterling“ er bráðlega væntanlegt til Kaupmannahafnar. Þaðan tekur skipið fullfenni af vörum hingað. „Borg“ er á leið til Noregs og fer þaðan til Englands og fermir þar. Söngskemtun Benedikts Árnasonar er í kvöld. Hrossasalan. „Tíminn“ segir að út- flutningsnefnd greiði nú 160 króna uppbót á hvern hest, sem seldur var og fluttur út. Blöð seld. Helgi Hjörvar kennari hefir keypt blöðin „Vörð“ og „Skóla- blaðið“ og gefur út „Skólablaðið“ framvegis. „Gullfoss“. Ólafur S. Thorgeirsson hefir látið prenta litmynd af „Gull- fossi“ og Sig. Péturssyni skipstjóra, og var hún seld um hátíðarnar meðal landa vestan hafs sem heillaóskakort. Þjófnaður. Fyrir nokkrum dögum var maður tekinn fastur hér í bænum grunaður um þjófnað. Hefir hann nú játað á sig að hafa stolið 8 föturu af steinolíu og selt þau tveímur kaup- mönnum hér. Manngarmur þessi hafði í vetur fengið sekt fyrir að halda danzleik í Bárubúð og bannlagabrot hafa enn fremur komið fram í máli hans, svo það er orðið mjög yfirgrips- mikið. Minningarorð. Hinn 8. þ. mán. lézt á ísafirði Stefán Ólafsson kennari, sonur sr. Ólafs Pálssonar dóm- kirkjuprests eu bróðir Páls pró- fasts í Vatnsfirði og þeirra bræðra. Hann var fæddur 5. júní 1857, kvæntist 1882 Sigríði Jónsdóttur prests í Stórholti Halldórssonar og þyrjaði nokkru seinna búskap, fyrst á Ingunnarstöðum í Geira- dal, síðar í Garpsdal, á Hvoli, í Saurbæ, en síðast á Brandagili í Hrútafirði, en brá búi 1906 og fluttist nokkru seinna til ísafjarð- ar, og hefir dvalið þar síðan. — Stefán var vel greindur maður og vel að sér um margt. Á yngri ár- um sínum nam hanu söngfræði og organslátt, og kendi mörgum að leika á orgel í. búskapartíð sinni. Eigi var hann hneigður til búsýslu, en sveitarstjórnarstörf hafði hann á hendi á fyrri búskaparárum sín- um, bæði hreppstjóra- 0g oddvita- störf, og jiótti fara það vei úr hendi. Greiða- og gestrisnisinaður var hann hinn mesti og jafnan léttur í lund, þótt á móti blési. Hann var hinn mesti áhugamaður um lands- og bæjarmál og tók mik- inn þátt í liðsdrætti við kosningar, einkum eftir að hann kom á ísa- fjörð. — Kona hans lifir hann og 5 börn þeirra hjóna: Ólafur sjó- maður, Guðrún saumakona, Páll kennari, Stefán sjómaður og Jón, öll uppkomin og til heimilis á ísa- firði. — Vinir Stefáns og kunn- ingjar geyma minningu hans í hlýj- um huga. Utan af landi. Varnargarður við Glerá. Nú er verið að undirbúa byggingu. hans, búið að taka upp mikið af grjóti og verið að aka því á staðinn, þar sem garðurinn á að hlaðast. Er þetta verk hið þarfasta, því að all- ur ytri hluti bæjarins liggur undir stórskemdum af völdum Glerár á vissum tímum árs. Landsverkfræð- ingur Geir G. Zoiiga hefir gert kostnaðaráætlun yfir verk þetta og samkvæmt henni kostar garðurinn 13000 krónur. Kjósendur til bæjarstjórnar- kosninga hafa aldrei verið eins margir á Akureyri og nú. Nýsamin kjörskrá sýnir, að þeir eru hátt á 11. hundrað að töiu. Er það um helmingur allra bæjarbúa. Útsvör á Akureyri. Þar er alls jafnað niður kr. 53915 á 938 gjald- endur. Hæst útsvör hafa Kaupfé- lag Eyfirðinga, 9000 krónur, Verzl- un Sn. Jónssonar 5000 kr., Höepf- ner 4000 kr., Ásg. Pétursson, Hinar samein. ísl. verzlanir og Otto Tuli- nius 2500 kr., Jóh. Þorsteinsson 2000 kr., Ragnar Ólafsson 1800 kr., Chr. Havsteen 1500 kr., Guðm. Efterfl., Sigurður Bjarnason og Sigv. Þorsteinsson 800 kr., Thorar- ensen lyfsali 600 kr., Brauns verzl- un 550 kr., J. V. Havsteen, Jakob Karlsson og Gefjun 500 kr. Bæjargjaldkeri Akureyrar. St. Stephensen hefir nú sagt því starfi lausu frá áramótum og hefir það verið veitt Dúa Benediktssyni lög- regluþjóni, með því skilyrði þó, að hann segði af sér lögregluþjóns- starfinu þegar bæjarstjórn krefðist þess. Látinn er að Reykhúsum í Ey.ia- firði Kristinn Ketilsson bóndi. Hann var faðir þeirra Hallgríms forstjóra Landsverzlunar, Sigurð- ar kaupfélagsstjóra á Akureyri, Jakobs prests í Wynyard og Aðal- steins umboðssala á Akureyri. Ungmennafélag Akureyrar liefir samþykt að leggja fram 100 krón- ur til stofnunar berklahælis norð- anlands og greiða það fé á næsta ári. — (Dagur.) Útsvör á Sauðárkróki. Þar gjalda þeir hæst útsvör Kristján Gíslí* son kaupm., 1660 krónur, Hinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.