Morgunblaðið - 27.01.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1919, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Efíirsföðvar af fauskðm verða seídir með niðurseffu verði V 0 r u h ú s ið. Bookless Brothers (Ship Broking Department) Skip Brokers and Surveyors. Aberdeen, Seoiiand. Aimast söln, kaup, smíðar og leigu á alls konar skipum. Utvega áðallega Botnvörpunga, Mótorskip og vélar í mótorskip. — Umboðs- menn fyrir hina frægu „Beadmore' ‘ •líuvél fyrir fiskiskip. — Gerið svo vel að senda oss fyrirspurnir um alt viðvíkjandi skipum. Geysir Export-Kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. J0HNS0N 4 KAiBER. frolie & Rothe hi, Brnnatryggingar. Sjó- og striðsYátryggingar Taisimi: 235. Sj ótj óns erindrekstnr % skipaflntnmgar. Talsíml 429. Leyst úr læðing Ástarsaga eftir Curjjs Yorke. ---- 4 — Hvað er þetta, ltonald 1 rnælti liún og brosti svo að skein £ drif- hvítar termur hennar. Það er eins og þú sért æstur í skapi. Eg hefi ekki hið allra minsta á móti því aA brúð- kaup okkar fari fram í mestu kyrþey. Og eg vil það einmitt helzt. — Þú ert skynsöm stúlka, mælti hann og var þó hálfskömmustulegur út af ofsa sínum. Skömmu síðar fór hann. En Pene- lope sat við gluggann fram að hátta- tíma og areymdi sæla vökudrauma. Þau giftust fyrstu vikuna í ágúst. Á síðustu stundu liafði Estella símað og sagt að hún hefði fengið inflúenzu og gæti því ekki komið til brúðkaups- ins. 4. k a p í t u 1 i. Penelope var sæl — fyrst í stað. Henni var það óumræðilegt fagn- Húseign á Ákranesi Gott nýl^gt hús með túni á Akranesi, er til sölu nú þegar. Lyst- hafendur snúi sér til Sveins BjörnssOnar yfirdómslögmanns í Reykjavík. JTlóforbáfur fif söfu ca. 8 tonna stór, með 8 hesta Danvél. Báturinn sterkur og vélin í góðu lagi. Bátnum fylgja segl og legufæri. Hann liggur hér á höfninni. Allar nánari upplýsingar hjá SIGURJÓNI JÓNSSYNI á Hafnarskrifstofunni. Bátur ti! sölu, Stór, ný skekta, mjög vönduð, fjórróin, með seglum og árum o. fl., alt vandað og vel útbúið, fæst keypt ódýrt, af því eigandinn ætlar burt. Afgr. vísar á. Styrimaður og háseti geta fengið stöðu á seglskipi nú þegar. — Upplýsingar géfur Emil Strand, skfpamiðlari. eSiazí aó augíýsa i tfflorgunBlaóinu. aðarefni að vera kona Ronalds, vera kölluð nafni hans og fá að vera með honum — alt af. En það var þó eigi langt liðið á hveitibrauðsdagana, er hún varð þess vör, að eitthvað skorti á það, að hún væri alsæl. Ronald vanrækti eigi neina þá skyldu, sem umhyggjusömum eigin- manni ber að . rækja og hann sýndi konu sinni alla kurteisi. En — liún sá það þó smám saman, að hann elsk- aði hana eigi. Hún gat ekki gert sér grein fyrir því, hvernig hún komst að þessu. En grunurinn hafði nú læðst inn í sál hennar og vildi ekki fara þaðan aftur. Hún fór að hugsa um það, hvernig á því stæði, að hann hefði kvænzt sér. Hún las hvað eftir annað þetta eina bréf, sem hún bafði fengið frá hon- um. Það huggaði hana og rak efa- semdirnar á flótta. Því að enginn hefði getað skrifað þanníg, nema sá sem er reglulega ásthrifinn. Þetta sagði hún við sjálfa sig hvað eftir annað. En — ef hann hafði elskað hana — hvað hafði þá spilt á milli þeirra síðan? Gat það verið að hún hefði stygt hann á einhvern hátt? Nei, það gat ekki átt sér stað. Að minsta kosti gat hún alls eigi minst þess. En samt sem áður — hann hafði aldrei — ekki með einu orði — sagt að hann elskaði bana, nema bara í þessu bréfi. Kvöld nokkurt sátu þau á veggsvöl- um veitingahúss nokkurs skamt frá Genúa. vVeðrið var kyrt og fjarska hlýtt. Ronald fanst Penelope þá feg- urri en nokkru sinni áður. En hann mintist ekki á það. En samt sem áð- ur varð honum starsýnna á hana held- ur en venjulega. Það var mjög sjaldan, að þau töluðu mn sig sjálf. En nú spurði hann alt í einu ? — Ertu hamingjusöm, Penelope? Hún hrökk við, því að hún hafði verið sokkin ofan í húgsanir sínar. — Hamingjusöm? endurtók liún. Eg — já, eg held að eg sé það. Svo leit hún heint framan í hann og spurði: — En þú? Ertu hamingjusamur ? Hann fölnaði ofurlítið, stóð á fætur og gekk þvert yfir svalirnar og til baka aftur. Svo sagði hann ósatt, eins og flestir mundu hafa gert í hans sporum. — Auðvitað er eg hamingjusamur, litla flónið þitt, mælti hann. Hvers vegna skyldi eg ekki vera hamingju- samur ? En það var eitthvað í rödd hans, sem sagði að hann skrökvaði. Það fann hann sjálfur. Troadhjeins ?átrjiiag!r?éli| i L Ailsk. bmnatryg^isigar. Aðaki mboðsmaður Skólavörðnsdg 25. Skrifstofnt. j1/*—ó5/**!-i. Ta's •>? éSunnar £gihonf skipatntðlasi, Hafaarstrætí 13 (upps] Skrifstofaa opitt kl. 10—4. Sími éc.t' SJé-, Str Í8', Br^na!rygflfi|stf Trislmt heirna 479. Det Ui octr. Braaáisísmci KíapmannahöCn vítryggi-: hús, Irásgögst, koiutr Yðrnforða o.s.frv gv.s:m eldsvoði fyrir iægsta iðgjúír. Heims ki. 8—12 f. h. og 2—$ 1 Acsturs'r, r (Búð L, Hkht ,. N. B. Niðlcwn. »8UN ÍHSUBáHOE OFFICE• Heímsins élzta og stserst* vátrjrgf- ingaríélag, Tckar *8 sér allskOHoí bRsaatryggingat. Aðlnniboðsniaðnr hé? k bndi MatthlAs Holti. Taisiori 49 ingar} sjó- og strlðsvátiyggipgar. O. Jafymon & fíaa&z?. — Það er ekki nema hálfur mánuð- ur síðan við giftumst, mælti Penelope og andvarpaði. — J á, það er satt, það er ekki lengra síðan, mælti hann og fleygði vindlings- bút sínum út fyrir svalirnar. Eftir nokkra þögn mælti Penelope enn. — Ronald, eg lield að mér þætti vænzt um þaS, að við héldum nú heim- leiðis. Það lilýtur að vera langskemti- legast að vera heima hjá sér. Og eg er orðin þreytt á að vera erlendis og á erlendum siðum. — Eftir hálfau mánuð! hrópaði hann forviða. Þú ert mikill kenjagrip- ur! Mig minnir að þú segðir fyrir skemstu, að þú vidir helzt vera eitt ár erlendis. — Já, en nú langar mig til þess að eiga mitt eigið heimili, mælti hún með þrákelkui. — Þá skulum við halda heim undir eins, mælti hann. Og eg þarf reyndar að .fara heim. Hefði eg yitað það, að þú vildir fara, þá mundi eg hafa stung- ið upp á því fyr. Hún heyrði það á málrómi hans og sá það á svip hans, að hann var því feginn að komast aftur heim til vinnu sinnar. Og það særði hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.