Morgunblaðið - 07.02.1919, Blaðsíða 1
Fðstudag
7
febr. 1919
6. argacgr
86
tðlöblaU
Ritstjórnarsími nr. 500 j|' Íiítstjóri: Yilhjálmnr Finsen jj ii Afgr«iið»la«bæ.i nr 500
iri siírJ'regnir,
Frá fréttaritara Morgunblaðsins
Khöfn, 4. febr.
Frá Berlín berast daglega nýjar
fregnir af óeirðum Spartaeus-
maiina. Búist er við uýrri bylting-
artilraun {). 6. þ. m. (í gær, í til-
efni af þingsetningunni).
Danska stjórnin er að undirbúa
nýja lántöku fyrir ríkissjóð. Lánið
á að verða 120 miljónir og verður
féð lagt fram af skipaeigendum og
aðalbönkunum.
Khöfn, 5. febr.
Járnbrautarsamgöngur frá Kol-
ding og suður á bóginn eru stöðvað-
ar. Frá Vamdrup er sírnað, að bylt-
ingaóeirðir séu byrjaðar í Suður-
Jótlandi og Holstein.
Norska stjórnin segir af sér.
Frá Kristjaníu er símað, að ráðu-
neyti Gunnars Kuudsens hafi sagt
af sér. Er búist við þvi, 7FI1P
steypustjóm verði mynduð.
Sjálfstæði Finnlands.
Frá Helsingfors er símað, að
bandamenn hafi opinberlega viður-
kent fullveldi Finnlands.
Uppreistin í Portúgal.
Frá París er símað, að nú sé á-
litið að fregnin um gengi konungs-
sinna í Oporto sé uppspuni einn.
Lýðveldisherinn sækir fram og hef-
ir umkringt borgina.
Kafbátabann.
Friðarráðstefnan hallast að því,
að bannað verði að nota kafbáta í
framtíðinni ( til hemaðar?).
Grikkir heimta Miklagarð.
Grikkir krefjast þess að fá Mikla-
garð og öll þau héruð, þar sem
grískir menn bíia.
Frá Þjóðverjum.
Frá Berlín er símað, að Ebert
bafi sagt að það gæti koniið fyrir,
að Þjóðverjar neituðu að skrifa
undir nauðungarfrið.
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
Hersveitir stjórnarinnar liafa
uinkringt Bremen og tekið Weim-
ar, þrátt fyrir hótanir hermartna-
ráðsins.
Frá Danmörk.
Bandaríkin liafa sett á stofn
miðstöð matvælaúthlutunar hér í
Kaupmannahöfn. Ýmsar stofnanir
og nefndir, sem settar hafa verið á
laggirnar hér vegna hernaðarins,
hafa nú verið lagðar niður. Bif-
reiðaakstur hefir verið leyfðiu- aft-
ur og lífið í Kaupmannahöfn er
að komast í sitt fyrra horf. Her-
fangaflutningunum er nú lokið.
Eitt sjóslys enn
Bátur ferst meö
5 mömium.
Vestmannaeyjum, í gær.
1 gær fór héðan vélbátur upp
undir Eyjafjallasand til þess að
sækju þangað fólk. S.jö menu voru
á vélbátnum, og er upp að sandin-
um kom gengu fimm þeirra í róðr-
arbátinn og fóru í land, en 2 urðu
eftir um borð. Biðu þeir lengi fé-
laga sinna, þeirra, er í land fóru,
en seinna um kvöldið barst þeim
sú fregn frá öðrum vélbáti, að róðr-
arbáturinn hefði farist í lendingu
og allir mennirnir druknað. Vita
menn eigi gjörla, hvernig slysið
hefir að borið, því að veður var hið
bezta, en hyggja að dimt hafi verið
orðið, þá er báturinn kom að landi,
og þeir eigi séð til að lenda.
Mennirnir, sem fórust, voru þess-
ir: Halldór Árnason frá Norður-
hvammi í Mýrdal, Páll Jónsson frá
Kirkjulæk í Fljótshlíð (lætur eftir
sig konu og 3 böru), Ágúst frá
Heild í Fljótshlíð, Jónas Benedikts-
son frá Reyðarfirði og Norðmaður
nokkur, Harald Normanu að
nafni. —
Hér er bezta veður og góðar
gæftir og mokafli daglega.
Loílskeytastöð á Seyðisfirði.
Seyðisfirði, í gær.
Loftskeytastöng hefir nýlega
verið reist hér í árhólmanum. Er
Kaupirðu góSan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursaon.
húu 79 feta há og verður nú farið
að reyna, iivort hægt er að taka
þar á móti loftskeytum.
Logn og frost hefir verið hér að
undanförnu og að eins föl á jörð.
Willemoes sótttættolaus.
Seyðisfirði, í gær.
„Willemoes“ kom hingað seint
í gærkvöldi. Voru allir menn heil-
brigðir á skipinu og þótti óþarfi
að setja það í sóttkví. Var því þeg-
ar byrjað að afferma það.
Úr loftinu
London, 6. febr.
Rússar svara.
' Loftskeyti frá Rússum, undir-
skrifað af Teitcherin utanríkiser-
indreka Bolzhewikka, samþykkir
með skilyrðum að sendir séu full-
trúar á ráðstefnu með bandamönn-
um til Prins-eyjar. Segir þar, að
Bolzhewikltar séu reiðubúnir til
þess að komast að samkomulagi við
bandamenn viðvíkjandi alþjóða-
st, jó ri ibyl tingarf ortöliun (agita-
tion), en að þeir vilji ekki hafa
neiua íhlutun í innanríkismál
Rússa.
Friður og réttlæti.
Hans Delbruck rithöfundur og
sagnfræðingur í Berlín hefir sagt í
viðræðu við fréttaritara „Associ-
ated Press“ um friðarfundinn:
„Það, sem færir frið og réttlætþsést
bezt með'því að íhuga hinar sér-
stöku kröfur, sem hver þjóð gerir,
og athuga hvort þær eru til þess
fallnar að kveikja aftur ófriðarbál-
ið einhvern tíma í framtíðinni, eða
hvort þær miða að því að tryggja
varanlegan frið. Eg skal taka hér
til dæmis þessa kröfu. Það er
ráðgert að fella á Þýzkaland það
ok, sem það getur ekki af sér hrist
á skömmum tíma og mundi gera
þjóðina að vinnuþræhun óvina
sinna um marga mannsaldra. Þessu
verður ekki komið í framkvæmd,
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
nema því að eins að þýzku þjóð-
inni sé haldið ánauðugri með her-
valdi allan þennan tíma.“
Dómsmálafréttir.
Landsyfirdómur 27. janúar.
Málið: Valdimar Árna-
son gegn Árna Böðv-
arssyni.
Mál þetta höfðaði fyrir sjódómi
Rvíkur áfrýjandi gegn stefnda.sem
var útgerðarmaður og eigandi mót-
orbátsins ,,Viola“. Var áfrýjandi
háseti á bátnum um síldveiðarnar
1916 og er málið risið út af van-
goldnu kaupi áfrýjanda og fjögra
annara háseta, en kröfur þeirra
hefir áfrýjandi fengið sér fram-
seldar. Krafa áfrýjanda var upp-
runalega kr. 2872.00, en síðan færði
hann hana niður í kr. 2108.00. Lauk
málinu fyrir sjódómi þaimig, að á-
frýjandi fékk sér tildæmdar kr.
820.00, en málskostnaður skyldi
falla niður. Dómi þessum skuta
báðir aðiljar til yfirdómsins og
gerðu þær sömu kröfur og fyrir
sjódóminum. Eftir þeim upplýsing-
um, sem fyrir lágu í málinu, komst
yfirdómurinu að þeirri niðurstöðu,
að stefndi ætti að greiða áfrýjanda
kr. 878.56 ásamt 6 % ársöxtum frá
stefnudegi til greiðsludags. Máls-
kostnaður fyrir yfirdómi var lát-
imi falla niður.
Matbjörg Þýzkalands.
Ágreiningur milli Wilsons og
bandamanna.
Enska blaðið „Morningpost“
skýrir frá því liiun 16. janúar, að
Wilson forseti sé reiðubúinn til
þeSs að fara heim af friðarfundin-
um, ef eigi verði þegar í stað eða
sem allra fyrst, gerðar ráðstafanir
t.il þess að senda Þjóðverjum mat-
björg. Fulltrúar Bandaríkjanna í
Þýzkalandi fullyrða það, að mat-
vælaskortur sé m jög mikill í Þýzka-
landi og versni daglega, en það
virðist svo, sem fulltrúar hinna
annara bandamanna séu ekki á
sama máli.
En Wilson áleit þetta svo stór-
kostlega þýðingarmikið málefni, að
hann var einráðinn í því að ganga
af friðarfundinum, ef eigi væri úr
því bætt.