Morgunblaðið - 07.02.1919, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Aiisk. brt;
A6íio.rr.í'r'> ■ iðw
C* v> Ftr? «•?:&»
Skól- • 'ð isr., 2 •.
Skr.Ó;!-"!- —t>/s' ÍV i
Æ'sffZiff ár 1% í/söíi
Kaupirðu gáðan hlut,
þá mundu hvar þú fekst hann.
I
fi
skipíiráí’aíi,
Hafnvrsnætí t $ íuppij
Skrés&ihn opia ki. io—4. Sími óU
SJé-, Striðs-, Brun*try||ís»gt
Tthíttji bfiirna
Cylinderolia, Dynamó-olia
Lag’erolia, 0xul-feiti
Skilvinduolia, í heildsölu og smásölu.
Det k|t
KsuprcanDJhð/n
háð> hÚH%&%n.r »11*
konar vdraíorda o.í.t’
«14svo6« fyrír lægsta iðgjaid.
HHV!. 8—12 f. b. og *—8 s.s
i Aasrarscr. 1 (8Ó6 L,
M. p. Hí«íseyt.
»SUN IN8UBANCE GFFtOE
Hei tsins elzta og siacrsía váaygg
ÍQgsrféiítg. Takm 26 sfe allskas#
brtmaityggingar.
AðÍQffiboOimaðrif hé- A ’-ndi
Matthias Matthiasson,
Holti. Talsími 4?)
sjó- og striðsvátryggtngar,
C. lofynsor: é Kaater.
Munið
að þið fáið hvergi betri véla-olin eo hjá
nndirrituðnm. Olia á allar vólar undan-
tekningarlaust.
Sigurjón Pétursson,
cTCafnarstrœti 18.
Simi 181. cfieyfifaví/i.
Vel hreinar
Lérettstuskur
kaupir ísafoldarprentsm ðja.
Effirstöðvar
af tQuskóm uerða seídir
með ntðurseffu verðl
Voruhúsið.
Bookless Brothers
(Ship Broking Department)
Ship Brokers and Surveyors.
Aberdeen, Scoíland.
Annast sölu, kaup, smíðar og
leigu á alls konar skipum. Útvega
aðallega Botnvörpunga, Mótorskip
og vélar í mótorskip. — Umboðs-
menn fyrir hina frægu „Beadmore“
olíuvél fyrir fiskiskip. — Gerið svo
vel að senda oss fyrirspumir um
alt viðvíkjandi skipum.
Geysir
Export-Kaffi
er bezt.
Aðalumboðsrnenn:
0. JOHNSON k KAABER.
Trolie k Roílie h.f.
BruuatryggÍBgar.
Sjó- og stríðsYátryggiiigar
Talsimi: 235.
Sjótjóns-erindrekstnr og
skípaflutnisgar.
Talsím! 429.
Leyst úr læðing
Ástarsaga
eftir Curtis Yorke.
----- 13
Estella settist fyrir framan arininn
og revndi að tæla Larry á fætur.
Svo gaf hún Ronald hornauga og sá
að hann var í slæmu skapi.
Varð nú löng þögn. En svo tók Est-
ella upp vasaklút sinn og fór að gráta.
Ronald tók ekki eftir því fyrst í stað.
En svo grét hún hærra.
Ronald leit þá upp og mælti hálf-
hranalega:
— Af hverju eruð þér að gráta,
Estella?
— Ó — eg — eg kvíði fyrir þvi, að
þurfa að fara að vinna fyrir mér,
mælti hún lágt og snöktandi. Eg — - eg
er hrædd.
Hann stóð á fætur og gekk til
hennar.
— Hvað er nú þetta. Estella ? mælti
hann forviða. Eg hélt að þér vilduð
heldur fara. En hamingjan veit, að eg
hélt, að þér væruð ekki fær um það.
Hættið þér nú við það og hafið heim-
ili yðar hér'eins lengi og yður sýnist.
Hún hristi höfuðið.
— Eg þori það ekki, hvíslaði hún.
— Þorið það ekki ? Endurtók#hann
óþolinmóðlega.
— Þorið þai ekkif endurtók hann
hún og leit til hans brennandi ástar-
augum. Þorið þér það — þegar þér
vitið að við elskumst? Það væri lag-
leg þrenning — þér og eg og konan,
sem komst upp á milli okkar.
Hann þagði. Hann kendi í brjósti
um hana og hann elskaði hana. Samt
sem áður gramdist honum það að hún
skyldi hvað eftir annað vera að tala
um ást þeirra. Hann var enginn dýr-
lingur, en hann hafði einsett sér að
reyna af fremsta megni að vera Pene-
lope góður eiginmaður og reyna að
kæfa niður ást sína á Estellu eins og
í valdi hans stóð. En hann fann það
nú, að Estella ætlaði að gera honum
það örðugt. Hefði hann samt sem áður
reynt að þekkja sjálfan sig, þá hefði
hann fundið það, að hann var að hálfu
leyti læknaður af því sári, sem honum
var svo ant um að greri. En hann rann-
sakaði aldrei tilfinningar sínar. Hann
var maður blátt áfram og hraustui og
hafði til þessa látið hverjum degi
nægja sína þjáning.
Svo feldi hann hug til Estellu. Hann
þreytti sig aldrei á því að hugsa um,
hvers vegna hann hefði gert það. Hún
var fögur, honum geðjaðist vel að
henni og hann elskaði hana. Hann hélt
að hún ynni sér líka. Og svo afréð
hann að biðja hennar. Eða — hann
hélt að hann hefði gert það — að
minsta kosti.
Og svo varð hann þess alt í einu var
að hann var trúlofaður Penelope. Síð-
an þau kvæntust hafði hann þó ekki
verið jafn óhamingjusamur og liann
bjóst við. Auðvitað hafði hann ekki
verið sæll. En hann gat ekki með góðri
samvizku sagt að hann hefði verið van
sæll heldur. Þetta hafði hann þakkað
umburðarlyndi sínu og geðprýði — ef
hann hafði þá þakkað það nokkru sér-
stöku. En til þess að gera honum ekki
rangt til, þá hafði hann íundið þaS, að
Penelope var miklu betri, ástúðlegri og
fegurri kona, heldur en hann hafði bú-
ist við. Og stundum kom það fyrir, að
hann viðurkendi það með sjálfum sér,
að sér litist vel á hana.
En návist Estellu truflaði hugarró-
semi hans og tendraði astareldinn í
hjarta hans. Hann varð líka að Viður-
kenna það, að Estellu væri vorkunn,
að hún vildi ekki eiga heima hjá hon-
um.
Hann gelck nær lienni og mælti í
geðshræringu:
— Þér vitið það Estella, að það er
þýðingarlaust að fást um það sem orð-
ið er. Eg hefi kvænst Penelope og hún
er einhver hin allra bezta kona, sem
til er, og guð veit það, að eg ætla mér
að vera henni góður. Forlögin hafa ver-
ið okkur báðum grimm, en ef til vill
hafa þau leikið hana harðast. Hjálpið
mér til þess að rækja skyldur mínar
— eg veit að þér viljið hjálpa mér til
þess.
Hún leit einkennilega framan í hann
og dró að sér höndina, sem hann bafði
gripið. Svo mælti hún hægt og lagði
áherzlu á hvert orð:
— Eg held að þér séuð farinn að
elska Penelope, enda þótt þér vitið ekki
af því.
— Jæja, eg vildi að svo væri, mælti
hann. En eg er hræddur um að svo
sé ekki — ejm þá. Að minsta kosti er
eg ekki líkt því nógu góður lianda
henni.
— Þér eruð nógu góður handa mérf
mælti hún með ekki.
Svo reis hún á fætur og fór án þess
að líta á hann.