Morgunblaðið - 18.05.1919, Page 1
Sunnudag
18
maí 1919
■0R6DNBLABID
6. árgangut
184
tölublað
liitstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen || ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusími nr. 500
Páfl Isóffsson
endurtekur kirkjuhljómleik sinn — breytt program — í Dóm-
kirkjunni kvöld (19. þ. m.) kl. 9.
/ síðasfa sinn.
Aðgöngumiðar verða seldir í dag í Goodtemplarahúsinu
frá kl. 2—9 og kosta 3 kr.
NB. Við inngangin verða hvorki seldir aðgöngumiðar né prógröm.
Leikfélag Reykjavikur.
Æfintýri á gönguför
verður leikið sunnudag 18. maí kl_8 síðd. í Iðnó.
Aðgöngum. seldir í dag frá kl. 10—12 og eftir 2.
Iunilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og
jarðaiför tengdamóður og móður okkar, húsfrá Guðrúnar fasons-
dóttur frá Hnausum,
Ólafía Lirusdóttir. Bjöin Magnússoa Engey.
Fisktorg
Fisktorgið vestan við geymsluhús
Eimskipafélagsins *er nú hráðum
horfið úr sögunni. Verða fisksal-
arnir að hröklast þaðan í burtu
vegna húsbyggingar félagsins. Bæj-
arstjórn mun hafa ákveðið þeim
annan samastað, austur á hafnar-
bakkanum, svo að cigi verður bær-
inn fisktorgslaus, enda væri það al-
veg ófært. Fisktorg þarf hér að
vera, þar sem bæjarbúar geta verið
vissir um að fá keyptan fisk, ef
hanri er til á amiað borð. En 1)6
þarf að verða breyting á því, frá
því sem vcrið hefir.
Gamla fisktorgið var ófær sölu-
staður, þótt við það hafi verið not-
ast all-lengi. Verður því nú, er nýtt
fisksölutorg verður gert, að bæta
úr þeim annmörkum, er voru á því
gamla. Fyrst og fremst þarf torgið
að vera steinsteypt, þar þarf að
vera nóg vatn og gott afrensli.
Verður heppilegast, þegar torgið er
flutt austur, að hafa afrensli frá
því í lækinn. Hitt verður of kostn-
aðarsamt, að hafa afrenslið fram í
sjó, því að þegar farið verður að
fylla þar upp, lengist afrenslisræsið
að mjklum mun. Og svo þarf að
vera þak yfir torginu og þannig frá
því gengið, að setja megi við það
hliðar og gafla, þegar kólna tekur í
veðri og gera þar úr skála. Er
það ófært, að fiskverslunin skuli
þurfa að fara fram undir berum
hinnii, hvernig sem veður er, eins
og verið hefir. Ennfremuí þarf að
leggja þangað síma, svo að bæjar-
menn þurfi ekki annað en hringja
þangað til þess að vita hvort fiskur
fyriir nokkrar stúlkur, um lengri eða
skemmri tíma, hjá
Sigriði Porsteinsdöttur,
Nýlendugötu 11.
er fáanlegur. Mundi það spara
mörgum hlaup og mikið ómak.
Menn munu líú segja að það sé
afar auðvelt að halda því fram, að
þannig þurfi fisktörgið að vera, en
aldrei komi fisksalarnir því í fram-
kvæmd. Þar til er því að svara,
að fisksalarnir eiga ekki að leggja
1 þennan kostnað. Það á bærinn
sjálfnr að gera. Hann á að koma
upp fisktorgi, er sé viðunandi, og
leigja síðan fisksölunum afnotarétt
þess og taka fyrir það gjald, sem
hæfilegt er. Það er ölltun fyrir
beztu. Svo getur lögreglustjóri
bannað, að fiskur sé seldur ann-
ars staðar í bænum, til þess að
tryggja fisksölunúm það, að órétt-
iát samkepni spiiii eigi markaði
þeirra.
Það er vonandi, að bæjarstjórn
taki þetta til athugunar og eftir-
breytni hið allra fyrsta.
Guðm. Jónsson.
Samskotin. Síra Bjarni Jónsson hef-
ir tekið á móti þessum gjöfum til Sig-
ríðar Elíasdóttur: Ónefnd kona 5.00,
Ónefnd kona 5.00, Þ. Á. B. 12.00, N. N.
50.00, Z. 50.00, Lovísa Féldsteð 100.00,
N. N. 5.00, Sh. Bj. 15.00. — Samtals
kr. 242.00.
Jóhannes Jósefsson
Hann kom lieim aftur í fvrra-
kvöld vcstan frá Ameríku, eftir
langa dvöl erlendis. í árslok 1908
lagði hann út í heiminn, á braut
sem enginn íslendingur hefir fetað
á undan lionum. Hann ætlaði að
gera það að starfi sínu, að sýna
íþróttir í öðrum löndum, og það sem
meira var: íslenzka íþrótt.
Menn spáðu góðu og illu fyrir
honurn. Þett^ var svo nýtt í augum
ísleudinga, að menn héldu, að það
yrði ókleift í framkvæmdinni , þó
að allir vissu um atorkuJóhannesar.
og frækni. En einn var það, sem
ekki var í neinum efa, og ])að var.
Jóhannes sjálfur. Hann hefir aldrei
verið hikandi í rásinni og ]>að
hefir komið honum að góðu haldi,
ekki síður en kraftar hans og fimi.
JÓhannes byrjar sýningar sínar
á enskum Icikhúsum og voru þá
þegar með lionum nokkrir ungir
Islejidingar, eins og' ætíð síðan.
Sýndi hann sjálfsvörn þá, cr
hann hafði luiið til á grundvelli
íslenzku glímUnnar, varnarbrögð
v,ið óvæntum árásum. Sýningar
lians vöktu þegar í stað mikla at-
hygli og ensku blöðin fluttu mjög
ítarlegar frásagnir af þeim, m. a.
voru þrír dálkar í heimsblaðinu
„Times“ helgaðir glímu Jóhannes-
ar, og má það lieita einsdæmi að
slík blöð geti svo ítarlega um í-
þróttasýningar f jölleikahúsanna.
Næstu árin fór hann víðsvegar um
Evrópu, en snemma á árinu 1913
fer hann vestur um haf og síðan
hefir hann verið í Ameríku.
Morgunblaðið náði tali af Jó- ‘
hannesi í gær og leitaði frétia hjá
víðförlasta íslendingnum í heimin-
um. Máske dettur einhverjum í
hug, að hann sé orðinn fullorðins-
legur í iitliti, með djúpar rákir í
andlitinu og ef til vill gullspanga-
gleraugu, ummyndaður af Ame-
ríkuloftinu, eins og sumir landar
verða fljótt. En það, er Öðru nær.
Þótt liðið sé hálft ellefta ár síðan
Jóhannes fór að heiman, þá hefir
liann bókstaflega ekkert elzt.
Það er elcki hægt að biðja Jó-
hannes um að segja ferðasögu sína,
því hún mundi fylla 100 Morgun-
blöð. Þessi 10 ára fjarvera hans
hefir í raun og' veru verið ein stór
langferð, úr einum stað í annan.
Þau hjónin þekkja Helsingfors og
Lissabon* betur en flestir Reykvík-
ingar Hafnarfjörð og Keflavík.
\\ ien, Krakau, Berlín, Petrograd,
París, London, Stokkhólmur og
New York — alt eru þetta gamlir
samastaðir.
y ér komumst að ]>eirri niður-
staðu, að það sé langtum hyggilegra
að spyrja Jóhannes hvar hann hafi
e k k i komið, heldur en um hitt,
livar hann hafi komið.
— Yið höfum aldrei verið á Bal-
kanskaga. En í öðrum ríkjum Ev-
rópu höfum við verið, held eg.
Einna lengst í Rússlandi; þangað
ýórum við 8 ferðir. Á sumrin voruin
við með ýmsum eirkusum, Cinicelli,
Buseh o. fl.
— 1 ið fórum frá Frakklandi til
Ameríku í marz 1913. Eg var ráð-
inn þar til tveggja ára hjá cirkus-
firmanu Barnums & Bailey, en síð-
ustu 4 suiiiurin hefi eg verið hjá
Ringling Bros. Þessi tvö firmu eru