Morgunblaðið - 08.06.1919, Blaðsíða 4
4
MOBGUNBLAÐÍÐ
BAUMASTOf AH,
v&Talt fjölbreytt úrv»l »f
jftlla konar
Fataefnum.
EomiC fjrrst i
VÖRUHUSIÐ.
IKOLLE & BOTHE H1.
Brunatryggingar.
•Jó- og stríðsvátrygginfijar.
Talsími: 429.
Sjótjóns-erindrekstur og
skipaflutningar.
Talsími: 235.
6EYSIE
EXPORT-KAFFI
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. Johnson & Eaabir.
Kven-peningabudda tapaðist í
gær, með talsverðu af peningum og
bring, merktum „Dísa“. Finnandi
fekili á afgreiðsluna.
fjölbreyttasta úrval á landinu,
er i Koksundi hjá
Diníel HalJdórssyni.
E. R. Punshon: V e r a.
„Bull og vitleysa!“ sagði hann; „það
er hrein og bein fjarstæða. Eg hefi
alt af ásett mér að gera Arthur að
erfingja mínum og mér hefir ekki dott-
ið í hug að breyta arfleiðsluskránni,
enda þótt eg kunni því illa, að hann
sýnir frænda sínum svo mikla óvild.
Eg dreg ekki heldur neina dul á, að
eg skoða kricket ekki einungis sem
leik, heldur einnig sem mannkostamæli:
sýndu mér góðan kricket-leikara, þá
skal eg sýna þér góðan mann. Að því
er Georg snertir, hefi eg komist á
pnoðir um, að hann er ekki talinn fylli-
lega heiðarlegur maður. Það er ósann-
gjamt. Hvernig gæti það átt sér stað,
að maður, sem ekki er fullkomlega
heiðarlegur, gæti leikið eins og Ge-
org f ‘
Það virtist svo sem gamli maðurinn
héldi að þetta tvent væri eins nátengt
eins og orsök og afleiðing.
Hann hafði einsett sér að Vera við-
gtaddur leikinn. Raunar var hann ekki
hressari en svo, að hann þoldi enga
áreynslu né geðshræring, en hann vildi
koma með og tók það mjög óstint upp,
þegar Arthur réð honum til að vera
heima. Aftur varð hann mjög glaður,
þegar hann heyrði Georg segja, að
læknarnir hefðu okkert vit á að dæma
um hvert lffsfjör væri enn í gamla
manninum c ' að hann héldi fyrir sitt
Vátryggið eigur yðar.
The British Dominions General Insurance Company, Ltd.,
tekur sérstaklega að sér vátrygging á
innbúum. vörum og öCru lausafé. — ICgjöld hvergi lægri.
Bimi 681. ACalumboCsmaCur
6ARÐAR GISLASOH. .
Höfum nú ávalt fyrirliggjandi nægar birgðir af
öllum tegaudum af
Steinolíu Hf áollu
» Mótorolíu Maskínuoliu
Cylinderollu og Dampcylinderolíu
Hið isleozka steinoliuhlutafólag.
Síldarvinna.
Nokkrar stúlkur geta fengið góða atvinnu við síldarsöltun á Siglu-
firði í sumar. Ovanalega góð kjör í boðl.
Sömuleiðis geta 2 karlmenn strax fengið góða atvinnu við beykis
störf og fleira.
Komið í dagf.
Upplýsingar gefur
Jón Jónsson
Heima kl. 12—2 og 6—io. Bjargarstíg ?, Reykjavik.
SJOMENN OG STÚLKUR
vanar fiskvinnu, vantar í góðan stað á Austfjörðum,
Þurfa að koma með »Sterling«. Óvanalega góð kjör.
Uppl. á Hótel Island frá 6—8 e. m.
leyti, að gamli frændi hefði ekki ann-
að en gott af því, að leika með.
„Nei, ekki alveg, ekki alveg,“ snökti
í gamla manninum.
Honum geðjaðist mjög vel að þess-
ari síðustu athugasemd og álit hans á
Georg óx til muna.
Dagurinn kom, þegar leikurinn átti
að fara fram. Jim Carstairs, sem var
foringi áhugamannaflokksins, fékk
rétt til að byrja leikinn.
Arthur og Georg höfðu báðir fengið
mörg — 71 — stig fyrir flokk þeirra
og enginn hafði fengið fleiri. Hálf-
leikur Georgs var sá sem mest bar á;
jeikur Arthurs var varkárari, en ekki
síðri. Hr. Arthur Ballentyne var ham-
ingjusamari og hreyknari en nokkur
annar, þegar hann hugsaði til þess, að
tveir beztu leikararnir í fyrsta hálí-
leiknum voru báðir af ætt hans.
Jim Carstairs var góður vinur Art-
hurs, en Georg var honum ekkert um.
Þess vegna var honum það gleðiefni,
hversu vel leit út fyrir Arthur.
„Völlurinn er eins og sniðinn eftir
þínu kasti, gamli drengur,“ sagði Jim
við Arthur. „Ef þú getur staðið í hon-
um með hnatttréð, þá geturðu í öllu
falli kastað betur en hann.“
„Frændi kærir sig ekki um kastið;
hann metur miklu meira að vel sé leik-
ið á vellinum, og þar nær Georg sér
niðri,‘ ‘ svaraði Arthur.
„Hann er ekki betri en þú,“ tók
•Jim fram í. „Eg ætla að koma þér
að til að kasta undir eins og eg get
gert það án þess það veki hneyksli/ ‘
En Arthur kastaði ekki upp á það
bezta. Hinir tveir í flokknum, sem
köstuðu, byrjuðu svo vel, að það drógst
að Arthurs þyrfti við og þá voru báðir
liöggmennirnir komnir í höggfæri.
Arthur og Georg hafði verið skipað
langt niðri á vellinum. Næsti hnöttur,
sem sleginn var, hóf sig upp á yið, í
stað þess að þjóta með jörðinni að
takmörkum. Arthur og Georg þutu
þegar samtímis eftir honum.
Mörg þúsund augu horfðu á litla
hnöttinn, sem hringsnerist í loftinu,
og á því augnabliki var alt gleymt, líf-
ið og öll þess viðfangsefni gleymd, en
hugsað um þetta ei*tt: „Verður knött-
urinn gripinn?“
Arthur og Georg hlupu og höfðu aug-
un á knettinum. Hann var íiú kominn
sem hæst og tók að lækka. Niðri á
hinum jafna fleti ruddust þeir Arthur
og Georg sinn úr hvorri áttinni að
þeim stað, þar sem'Jjeir bjuggust við
að knötturinn mundi falla niður. Báðir
voru þeir óðir og uppvægir að grípa
knöttinn, því lokaúrslit leiksins voru
komin undir því. Arthur var að eins
nær og bæði hann og Georg hlupu eins
og ættu þeir lífið að leysa.
Áhorfendur störðu með öndina í
hálsinum og þögnin v^rð blátt áfram
ógeðsleg; en enginn hugsaði um það;
TRONDHJEHMæ
VÁTRYGGINGARFÍLA6, H.í-
Alls konar brimatrygginf*!!
AC&lanmboCsmaðnr
Carl Finsðo,
Skálholti, Reykjavík.
8krifstofut. 5%—6% sd. T»l*. 811»
GUNNAR EGILSON,
skipamiðlari,
Hafnarstræti 15 (nppi).
Skrifstofan opin kl. 10-4. Simi Wfn
Sjó-, Stríðs-, BninatrygginfW;
Talsími heima 479.
„SUN INSURANCE OFFIOS"
Heimsins elzta og stærsta vátrygg*
Ingarfélag. Tekur að sér »11» konas
brunatryggingar.
Aðalumbofsmaður hér t lanil j
Matthías Matthíauon,
Holti. Talsími 4»?»
BRUNATRT66IMG11,
sjó- og stríðsvátrygging»r.
0. Johnson <fc Kaabwt
DET KGL. OCTR.
BRANDA8SURA90I
Kaupmannahöfn
vátryggir: hús, húsgögn, alls konai
vöruforða o/ s. frv. gegn eldavoCa
fyrir lægsta iðgjald.
Heima kl. 8—12 f. h. og 2—4 «. k,
í Austurstr. 1 (búð L. Niels«n).
N. B. Nielsex.
allir höfðu hugann á öðru.
Þögnin var rofin, því einhver kall-
aði: „Þeir renna hvor á annan.“
Aðrir kölluðu og sögðu: „Þeir ætla
að koma hvor í veg fyrir annan.“
Svo virtist, sem Georg hugsaði hið
sama, því hann kallaði alt í einu: „Það
er þinn knöttur, Arthur!“
Arthur heyrði það og hljóp eftir
knettinum; hann horfði á hann og ekk-
ert annað. En Georg herti hlaupið og
kallaði snögt, ekki hátt, en greinilega
þó, og með áköfu blótsyrði: „Það er
minn hnöttur! Hægðu á þér, klaufinn
þinn!“
Yið þetta óp fipaðist Arthur; hann
leit af knettinum og á Georg. En hann
nam staðar með látbragði eins og vildi
hann segja, svo allir viðstaddir heyrðu:
„Þarna! Eg læt þér hnöttinn eftir, en
náðu í hann.“
En augnablikið, sem Arthur leit
af knettinum, varð þýðingarmikið-
Hann ætlaðist ekki lengur nákvæmleg®
rétt á hraða hans, og á næsta auga-
bragði féll hann til jarðar svö seI11
sex þumlunga frá fingurgómum*Arl'
hurs og valt áfram.
Hvaðanæfa heyrðust menn láta °a'
nægjtí sína í ljós. Jafnvel Jim ^ai
stairs, svo vingjarnlegur og góðlátlegur
sem hann var, fór um þetta hörðm»
orðum, og Robbs var eitt hros yfir Pvl’
að það var hann, sem hafði halt hepr
ina með sér þennan dag.