Morgunblaðið - 06.07.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1919, Blaðsíða 4
4 HOXtUWBLJLÐI* C E M E N T. m Framhald af .l. síðu. lieynivöllum, séra Einar Thorlacius í Saurbæ, séra Einar í Reykholti, *éra Eiríkur Albertsson á Hesti, péra Asgeir í Stykkishólmi, séra Tryggvi H. Kvaran á Mælifelli, og í>éra Björn í Laufási; ennfremur há- skólakennararnir: séra Sig. P. Si- vertsen og séra Magnús Jónsson og séra Friðrik Friðriksson; uppgjafa- prestarnir séra Skúli próf. Skúla- *on, séra Sigurður próf. Gunnars- son, séra Jón O. Magnússon frá Bjarnarhöfn, séra Jóh. L. L. Jó- hannesson og kandídat Signrbj. A. tiíslason. Þá sóttu og fundina tveir prestar frá Danmörku : Arne Möller og Haukur Gíslason og nutu fulls málfrelsis, kandídatarnir Lárus Arnórsson, Sig. O. Lárusson og Sveinn Sigurðsson og guðfræðis- nemendurnir: Arni Sigurðsson, Björn Oddsson, Hálfdán Helgason, Halldór Kolbeinsson, Magnús Guð- mundsson og Stanley Guðmunds- son. Sóttu prestastefnuna' þannig alls 40 prestvígðir menn auk bisk- ups og mun hún því hafa verið ein liin fjölsóttasta þrestastefna, sem hþr hefir verið haldin. • Fundarskrifarar voru þeir séra Friðrjk J. Rafnar frá Utskálum og séra Sig. Sigurðsson frá Hlíð. Kl. 2 síðd. setti hiskup fundiun í fundarsal K. F. U. M. með stuttu á- varpi til fundarmanna. Gaf því uæst yfirlit yfir helztu viðburði árs- ins og mintist látinna presta, séra Péturs Þorsteinssonar í Eydölum og uppgjafaprestanna séra Jakobs Björnssonar í Saurbæ og séra Lár- usar S. Halldórssonar á Breiðabóls- stað, svo og séra Jónasar kennara Jónassonar, og ]>riggja prestsekkna frú Elinborgar Friðriksdóttur, frú Guðrúnar S. Thorsteinsdóttur og frú Sigríðar Ó. Thordersen, eu séra Haukur Gíslason frá Khöfn flutti kveðju frá hinni dansk-ísl. kirkjunefnd og skýrði frá starfi sínu meðal landa vorra í Khöfn. Kl. 5 síðd. var aftur settur fund- ur. Fór þá fram hin venjulega út- hlutun styrktarfjár til uppgjafa- presta og prestaekkna (komu alls 6390.00 kr. til úthlutunar). Skýrði okknasjóðs (eign hans í árslok var hiskup að því loknu frá hag Prests- kr. 35964.11) og gjöfum til hans á liðnu ári (alls kr. 410.03), jafn- framt því sem hann hvatti presta til að minnast hans með ríflegum tillögum eftirleiðis. Enn fremur skýrði hann frá samskotum til Hallgrímskirkjunnar. Með því, sem afhent var á prestastefnunni sjálfri, höfðu alls gefist kr. 3757.15 (aðal- lega úr 6 prófaátsdæmum). Þá flutti sr. Gísli Skúlason er- indi um launakjör presta og benti á gallana, er væru á prestslauna- lögunum frá 1907, svo algerlega úr- elt sem þau væru nú orðin, sér- staklega þar sem allar lífsnauð- synjar hefðu hækkað svo gífurlega í verði. Eftir nokkrar umræður Var nefnd kosin til að konia fram með tillögur í máli þessu, og hlutu kosn- ingu þeir séra Gísli Skiilason og prófastarnir Eggert Pálsson og Guðm. Einarsson. Kl. 8Y2 flutti sr. Friðrik Frið- riksson fyrirlestur í Dómkirkj- unni: „Hin fullkomna hugsjón lífs- ins“. Föstudag kl. 9 árd. hófst fundur að nýju með stuttri bænagerð. Biskup lagði fram skýrslu um messugjörðir og altarisgöngur á liðnu ári. Höfðu messur orðið nokkru frerri eu árið áður vegna hins mikla frostakafla á öndyerðu ári og spönsku veikinnar um haust- ið. Aftur hafði tala altarisgesta aukist nokkuð frá' árinu áður. Þá skýrði biskup frá hreyfing þeirri, sem vakist hefði til efling- ar og samviunu og samúðar með þjóðkirkjum Norðurlanda og frá kveðjusendingum, sem farið hefði milli Norðurlandakirknanna og liinnar íslenzku. Gat hann þar á- formaðrar sendingar sendinefnd- ar frá Svíþjóð til að flytja íslenzku kirkjiuini heillaóskir sænsku syst- urkirkjunnar í tilefni af fullvéldi íslands, sem þó hefði orðið að fresta til næsta sumars (1920) og las upp afar hlýlegt ávarp til íslenzku jkirkjunnar frá erkibiskupi Svía. En sérstaklega skýrði hann frá hinni dönsku nefndarsetningu til eflingar samvinnu og frekari við- kynningú með donsku og íslenzku kirkjunni. Gerði biskup grein þess starfs, sem sú nefnd hefði int af hendí, sérstaklega þó aðalforgöngu- maður þess, séra Þórðirr Tómassou í Horsens, og las upp fagurt kvæði eftir hann til íslenzku kirkjunnar. Þá flutti séra Arne Möller rælti- legt erindi, er hneig að samá efni, jafnframt því sem hann sérstaklega gerði grein fyrir starfsemi Dansk- íslenzka félagsins og tilgangi þess: að efla lifandi samúðarband með Islendíngum og Dönum,- \'ar ræðu- manni þakkað hið skðrulega og einkarhlýlega erindi hans og spunn- ust út af því fjörugar uuiræður, sem þó einkum hnigu að fram- kvæmanleik hinnar kirkjulegu sam- bands-hugsjónar. Voru allir á eitt sáttir um hve gagnlegt það gæti orðið íslenzkri kristni, ef takast mætti að koma hinni fögru hug- sjón í framkvæmd, en drógu hins vegar ekki dul J\ erfiðleika þá, er hér væri við að stríða. Sérstaklega var til nefndur efnaskortur ís- lenzkra presta. Þar gaf einkanlega séra Brynjólfur Magnússon úr Grindavík átakanlega lýsingu á ])eirri efnalegu kreppu, sem ýmsir íslenakir prestar ættu við að stríða og sýndi fram á hversu hún yrði til að drepa allar göfugar hugsjón- ir margra þeirra jafnskjótt og kæmi út í prestskapinn og — bar- áttuna fyrir fátæklegri tilveru ]»eirra. Að endingu var sam]»j?kt að senda séra Þórði Tómasson í Hor- sens svohljóðandi skeyti: „Hin íslenzlca prestastefna, samankomin í Reykjavík, seiulir yður og um yðar hendur hinni dansk-íslenzkn kirkjunefnd inni- lega kveðju og alúðarþökk fyrir starf yðar og nefndarinnar til eflingar samvinnu og samúðar- þels með hinni dönsku og ís- lenzku kirkju. Guð láti það starf bera góðan árangur.“ Kl. 414 síðdegis var fundur sett- ur að jiýju og var þá til umræðu endanleg stofnun hins íslenzka prestafélags. Var ieftir allmiklar umræður samþykt með fáum breyt- ingum frumvarp það til laga fyrir telagið, sem bráðabirgðastjórnin hafði samið og sent út um land á næstliðnum vetri, því næst gerð grein fyrir störfum félagsins, lagð- ir fram reikningar þess fvrir liðið ár, og.síðan kosin stjórn þess. Hlutu kosningu þeir: præp. hon. sr. Skúli Skúlason, docent Magnús Jónsson, prófastur Arni Björnsson, prófessor SigurðurP.Sivertsen og annar prestur við dómk.sr.Bjarni Jónsson. Endurskoðunarmenn voru kosnir þeir sr. Friðrik Jónasson Rafnar og præp. hon. sr. Sig. Gunnarsson. Kl. 8% flutti prófessor Sig. P. Si- vertsen erindi í dómkirkjunni um i annsókn trúarlífsins. Laugardagsmorgun kL 9 var aft- ur settur fundur að aflokinni stuttri bænargerð. Flutti þá biskup erindi: F y 11 i n g g u ð 1 e g r a r opinberunar. Því næst talaði sr. Bjarni Jónsson um helgi- dagavinnu og v e r k a l ý ð- i n n, með hliðsjón á bréfi, sem hón- um hafði borist um það efni frá. einum verkamanni hér í bæ. Eftir allmiklar umræður var samþykt svohljóðandi tillaga u „Prestastefnan lýsir gleði sinni yfir því, að áhugi er vaknaður hjá verkamönnum fyrir því, að helgidagarnir séu betur friðaðir en nú er raun á og telur kirkjan sér ljúft að styðja að ]>essu máli með* verkalýðnum og kýs í því skyni þrjá fulltrúa til að ræða mál þetta við hann.“ Til fulltrúa voru kosnir þeir dr. Jón Ilelgason biskup, sr. Bjarni Jónsson og sr. Fr. Friðriksson. Loks flutti prófastur Guðm. Ein- arsson sem málshefjandi tölu um s t o f n u n barnauppeldis- li e i m i 1 a. Eftir nokkrar umræð- ur samþykti prestastefnan svo- /hljóðandi tillögu: „Prestastéfnan telur mjög nauðsynlegt, að komið sé hið' bráðasta á fót barnauppeldis- heimilum fyrir kaupstaði og sjáv- arþorp og leyfir sér því að lieið- ast þess, að hið háa alþingi veiti á næstu fjárlögum hæfilegan styrk karli eða lconu, ér fari ut- an til þess að kýnna sér slík upp- eldishæli á Norðurlöndum og komi síðan fram með tillögur um, hvernig þeim skuli hagað hér lijá oss.“ Kl. 4^/2 var settur síðasti fundur prestastefnunnar að þessu sinni. Aðal-umræðuefni fundarins voru launakjör presta. Nefnd sú, er kos- in hafði verið til að athuga það mál, kom fram með álit sitt og bar upp. nokkrar breytingartillögur við fæst 1 flestnm Yerslunnm. launafrumvarp stjórnarinnar, ogr voru ]iær allar samþyktar. Síðan mintist biskup á 200 ára dánarminning Jóns biskups Yída— líns á næsta ári og mæltist til þess að prestar gengjust fýrir samskot- um í söfnuðum sínum til þess að heiðra minningu hans og reisa hon- um minningarstyttu við dómkirkj- ima. Var þeirri málaleitun mjög vel tekið. Enn fremur óskaði biskup með- mæla prestastefnunnar með fram- kominni beiðni til alþingis frá Hólssöfnuði í Bolungarvík um að gera Bolungarvík að sérstöku' prestakalli. Samþyktu fundarmenn að mælt yrði sem bezt með því. Að lolcum talaði biskup nokkur kveðjuorð til fundarmanna, þakk- aði þeim fyrir góða fundarsókn og óskaði þeim góðrar lieimkomu. Var ' ]>á flutt bæn og sálmur sunginn og því næst fundi slitið. / O A G B O K Alþingi. Fundur í sameinuðu þingr hefst kl. í) í fyrramálið. Verða lfklega margir fundir í deildunum þann dag. Fiskiþing stendur ýfir hér í hamuin þessa dagaua. Eru inættir margir full- trúar utan af landi. ,,Two Gabies Gigareltur“ ciu ounai ni ur breinu Virginia looaKi, cuuk i «tnaldi ouuui, sem pær pekkja. Keynió pxr«. Fást hjá LEVjí og víðnr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.