Morgunblaðið - 06.07.1919, Síða 6

Morgunblaðið - 06.07.1919, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirgefning Eftír Guy de Maupassant. Hún hafði verið alin upp hjá fólki, sem ekki hafði neitt samneyti við aðra og var mjög' ómannblend- ið. Slíkt fólk veit í rauninni ekkert um það sem gerist í stjórnmálum, enda þótt stjórnmálin heri oft á góma yfir borðum. Því að stjórnar- skifti og stjórnbreytingar eru því svo óviðkomandi, að um-þær er tal- að líkt og löngu liðna atburði, svo sem aftöku Lúðvígs 16. og fall Na- poleons. Yenjur breytast á stuttum tíma og hver tízkan rekur aðra, en um þ að er ekkert skeytt á þeim heimil- -jtilia nt'uoA uipj.oio.t raas jt!<[ ‘ran 'praraq ratocj t! ^ifð^s pt.itpja jo gi!([' Og þótt eitthvert hneiksiismál komi upp í nágrenninu, þá kemst'sagan um það aldrei lengra heldur en að dyrum þess heimilis. Það getur þó verið að húsbóndi og húsfreyja tali fáein orð um það sín á mílli, þegar aðrir heyra ekki til, en þau tala þá í hálfum hljóðum — því að veggirnir hafa jafnvel eyru. Hús- foóndi varpar öndinni og segir: ‘ ‘ Hefurðu heyrt um hið sorglega atvik, sem komið hefir fyrir Rivoil fjölskylduna?” Og konan svarar: “Hvern skyldi hafa órað fyrir slíku? Það er óttalegt.” Börnin fá ekki að vita neitt um .þetta og þau alast upp í blindni, «þekkja ekki ranghverfu lífsins. ivita það ekki að menn tala öðruvísi heldur. en þeir hugsa og breyta bðruvísi en þeir tala. *Þau vita það •ekki að yfir þeim vofir ófriður, eða ,að minsta kósti vopnaður friður, við mannkynið, hafa ekki hugmynd um það, að þeir einföldu eru altaf -dregnir á tálar, þeir hreinskilnu hafðir að spotti og illa farið með þá sem góðir eru. Sumir ertt svona blindir og auð- trúa fram í dauðann, svona hrein- lyndir og hrekklausir, að ekkert getur opnað augu þeirra. Aðrir verða raunamæddir og þunglyndir og deyja í þeirri trú, að þeir hafi verið leiksoppur grimmra forlaga og óhamingju og lent í Mónum á ótrúlega slæmum mönn- um. Savignols-hjónin giftu Berthu -dóttur sína þegar hún var átján ára gömul. Maður hennar hét Georg Baron, ungur fjármálamaður frá París. Hann var fríður sýnum, vel mentaður og kurteis og hafði á sér gott orð. En inst í hjarta sínu hafði hann heldur ömun á tengda- foreldrum sínum og í hóp kunn- ingja sinna kallaði hann þá “þessa hlesSaða gömlu steingerfinga ” sína. Hún kyntist borginni ekki neitt, þekti ekkert samkvæmislífið,skemt- anir og yenjur höfuðstaðarbúa — undirferli þeirra og leyndardóma. Hún hélt altaf kyrru fyrir heima «g þekti tæplega annað af borginni «sn götuna sem hún bjó í. Og þá sjaldan hún hætti sér inn í aðra borgarhluta fanst henni, sem hún hefði ferðast óraveg um einhverja óþekta borg. Og þá varð henni venjulega að orði á kvöldin við mann sinn: “Eg hefi ferðast á Boulevörðun- ttm í dag. ” Tvisvar eða þrisvar á ári fór mað- ur hennar með hana í leikhús. Hún gleymdi aldrei þeim kvöldum. Og hún gat talað um þau lengi, lengi á eftir. Stundum var það jafnvel þrem mánuðum síðar, að hún fór alt í einu að hlæja yfir borðum og mælti: “Manstu eftir leikandanum, sem var búinn eins og hershöfðingi og galaði eins og hani?” Hún átti enga vini nema tvær fjölskyldur, sem hún kallaði jafnan “þau Martinets” og “þau Miche- lins”. Maður hennar hagaði sér eins og honum sýndist, kom ekki heim fyr en honum sýndist—stund- um ekki fyr en í dögun — og bar ]>á jafnan við annríki. En hann gerði þó sjaldan grein fyrir ferðum sínum, því að hann vissi vel, að al- drei mundi nein tortrygni vakna í hinni saklausu sál konunnar. En einu sinni fékk hún nafnlaust bréf. Hún var sem þrumulostin — hún var' of einlæg til þess að skilja hve ósæmandi það er, að senda upplýs- ingar, án þess að láta nafn síns getið. Og hún gat ekki annað en fest trúnað á bréfið, því að sá sem sepdi, kvaðst gera það vegna þess að hann vildi henni vej og væri sannleikselskandi. Þetta bréf skýrði henni frá því, að maður hennar hefði í tvö ár haldið við aðra kpnu — unga ekkju, frú Rosset að nafni — og að hann væri hjá henni á hverju kvöldi. Bertha vissi ekki hvernig hún átti að leyna sorg sinni, og ekki datt henni heldur í hug að njósna um bónda sinn. Og þegar hann kom heim til miðdegisverðar, fleygði hún bréfinu á borðið fyrir framan hann, fór að hágráta og flýði til herbergis síns. Hann hafði nægan tíma til þess að íhuga hvernig komið var og hverju ætti að svara. Hann barði að dyrum hjá konu sinni. Hún lauk undir eins upp hurðinni, en þorði ekki að líta framan í hann. Hann brosti, tók sér sæti og setti hana ó kné sér og mælti: “Pllsku barnið mitt, það er alveg satt, að eg á vipkomt, sem heitir frú Rosset. Við höfum þekst í tíu ár og eg hefi mikið álit á henni. Og eg skal bæta því við, að eg þekki fjölda annara manna, sem eg hefi aldrei nefnt á nafn við þig, vegna þess að eg veit að þú kærir þig ckk- ert um sanikvæmislífið nc nýja kunningja eða neins konar skemt- anir. En til þess að koma slíkum ásökunum sem þessum fyrir kattar- nef,þá vil eg að þú búir þig að lokn- um miðdegisverði og komir með mér til þessarar konu. Eg er viss um það, að ]iið verðið fljótt ágætir vinir. ’ ’ Hún faðmaði mann sinn innilega og afréð það þegar að fara á fund þessarar konu, sem hún var þó ekki afbrýðissöm út af, þrátt fyrir alt. Hún fann það ósjálfrátt, að ef maður veit af hættu,þá er það sama sem að vera henni viðbúinn. Hún kom inn í lítið, en smekklega búið anddyri á fjórða lofti í fallegu húsi. Þau urðu að bíða í einar fimm mínútur í setustofunni, þar sem rökkur var inni vegna þess hvað gluggatjöldin voru þykk. Svo opn- uðust dyr og dökkhærð, lág og heldur feitlagin kona kom inn, bæði undrandi og brosandi. Georg kynti þær. “Konan mín—frú Julia Rosset.” Unga ekkjan rak upp hljóð af undrun og gleði og hljóp á móti gesti sínum með opna arma. Hún hafði ekki vænst slíkrar ánægju, sagði hún, þar sem hún vissi það, að frú Baron heimsótti aldrei neinn rnann, en sér þætti ákaflega vænt um Georg (hún nefndi hann Georg á sama hátt og hún væri systir hans), og sig hefði langað ákaflega mikið til að kynnast konunni hans og verða vinkona hennar. Eftir njánaðartíma voru þær óað- skiljanlegir vinir. Þær hittust á hverjum eijjasta degi og stundum tvisvar á dag', og snæddu saman á hvcrju einasta kvöldi, heima hjá livor annari til skiftis. Og nú var Georg sjaldnast að heiman og tal- iaði aldrei um annríki. Hann sagð- jist hafa rnesta ánægju af því að vera heima hjá sér. Að nokkrum tíma liðnum varð laus íbúð í húsinu þar sem frú Ros- set átti heirna og frú Baron flýtti sér að leigja þá íbúð til þess að geta verið hjá vinkonu sinni og hitt hana miklu oftar en endranær. Svo liðu tvö ár og enginn skuggi ■féll á vináttu þeirra, sem var svo einlæg og rótgróin sem mest mátti verða. Bertha gat tæplega talað um nokkurn skapaðan hlut, án þess að minnast á Júlíu. 1 hennar aug- um var Júlía fyrirmynd allra kvenna. Hún var framúrskarandi ánægð, róleg og hamingjusöm. En eftir þessi tvö ár veiktist frú Rosset. Bertha veik ekki frá hvílu hennar. Hún vakti jafnvel sorgbit- in yfir henni á næturnar. Og bóndi hennár virtist óhuggandi. Það var einn morgun þá er lækn- irinn hafði komið að heimsækja sjúklinginn, að hann brá Georg og konu hans á eintal og sagði þeim það, að lítil von væri um það að Júlíu mundi batna. Þegar hann var farinn, fóru þau hjónin bæði að gráta. Og nóttina eftir vöktu þau baeði yfir sjúk- lingnum. Bertha kysti vinkonu sína innilega hvað eftir annað, en Georg stóð við fótagaflinn á rúminu og horfði án afláts á andlit sjúklings- ins. Daginn eftir leið henni ver. En undir kvöld kvaðst hún vera frískari og vildi ekki annað heyra, en að þau vinir sínir færu til her- bergi sitt til þess að sækja hatt sinn. verð. Þau sátu bæði í borðstofunni og snertu varla á matnum. Þá kom vinnukonan inn og færði Georg bréf. Hann opnaði það og varð ná- fölur, reis á fætur og mælti við konu sína og átti augljóslega bágt með að koma upp orðunum: “Bíddu mín! Eg verð að fara snöggvast. Eg kem aftur eftir svo sem tíu mínútur. Farðu ekki héð- an hvað sem fyrir kemur.” Og svo flýtti hanu sér inn í her- bergi sitt til þess að sækja hatt sinn Bertha beið eftir honum og var ekki rótt innanbrjósts. En vegna þess að hún var vön því, að verða við öllum óskum hans, vildi hún ekki fara á fund vinkonu sinnar fyr en hann kæmi aftur. Svo leið og beið og hann kom ekki. Þá datt henni í hug að fara inn í herbergi hans og gá að því hvort hann hefði tekið glófana sína. Á því gat hun séð hvort hann hefði þurft að fara í heimsókn. Hún sá glófana um leið og hún kom inn í herbergið. Og rétt hjá þeim lá samanböglað bréf sem hann hlaut að hi^fa fleygt þar í skyndi. Hún sá þegar, að þetta var sama bréfið sem Georg' þafði fengið yfir borðum. Óstjórnleg löngun — hin fyrsta sem hafði gripið hana á æfipni — knúði hana til þess að sjá hvernig stæði á hinni skyndilegu burtför mannsins. Samvizka hennar mót- mælti slíkri hnýsni en forvitnin varð þó yíirsterkari. Hún greip bréfið, slétti úr því og þekti undir eins rithönd Júlítt: “Komdu einn og kystu mig, elsk- an mín! Eg er að deyja. ” Fyrst í stað skildi hún ekki þetta. Hugsunin um það, að Júlía væri að deyja, bar alt annað ofurliði. En alt í einu rann sannleikurinn upp fyrir henni. Þetta bréf varp skæru Jjósi á líf hennar, birti henni hinn beizka sannleik og öll svikin og undirferlin, sem httn hafði verið beitt. Nú skildi hún fyrst hve grátt hún hafði verðið leikin, hvernig þau höfðu haft hana að fífli Hún sá þau í huga sér þar sem þau sátu saman hlið við hlið á kvöldin, lásu sömu bókina og horfð- ust í augtt í hvert skifti sem þau þurftu að fletta blaði. Og ómælanleg örvænting greip hið hrelda, saklausa og særða hjarta hennar. Rétt á eftir kallaði maður hennar á hana: “Kotndu fljótt. Frú Rosset er að deyja.” Bertha kom fram í dyrnar og mælti með titrandi rödd: “Farðu einn til hennar; hún kær- ir sig ckki um að finna mig.” Það kom á hann undrunarsvipuir og í örvæntingu sinní endurtók hann: “Komdu undir eins, eg segi þér satt að hún er að deyja.” Bertha svaraði: “Þú mundir heldur vilja að það væri eg.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.