Morgunblaðið - 05.08.1919, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.08.1919, Qupperneq 1
6. árgangur, 255. tölublað Þriðjudag 5. ágúst 1919 Isaloldarpr entsmið j a GAMLA BIO Töfrasjalið. Áhrifamikill og spennandi ástarsjónleiknr i 4 þáttum eftir Robert Heymann. Aðalhlutverkið leikur hin fræga italska kvikmyndastjarna Erna Morena. Pétur A. Jénsson OperasAngvari syugur í Birubúð næstkomandi miðv.dags-, föstudags-, og laugardagskvöld kl. 8! Jlý söngskrá. Aðgöngumiðar á kr. 3,50 og stæði kr. 2,50 seljast i Bókav. Sigf. Eymundssonar og Bókav. ísafoldar frá því í dag. Kvikmyndaleikararnir komnir til Reykjavikur. frá því er liann kom upp undir ís- lands strendur og eru leikararnir stórhrifnir af hinni íslenzku nátt- úrufegurð. Þeir komu með „Gullfossi í gær eins og' til stóð. Múgur og margmeni hafði safnast saman niður á bryggju til þess að taka á móti þeim, því að það er alveg nýtt í sögu þessa lands að hingað komi flokkur erlendra Gunnar Gunnarsson, skáld. kvikmyndaleikara. og eigi var mönnum minni forvitni á að sjá þetta fólk, þar sem það átti nú að fara að filma skáldsögu eftir ís- lenzkan höí'und. Yoru og fagnað- endanna, því að urn 800 „senur“ á að filnia. Yerða margar þeirra tekn- ar hér í Reykjavík, þegar leikar- arnir koma hingað aftur úr ferða- laginu. Með leikendunum er Guðm. Thorsteinsson listmálari og á hann að leika Ormarr Orlygsson, Gunnar Sommerfeldt ætlar sjálfur að leika síra Ketil og Gest eineyg'ða, frú Sommerfeldt leikur dönsku frúna á Hofi, Jacobsen leikur Orlyg, frú E. Jakobsen leikur Snæbjörgu, ung- frú Spang'feldt leikur Runu. í önn- ur hlutverk mun ekki skipað enn sem komið er. G. Sommerfeldt. r? 1 i v Frú Inge Sommerfeldt. d^veðjur borgarbúa eigi síður ætl- ar þeim, heldur en knattspyrnu- *en?°r8Unblaðið átti tal við leik' Urila á skipsfjöl og' spurði tíð- 1Qc,a. * , kveðin aaætlun111 er enn eigi á- 1 611 mihið starf bíður leik- Ungfrú Ingeborg Spangsfeldt. — Eg' var dnu snmi með Knud Rasmussen norðurfara norður í Finnmörk segir Sommerfeldt og þar var nokkuð svipað landslag og hér er, cn að eins eigi nándar nærri eins fagurt. hann er rithöfundur og var um eitt skeið blaðamaður hjá „Politiken* ‘. hr. Frederik Jacohsen, hr. Ove Kijhl, leikari hjá „Nordisk Films Co.“, hr. Louis Larsen Ijósmyndari Gunnar Gunnarsson og Guðm. Thorsteinsson. Hér í Reykjavík verður bætt við einhverjum leik- endum, en ekki er það þó ráðið enn liverjir þeir verða.-----• Sommerfeldt hefir í hyggju, að hafa hér upplestur þá er hann er kominn aftur úr ferðalaginu og lesa kafla úr skáldritum þeirra Björnsons, Ibsens, Drachmanns og Gunnars Gunnarssonar. StjórnmálaTiðskifti hefjast aftnr. „Daily Mail‘ ‘ skvrir frá því ný- lega, að brezka utanríkisráðuneyt- ið sé þegar farið að útnefna konsúla sem sendast eigi til Þýzkalands og að þeir muni innan skamms taka við störfum sínum. Þess mun og skamt að bíða, að sendiherrann verði útnefndur. — Stjórnin ætlar að greiða svo mjög sem unt er fyr- ir brezkum kaupmönnum með við- skifti í Þýzkalandi. Akademisk Boldklub. Christen Frihert. Sögu Borgarættarinnar hafa þeir Vald. Andersen og Gunnar Som- merfeldt „filmatiserað“ og verður það eflaust löng kvikmjmd og vandað verður til henuar eftir því sem föng' eru á. Meðal annars verð- ur sennilega að reisa hér kirkju í fornum stíl — kirkjuna á Hofi. Verður alt gert til þess sem unt er, að kvikmyndin verði eins íslenzk, bæði um leik og sýningarsvið, eins og hægt er. Gunnar Gunnarsson skáld er sjálfur með og mun gæta Frederik Jacobsen. Frú Elisabeth Jacobsen. þess að ekkert fari í handaskolum vegna ókunnugleika leikenda. Með ;þeim er og snjallasti „film“-töku- maður Norðurlanda, hr. Louis Lar- sen. Ma því vænta þess að myndin verði góð og raunveruleg. „Gullfoss1 ‘ fékk hið be^ta veður Louis Larsen. Og hann getur varla nógsamlega dáðst að fegurð Vestmannaeyja — svo mjög varð hann hrifinn af þeim Það má því nærri geta að hann hyggur gott til þess að ferðast um landið og fá tækifæri til að fá nátt úrufegurð íslands fyrir umgjörð að hinni stóru kvikmynd. I ferðamannahópnum er þetta fólk: hr. Sommerfeldt og frú og dóttir þeirra-, kornung og yndisle, telpa, ungfrú Spangsfeldt, fr Elizabeth Jacobsen, hr. Christen Fribert, gjaldkeri lsiðaogursins Þá eru þeir hingað komnir 1- þróttagestir vorir, sem svo mikið hefir verið talað um síðan í vetur, að það kom til orða að þeir kæmu hingað. Þeir koma seinna, en við var búist í fyrstu og liggja til þess ýmsar orsakir, en nú eru þeir komnir og fer nú í liönd aflraun milli íslenzkra knattspyrnumanha, sem aldrei hafa fengið færi á að reyna sig við útlendan flokk í íþróttinni, og knattspyrnufélags, jsem frægt er orðið á Norðurlönd- um fyrir frækilega framgöngu, og er sigurvegari yfir öllum dönsku knattspyrnufélögunum hinum. — Myndin hér að ofan er tekin af oeim flokki „Akademisk Bold- klub“, er sigurvegari varð á leik- mótinu í Kaupmannahöfn í vor sem leið. Keptu þar 8 knattspyrnu- félög og voru kappleikirnir tólf, sem A. B. liáði. Vann það 11 leik- ina, en tapaði einum, en það félag- ið, sem næst því gekk, vann ekki nema 8 leiki. Á kappmótinu gerðu A. B. 46 mörk, en 16 sinnuin kom knötturinn í netið hjá þeim. — í landskappleiknum við Svía 5. júní tóku þátt m. a. úr þessu félagi Sven Knudsen og Samúel Thor- steinsson. ' A. B. er úrvalsflokkur danskra knattspyrnumanna. En sem betur fer — liggur oss við að segja — sendir félagið ekki alla Eiuherja sína hingað. Flokkurinn, sem myndin sýnir, kemur ekki heill, heldur að eins nokkrir menn úr honum. En svo margir eru þar snjallir á meðal, að landiun hýst við miklum ósigri. Tveir miklir kapp- ar voru komuir áður, Samúel Thor- steinsson og Ernst Petersen. Og í gærkveldi komu þessir: Aaby, Bo- as, Bonde, Schwartz, Leo Frede- riksen, Graae, Edv. Hansen, Kier- ulff, Nyeborg, Scharff, Roshorg og Bendixen. Alt eru þetta hinir fræknustu knattspyrnumenn. Þeiin skal eigi lýst hér, því bæjarbúum gefst kost ur á að sjá „fótatak“ þeirra á í þróttavellinum strax í kvöld. Morgunblaðið hefir átt tal við Samúel Thorsteinsson um horf- urnar á úrslitunum. En Samúel fylgir þeirri gullvægu meginreglu. að fæst orð hafi minsta ábyrgð, og er sagnafár. Þó þóttumst vér verða þess áskynja, að Samúel teldi íslenzku knattspyrnumennina fyllilega eins fótfráa og þá dönsku En auðvitað brestur mikið á að leikur þeirra jafnist á við Daua sem ekki er að furða. Þó virtist Samúel ekki gera ráð fyrir ueiu um stórsigri af Dana bendi I aðal- kappleiknum. íslendingar hafa heldur aldrei gert sér vonir um að sigra — í þetta sinn. Þeir liafa fengið A„ B. hingað til að læra af þeim, svo þeir eti sigrað síðarmeir. Þeir fá reynslu, sem þá hefir vantað, og liún er svo mikils virði, að tilvinn- andi er að láta vinna sigur á sér fyrir hana, ekki sízt þegar sigur- vegarinn er jafn valiuii flokkur og sá sem hér á hlut að máli. Og ef einhverjir mjög ærukærir menn fara grátandi heim af kappleik með 10 mörk á bakinu en 0 í fyrir, þá verða þeir að liugga sig við, að íslendingar eiga líka virðing af ó- sigri, því að hinu megin var Samúel. Kappmótið — eða knattspyrnu- námsskeiðið mætti kanske eins vel kalla það, er á óheppilegum tíma, jví svo margir eru utanbæjar nú. En samt sem áður hlýtur að verða mann margt á íþróttavellinum næstu kveld. Því þar gerast merk- ari viðburðir en nokkurntíma hafa erst í íslenzkri íþróttasögu. Þar skapast forsendurnar að dóminum um, hvort íslendingar eigi fyrir höndum að verða duglegir knatt- spyrnumenn eða eigi. í gærkveldi þegar Gullfoss lagði að hafnarbakkanum, sungu dansk ir stúdentar „Eldgamla ísafold“ iLíklega liefir það QÍgi skeð síðan árið 1900, þegar stúdentaheimsókn- in danska var. Vér megurn minnast þegs, að förin hingað getur haft jýðingu fyrir fleira en knattspyrn una. Hingað er komin flokkur af uppvaxandi mentakynslóið sam- bandsþjóðar vorrar. Mikið er und- ir því komið að þessir góðu gestir geti notið ferðarinnar sem bezt og haft sem mesta ánægju af hexmi Vér efumst ekki um að allir menn vilja gjöra það sem í þeirra valdi stendur til þess að svo verði og von um að forsjónin leggi til gott veður, svo förin verði gestunum til gleði og ánægju. Stjórn íþróttasambands íslands bauð dönsku stúdentana velkomna hingað í Iðno í gærkveldi og hélt landlæknir Guðm. Björnsson kveðjuræðuna, en Leo Frederiksen hafði orð fyrir stúdentunum. Var þangað boðið ýmsum bæjarbúum þ. á. meðal mönnum þeim er hafa stúdentana fyrir gesti sína, meðan þeir dvelja hér. Siglufirði í gær. Aiar mikill síldarafli er hér, en jnjög misjafn. 10—15 þús. tunnur síldar munu hafa verið saltaðar á hverjum degi nú þrjá síðustu dag- ana. Yfirleitt veiða norsku skipin miklu meira heldur en hin íslenzku og hafa sum þau íslenzku enga síld fengið. Veiðin er langt sótt enn þá. Stöðugar þokur og rigningar eru hér og mjög mikil vandræði með >að að taka í móti síldinni ef veiðin helzt áfram jafn mikil og verið hef- ir, sökum fólksleysis og þrengsla í landi. NYJA BIO Pótur hepni. Ahriíamikill og efnisríkur sjón- leikur í 5 þáttum. Tekinn af Nordisk Films Co. Carlo Wieth, hinn góðkunni og þekti leikari, leikur aðalhlntverkið, — hlut- verk manns, sem eftir marg- víslegar raunir og andblástur hreppir æðsta hnossið — anð og ást. Gunnar Somrneríeldt, sem cú er hingað kominn með flokk leikara, og þektur er hér sem aðalleikar< i mörgnm góð- um kvikmyndum, hefir útbúið myndina. Þykir hann snjall og smekkvis i þeirri list. Sildveiðin. Magnús Arnason málari. Eins og menn muna, brá bami sér vestur um haf í fyrra sumar. Var ferðinni heitið suður til Chile og ætlaði hann að ganga þar á pent- listarskóla. En vegna ýmissa örð- ugleika gat hann ekki komist alla leið. Þó lagði hami ekki árar í bát, heldur fór vestur til Sah Francisco og gekk þar í haust á listaskóla (School of fine Arts). Þar hefir hann getið sér góðan orðstír. Hef- ir kennurum hans fundist mikið til um listgáfu hans og ástundun. Og nú í vor hlaut hann önnur verðlaun fyrir andlitsmynd, sem hann hafði málað rétt áður en skólanum var sagt upp- Sömuleiðis hlaut hann mikla viðurkemiingu fyrir frum- teikningar sínar (Sketches). Skóla þennan sækja varla aðrir en auð- mannasynir eða auðmenn, sem hafa úr miklu að spila. En Magnús hefir ekki auðinn að treysta á; hann verður að trúa á mátt sinn og meg- in, hann verður að vera sinnar eig- in gæfu smiður á listabrautinni og það eru miklar líkur til að þjóðin eigi þar efni í mikinn iistamann, þar sem Magnús er. Hann hefir í hyggju að ganga á þennan sama skóla að vetri ef efni leyfa; en nú í sumar ætlar hann að fá sér einhverja arðvænlega at- vinnu og var haun helzt að hugsa um að vera við járnbrautarlagn- ingu, nema því að eins að honum byðist nóg að mála. Hún er að vísu torfær, listabrautin, og auð- vitað ófær öllum, nema þeim, sem hafa bæði hugrekki og hæfileika til brunus að bera. En þetta hvort tveggja hefir Magnús, og þess vegna er vonandi, að hann komist að því takmarki, sem haiin hefir þegar sett sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.