Morgunblaðið - 05.08.1919, Side 2

Morgunblaðið - 05.08.1919, Side 2
2 M0R6UNBLAÐIÐ ,xfx, ,xfx. xtx xfx, xfx, xfx. f xfx, xfx. ,xfx. xVr xtx xfx. MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. Ritstjórn og afgreiðsla í Lækjargötn 2. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Kemur út alla daga vikunnar, að mánudögum undanteknum. Ritstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum) en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 1.60 bver cm. dálksbreiddar; á öðrum síðum kr. 0.80cm. Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði. 'yj'K VJx VJV 'i" >ix' Vjx' 'jrpK Vjx' ‘ ' ................—j; ......=■ Ymsir gætnir og gáfaðir menn eru nú sem fyr að spyrja, hvort ekki sé mannlegra að hafa þann merg í sér, að afnema þau til fulls, vinda þennan gagnslausa smánar- vef af þjóðinni. Og það er rétt að geta þess, að það er ekki til þess að hafa alt fljótandi í víni hér á landi, eða af ást á vínguðnum, að þetta er sagt. Heldur af hinu, að þjóðinni verði ekki gefið tilefni til að svíkja sín eigin lög ár eftir ár, og að hún þurfi ekki að brennimerkja sjálfa sig því einkunnar-orði, að lög hennar séu ekki sett til þess, að þau séu haldin. Annars er óþarfi að fjölyrða eða fjálgyrða um þetta áminsta frum- varp. Svo langt er ekki Alþingi íslendinga komið í vanhyggindum sínum, að það geri þetta að lögum Þó hnignun þess sé mikil frá því sem eitt sinn var, þá mun því þó aldrei detta í hug að samþykkja þetta einfeldnislega, barnalega kák Höfundar þess hafa auðsjáanlega eitthvað viljað gera, en gátu ekkert gert. því í þessu máli er ekkert hægt að gera til raunverulega bóta. Bannlögin eru ólæknandi og ná aidrei tilgangi sínum í þeirri mynd, sem þau nú cru í. Grímur. I. S. I. I. S. I. I. knaftspyrna við A. B. Kappleikur verður á Iþróttavellinum í kvöld kl. 8V2 cffieppQnáur: Knattspyrnufól. Vikingur og Valur úrvalalið úr báðum félögunum við Akademisk Boldklub frá Kaupmannahöfn. Dómari: Friðþjóíur Thorsteinsson. Allir bæjarbúar verða að koma á Iþróttavöllinn og sjá fyrsta kapp. leikinn við A. B. — Aðgöngumiðar að þessum kappleik kosta: Sæti . . . kr. 3.00 Önnur stæði . kr. 1.50 Pallstæði. . — 2.00 Börn. . . . — 0.50 A. V. Kaupið aðgöngumiða fyrir alla kappleikana, sem kosta að eins Sæti tölusett................kr. 10.00 Pallstæði....................— 7.00 Önnur stæði..................— 5.00 og þessu halda menn yfir alla leikana og sýna við innganginn. Styrkið íþróttamenn þessa bæjar með því að koma á íþróttavöllinn kvöld. llním rt Bitt þeirra frumvarpa, sem lagt hefir verið fyrir þingið, er frum- varp til breytinga á bannlögunum. (Sjá Morgunblaðið 31. júlí þ. á.) Er það langt mál og' mikið, í 13 lið- um og með fylgir sköruleg grein- argerð! Það er satt hezt að segja um þetta frumvarp, að það er fáránlega barnalegt. En þó ekki barnalegra en búast mátti við, þegar það á að fjalla um hætur á bannlögunum. Svo meingölluð lög verða aldrei annað en ólög. Ekkert frumvarp megnar að gera þau annað en það, sem þau eru: sjúkur, dauðvona bókstafur, þjóðinni til minkunar. Það skal ekki farið út í einstök atriði frumvarpsins- Menn geta sjálfir séð, að ekkert þeirra hefir í sér snefil af mætti til þess að verða bannlögunum að liði. Þvert á móti. Þó lögleitt verði aðflutningsbann á iimvötnum og hármeðulum þá er v í n i ð ekki gert útlægt úr landinu fyrir því.IIækkun sekta kemur held ur ekki í veg fyrir að þeir fái sér glas, sem alt af hafa gert það síðan bannið kom á og aldrei verið sekt- aðir. En frumvarpið sýnir enn þá einu sinni hve mikil vindhögg eru slegin, þegar á að fara að lappa upp á þessa götóttu flík. Mundi nokkur t. d. láta sér koma til hugar, að aðflutningsbann á ilm- vötnum og hármeðulum sé vegur til að bjarga bannlögunum við? Er nokkur svo skyni skroppinn að á- líta, að þessir vökvar hafi verið inönnum vínlind síðan aðflutnings bann á áfengi var lögleitt hér? Eða er verið að strita við að gera bann- lögin enn hlægilegri og einskisnýt- ari en þau eru nú þegar? Yfir höf- uð verður ekki séð, að nokkur skap- aður hlutur sé meintur með þessum og þvílíkum ákvæðum, annar en sá að segja eitthvað, reyna eitthvað, án alls tillits til þess hvert nokkuð sé mögulegt að gera til bóta. Og því verður árangurinn að eins sá, að enn fleiri illgresisþistlar verða græddir á þetta vesæla fóstur skammsýnna manna: bannlögin. Raunar kom engum á óvart, að þingið mundi eitthvað leggja til þessara mála. Það er farið að sjá það, að þessi lög þesS eru einskis- nýt og verri en einskisnýt. Og svo langt er nú komið fylgisleysi þeirra að þeir, sem eitt sinn voru með þeim, þeir líta nú á þau með and- stygð. Gervöll þjóðin sér, að hér er komið út á það kviksyndi, sem á- byrgðartilfinning og sómi þjóðar- innar er að sökkva ofan í. Bann- lagabálkurinn er að verða að átu- meini á þjóðinni. Fiume. Morgunblaðið of stðrt Italslt herskip skftar á franska hermenn. Franska stjórnarblaðið „Le Temps“ hefir nú nýlega flutt all- ítarlega skýrslu um óspektirnar í Fiume og segir þar meðal annars svo: Fyrstu óspektirnar hófust 2. júlí Þá lenti frönskum hermanni í rifr- ildi við einn bcjrgarbúa og þótt deilan væri eigi um pólitík, tóku borgarbúar ummæli hermanusins óstint upp og álitu þau móðgandi íyrir sig. Þennan dag særðust 8 franskir liðsforingjar og 28 lier- menn. Frönsku hersveitirnar voru þegar lokaðar inni. í hermanna- skála sínum. Ulfúðin minkaði eigi næstu daga og borgararnir sýndu frönsku her- mönnunum hvað eftir annað fullan fjandskap. Hinn 4. júlí voru gerð- ar fimm árásir á frönsku hermenn- ina og særðust margir þeirra. Það yirðist svo, sem hin ítalska lögregla hafi eigi fyllilega rækt skyldu sína ítalski herforinginn Graziali stakk upp á því við franska herforingjan Lavy, að hann flytti lierlið sitt 10 kílometra út fyrir borgina, en franski foringinn setti þvert nei fyrir það. Alvarlegustu óspektirnar urðu hinn 6. júlí. Múgurinn réðist á fvopnabúr Frakka með skothríð, en vörðurinn svaraði með því að skjóta í móti. Þá hóf ítalska her- skipið „Dante“ skothríð á Frakka og sendi herlið í land og gerði það áhlaup á Frakka í félagi við múg- inn. í þeirri orustu féllu 9 Frakkar en 11 særðust. Daginn eftir tókst Savy hershöfðingja að koma á friði aftur og síðan hafa engar óspektir orðið.------ Merkilegast við þessa skýrslu er það, að ítalst herskip skuli hafa tekið þátt í bardaganum gegn hin- um „frönsku bræðrum“. Og það er eigi að vita nema það tiltæki dragi dilk á eftir sér, því að nefnd hefir verið skipuð til þess að rannsaka málið. --------0- í gær fékk afgreiðsla Morgun- blaðsins tilkynningu um það frá pósthúsinu að brot blaðsins væri of stórt til þess að það yrði flutt með landpóstinum. Það munar um 4 centímetrum á stærð blaðsins brot- ið í helming og því sem póstlögin ákveða um brot blaða yfirleitt, þau er flutt eru með landpóstum. Morgunblaðið er orðið of stórt fyrir póststjórnina og þá, sem báru gæfu til þess að gera póstlögin úr garði. Blaðið, sem hóf starf sitt fyrir 5% ári — og byrjaði þá í smáum stíl — er vaxið sjálfri póst- stjórn hins fullvalda ríkis, íslandi, yfir höfuð. Yér höfðum getað trú- að því að vér á 5 árum hefðum vaxið póstlöggjöfinni yfir höfuð, en sjálfri póststjófninni — því hefðum vér ekki búist við. Nú eru góð ráð dýr! Vér skulum þó undir eins friða hinar mörgu þúsundir lesenda blaðsins með því, að vér höfum ekki í hyggju að minka stærð blaðsins. Póststjórnin Futurismi (Yngsta listastefnan.) Það er ekkert vafamál, að hing- að til íslands hafa ekki borist áhrif frá þessari yngstu listastefnu enn. Sennilegast hafa fæstir heyrt hana nefnda. Nýjar stefnur í listum og vísindum eru alt af heldur lengi að berast út á þennan hala veraldar. Við verðum fyrst varir við öldurn- ar, þegar faldurinn er sprunginn og í afturför þar, sem hann reis fyrst upp. Allar listastefnurnar höfum við vanalegast fengið kóln- aðar og þyntar, aidrei fengið að njóta fyrsta eldsins sem skapaði þær og bar þær uppi. En eitt af dá- semdum lífsins er það að geta alt af verið á faldinum á hverri öldu, hverri nýrri hrönn sem rís á hafi mannsandans. Við vitum að inn í >ær sogumst við fyr eða síðar. Eng- in stefna síðari alda hefir gerlega ;'arið fram hjá okkur. En við höf- um oftast lent í hjaðnandi froðunni Sjaldan eða aldrei borist á toppn- um. — Menn yfta vanalega öxlum yfir því, þegar minst er á nýja lista- skal verða að flytja blaðíð, eins og hingað til, til manna vísvegar uin landið með hverri póstferð sem fellur, inn á heimilin hver sem þau eru, upp í Mosfellssveit jafnt og á nyrsta bæ á Langanesi. Því alstað- ar er blaðið haldið. Lesmálið skal ekki minka, heldur vonum vér að það verði enn meira þegar blaðið er orðið 10 ára. Fyrir nokkrum árum mátti eng- inn reisa hús hér í bæ, er væri hærra en tvær hæðir — af því að brunastigarnir voru ekki nógu háir! Engum datt í hug að smíða hærri stiga. Nú kemur póststjórn- in og segir að Morgunblaðið verði að minka — af því póstkoffortin eru of lítil!! Vér sjáum í svipinn ekkert ann- að ráð en að smíðuð verði stærri koffort — og vér skjótum því að hlutaðeigendum að líklega væri hyggilegra að hafa þau dálítið við vöxt. stefnu. Og ekki ininst hér á voru landi, Islandi. Mönnum er svo und- gjarnt að líta svo, að hafi manns- andinn einu sinni lagst í einhvern farveg, markað sér ákveðna braut, beint athygli sinni að sérstökum viðfangsefnum, þá eigi hann að lifa þar um aldur og eilífð. Troða alt af sama stiginn. En andi mannsins er nú skapaður þessi óþreytandi, eilífi kannari og landnemi, sem alt af þarf nýjar veraldir að þeysa um, hærri himin og dýpri djúp. Og í raun og veru ætti mönnum að finn- ast mikið til um hverja nýja öldu, sem reist er. Því á meðan er manns- andinn skapandi. Og sköpunareðli hans er eitt af skýrustu guðdóms- einkennum lians. — En nú, þegar Futurisminn er bráðum búinn að lifa í 20 ár og hafa stórkostleg áhrif í bókment- um, málverkalist og tónsmíðum er- lendra þjóða, einkum Frakka og ítala, þá finst mér, að íslendingum geti ekki verið það vansalaust að vita ekkert um hann eða hafa alls ekki heyrt hann nefndan. Sú stefna sem búin er að sýna lífskraft sinn í mörgurn ágætum verkum, hún ætti að fa svo litla áheyrn jafn vel hér úti á íslandi. Og það því frem- ur, sem þetta er líklega allra ein- kennilegasta listastefna, sem nokk- urn tíma hefir runnið upp. Jafn einkennileg og eirðarlaus eins og alt heimslífið er nú. Hún er því vaxinn upp af sinni eðlilegu rót, er barn síns tíma eins og allar aðr- ar stefnur. Sjálft nafnið, futurisme, bendir á, hvað í stefnunni felst, hvert hiin leitar. ,,Futurum“ er framtíðin, ó- komni tíminn. Það mætti því, ef til vill nefna liana framsæis- stefnu á íslenzku eins og real- ismen hefir verið nefndur raunsæis- stefna. Enda leitar hún að öllum yrkisefnum sínum fram undan og hatar alla dýrkun á liðnum tímum. Stefnan er því í sjálfu sér mótmæli gegn öllu fortímaloíi, öllu þessu, sem hefir verið. En dáir því meira alt, sem enn er ekki kornið. Sjóninni er allri beint fram. Höfundur framsæisstefnunnar, ítalska skáldið Marinetti, orti því sitt fyrsta futuriska kvæði sem mótmæli móti fortíðardýikun sam- tíðarinnar. Sömuleiðis Baecioni sitt fyrsta málverk, er heyrði þessari stefnu til. Og enn eitt skáldið, tón- snillingurinn Russalo, sitt fyrsta tónverk. Alt voru þetta mótmæli gegn aðdáun samtíðarinnar á liðn- uin tímum, horfnum mönnum og' föllnum hugsjónum. Þeir líta svo á, að sökvi listamaðurinn sér ofan í athugun og umhugsun um liðna tíina, þá verði hann bundinn í erfi- kenningar og mótist af gömlum hugsunum og unnum verkum. En fyrsta krafa framsæisstefnunnar sé að vera frumlegur. Hún eigi að koma fram með alt, sem er nýtt, djarft og óvanalegt. Áhangeudur hennar vilja syngja loísöngva til þeirra, sem unna hættunni og þeir ljóða þrekinu og dirfskunni lof- Hugrekkið, ofdirfskan og óeirð- irnar eiga að verá höfuðstraumarn- ir í skáldskap þeirra. Þeir halda því fram, að bókment- irnar hafi alt til þessa lofað mest svefninn, leiðsluna hreyfingarleys- ið. En nú vilja þeir hylla hið æsta skap, sótthitablandið svefnleysið, stormþeysinginn, stökkið inn í dauðanu, sársaukann af hneíahögg- inu. Þá heldur framsæisstefnan því fram, að heimurinn sé auðgaður af nýrri fegurð: fegurð hraðans. Og því sé þjótandi bifreið með stynj- andi sívalningum sínum, langtum fegurri en hreyfingarlaus stytta af sigurgyðjum eða öðrum köldum, dauðum verkum. Enginn fegurð sé til nema í baráttu, og því sé ekkert meistaraverk til, sem ekki skíni æst sál út úr. Skáldskapurinn eigi að vera óvænt og öflugt áhlaup á ó- þekta krafta til þes að knýja þá undir valdboð mannsins. Framsæis-skáldin þykjast standa á ysta bjargi aldarinnar. Og þeir líti ekki til baka. Þeir horfi fram á móti því ókomna og óþekta. Og' þeir nálgist það alt af, því þeir hafi skapað eilífan, ósigrandi hrað- an. Þá dá þeir stríðið — liið eina læknislyf lieimsins, eins og þeir nefna það. Sömuleiðis hernaðar- anda, lietjudáðir frelsisbaráttunnar hug,sjónir, sem hægt er að deyja fyrir. og fyrirlíta konuna. Þeir mundu helzt vilja eyðileggja öll söfn, vinna á móti allri siðfræði alt sem á einhvern hátt er arfur liðinna tíma. En þeir unna hinum mikla múg, sem verður að fallandi brimi við vinnu, skemtanir og byltingar. Og þeir falla fram og tilbiðja hið marg- lita, fjölbreytilega öldurót stjórn- arbyltinganna í heimsborgunum, eirðarlausar næturnar í hergagna- búrunum og vígstöðvum, annríkar járnbrautarstöðvar, verksmiðjur með himinháum reykháfum, eim- reiðarnar, fnæsandi á sporum sín- um eins og voldugir stálfákar, tign- arleg loftskipin, sem kljúfa loftið yfir höfðum þeirra. Yfir höfuð er hraðinn, eirðarleys- ið, aðaleinkenni þessarar stefnu. Marinetti náði líka þeim tökum á háttum og blæ kvæða sinna, að alt fanst vera á fljúgandi ferð einhver- staðar fram í ókominni tíð. Og hann varaðist að nota þau orð, sem hoiium fanst seinka takti kvæðis- ins. — í ítalíu, fæðingarstað sínum, hafa hugsjónir framsæis-stefnunnar breiðst mest út. Yngsta skáldakyn- slóðin hefir þegar tileinkað sér hana og skapað á grundvelli henn- ar þann skáldskap, sem ekki stend- ur á baki því fegursta í ítölskum bókmentum. En Frakkar liafa og líka tekið henni opnum örmum. Og því er spáö, að þesi listastefna muni leggja undir sig heiminn á stuttum tíma. Hver ný stefna gengur eins og regnskúr yfir löndin, döggvar mannsandann flytur konum ný þró- unarefni, lifir stutt og hrynur í rústir, sem önnur stefna rís upp af. Því öll veröldin er hrun og bygging. J. B. Stéttarhaft Hindúa. Á þeim jafnaðarréttistímum, scm sér nú lifum á, vekur það víst furðu manna að enn þá skuli stéttarhaft- ið vera til í heiminum, og það hjá jafn gamalli menningarþjóð og Hindúar eru. Löggjafar þeirra, sem uppi voru fyrir tugum alda settu þau ákvæði að hver maður skyldi stunda þann atvinnuveg er forfeð- ur hans höfðu, og hugðu þessa leið þá einu er varðveitt gæti ríkið frá upplausn. Samneyti manna við fólk úr öðrum stéttum var forboðið og lögð við þung hegning, og' fólk af sama þjóðerni var einangrað svo, að stærra djúp var staðfest milli t. d hermannsins og verkamannsins indverska, en Evrópumanns 0 g svertingja. Og' þetta liefir viðhald- ist alt til þessa dags. 1 gömlum ritum Hindúa segir, að Bramha sjálfur hafi ákveðið stéttarhaftið, um leið og hann skap- aði jörðina og lík erfikenning var einuig til í trú Fornegypta. — Brahminarnir, þ. e. prestarnir voru kendir við höfuð skaparans, og því æðsta stéttin. Kshatrizas, þ. e. her- memiirnir, sem voru mestir allra að vallarsýn og sterkastir, voru tald- ir skapaðir af herðum og hand- ieggjum Brahma og Vaisyas, kaup- mennirnir, er verzla skyldu með klæði, fæðu og' aðrar nauðsynjar voru skapaðir ur bol guðsins. Súdr- as, iðuaðar og verkamennirnir, sem vinna skyldu stritvinnu voru úr fótum skaparans. Sudras skiftist í marga flokka og var Pahrias þeirra lægstur. Lifa þeir í hinni mestu niðurlægingu og' sætta sig við að vera hundsaðir af öllu öðru fólki. Ef einhverjum úr öðrum flokki verður það á að snerta við Pharias, þá verður hami að hreinsast eftir,— eru boðaðar og viðliafðar margvís- legar siðareglur, svo haun verði jafng'óður aftur. Hver stétt hefir stjórn og lög út af fyrir sig. Það er mjög miklum erfiðleikum bundið að hafa ,,stéttaskifti“ og hcfir al- varlegar afleiðingar: Hindúi sem vill losna úr stétt sinni verður að yfirgefa konu ■ sína og börn hans viðurkenna hann eig'i föður sinn; þar að auki missir hann allar eigur sínar, sem ganga til skyldfólks hans og fyrverandi stéttarbræðra. Vilji „fráfallinn“ piaður komast inn í stétt sína aftur, verður hann að auðmýkja sig á ýmsa vegu og afplána yfirsjón sína. í hverri stétt er fjöldi ákvæða, sem einkenna þó stéttina, t. d. er það siður sumstað- ar að nota eingöngu hægri hendina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.