Morgunblaðið - 05.08.1919, Side 4

Morgunblaðið - 05.08.1919, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ I Vatnaskógi. Það voru ekki margir trúaðir á það, að verzlunarmannafélagið Merkúr mundi fá gott veður í skóg- arförinni 2. ágúst — og líklega hefir enginn treyst því nema fé- lagið sjálft. Og von þess verð sér ekki til skammar. í glaða sólskini lagði flotinn á stað út úr Reykjavíkurhöfn. „Skjöldur“ fyrstur, þá „Úlfur“, þá „Skaftfellingur“. Úti fyrir var vaggandi kvika og var því lík- ast sem maður sæti í ruggustól. Skipin veltu sér mjúklega og var sem þau stigu hægan vikivaka eftir hljóðfalli hornanna, er þeytt voru á stjórnpalli „Skjaldar“. Léttur blær lék um vanga manna og svefn- stúrin augu þeirra, sem morgun- svæfir eru, urðu tendruð af lífs- gleði. Það er ekki langt upp í Vatna- skóg. Miklu skemra en flestir hyggja ,er þangað hafa aldrei kom- ið. Meginþorri Reykvíkinga hefir ekki hugmynd um það hvílík nátt- úrufegurð er til skamt frá höfuð- borginni, þar sem er Hvalfjörður og Vatnaskógur. „Fátt hef eg prúð- ara litið“ kveður Þorsteinn Er- lingson um Hvalfjörð. Og undir það geta víst allir tekið, þeir er fjörðinn hafa séð. og VatOaskóg og Svínadalur! Hvar er fegurri sveit? f strjálfylkingu gekk ferðafólk- ið yfir hálsinn milli Hvalfjarðar- strandar og Svínadals. Hinum meg- in við þann háls er Vatnaskógur. En aumingja Reykvíkingarnir, sem sjaldan eða aldrei hafa séð annað en melana umhverfis höfuðstaðinn og hina uppblásnu og holdsveiku Mosfellssveit, urðu svo hrifnir er þeir hittu fyrir fyrsta skógarkjarr- ið, að þeir fóru ekki lengra. Þeim fanst þeir hafa himin höndum tek- ið, er þeir gátu setið undir laufg- uðu kjarri og andað að sér skógar- ilminum. Fæstir sáu Vatnaskóg í allri dýrð sinni. Það var ekki nema einstaka maður sem hætti sér svo langt. Þetta minnir mann á söguna um Garða-Óla og Garða-Stínu, sem voru ánægð er þau höfðu heyrt eina sögu og vildu ekki heyra fleiri. Reykvíkingar voru ánægðir er þeir komust í kjarrið. Skóginn kærðu þeir sig ekki um að sjá. Þeir héldu að þeir væru komnir í skóg. Frá rjóðri nokkru í skóginum berast dillandi hljómbylgjur yfir allan skóginn. Þar þeytir „Harpa“ hornin, en á regnvota grasinu stíg- ur æskulýðurinn fjörugan dans. Um allan skóginn bergmálar hlát- ur og raddkliður, þrunginn lífs- gleði. En golan þýtur í laufinu og það er eins og kræklóttar hríslurn- ar séu að hvíslast á, ósköp hljótt, og spyrja hver aðra hvað sé, á seyði — hvort heimurinn sé að farast Þrestir fljúga hræddir og hissa grein af grein, velta vöngum og eru svo fotviða á öllum þessum gauragangi höfuðborgarlýðsins, að þeir«hafa mist söngröddina. En um þétta runnana dansa ljóslitir blóm- álfar, fullir af keskni og hrekkj- um, eins og sjálfur Amor. Og hver veit nema þeir hafi sumir hverjir lagt ör á streng og hæft hjörtu sveina og svanna. Hver veit? Það líður að kvöldi. Enginn hef- ir tekið eftir því, að dagurinn hefir þrammað sinn venjulega seina gang út í hafsauga. Menn finna það fyrst er þeir eiga að hverfa heim aftur, hvað þetta hefir verið óum- ræðilega stutt stund. Hún hefir þotið hjá eins og elding. En það eru allir einum gleðidegi auðgari eftir en áður. Það er eftirtektarvert, að í þess- ari för voru flestir hinir sömu, sem voru í Vatnaskógsförinni í fyrra. Hvers vegna? Jú, það sýnir að eins að þeir sem einu sinni hafa farið þangað upp eftir vilja fara þangað aftur. En hví eru þá eigi farnar fleiri slíkar ferðir á hverju sumri? Það verður ef til vill gert er „Eim- skipafélag Suðurlands“ fer að halda uppi samgöngum hér um fló- ann. Það ætti að senda skip á hverj- um sumar sunnudegi upp í Hval- fjörð. Nógir munu fást farþegar. Órækja. -----o--- Alþingi. Pingfundir í gær. Neðri deild: Fyrsta mál á dagskrá af 15, sem þar voru, var frv. um um breyting- ar á 1. gr. tolllaganna. Frv. hafði orðið fyrir breytingum í e. d. og var til einnar umræðu. Einar Árnason hafði orðið fyrir fjárhagsnefnd og talaði með frumvarpinu í þeirri mynd, sem það kom í frá Efri deild Björn Stefánsson talaði á móti hækkun tóbakstollsins, en ^ildi leggja 40 aura toll á fíkjur döðlur og ávexti. Hafði breytingartillaga hans verið nokkuð á annan veg en kom fram í þessari mynd á fundin- ■um. Sá hafði orðið endir „koges“- málsins í Efri deild að 2 kr. tollur- var settur á hvern lítra. Jón Magn- ússon, Gísli Sveinson og Jörund- ur töluðu á móti tollinum og kváðu hann koma hart niður á efna litlu fólki. Gísli kvaðst koma fram með br.til. um afnám tolls á suðuspritti og lækkun á ilmvötnum úr 4 kr. niður í tvær. Framsögumaður taldi mjög varhugavert að gera breyt- ingar á frv., kvað það geta orðið til þess að E. d. sálgaði frv. Gísli Sveinsson andmælti því að Efri deild væru gerðar slíkar getsakir. Magnús Pétursson hélt fram suðu- sprittstollinum, kvað ranglátt að tolla þaun óinengaða en láta hinn vera tollfrjálsan. Fann hann að því að menn væru að koma fram með tillögur í málum fram á síðustu stundu. Hefðh nú þingfundir eigi verið haldnir í tvo daga, svo vor- kunnarlaust hefði mátt vera að koma fram með tillögur. Matthías andmælti því að slóðaskap væri til að dreifa. Manaði hann Efri deild til að fella frumvarpið ef því væri vísað aftur og gerðist mælskur. Sig. Eggerz réð mjög frá að gera nokkr- ar breytingar á frumvarpinu. Bjarni frá Vogi kvað það á allra vitorði að suðuspritt væri nær ein- göngu notað til drykkjar. Primus- arnir fengju ekkert nema steinolíu, væru hafðir með í ferðinni og kend- ir allir klækirnir. Gísli Sveinsson talaði aftur, aðallega um að ástæð- urnar til að afbrigði væru veitt. Enn talaði Magnús Pétursson og andmælti því að prímusar fengju stærri skamta af suðuspitti, en menn af ómenguðu spritti í lyfjum nfl. eina matskeið þrisvar á dag. Enn töluðu ýmsir menn um prím- usa, þingsköp og „koges“. Voru alls haldnar 20 ræður um þetta merka mál og þar við bættist athugasemd frá fjármálaráðherra að alt þetta suðusprittsstand væri leikur. Þetta var það viturlegasta sem sagt var í málinu. — Tillaga kom fram um að taka málið út af dagskrá en var feld og eigi náðist atkvæðamagn til að leyfa afbrigði frá þingsköp- um svo að tillaga Gísla um tollfrelsi söðuvökvans gæti komið undir at- ívæði. Tillaga Björns Stefánsson- ar var feld með miklum meiri hluta atkvæða og frv. samþ. óbreytt eins og efri deild hafði gegnið frá því, með 13 samhljóða atkvæðum. Um önnur mál urðu litlar um- ræður. Frv um gjald af innlendri vindlager,ð o. fl. fór til E. d. og sömuleiðis þingsál.till. um atvinnu- löggjöf. Frv. um landamerki, breyt- ing á lögum um lögreglusamþykt- ir, stækkun verzlunarlóðar á Sauð- árkróki, löggilding verzlunarlóðar í Grunnavík gengu til 3. umræðu möglunar og mótþróalaust. — Um sölu prestsetursins Hvanneyri til Siglufjarðar kaupstaðar urðu nokkrar umræður. Vildi Einar Arn- órsson láta vísa málinu til stjórn arinnar en það var felt með 13 :6, og málinu hleypt til annarar um- ræðu og allsherjarnefndar. — Frv. um breyting á bifreiðarlögunum sem komið er frá efri deild var vís- að til 2. umr. með 17 samhljóða at- kvæðum. Sex mál voru tekin út af dagskrá Dagskrár i dag. í neðri deild: 1. Frv. til fjáraukalaga 1918 og 1919; 3. umr. 2. Frv. um skoðun á síld; 3. umr. 3. Tillaga til þingál. um mat á •fóðurbæti; hvernig ræða skuli. 4. Forsætisráðherra svarar fyrir- spurn til landsstjórnarinnar um rekstur sýslumannsembættisins í Árnessýslu. 5. Frv. um breyting á lögum um aðflutningsbann á áfengi; 1. umr. í efri deild: Enginn þingfundur. Bandaríkjaþing og Wilson. Ley nisamningnr Þjóð rei ja og Japana. „Svartasta blaðið í sögu þjóðanna". Hinn 16. júlí varð hörð rimma í öldungaráði Bandaríkjaþings út af þingsályktuiiartillögu, er Lodge bar frám og fór í þá átt að kref jast jess, að forsetinn gæfi upplýsingar um leynisamning er Þjóðverjar og Japanar hefði gert með sér. Spanst ýmislegt út af þeim umræðum. Meðal annars mintist lýðveldis- maðurinn Norris á Shantung og gat þess, að ef þjóðabandalagið yrði endanlega stofnað án þess að greitt væri fram úr Shantung-málinu, þá væri það svartasta blaðið í sögu jjóðanna. Málinu lauk svo, að þingsálykt- unartillaga Lodge var samþykt og er það talinn einn af ósigrum Wil- sons í þinginu. Hefir honum áður jorrið þar fylgi nú upp á síðkastið. Veðrið í gær: Reykjavík: S.V. gola, hiti 9,1. : :safjörður: V. kaldi, hiti 7,5. Akureyri:. S.S.V. kul, hiti 12.0. Seyðisfjörður: S. kul, hiti 13,1. Grímsstaðir: S.V. st. gola, hiti 10,0. Vestma-nnaeyjar: N.V. kul, hiti 8,9. Þörshöfn, Færeyjar: S.V. kul, hiti 10.5 „Skjöldur' ‘ kom úr Borgarnesi í gær með fjölda farþega. Mun allur þorri jeirra hafa komið til þess að horfa á viðureign hinna dönsku og íslenzku knattspyrumanna. „Hans“ kom einnig að vestan í gær hlaðinn kolum, sem Ólafur G. Eyjólfs- son á og hefir látið vinna þar vestur á SkarðstrÖnd. Kolin eru mjög falleg að sjá. „Agathe“ fór fyrir skömmu til Nor- egs að sækja kolafarm fyrir landstjóm- ina. „Patrekur“ fór í gær til ísafjarðar og Sigluf jarðar með tunnur. Atvinnumálaráðherrann brá sér til Þingvalla annan ágúst. Þar sem sagt var frá því er flutninga- bifreið Nathan & Olsen rendi á fólks- flutningsbifreið og braut hana, láðist að geta þess, að það var ekki bifreið- arstjóri firmans, sem bifreiðinni stýrði heldur maður sem var að taka bifreið- arstjórapróf! Varð óhapp þetta til þess að hann fékk ekki skírteini, enda má fyr rota en dauðrota. „Gullfoss“ kom í gærkveldi kl. 8. Var hann alskrýddur flöggum er hann rann inn höfnina og var afarmikill mannfjöldi samankominn á hafnar- bakkanum er skipið lagði að. Meðal farþega voru gestir I. S. I. dönsku knattspyrnumennirnir: Helge Scharff, Aage Nyeborg, Brit Graa, Leo Frede- riksen, Erik Boas, Gunnar Haby, Ed- win Hansen, Harry Bendixsen, St. Kierulff, Chr. Bonde, Svan Rosborg og Elgaard. Enn fremur Kvikmynda- leikararnir frá Nordisk Film: Gunnar Sommerfeldt og frú hans og dóttir, frk. Spangsfeldt, frú E. Jaeobsen, Fr. Jacobsen, Ove Kijhl, Louis Larsen myndtökumaður og Fribert ráðsmaður þeirra, Gunnar Gunnarsson skáld, Guðm. Torsteinsson listamálari, Axel Tulenius og frú, frú Nielsen fram- kvæmdarstjóra, ungfrú Lilja Petersen Thurwald, frú Inga Newman og tvö börn hennar, frú Sigrún Bjarnason, Jón Sivertsen skólastj. Ólafur Proppé kaupm. Páll Skúlason stud. mag., Stefán Stefánsson kennari, Óskar Lárusson kaum. Oskar Clausen kaupm. A. Obenhaupt stórkaupm., Pétur M. Bjarnason, stórkaupm.Kr.Ó. Skagfjörð frú M. Grönvold, ungfrú Dóra Helga- son, ungfrú Ágústa Erlendsdóttir, Jón Guðmundsson frá Gufudal, Jón Féld- sted klæðskeri, Þórður Jónsson kaupm. Óli Ásmundsson múrari, Júlíus Guð- mundsson, A. Möller cand pharm. o. fl. Meulenberg prestur í Landakoti, sem hér dvaldi lengi, er væntanlegur hingað líklega með Botniu næst. Hann mun ætla að starfa hér framvegis. Markaðsverð á ánamaðki. Hann er nú seldur laxveiðimönnum á 5 aura hver — sama verð og væn ýsa kostaði fyrir 5—8 árum. — Hvað skyldi skip- pundið í maðkinum þá kosta? Kjötverðið. Fyrir nokkrum dögum var slátrað dilkum í sláturhúsinu. Kiloið af kjötinu var selt á — 6 kr.!— Björn í Grafarholti átti dýrin. Rausn. Þá höfðingjalund sýndi Ól- afur G. Eyjólfsson stórkaupmaður, að gefa verzlunarmannafélaginu „Merk- úr“ för „Úlfs“ til Saurbæjar á laug- ardaginn. Gerir hann það ekki enda- slept, að sýna verzlunarmönnum vin- áttu sína. Fjöldi félagsmanna eru gamlir nemendur hans, frá því er hann hafði stjórn verzunarskólans á hendi og þeir vita allir að slíkur höfðing- skapur og vináttubragð er Ólafi líkt. Bíll ter til Þingvalla í dag kl. 12. Nokkrir menn geta fengið far. Afgreiðsla hjá R. P. Levi. Kaupakona óskast strax á gott sveitaheimili nálægt Reykjavík, má hafa barn með sér. Uppl. á Laufásvegi 31. Sími 319. TE G6FÓD0R fjölbreyttasta úrval á landinu, er i Kolasundi hjá Daníel Halldörssyni. Ves^gfóóur janelpappi, maskinupappi og strig' fæst á Spitalastig 9, hjá Agústi Markússyni, Simi 675. Kaupakonu vantar mig nú strax i 4—5 vikur. c1 ©3. Ædtursson. — Simi 125 — Jarðarför konunnar minnar, Signýjai Ó!afsdóttur Hansen, á Jófríðarstöðum, fer fram næstkonmidi laugardag 9. ágúA og hef t með húskveðju kl. 12 á hádegi. Jófiiðarstððum í HafDarfirði, 4 ágúit 1919 Hinrik A. Hansen. Kartöflur fást í verzl. Elíasar S. Lyngdal Njálsgötu 23. Simi 664. Fasteignafél. Reykjavikur hefir fyrst nm sinn skritstofa hjá Gaðm, Gamalíelssyni, Lækjargötn 6 Askoranalisti tii undirskrifta um afnám húsaleigulaganna hið fyrsta að auðið er liggur þar frammi. Skorað er á húseigendur og aðra að snúa sér þangað í dag, vegua þess að það er seinasti dagurinn, sem listinn liggur trammi. Skrifstofan er opin frá kl. 9 f. m. til 9 e. m. Stjðrnin. Landakotsskólinn byrjar 1. sept. næstk. kl. f. h. Þeir scm ætla að stunda nám i Landa- kotsskóla að vetri, bæði eldri nemendur og aðrir, eru vinsamlega beðnir um að snúa sér sem fyrst til undiiritaðs eða St. Jósefssystranna i Landakoti. Skóla- og eldsneytisgjald verður sama og siðastliðinn vetur. Skóla- gjald greiðist minaðarlega fyrirfram. <3. Scrvaas, Hittist venjulega 11—1 og 6—8. Sími 42. 0 c t a g o n-þvottasápan. Bezta þvottasápan i bænum er hin fræga C o 1 g a t e s Octagon- þvottasápan. Reynið hana! Gæði og hreinsunargildi óviðjafnanlegt. Stórsala. Smásala. Verzlunin Gullfoss Sími 569. Hafnarstrœti 15. Vaktarastaða við Slippfálacjié er taus. ^UmsoRnir íepgist á sRrifstofu féíagsins Jyrir £ ág, Slippfélagið. Café Isíand verður lokað i kvöfd. — í. s. í. — Kaupamaður Drpnoír duglegur, góður að stjórna fólki, VI Gll&ll 1 einnig kaupakona, óskast strax. IP sem yilja selja aðgöngu- H á 11 k a u p 1 Upplýsingar í kvöld kl. 7—8 á miða að knattspyrnnleikj- Grettisgötu 10, uppi. ! nm A B., komi til Sigur- gísla Gnðnasonar hjá Zim- Góður reiðhestur sen sem fyrst í dag. til sölu með tækifærisverði. Uppl. Heimboðsnefndin. gefur Björgvin Ó. Jónsson, Laugav. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.