Morgunblaðið - 12.08.1919, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.08.1919, Qupperneq 1
6. árgangur, 261. tölublað Mánudag 12 ágúst 1919 Trú Ida Ttl. Jónssoti og Pétur JJ. Jönsson syngfa i Bárubúó þriéjuéagsfivoló 12 agúst Rí. ð1 tit ágóða fyrir Landsspítalasjóð Isfands. Aðgöngumiðar á kr. 3.50, stæði kr. 2.50, verða seldir í bókaveizl- unum Isafoldar og Sigfúsar Eymundssonar. 3 herbergi og eldhús eða heila Ijaeð óska barnlaus hjón að fá leigt 1. okt. næstk. Tilhoð merkt »A. G.< leggist inn á afgr. Morgunblaðsins sem fyrst. Superton (IV2 tons fiutuingabifreiðar) Ein óseld. Væntanlegir kaupendur finni mig að máli hið fyrssa. G. Eirikss. ----- GAMLA BIO hbhhb Meðal byitingamanna í S.-Ameríku Ahrifamikill og afarspennandi sjónleikur i 4 þáttum. AUur útbúnaður myndarinnar er hinn vandaðasti og leikin af 1. flokks ameriskum leikurum. Stjórnin segir af sér. Það kom fáurn á óvart, er það barst manh frá manni um bæinn í gærdag, að stjórnin hefði beðið um lausn. Svo mikið hefir verið mn stjórnarskifti talað síðan þing byrj- aði, að allir þóttust vita að eitthvað væri hæft í því, að stjórnin eða ein- hver hluti hennar mundi ætla að segja af sér. Það cr nú komið á daginn að Sig- urður Jónsson atvinuumálaráð- herra þegar í þingbyrjun tilkynti þinginu að liann vildi losna úr em- bætti og eftir því sem foísætisráð- herra heí'ir sagt, þar sem ekki hef- ir tekist enn .að fá þingmenn til þess að koma sér saman um annan mann í hans stað og' þar eð aðstaða þingsins til stjórnarinnar virðist vcra eittlivað breytt, þá tekur öll stjórnin nú það ráð að segja af sér. Forsætisráðherra seg'ir og að þar sem ófriðurinu sé nú á enda> sé eigi ástæða til að hafa samsteypuráða- neyti, ef hægt væri að mynda stjórn sem hefir flokks meiri hluta í þing- iuu. Hvað tekur nú við? Eins og flokksbrotin eru mörg í þinginu er liætt við að það vcrði erfitt að velja ráðhearaefnin. Þingmenn hafa ekki getað komið sér saman um valið á eiuum manni í stað Sig. Jónssonar og það er líklegt að samkomulagið verði ekki betra er velja á þrjá menn. Það er sagt í bænum að brytt lia.fi á nokkru ósamkomulagi innan stjórnarinnar um ýms mikilvæg mál og að það muni og hafa valdið því að stjórnin öll lcggur niður völd. Þingmenniruir fá nóg að gera þessa vikuna — og ef til vill fram í þá næstu líka. Alþingi. Breytiogartillogur. Refaeldið. Sigurður Stefánsson, Bjarni frá ^ °gi og Magnús Pétursson gera þa>r breytingartillögur við fruin- VilrPið um bann gegn refarækt, að þúð hljóði svo: ^rumvarp til laga um refaeldi. gr. Ef sýslunefnd leyfir, er ei*ilt uð ala refayrðlinga á tíma- bilinu frá 15. maí til 15. febrúar, en drepnir skulu þeir fyrir lok febrúarmánaðar. 2. gr. Sá, sem refi vill ala, skal kveðja hreppstjóra til að skoða hús þau og girðingar, er hann ætlar til geymslu refanna; telji hreppstjóri geymsluna örugga er eldið heimilt. 3. gr. Fyrir lok júlímánaðar skal sá, er refi elur, skýra hreppstjóra frá tölu eldirefa. Er hann hefir lógað refunum, skal hann sýna hreppstjóra belgina. Fyrir hvern ref er þá vantar á refatöluna, skal hann útlægur um 200 kr., nema ' hann sanni fyrir hreppstjóra, að ekki liafi refur sá úr eldi sloppið. 4. gr. Nú gefur sá er refi elur, hreppstjóra ranga skýrslu, og varð- ar það 500 kr. sektmn. — Með mál út af brotum gegn lögum þessum slcal farið sem almenn lögreglu- mál. 5. gr. Hcimilt cr refaeldi í eyjum og hólmum í sjó úti, ef sýslunefnd leyfir. 6. gr. Sektir allar samkvæmt lög- um* þessum renna í hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarsjóð, 7. gr. lög þessi ganga í gildi 1. marz 1920. Pjngfundir í gær. Neðri deild. Frv. um breytingar á vegalögun- um og frv. um konungsfé voru af- greidd til efri deildar umræðulaust. L'm landsbankalagafrv. urðu all- miklar umræður. Að þeim loknum var frv. samþykt til 3. umræðu með nokkrum breytingum. En miklu var þó slátrað af þeim breyt- ingartillagasæg, sem fram hafði komið, og kostað hafði mörg orð og merkilegar rökfærslur. Hæztaréttarfrv. reifði Einar Arn- órsson. Sig. Sig. hafði flutt brtt. um að fresta framkvæmd laganna þar til 1922, og talaði hánn fyrir henni „frá sínu sjónarmiði.“ E. A. andmælti samþingismanni síhum. Eh þá kom Gísli Sveinsson S. S. til liðs, og þótti Sigurði það góður fengur. En þeim félögum var aftur andmælt af forsætisráðherra og E. A. Vigurklerkur fylgdi brtt. Sig. Sig. af sparnaðarástæðum. Kallaði hann það „fullveldismont“, ef mál eins og þetta væri látið sitja fyrir nauðsynlegum fj^-veitingum til umbóta á atvinnuvegum landsins. Þá var málið tekið út af dagskrá ásamt öðrum málum, sem eftir voru á dagskránni. Efri deild. Þar gengu öll dagskrármálin um- ræðulaust gegn um deildina, nema frv. um viðauka og' breytingu á út- flutningsgjaldslögunum (síldartoll- urinu). Um það mál var allmikið rætt. Hélt Magnús Torfason langa ræðu móti hækkun á þessum skatti Andaði hvast á útnorðan móti fjár- málaráðherra og öðrum, sem börð- ust fyrir skattiuum. Var lionum andmælt af fjármálaráðh. 0. fl. Að umr. loknum var frv. og brtt. borið undir atkv. Var brtt, meiri hluta fjárhagsuefndar samþ. með 8 : G atkv., en samkv. henni á síld- artollurinn að hækka úr 2 kr. upp í 3 kr. í apríl næsta ár. En aftur var M. T. til huggunar samþykt brtt, hans um að bæta inn í útflutn- inggjaldi af ýinsum landbúnaðar- afurðum. Með þðssum breytingum gekk frv. til 3. umræðu, og datt þá alt í dúualogn í E. d. Dagskrár i dag. kl. 1 miðdegis. í efri deild: 1. Frv. um viðauka og breytingu á lögum um útflutningsgjald af fiski, lýsi, o. fl. 3. umr. (Ef deildin leyfir). 2. Till. um vegamál; hvernig ræða skuli. í neðri deild: 1. Frv. um hæztarétt; 2. umr. 2. Frv. um brúargerðir; 2. umr. 3. Frv. um takmarlcanir á rétti til fasteignaráða á íslandi; 2. umr. 4. Frv. um bann gegn refarækt; 2. umr. 5. Till. til þingsál. um útibú á Vopnafirði frá Landsbanka íslands frh. einnar umr. 6. Till. til þingsál. um bætur vegna skemda og tjóns af Kötlugos- inu; fyrri umr. 7. Till. til þingál. um eyðing refa ein umr. 8. Frv. um löggilding verzlunar- staðar á Mýramel; 2. umr. 9. Frv. um bæjarstjórn á Seyðis- firði; 1. umr. Námurannsóknir. Viðtal við Helga Her- mann námufræðing Helgi He nnami námufræðingur kom úr rannsókiiarferð sinni til Austfjarða á sunnudagskvöldið seint. Hittuin vér hann á götu í gær og spurðuin haim tíðiuda og um á- rangurinn af ferðiuni. Lét hann vel yfir heuni og setjum vér hér aðal- drættina eins og hann sagði frá. Eg fór með mótorbát héðan til Reyðarfjarðar í byrjun júlí. Gekk ferðin vel þótt skiprúm veri lítið, því veður var gott. og hefir verið svo alstaðar þar sem eg' hef ferðast þangað til nú. Þegar við komum í mynni Reyðarfjarðar komst eg í mótorbát frá Helgustöðum, sem var að koma úr róðri, og komst eg þaiinig á stöðvarnar án frekari tafa Á Helgustöðum dvaldi eg rúma viku, skoðaði silfurbergsnámuna og landið í kring og gerði slíkar mæl- ingar og athuganir, sem eg hafði tíma og tæki til. Það eru líkur til að töluvert sé eftir af silfurbergi í námunni og hún þess verð að hald- ið sé áfram með hana, en breyta verður vinslu-aðferðinni ef vel á að vera. Á meðan eg dvaldi í Reyðarfirði skoðaði eg meðal annars kolanám- una í Jökulbotiium við Holtastaði. Þar er töluvert af koliun, kola- myndanir í um 2ja metra þykku lagi, sem alt yrði að nema, en not- hæf kol eru ekki nema um 50 cm. að þykt, og kolin hér eru ekki góð. Frá Reyðarfirði fór eg til Seyðis- f jarðar. Skoðaði eg þar Hánefstaða- dalinn og Skálanessbjargið. í báð- um stöðum er svo lítið af kolum, að því er séð verður, að vart muni svara kostnaði að vinna þar eins og er, en boranir tel eg sjálfsagðar að gera á Skálauesi ef tæki fást, því þar eru kolin bezt það sem eg hef séð liér á landi. Er það bezta tegund brunkola og jafngóð slæm- um steinkolum, en sumstaðar liefir hraunhiti komist að þeim og' eru þau þar brend og ónýt. Kopar og járn í breunisteinssam- böndum fann eg víðast hvar í f jöll- um eystra, og' á einstöku stað í beinum samböndum við zeolita og væri því æskilegt að geta gert þar uánari rannsóknir. Súrar hraun- grýtistegundir fann eg á stöku stað og kísilsteina (ópala, jaspis, kalcedona, bergkrystalla o. fl.) víða. Frá Seyðisfirði fór eg til Horna- fjarðar og dvaldi þar í rúma viku. Skoðaði eg þar víða, bæði dali og' gil og einkum Vestra-Horn. Eins og kunnugt er þá er hornið jnyndað úr forngrýti, en alt miðbik þess er súrt en ekki gabbro eins og ætlun manna hefir verið. Forngrýti liefir fundist víða í Hornafirði að sögn, einkum inn af Hoffelli, en ekki komst eg svo langt að eg gæti skoð- Isat oldarpr entsmið j a Kveðjusamsæti fyrlr A. B. verður í Iðnó fðstudagskvöld þ. 15. þ. m. og hefst með borðhaldi kl. 6 síðd. Þeir sem ætla sér að taka þátt 1 samsæ inu, skrifi sig á lista er liggur frammi á skrifstofu Sigurjóns Pétur sonar, Hafnarstr. i5. Sími 137. Pyrir kl. 7 síðd. NYJA BIO að þar. Einnig var mér sýnt gabbro (basisk tegund) sem borist hafði undan jöklum niður á Breið,amerk- ursand. I Hornafirði er töluvert af brenni steinsmálmum, einkum í súrara grjótinu og þar sem það snertir basalt. En ekki verður þar greint án uppleysingar annað en kopar og járn. Gull fann eg að eins í ein- um stað í Reyðarfirði og svo í liparitganginum í Litlahorni. Frá Hornafirði kom eg landveg sunnan lands yfir fljót og sanda, en gat tiltölulega lítið skoðað á þeirri leið. Varð cg samferða Þór- halli kaupmanni Danielssyni, sem er vel kunnugur leiðinni og með vönustu og beztu ferðamönnum hér á laudi. Bjó eg hjá homjm í Horna- f irði og þóttist heppinn að geta orð- ið lionum samferða á svo erfiðri og vandfarinni leið. Komum við á hest- um til Ægissíðu í Rangárvallasýslu og í mótorvagni þaðan. Hvar sem eg hef komið á ferðalaginu hafa viðtökur verið hinar beztu, og góð- viðri höfðum við þar til við komum til Víkur í Mýrdal. í Skaftafells- sýslunuin hefir heyskapur gengið vel og öll taða víðast hvar komiu í hús, en í Rangárvalla og Árnes- sýslunum lig'gja hey og eldiviður undir skemdum. I Skaftártungu hefir Kötluhlaupið í vetur farið illa með margar jarðir. Askan er víðast hvar svo mikil að rýkur und- an fót þótt hægt sé gengið um tún og engi og sumstaðar verða tún ekki slæg í ár. Þar sem askan er ekki ofmikil sprettur allvel upp úr henni, því hún skýlir rótinni og heldur henni lilýrri, en hún er óholl fyrir skepnur ef bleytur eru og þær eta nokkuð af henni með grasinu, enda liafa nokkrar kindur drepist af henni þar eystra. ------0------* Knattspyrnan. 3. kappleiknr. A. B sigrar Fram með 5(?) : 0. Veður var hið bezta, þegar fólk tók að streyma suður á íþróttavöll á 3. tímanum til þcss að sjá „Fram‘ ‘ keppa við Dani. Bjuggust menn sýnilcga við góðum og harðvítug- um kappleik, því að Frammcnn eru ekki vanir að láta hlut sinn, við hverja sem þeir eiga. Þegar' flokkarnir komu út á völlinn, Frámmenn bláklæddir en Danir í bleikrauðum peysum, sáu áhorfendur, að Frammenn höfðu fengið leigða 3 leikmenn úr öðrum félögum. Það voru þeir Helgi Ei- ríksson og Páll Andrésson úr „Vík- iugi“, en markmaðurinn úr „Val“, Stefán Ólafsson. Gátu Fraiuiuenn Loforð Mörtu. Sjónleikur i 4 þlttum Nortna Talmadge hin fræga og fagra ameríska leikkona, leikur aðalhlutverkið. ekki með öðru móti fylt skörð þau, er komið höfðu í lið þeirra, er þeir Pétur Hoffmann og Gunnar Hall- idórsson fóru úr bænum. Kl. var orðin 2% þegar dómar- inn, hr. Faber, blés til atlögu. Náðu Danir þegar knettinum og barst hann upp að marki Frammanna, en þeir tóku rösklega á móti og gekk á ýmsu, • þar til 5 mínútur voru af leiknum, að Scharff skaut knettinum' utan af miðjum velli og smaug hann rétt undir þver- slána, beint fyrir ofan hendurnar á markverði. Leit þetta illa út og svo virtist áhorfendum, sem auðvelt hefði verið að bjarga marki í þetta sinu. Nokkru síðar komst Sam. í færi og skoraði 2. mark fyrir Dani. Var það vel skotið, en svo virtist flestum nema dómaranum, að sá hafi verið rangstæður, er sparkaði knettinum til Samúels. Fleira gerð- ist ekki markvert í fyrri lotunni, en alt af voru yfirburðir Dana greinilegir. Eftir livíldina komu Danir inn á völlinn og höfðu þá breytt liði sínu nolrkuð. Hafði hægri bakvörður þeirra tognað og enn var einn leik- maður þeirra lasinn og komu nýir menn í stað þessara 2. Þegar í byrjun hálfleiksins vildi Frammönnum það óhapp til, að fVðar Vík heltist og var ekki hálf- ur máður það sem eftir var leiks- ins. Rétt á eftir tognaði einn af leik- mönnum A. B. og varð hann að ganga úr leik. Höfðu Danir þá 10 menn, Islendingar 10y2. Kapp var mikið af beggja hálfu, en aldrei varð framherjum Fram- manna neitt úr árásum sínum, sem voru talsvert margar í síðari lot- unni, Aftur á móti tókst A. B. að setja mark eftir stundar fjórðung og vildi sýo heppilega til fyrir þá, að það var Frammaður, er af ógáti setti knöttinn í sitt eigið mark. Er þó líklegt, að knötturinn hefði kom- ist þangað, sem hann átti að kom- ast c. í markið hvort sem var. 4. markið gerði Petersen undir það síðasta eftir hornspark. Var það laiig fallegasta rnarkið og ó- mögulegt við því að geisa. Framh&lá á 4 rfð*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.