Morgunblaðið - 17.08.1919, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1919, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Á morgun áttu að deyja Eftir Gunnar Gunnarsson ,Two Gables Cigarettur4 eru búnar til úr hreinu Virgina tóbaki, enda i afhaldi hji öllum, sem þær þekkja. Reynið þær. Fást hjá LEVI og víðar. Höíum nú’ ávalt fyrirliggjandi nægar birgðir af öllum tegundum af Steinoliu Mótorolíu Maskinuoliu Cylinderollu og Damþcylinderoliu Hið íslenzba steinolinhlutafólag. Reykið ,Saylor Boy Mixture4 Hún er létt, bragðgéð og brennir ekki tunguna. ■— Fæst hjá LEVl og víCar. Vátryggið eigur yðar. The British Dominionfl General Insurance Company, Ltd. tekur sérstaklegaað sér vátryggingar ó Innbúum, vörum og öCru lausafé. — ICgjöld hvergi lægri < Sími 681. ACalumboðsmaður t GAKÐAR GISLASON. t Ekki gat maður ímyndað sér neitt jafn skitið og skeggjað eins og Runólf Snorrason, þjófinn, sér- vitringimi og einbúann í Síldar- firði, nema því að eins, að maður hafi séð hann sjálfan. Og því síður er manni mögulegt að renna grun í loftið í kofanum hans, sem klest- ur er upp að snarbröttu fjallinu með bert- bjargið að bakvegg, nema maður hafi einhvern tíma stungið höfðinu inn í grenismunna. Kofinn stendur spottakorn fyi'ir utan bæinn — eins og gefur að skilja. Og lengi mundi maður þurfa að leita til þess að finna j;d'n latan, leiðinlegan, óhirtinn, lítilf jörlegan, fámæltan og fáskiftinn mann eins og Runólf. Og því er það eiii af hinum stóru gátum, sem lítil von er um, að ráðn- ing fáist á, livernig læknirinn í Síldarfirði, Hallur Hallsson, fór að því að sælda saman við Runólf, og ekki einungis það, heldur og að hafa unnið traust hans og vináttu — og halda því áfram. Færi maður að spyrja Hall Hails- son sjálfan að því, þá mundi liann brosa, lyfta glasinu sínu og segja: Skál! — og síðan leiða samtalið að öðrum efnum. En spyrði mað- júr Runólf .... ja, sá, sem spyr Runólf, getur aldrei vitað fyrir- fram með hverjum endanum hann kýs að svara. En það er áreiðan- lega víst, að hann mundi ekki fá hið allra bezta og greiðasta svar. Þannig er Runólíur. Og þannig er Hallur Hallsson. Og um það er ekki iieitt að segja. íbúarnir í Síldarfirði eru líka fyrir löngu hættir að grafast fyrir um bað, hvernig vináttu þeirra er varið. Ja — fyrir löngu; er ef til vill of mikið sagt. Atburður sá, er helgaði vináttu þeirra í eitt skifti fyrir öll, og gerði hana óslít- andi og að sumu leyti skiljanlega, er ekki gamall. Það er atburður- inn, sem nú skal verða sagt frá. Eg varð að eyða fjórum flösk- um af portvíui og óteljandi fjölda vindla í Hall Hallsson, áður en eg fékk hami til að leysa frá skjóð- unui, En eg þori að ábyrgjast sannleiksgildi sögunnar. En eg segi hana ekki með eigin orðum hans. -----Það vai' síðast í marzmán- uði og hafði snjóað samíleytt í tíu daga. Eu Hallur Hallsson hafði ekki séð neitt til Runólfs þann tíma og var tekinn að undrast um kaiin. Runólfur hafði sem sé tekið það að sér að bera daglega vatn í hús læknisins úr brunni bæjarins. Kvað frúin það dálítið endurgjald fyrir alt kai'fið, matinn „o. s. frv.“ — eins og hún var vöu að enda mál sitt, um leið og liúu leit þýð- ingarmiklu augnaráði til manns síns — sem Runólfur feugi þar daglega í liúsinu. En uú var óáreiðanleiki einu af hinum mörgu eiginleikum Runólfs. íávo það var í raun og veru ekki ástæða til að æðrast, þó hann sæ- ist ekki í nokkra daga. Halli Halls- syni datt heldur ekki í hug, að Runólfur hefði veikst eða eitthvað komið íyrir hann. Það hafði aldrei Verið hið minsta að heilsu Runólfs hll þau ái', sem hann hafði þekt ^ann. Og b,rjóstmeðal það, Sem haun fékk stundum í lyfjabúð ^knisins, var ekki ætlað beinlínis þess að deyfa liósta. Það kom °ftar fyrir, ef Runólfi varð það á súpa heldur stóran skerf, að ^artn fékk dálítið hóstakjöltur í svip. En honum fanst ástæðulaust að finna að meðalinu þess vegua. ------Nei, síður en svo! Hallur Hallsson var á engan hátt hrædd- ur um Ruuólf. Það var ekki lík- legt, að hann lægi veikur á þriðja sólarhring af þessari hálfu flösku af brjóstmeðali, sem hann lét hann háfa á mánudaginn, til þess — eins og Runólfur hafði 'sagt — ,,að þýða með héluna af gluggúnum". Nei. En þetta var í marzmánuði. Og þó að Runólfur væri vanur að viða að sér á löglegan og ólögleg- an hátt í sláturtíðinni á haustin, og þótt hann hefði hangandi á hverju hausti í kofanum sínum stærðar bagga af hörðum þorsk- hausum og riklingi, og þó hann hefði sýnt lækninum, í nóvember- mánuði, fullan brúsa af fuglalýsi, sem hann hafði brætt úr fug'lum, er hann hafði fundið dauða í f jöru- málinu, og þó við og við væri skot- inn hundur í Síldarfirði og kastað í sjóinn og Runólfur síðan hirti — ja, þá gat jafnvel á svo vel birgu heimili orðið lítið að bíta og brenna eftir langan, óblíðan vetur. — Hann er óefað í þjófsferð, manulirakið, hugsaði Iiallur Halls- son með sér um miðdegisleytið á þriðja deginum. Og fór svo í öng- um sínum að hugsa um, hvort nokkru væri hægt að stela í Síldar- firði nú. Hann mundi ekki eftir einu eiuasta húsi í bænum, sem ekki var með lás og slagbrandi fyr- ir. Á hverju kvöldi var öllum dyr- um tryggilega læst. — 0, veslings manngarmurinn,. andvarpaði Hallur Iiallsson í öm- urlegu skapi og þakkaði guði fyrir að hann var ekki þjófur, sérvitr- ingur og letingi. Haníi ákvað að líta imi í kofa Runólfs næsta dag, færa honum brjóstmeðal og fá vitneskju um, hvernig högum hans væri háttað. Vinnukonurnar voru afskaplega orðillar yfir því að þurfa sjálfar að sækja vatiúð „í snjó upp í klof og tíu stiga frosti“. Hallur Halls- son lét sér nægja að benda þeim á það, að mælirimi sýndi ekki nema sex stig. En frúin flutti stutt, vin- sælt erindi um ýmsa eiginleika Runólfs og endaði með að minna manninn sinn í hundraðasta og seytjánda sinni á allar máltíðirn- ar, kaffibollana o g s v'o f r a m- v e g i s, sem hann fengi þar í hús- inu. Um leið og liúu liafði lokið máli sínu, fór hún leiðar sinnar, án þess að bíða eftir svari. En Hallur Hallssou var heldur ekki vanur að svara þessum orðum. Hann blístr- aði að eins. Þegar hún vor farin, kveikti Hellur Hallsson sér í vindli og blístraði jafnt og þétt. Hann var að hugsa um hina mörgu tryggu lása bæjarins. — Fjárinn sjálfur! Það var ekki nema þessi eini þjóf- ur í Síidarfirði, og það voru tak- mörk fyrir því, livað mikið haim gat komist yfir. Hann gat ekki skilið, hvað fólk var smásmugulega nirfi'lslegt og gætið. Einliver varð Jjó að vinna það versta. Einhver varð að stela, annars yrði sjöunda boðorðinu ofaukið. Og hvað hann sjálfan snerti, Hall Hallsson, þá breytti hann eftir öilum þessum tíu boðorðum — hvorki minua né mjórral — Já, veslings mannhrak- ið, úti í þessu hríðarveðri. Hríðin mundi'vitanlega liylja sporin .... Jú, þar var hann lifandi kominn! Það mundi Runólfur fara nærri um .... Hallur Hallsson var ekki lengur í minsta vafa um, að burt- vera Runólfs stafaði af því, að hann væri að draga að búinu. — Jæja — góða ferð og fjárafla, gamli rummungsþjófur! En þessir raiúmgerðu lásar bæjar- ins liéldu áfram að ásækja huga Halls Hallssonar og þyngja skap hans. Það var ekkert fjör í blístri hans í dag og vísubrotin fóru öll í mola. Og eldspíturnar fuku liver á fætur annari, því alt af drapst í vindlinum. Og löngu eftir að hann var búinn að borða, þá uppgötv- aði hann að hann hefði fengið uppáhaldsrétt sinn — reykt sauð- arlæri. „Hvað eru mörg læri eftir þarna úti?“ spurði hann snögglega og stalst til að reýta úr tönnunum á sér á bak við pentudúkinn. „Fimm,“ svaraði frúin við mat- vælaborðið með húsmóðurmetnaði. „Og hvernig eru birgðirnar af saltkjötið ?“ spurði læknirinn enn fremur með áhuga. „Við erum nýbyrjuð á annari tunnunni/ ‘ sagði frúin með votti af grunsemdarglampa í augunum. Læknirinn stóð snögglega upp og kysti konu sína brosandi. Hún varð íbyggin við kossinn. Hún þekti manninn sinn. Hún hafði tek- ið eftir skapbreytingunni og hana grunaði hver orsökin mundi vera. En Runólfur yrði að minsta kosti að hafa borið vatn í stórþvott, áð- ur en hann fengi matarbita hjá h e n n i. Og hún ætlaði ekki að þvo fyr en eftir hálfan mánuð. Hallur stansaði stundarkorn og spjallaði við konu sína og tók ná- kvæmlega eftir augum hennar. En hún var á verði og var hin óárenni- legasta, svo hann varð að fara án þess að hafa sagt það sem honum lá á hjarta. Við það létti henni. Hún gat a 1 d r e i felt sig við Runólf. En Hallur hafði slept atlögunni í þetta sinn, af því að honurn hafði dottið snjallræði í hug og tekið á- kvörðun. Hann fór nú aftur að blístra og raula vísubrot sín. Hann gekk inn í lyfjastofuna, byrlaði sér þar eitt glas, og kom svo aftur inn í setustofuna og fór að leggja kabel-spil. Það gerði hann æfinlega þegar honum var mikið niðri fyrir og bann hafði ekki þol- inmæði til að lesa. Frúin sat þar og skrautsaumaði. Hún var í bezta skapi yfir því að hafa liaun lieima. Barnlaust húsið var svo hljótt og autt, þegar liann var að vitja sjúk- linga eða á ferðalögum. Hallur leit við og til hennar kátum, skrítn- um augum. Frúin áleit að það væri ekki neitt smávægilegt, sem komið væri undir kabel-spilinu nú. Hallur beið, uns hann heyrði að stúlkurnar- voru komnar úr eld- húsinu inn í borðstofuna. Þá fleygði hann spilunum og fór — gegnum eldhúsið — út í garðinn. En á þeið- iimi hafði hanu tekið lykil, sem hékk á nagla í eldhúsinu. Þegar hann kom inn aftur og lykilliim var komiiin á sinn stað, brosti liann borginmannlega og stappaði fjör- lega í gólfið til þess að losna við snjóinn. — Nú var þó að minsta kosti eiim lás opiun í Síldarfirði! Læknirinn vonaðist tii þess, ef Runólfur annars væri á ferðinni þessa nótt, að hann fengi sér eitt læri og lag úr saltkjötstunnunni. Þegar Hallúr kom aftur iim í dagstofuna, gekk hann beint til konu sinnar og rak að henni remb- ingskoss. Hún leit íorviða á hann. En hann liló við og vatt sér að glasinu sínu og drakk vænan teyg úr því. „Hvað gengur að þér Hallurf1 spurði hún og hrosti hikandi. „Eg er í góðu skapi — ekkert annað,“ sagði hanii hlæjandi og tók til spilaima aftur. „Eg er cins og hundarnir — kátastur, þegar veðrið er verst!“ Hann iðaði af kæti, þegar hann hugsaði til jic’ss livað koiian hans yrði örg, þegar liún yrði vör við, að hún hefði gleyn* að læsa úti- húsinu. Hann vonaði, að Runólfur rækist þangað í nótt. Hann vildi ekki verða af þeirri ánægju, að sjá andlit konu sinnar, þegar hún kæmi inn á morgun, og segði hon- um að horfið væri eitt sauðarlæri og lieilt lag úr tunnunni. -----Dagiun eftir var alt í sama horfi. Yeðrið jafn slæmt. Runólfur sást ekki. Viniiukoiiurnar urðu sjálfar að sækja vatn og rifust svo ánægja var að hlusta á þær. „Hallur'— það hafa verið þjófar í útihúsinu í nótt!‘ ‘ Frúiii kom inn sundurkramin. Það stóðu tár í aug- um hennar og röddin ska'lf. „Nú — þjóf a r, segirðu. Því notarðu fleirtöluna?“ spurði Hall- ur og gladdi sig í leyni. „Er horf- ið meira en það, sem einn maður getur komist með?“ „Það er horfið heilt sauðariæri, lag úr saltkjötstunnunni og stór tólgarskjöldnr.“ „Nú, tólg — ja, auðvitað — því hafði eg alveg gleymt“ glopraði Hallur út úr sér.“ „Hvað meinarðu?“ Frúin rak upp stór augu. „Eg á við,“ flýtti Hallur sér að segja og roðnaði upp í hársrætur -— „að það er ekki meira en einn þjófur getur borið, svo framartega, að það sé þjófur að gagrii, með poka undir handleggnum. Þú sagð- ir, að það hefðu verið þjófar!“ „Já — en, Hallur — heilt lag úr kjöttuunuimi, eitt læri og stóreflis tólgarskjöldur.“ „En hvernig liefir þjófurinn komist iiin? Var lásinn brotinn?“ spurði Hallur hranalega. ,Nei ■—“ frúin kveinkaði sér — „lásinn var opinn. En eg man, að eg læsti vandlega í gær.“ „Vandlega! Kallarðu það að læsa vandlega ?‘ ‘ spurði Hallur í ströng- um rómi. Frúin dró andaim þungt og bjó sig til sóknar. „Það er vitanlega Runólfur vin- ur þinn, sem hefir verið að verki!‘ ‘ „Rupólfur! Runólfur stelur ekki frá öðrum en þeim, sem eiga nógu mikið“, sagði Hallur kuldalega. Frúin stansaði snöggvast og leit á hann. Hún skildi ekki svip hans nú. „Attu við það, að við eigurn nógu mikið ?‘ ‘ spurði hún að síðustu dá- lítið hikandi. „Já — hvað sýriist þér?“ spurði hann og alt í einu kom kátíuu glampi í augu hans. Frúin gekk ögn nær honum og tók ekki augun af honum. „Eg þori að v e ð j a um það, að það ert þú, sem hefir farið út í gærkvöld og lokið lásnum upp,“ hrópaði hún og greip í axlir hans. Hallur hló og kysti hana. „Ef það huggar þig eitthvað að láta sökina bitna á mér . . . „Mikið ætturðu að skammast þín,‘ ‘ hrópaði hún og gerði röddina ásakandi. „Og eg sem var svo lmuggin yfir því, að þetta væri ef til vill mér að kenna! Sendurðu líka boð eftir Run ólfi? eða höfðuð þið talað yk'kui' samau um þetta?“ . „Runólf? Hver segir að það sé Runólfur, sem hefir stolið kétinu? Bíddu við að fella dóm þar til þú færð saimanir, stúlka mín. — En eg ætla nú raunar að líta inn til Runólfs í dag.“ — --------Hallur Hallssou hitti Runólf liggjandi í öllum fötunum á skinna og druslu-fleti sínu. Runólfur hreyfði sig þyngslalega til þess að læknirinn gæti sést við hlið hans, ropaði mikið og sýndi öll merki af fylli og leti. „Nú — þú ert’ þó minsta kosti ekki veikur, þykist eg sjá“, sagði læknirinn glaðlega. „Veikur! Til hvers ættí eg að vera veikur?“ svaraði Runólfur ergilega með hinni rámu bolarödd sinni. „Eg skildi ekki í hvað orðið var af þér. Eg hef ekki séð þig í fleiri daga.“ Runólfur sneri sér að konum við- búinn í baráttu: „Nú — og livað svo ?‘ ‘ „Hefurðu ekki lofað að koma á kverjum degi og bera vatnið? Vinnukonurnar halda þv í minsta kosti fram og konan mín.‘ ‘ „Nú — og hvað svo? Er eg van- ur að vera svo áreiðanlegur ? Nei — sussu nei! Þetta er engin • ný synd. En það er slæmt fyrir stúlkurnar að sækja vatn í þessu veðri. Og þær eru að sálast af þrá eftir þér.“ Læknirinn hló. •En Runólfur ók sér ergilega. „Eg hefi ekki einu sinni sótt vatn fyrir sjálfan mig fyr en í morgun. Finst þér líklega, að eg færi að sækja vatn fyrir aðra? Nei, það er vitanlega til ofmikils mælst. Hvað hefurðu nú annars haft fyrir stafni?“ „Haft fyrir stafni! Eg hef legið í bælinu.* ‘ „Hefurðu þá í raun og veru ver- ið veikur?1 Þarf maður eudilega að vera veikur, þó rnaður liggi í bælinu? Eg hef. verið latur — og eg hef verið svangur — og eg hef sofið lengst af.“ Hann geispaði lengi, þegar kann mintist á þenna langa svefn. „ Nú — þannig. Þú varst hungr- aður. Ertu það enn? „Ne-ei“, svaraði Runólfur seiu- lega, „en eg er þyrstur.“ „Hér er ráð við því,‘ ‘ sagði lækn- irinn hinn kátasti og dró flösku upp úr vasanum. Það komu ánægjukrukkur á skeggjað andlit Runólfs. Lœkniriim stritaði við tappaun. i,,Viðverðum að blanda það dálítið“ Runólfur vatt sér þyngslálega ofan úr bælinu. Á meðan hann náði í tvo brostua og marg sprengda bollagarma og sótti vatn í skaftpott, leit læknir- inn í kring um sig í hálfdimmum kofanum. Húsgögn Runólfs Voru augsýnilega samsafn frá sorphaug- um bæjarins, og auk þeirra var ekki annað í kofanum en fletið haus og stærðar kista læst Imeð þremur hengilásmn. „Hvaða fjársjóði geymurðu þárna Ýkistunni?“ spurði læknirinn glett- inn. Þá lief eg ekki fengið að sjá- Ljúktu nú kistunni upp snöggvást“ Runólfur leit fljótt til lians smá- um, lymskulegum refsaugum og sagði öruggur: „Er eg vanur að biðja um að fá að sjá í þ í n a r liirzlur, þegar e g heimsæki þig?“ Hann fékk lækninum annan boll- ann en rétti hinn að honum. Hallur Hallsson var að byrja að hella í bolla hans, en hætti við og klustaði. Og Runólfur fór að hlusta með op- inn munninn og kringlótt augun. Á TEG6F0DDR fjölbreyttasta úrval á landinu, er í Kolasundi hji Daníel Halldörssyni. Ve^gfóður panelpappi, maskinupappi og strigi fæst i Spitalastig 9, hji Agústi Markússyni, Simi 675. Octagon-þvottasápa. B e z t a þvottasipan i bænum er hin fræga C o 1 g a t e s Octagon- þvottasápa. — Reynið hana. Gæði og hreinsunargildi óviðjafnan- legt. Stórsala. Smisala. Verzlunin Gullfoss Sími S99* Hafnarstr. is. Oliuofnar lakkeraðir og gerðir sem nýir á Laugavegi 27. GLITOFMAE ÁBKXISUB •í SÖÐULKLÆÐI k.yyt kiu yuSi, 1, Ti L Undarlegt hljóð — þytur, sem óx og kom nær — eittlivað þungt og veltandi, á hraðri ferð — barst að eyrum þeirra. í næsta augnabliki var þeim kast- að til jarðar í dingju af brotnandi röftum og tættum trjám. Og þegar þeir komu til sjálfs sín eftir fyrstu ósköpin, voru þeir staddir í kolsvarta myrkri og ó- skiljanleg þögn í kring um þá. Hvorugur þeirra hafði hljóðað. Báðir lágu þeir þögulir stundar- korn, skelfdir af þessu óskiljanlega, sem komið hafði svona snögglega yfir þá. Læknirimi áttaði sig fyrst. „Halló! — Runólfur! Meiddurðu þig ? Hvar ertu ? „Hvar er eg?“ urraði í Runólfi „Eg ligg hér. Hvert hefði eg svo sem átt að hlaupa ?‘ ‘ „Svaraðu eins og maður! Meidd- ustu -nbkkuð ?‘ ‘ „Ekki svo eg viti af. — Brotnaði flaskan Y * Framh, , ™ 0 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.