Morgunblaðið - 17.08.1919, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.08.1919, Qupperneq 4
4 MÖftGUNBI.AÐIÐ Beint samband Undirútaður ó;kar sambanda til að versla með viðurkendar ostategundú: Emmenthalcr, Rrchefoit og rjóma- mysuost. Mouritz Rasmussen, Bernstoffsgade 25. Framhald frá 1. síðu. að vera áræðnari, er um nýjar brautir væri að ræða, er annað eins himnalag væri komið á Landsbauk- ann og stjórn hans alla, og ýmsir hefði haldið fram í seinni tíð. Beindi « hann þá til meiri hlutans, að taka á ný til athugunar, hvað hann ætl- aði sér að gera við þetta bankamál í heild. Einar Arnórsson var á móti dagskránni, en áskildi sér óbundna afstöðu til frv. Jör. Br. svaraði ýmsum athugasemdum M. G. Hann hélt fast við það, að með sanJþykt frv. þessa væri hag hins íslenzka þjóðbaöka stefnt í mestu tvísýnu, skilyrðunum væri svo háttað, að fs- landbanki hefði að minsta kosti mikinn hag af þeim, þótt Lands- bankinn kynni að sleppa skaðlítið, ' „sem ekki er þó víst“, bætti hann við. Þessi réttur sem Landsbank anum væri veittur með frv. væri að eins nokkurt brot, en íslandsbanki héldi því sem hann hefði haft. En þessu litla broti af réttinum sem Landsbankanum væri látið eftir fylgdu óteljandi þungar kvaðir Jón frá Hvanná taldi enn ekki full rannsakaða þá leið, að Landsbank inn tæki allan seðlaútgáfuréttinn sínar hendur. Mæltist hann tii þess að fjárhagsnefnd tæki málið út af dagskrá og tæki það á ný til rann sóknar. En forseti var fyrri til, þv að klukkan var orðin 4, og tók þett málog önnur sem eftir voru, út af dagskrá og sleit fundi. t; w.t; e 'x''I______________________ Dag^krár á moiguu" í efri deild: 1. Frv. um hæstaréttj'ein umr. 2. Frv. um breyting á lögum um fasteignamat; 3. umr. 3. Frv. um breyting á lögum um hundaskatt; 3. umr. 4. Frv. um samþyktir um stofn un eftirlits og fóðurbirgðafélaga 2. umr. 5. Frv. um skrásetning skipa;-2 umr. 6. Frv. um breytin á hafnlögum ^yrir Vestmannaeyjar, 1. umr. (Ef ,deildin leyfir). 7. Frv. um hafnargerð í Ólafsvík 1. ulnr. 8. Frv. um brúargerð; 1. umr 1 neðri deild: 1. Frv. til fjáraukalaga fyrir ár in 1116 og 1917; .3 umr. 2. Frv. til laga um samþykt á landsreikningnum 1916 og 1917; 3 umr. 3. Tillögur út af athugasemdum yfirskoðunarmanna landsreikning anua fyrir árið 1916 og 1917; s.umr 4. Frv. um löggilding verzlunar staðar á Mýramel; 3. umr. 5. Frv. um sölu á þjóðjörðinni vOgri og Sellóni í Stykkishólms hreppi; 2. umr. 6. Frv. um ullarmat; 2. umr. 7. Frv. um breytiug á sveitar- stjórnarlögum; 2. umr. 8. Frv. um samþyktir um akfæra sýslu og hreppavegi; 2. umr. 9. Frv. um forkaupsrétt á jörðum 2. umr. 10. Till. til þingsál. um rannsókn símaleiða; ein umr. 11. Frv. um»viðauka við og breyt- ingu á lögum um breytingar og við- auka við lög um ritsíma- og talsíma kerfi íslands; 1. umr. 12. Frv. um löggiltar reglugerðir sýslunefnda u meyðiug refa 0. fl.; 1. umr. + Lárus Pálsson ,prakt. læknir andaðist hér í bænum í gærmorgun 77 ára að aldri. — Lárus hafði dvalið mestan hluta æfi sinnar hér í bæ og þótti hepp- inn læknir. Gáfaður maður og á- hugasamur um landsmál, mesti sæmdarmaður. 100 ári afmæli Jóns Árnasonar í dag er hundrað ár síðan bóka vörður og þjóðsagnasafnari Jón Árnason fæddist. Hann var fæddur 17. ág. 1819 En dó 4. sept. 1888. Aðalstarf hans var, ank söfnun þjóðsagnanna bókavarðarstaða við Landsbóka safnið í Reykjavík. Allir þekkja Jón Árnason. Eða eru það bara þjóðsögurnar hans sem menn muna eftir og kannast við ? Svo er að sjá, því engin önnur þjóð en íslenzka þjóðin, hefði látið 100 ára afmæli hans líða svo, að hún sýndi ess ekki minsta vott, að hún vissi að maðurinn væri til. Og þó mun aldrei fyrnast starí' þessa manns í þarfir íslenzkar menn ingar. Þjóðsögurnar hans eru enn og verða alt af ótæmandi brunnur öllum íslenzkum mönnum. Með söfnun þeirra og skrásetningu ruddi liann okkur brautina um urð þekkingarleysisins að því, sem dýr mætast er og einkennilegast í bók mentum og þjóðlífslýsingum okk ar. Og gildi þeirra er ekki einung is bókmentalegt heldur og þjóð menningarlegt. í þeim getur þjóðin séð í skuggsjá einfaldrar en háleitr ar listar sál sína um margar aldir. Jón Árnason er því einn braut ryðjandinn íslenzki.Og ekki sá minsti. Þjóðin á honum meira að þakka, en hún hefir enn gert sér ljóst. Það sýnir 100 ára afmælis- dagurinn hans. Hundaæðí. í enskum blöðum er sagt frá því, að hið megnasta hundaæði geisi þar nú og 'hafi geisað síðan í vetur. Er það hinn hættulegasti sjúkdómur, bæði hundum og mönnum. Hundarnir verðá óðir og bíta fólk, en bitið er eitrað. Svo sem kunnugt er, er bannað að flytja hingað hunda frá útlöndum, nema dýralæknir gefi vottorð um að þeir séu heilbrigðir. Hingað koma mörg skip og leggjast við hafnar bryggjurnar og hundarnir á skipun- um — því á flestum skipum eru hund- ir — ganga á land þegar þeim svo lízt. Lögreglan á auðvitað að Ihafa iftirlit með þessu, en það getur verið ið það sé ekki svo auðvelt. — Það er stórhættulegt að láta útlenda hunda vaða liér um bæinn. Segjum að hingað kæmi óðurjiund- ir á skipi og kæmist á land. Hann nundi undir eins bíta rauða hundinn 'ians Elíasar og gera hann óðan. Rauði íundurinn mundi svo að vörmu spori nta Elías og Elías aftur Magnús dýra ækni. Þá yrði læknislaust og ef sím- nn ekki þá vikuna er bilaður vestur )g norður, yrði að síma eftir Hannesi ir Stykkishólmi og Sigurði frá Akur- :yri. Ef ekki flugfélagið þá er búið ið bíta Faber af sér og Zimsen ekki er dottinn niður og dauður og jarðaður ða liggur í „rauðu hundunum“, þá yrði að senda annanhvoru þeirra til að Til J>ess að fullnœgja vsxiadi eftirspurn eftir islenzkum vörnm leitum vér viðskifta við dugleg versluuarhús, sem hafa miklai vörur að bjóða, á þeim stöðum sem vér höfum eigi umboðsmenn ennþi. Köbenhavn K, í ágúA 1919. Islandsk Handelsseiskab Símnefni: Nccnava. Knabrostræde 3. Dugl. drengur getur fengið atvinnu við að bera Morgunbl. út um bæinn. sækja dýralækni, því það væri ekki þorandi að senda þá með skipi vegna mannhundanna, sem þar eru oft í hringferðum . Og einn góðan veðurdag í útsynn- ingi lenti Faber á kvistherbergi Hall- dórs Jónassonar, þar sem flugfélagið ef til vill væri á fundi. Á miðjum fundi yrði kanske Halldór óður, smit- aður af hundi Elíasar, sem líka borðar á Uppsölum, og undir eins glepsaði hann í þá Svein, Sigurjón og Axel, sem alt ætluðu vitlaust að gera í húsinu. Stóíar, borð, bækur og .blekbyttur yrði alt „á flugi' ‘ í herberginu þegar Faber lenti með hundalæknana. Faber bítur Pétur í hnéskelina, því lengra nær hann ekki, en Pétur beygir höfuðið ofurlítið og tekur alt hárið af Sigga dýra í einui glepsu. Þvílíkt ástand! Það gæti vel endað svo, að allur bær- inn væri bitinn af vitlausum hundum — allir nema Björn í Grafarholti. Hundarnir komast ekki að honum fyr- ir dilkum, sem hann er að ráðstafa fyrir 6 kr. kg. Og þá sæist það fyrst, að Björn er^eini óvitlausi maðurinn í bænum — sá eini, sem ekki er „kom- inn í hundana“. Elendínus. Verslun min i Banka tr. 11 var opnuð i gær, Baldvin Björnsson gullsmiður. Skifta á frímerkjum óskar undirritaður við frimerkjasafn- ara. Sendið frimerki til W. Afíolter, Solothurn Schweitz Geværer Ammunition Cykler Leveraccer Omgaaende fta Lager. H. Platou & Co. AS. Bergen. Telegr.adr: Platogri (Bas' Kvenreiðhjól til sölu með tæki- færisverði. Afgr. vísar á. Prentviilurnar I Morgunblaðinu, Það er sennilegt að lesendum Morg- unhlaðsins sé farið að finnast nokk- uð mikið af prentvillum í blaðinu; og er það síst að furða. Prentvillur eru ætíð leiðinlegar jafnvel þó eigi séu svo stórvægilegar að þær breyti efninu. Þær bera oftast vott um óvandvirkni þess sem próarkirnar les eða þess sem leiðrétta á vill- urnar. Hvað prentvillum í Morguubl. viðvikur þá skal það tekið fram að þær eru ekki að kenna trassa skap. Svo er mál með vexti að les mál blaðsins er alt sett í einni setj aravél, sem unnið er á mestan hluta sólarhringsins. Blýið er brætt með gasi í litlum potti undir vélinni. í alt sumar hefir verið lokað fyrir gasið um miðnætti, nema þegar gas- stöðvarstjóri fyrir beiðni vora hefir látið gas í té til kl. 2. Lengpr ekki. En lesmál Morgunbl. er svo mikið að það kemur varla fyrir að blaðið sé fullsett kl. 2 að nóttu. Þá eru vanalega allar leiðréttingar eftir en gasið sloknað og blýið hart. Vér höfum því hvað eftir annað orðið að senda blaðið át ó 1 e i ð r é 11 með öllu. Með næstu ferð „Gullfoss“ frá Ameríku á prentsmiðjan von á annari setjaravél. Þá vonum vér að vinnan gangi betur og að það komi ekki fyrir að blaðið þurfi að sendast kaupendum óleiðrétt. DAGBOK I. 0. O. F. 70189 — II. — III. Veðrið í gær: Reykjavík: A. kaldi, hiti 10,0. Isafjörður: Logn, hiti 10,0. Akureyri: Logn, hiti9,0. Seyðisfjörður: Logn, hiti 10,5. Grímsstaðir: S. kul, hiti8,0. Vestmannaeyjar: S.A. snarpur vindur, hiti 9,5. Þórshöfn: S.S.V. st. gola, hiti 13,2. „Gylfi“ kom af fiskiveiðum í gær með góðau afla. Brezku botnvörpungarnir „Dunra- ven Castle' ‘ og „Carpven' ‘ komu í gær annar að fá ís, hinn með veíkan mann. „Belgaum1 ‘ kom frá Bretlandi í gær. Loftskeytastöðin komst í gærkveldi að einhverju eyti í samband við loft- skeytalandstöðina við Bergen. Að minsta kosti voru send héðan 5 stjórn- arskeyti, sein sumpart áttu að fara til Kaupmannahafnar og eitt til Parísar. Muu Bergenstöðin sennilega hafa náð þeim. Þá mun og stöðin hafa tekið á móti einhverju frá útlöndum. — Það er vandasamt verk að koma loftskeyt- urn héðan til útlanda þar eð stöðin hér er of kraftlítil. Sú megin vitleysa sem gerð var þegar stöðin var ákveðin, að hafa hana eigi aflmeiri, hefnir sín. með tiltölulega litlum aukakostnaði hefði mátt bæta stöðina svo að hæg- lega værj hægt að koma skeytum til Bergen. En það þótti einhverra hluta vegna tryggara að láta hana ekki ná lengra en til Færeyja! Menn, sem ekk- ert vit höfðu á þeim hlutuin voru látnir ráða — og nú erum vér sambandslaus- ir fyrir hragðið. Því önnur skeyti en stjórnarskeyti verða ekki send loft- leiðina til Bergen. Mjólkurfélagið hefir hækkað verð á mjólk upp í 72 aura lítirinn. Það var ekki lítið. M e s s a ð á morgun í dómkirkj unni sira Sigtiyggur Guðlangsson. Kvikmyndaleikararnir voru í gær á Keldnm á Rangárvöll* am. Verður þar tekin stór mynd. A þriðjudaginn halda þeir áleiðis til Gullfoss og Geysis og þaðan til Þing- valia M.b. Ingibjörg fer til Siglufjarðar og HúsavíYur á mánudaginn. Tekur flutning og farþega. Flutning sé skilað fyrir hádegi á mánudag. G Kr. Guðmundssoo & Co. Drertgur. Duglegur og ábyggilegur drengur getur tengið atvinnu við sendifeiöir nú þegar, við cJtíaíarverslun €$omasar c!6nssonart Laugavegi 2. Síórí úrval af blaðplönfum, bfómagíösum og bíómsfursfafifum kom til Tflaríu Tfansen með s s. Botniu. Bílhanzkar margar tegundir, nýkomnar í Hanzkabúðina Austurstr. 5 Baðhúsið verður opið fyrst um sinn á miðvikudögum og laugardögum. Massagelæknir Guðm. Pjetursson Hotel Iiland nr. 25 Viðtalst. 1—3 virka daga. Simi 394. óskast strax á e.s. Sterling. Upplýsingar um borð hjá brytanum. Umsóknir um styrk úr ttyrktarsjóði ekkna og barna þeirra, er i sjó drukkna i ísa- fjatða sýslu og ís fjarðarkaupitað, sendist sóknarprestiaum á ísafirði fyrií 13. septeirb*r. 1919. Umboðsmenn Gatnalt, viðurkent danskt firma, sem annast sölu á smjöri, feitmetl og nýlenduvörum, og áður hefir haft veislunarsamband við íslenzka kaup* menn, óskar eftir duglegum mönmim og i góðu áliti, til þess að selj4 vörur sínar, gegn umboðslaunum, í öllum stærri bæjum. Tilboð tnerk1 8021 með uppl., sendist Sylvester Hvid, Nygade 7, Köbenhavn K. Trjávöru af ýmsum tegundum, hcflaðii og óheflaðri, frá sögunarmyllu minn', eg mér að mæla með. Verðið er lágt. Alt). Henriksen, Stenerersgate 8, Kristí*01 '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.