Morgunblaðið - 04.09.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1919, Blaðsíða 1
MORGUNBLADIÐ 6. árgangur, 281. tðlublað Fimtudag á. september 1919 Isafoldarpreutsmiðja GAMLA BIO Göður drengur. Leikrit í S þáttnm. Fjaiska falleg og efnisrik mynd/ vel leikin og útbúnaður hinn vandaðísti, eins og venja er hjá World Films Comp. Fyista flugíð á Islandi Capt Faber flaug tvisYar í gær, Flugfélagið hafði boðað í gær- morgun, að flugvélin yrði til sýnis kl. 8 í gærkveldi.Bngu var lofað um Það að flogið yrði. Vélin bafði al- drei verið reynd og þó að ekkert hefði reynst athugavert við hana, ér hún var sett sainan, mátti þó alt af búast við að einhverju reynd- ist ábótavant, er til flugsins kæmi. Var eigi búist við að flug mundi verða sýnt hér fyr en síðustu dag- ana í vikunni. Nýstárleg sjón. En um kl. 5 í gær gerðist óvænt- to atburður suður á Flugvelli. Reynsluflugið ' var ákveðið >á s'trax, og án þess að nokkur vissi, ók Faber vélinni út á völl, settist við stýrið og rendi á stað. Vélin rann nokkra tugi faðma niður eft- ir túninu, eins og álft sem flýgur Upp af vatni, og loks losnaði hún frá jörðu og smáhækkaði. Hljóðið frá mótornum heyrðist inn í bæ- ¦ hin og menn fóru að skima í krijig- utti sig. Og allir, sem skimuðu, ráku augun í það sama: vélin leið áfram uni loftið eins og risavaxinn fugl, stöðúgri en nokkur vagn á renn- sléttum vegi, sneri sér krappar beygjur og tylti sér eftir dálitla stuud aftur á grassvörðinn. - AnnaS flug. Kl. 8 í gærkveldi hafði margt íólk safnast saman suður frá til Þess að skoða vélina, og hefðu víst ^iargir, sem aldrei 'hafa séð flug- vél áður, hafa borgað meir en 50 aUra fyrir að mega skoða 'þann furðugrip. Alþingismönnum, bæj- arstjórn o. fl. hafði verið boðið kuigað og kl. 8 var vélinni ekið ur skálanum fram á völlinn. Eftir ^álitla stund steig formaður flug- *$Ugsins, Garðar Gíslason stór- S&upmaður upp í flugvélina og "élt ræðu til þeirra, er þarna voru Samankomnir. Drap 'hann á, hverja -Pýðhjgu hið nýja isamgöugutæki ^efði þegar haft í heiminum og ^iuti á, að hingað ætti það sér- Makt erindi. Því hér byggi fámenn ¦ióð í stóru landi, þjóð sem eigi ;íði risið undir því, að tileinka ,6f aðalsamgöngutæki nútímans, ¦ •ubrautirnar. Flugvélin væri það .^göngutæki, sem hvorki þyrfti ffo né vegi, 'það færi jafnt yfir ^ÖU ^em dali, 'yfir hraun og jökla. atUi mintist þeirrar þrautseigju, ^ brautryðjendur flugsins hefðu *> og þess, að ávalt hefðu nýir eun Verið reiðubúnir til að halda ram, et. .mnara misíi við, uns u n fullkomnun var náð, er flug- ^utímans ^er vott um. 3&ð hann íslendinga að láta sér dæmi þeirra að kenningu verða og sýna fluglistinni 'þá ræktarsemi, sem nauðsynleg væri til þess að henni gæti vegnað vel, og orðið þýðing- armikill liður í samgöngum lands- ins. Hét haiui á Alþingi íslendiuga sem og einstaka menn, ,að reynast flugframkvæmdum hollir og árnaði að lokum íslenzkri fluglist allra heilla. Að þessu lokuu settist kapt. Fa- ber við stýrið en vélfræðingurhm tók að snúa skrúfunni. Brátt fór mótorinn á stað og hvesti þá all- mjög hjá þeim, er bak við stóðu. Er mótorinn hafði gengið dálitla stund var fyrirstaðan tekin frá vélarhjólunum og vélin rann á stað, fyrst hægt og' slðan á fleygiferð yfir túnið. , Típp! Fólkið horfði á vélina fult eftir- væntingar. Og þegar hún losnaði við jörðina, dundi við lófaklapp allra og köll margra. Fjöldinn all- ur hafði aldrei séð flugvél lyfta sér .til flugs áður og það hefir ein- kennileg áhrif á jarðbundnar ver- ur. Ekki að eins mennina. Hest- arnir á næsta túni við flugvöllinn gláptu á þetta furðuverk og voru steinhissa. Og einn hundur ætlaði að tryllast. Flugvélin smáhækkaði í lofti og vatt sér í hringum upp í 500 metra hæð og leið þar áfram. Öðru hvoru stöðvaði flugmaðurinn mótorinn, steypti vélinni beint niður á trj'nið nokkra tugi metra og rétti við aft- ur. Var þá mörgum nóg boðið og nokkrir krakkar fóru að skæla. Eftir að hafa flogið nokkra hríð, fór vélin 'að lækka í lofti á ný og rendi sér örfáum metrum fyrir of- an höfuðið á fólkinu og í ]>ráðbeina línu rétt yfir vellinum. Hóf hún sig á ný og flaug enn nokkra stund og að lokum rendi hún sér niður á völlinn. Alls mun hún hafa verið fjórðung stundar í loftinu. Kveldstundiu 3. september 1919 muu lengi verða mörgum minnis- stæð. Fólkið var í einhverri alveg uiýrri „stemning", er það horfði upp í himinblámann og sá nýjasta „galdraverk" nútímans svífa lofts- ins vegu, laugað geislum sólarinn- ar, sem ekki-jiáðu lengur til þeirra, er niðri voru. Þetta var að eius sýning. En vér hyggjum að margir muni líta öðr- tim augum á flugið eftir en áður. Menn hafa s é ð, og sjón er jafnan sögu ríkari. Menn hafa séð, að flug- ið er ekki eins f jarri veruleikanum eins og sumir vilja vera láta. Næstu kveld nutnu margir lcggja !eið sína suður á Fbigvöll. Þangað ganga menu sér til skenitunar á kveldgöngu, anda að sér hreinu lofti og — horfa á flug. Það er eijis með flugið og hverja aðra í- þrótt, að menn geta orðið sólgnir í að sjá það. Svo hefir það reynst aunars staðar, þó lakara 'hafi verið í boði, en hér er. Flugfélagið á heiður skilið fyrir að hafa komið málinu svona vel á veg. Og það hefir byrjað með því að gefa meira en það lofaði, og er það vonandi fyrirboði þess, að sú verði jafnan meginregla þess. Nýjar krötur bandamanna. Khöfn, 3. sept. Bandamenn krefjast þcss af Þjóðverjum, að þeir breyti ýmsum ákvæðum stjóniarskrár ríkisins og að enginn fulltrúi frá Austurríki fái sæti í ríkisráði Þýzkalands. Verði þessum kröfum ekki full- nægt, segjast bajidamenn munu setjast að í Rínarlöndunum. Nýr ófriður? Khöfn, 3. sept. Rúmenar hafa dregið sainan mik- ið lið, sem ætlað er að berjast gegn Serbinm Utlit ískyggilegt þar syðra. Austurríki og friðurinn. Khöfn, 3. sept. Ríkisforstjóriini í Austurríki hefír beðið bandamenn um lengri frest til þess að svara friðarsamn- ingum þeim, sem bandamenn hafa látið uppi. Kolaverðshakkun á Englandi. (Úr Verzlunartíðindum.) Engiand hefir nú fengið alvar- legt íhugunarefni. Stjórnin hefir tilkynt, að kola- verðið verði að hækka um 6 sh. pr. tonn frá 16. júlí vegna launahækk- unar, 7 tíma vinnutíma og auðsærr- ar lækkunar á dagframleiðslu hvers verkamanns. Ríkið gat ekki tekið að ,sér að borga verðmismuninn, því kolin urðu ekki ódýrari á þann hátt. Neytendurnir verða að borga kostnaðinn að öllu og mega ekki vænta neins styrks úr vasa skatt- gjaldenda. Útflutuingsverðið er ó- breytt, 90 sh. Foringi verkamannaflokkísins, mr. Adamson, sem sjálfnr er ko'la- námumaður, hélt ])eirri skoðun frani, að verðhækkunin, sem náinu- eigendurnir færu fram á, væri sains konar og sú, er stjórnin vildi koma á í fyrra, um 2 sh. 6 d., og sem reyndist vcra ónauðsynleg. Forseti Board of Trades, Sir Aue- land Geddes, hélt því fram, að á- lagningíu í fyrra væri í raun og ,veru sprottin af kostnaðarhækkun og í hlutarins eðli lægi, að hærri laun og styttrí viuuutími hlyti að hækka kolin og rýra kolamagnið, á meðan ekki fyndist neitt, er spar- aði viunukraftinn. Námueigcndur gætu ekki krafist meira en þeim væri áætlað í arð sainkvæmt sátta- dómi Sankeys dómara, 1 éx. 2 d. pr. tonn. — V-erkamannaforingjarnir heimtuðu nákvæma rannsókn máls- ins og var þá ákveðin umræð* um það í neðri málstofunni. Board of Trades álítur, að sam- kvæmt fengnum upplýsingum, megi gera ráð fyrir ársframleiðshi, er nejni 217 milj. tonna. Að frádregn- uui kolum til námurekstursins og námuverkmannaima, samtals 24 milj., og 32 milj. tonna, sem eiga að seljast til útlanda og notast sem bunkfrs (skipakol), verða* að eins eftir 161 milj. tonna til heimasölu. Reksturskostnaður ásamt vinnu launum má stíga um 46% milj. £ samkvæmt sáttasamningnum, og kosta þá þessi 161 milj. tonna 5 sh. 9x/2 d. meira á tonn, eða um 6 sh. Verðhækkun á kolum á Englandi hefir undir eins í för með sér verð- hækkun á öllum iðnaðarvörum, og þá ekki hvað síst á ljósi og éldivið í húsum. Framleiðsla á stáli verður ¦þannig 2 £ dýrari pr. tonn. Eius og nú stendur, geta ameríkskar stálverksmiðjur boðið lægra vérð eu hinar ensku, og sömuleiðis frönsku stálverksmiðjurnar í El- sass Lothringen. Þegar svo skipa- kolin óhjákvæmilega hækka og farmgjöldin um leið, þá er auðvelt að sjá að brezkur iðnaður verður að 'lúta í lægra haldi í baráttunni við ameríkskan iðnað og ef til vill innan skamms við þýzkan. Og þá á þetta ekki síður við skipasmíð- arnar, sem eiga nú í vök að verj- ast í samkepninni við skipasmíða- stöðvarnar í Bandaríkjunum og Japan. Mr. W. L, Hichens, formaður í Gammel, Laird & Co. sagði daginn eftir á fundi á kolaborsinum í Sheffield, að stjórnin væri <að sjálf- sögðu neydd til þess að hækka kolaverðið til þess að kolanámu- reksturinn gæti borið sig. En 6 sh. pr. tonn verður erfiður þröskuld- ur fyrir sérhvert iðnaðarfyrirtæki í landinu. Því á meðan launahækk- un og stytting vinuutímaus ekki er samfara framleiðsluauka, þá er sjálfgefið að brezkur útflutningur minkar og þá um leið velmegun þjóðarinnar. Hvað vélaiðnaðinn snertir, hefir hin nýja launahækk- nn ása'mt stytting vinnutímans haft í för með sér 30—33% % fram- leiðsluminkun pr. tíma. Imperial College of Science and Technology hafði eínmitt nú árs- fund í sambandi við British Scien- tific Products Exhibition í Central Hall, Westminster. Þar varð um- ræða hjá hinum lærðu mönnum um kolaverðhækkunina. Prófessor Armstrong lagði það til, að bann- að væri að nota öunur kol til brenslu en þau er væru kemiskt unnin. Með þessu móti mundi vera hægt áður langt um liði að lækka útgjöld til kola um helming. Al- vara nútímans væri hróp gegn deyfðarmóki fólksins. Og tæki þjóðin ekki breytingum í þessu efni, mundi brátt verða líti um allan iðnað í landinu. Prófessor Bone benti á það al- kunna,. að kol eru það eina aðal- hráefni, sem guægð er til af í land- inu. Stóriðnaðurinn yrði að flytja inn allan kopar, meir en 90 % af blýi, tini og zinki, sem þörf væri á, enn fremur alla bómull, 80 % af ull og 80 % af trjávið. Helmingur- inn af járni því, sem brætt er, kem- ur frá útlendum málmnámnm. All- ur iðnaður í landinu er með öðr- uni orðum undir því komínn, að luegt sé iið útvcga hráefni annars staðar frá. Að þessti hafa ódýru kolin veriS SQguUinn> sem dregið Nýja Bíó Eftirlætiskona stórfurstans. Indverskur sjónleikur i 4 þáttum. Tekinn af Ntrdisk Films Co. Aðalhlutverkin leika þessir alþektu og ígætu leikendor: Lilly Jacobsson, Carlo Wieth og Gunnar Tolnæs. Þeir munu ógjarna gleyma þessari mynd, er á hana horfa. H. í. S. Steinolía GSólarljós' & 90Binn<). „Alfa"-Jarðolía Benzln. Smurningsolíur: .Maskínolia'. ,MótorcylinderoIia l'. Cylinderolia & Lagerolía. Steinoliuofnar og kveikir. Hið ísl. steinolíuhlutafélag. Simi 214. hefur að sér þessi útlendu hráefni. En missi þessi segull mátt sinn, verði brezku kolin stöðugt dýr vara, þá missir brezki iðnaðurinn öndvegissætið, já, má segja að hann sé þá á heljarþröminni. Kola- verðið er nú þrisvar sinnum hærra en það var fyrir 5 árum síðan, og eigi séð fyrir endaun með hækkun- ina. 1 Ameríku náði kolaverðið hámarki sínu fyrir lok ársins 1917 og hefir síðan stöðugt farið niður á við. Að vísu hefir það ekki enn komið fyrir, en sá mögulciki er ef til vill ekki svo f jariægur, að ódýr ameríksk kol verði á boðstólum á Lundúnamarkaðinum fyrir mun lægra verð en nú er borgað fyrir brezk kol uppskipuð í Newcastle. Arsframleiðslan pr. niann var við ameríksku námuruar árið 1917 770 tonn kol. Á Bretiandi færist talan niður, en í Ameríku hækkar hún. Að þessum staði-eyndum verða bæði stjórn og.námuverkamenn og öll þjóðin að gefa gætur. (Úr Farmand.) Erl. símfregnir. Khöfn, 2. sept. Prakkar og Þjóðverjar, Frá Berlín er símað, að Prakk- ar hafi slakað sVo til, að Þjóðverj- ar þurfi fyrst um siun ekki að láta af hendi nema helming þeirra kola, sem þeir áttu að láta Frökkum í té samkvæmt friðarskilmálunum. Her Bol2hewikka sækir frám gegn Livlendingum og Eistlendiugum, scm skora á Þjóð- vcrja að koma sér til hjálpar. Qp- inberiega er tilkynt, að her Lirhau- ensmanna nálgist Vilna og hafi um- kringt her Bolzhewikka á þeim stöðum, en Bolzihewikkar vilja semja frið við þá. Jarö&rför Jóhaims Sigmrjónssonar er ákveðin þ. 5. þ. m. Æðardúnn er seldnr i verslun G. Zoéga. Fyrír loktum dyrnm hélt sameinað þing fund í gærmorg- un kl. 9. Þykir sennilegt að þar hafi verið til umræðu, að mhista kosti aðallega, myndun nýrrar stjórnar. Síðan stjórnin sagði af sér, hefir ekkert heyrst um það, að nokkur undirbúningur væri í þinginu um myndun nýrrar stjóimar. En það er vel skiljanlegt að forsætisráðherra vilji ekki ,,vera við völd" margar vikur eftir að hann ef fúsum vilja hefir heðið um lausn og fengið hana. Og enn skiljanlegra að hann þá reki á eftir þingmönnuim. Vafalaust verður þetta ráðherra- spursmál útkljáð einhvern næstu daga. Gengi erlendrar mptar. Kaupmannahöfn, 2. sept,: Sterlingspund ...... kr. 19.23 Dollar .............— 4.58 Þvzk mðrk (100)___— 21.40 Sænskar krónur (100) — 111.65 Norskar krónur (100) — 104.95 London, 2. sept.: Krónur .............. 19.32l/2 Dollars......:..........419.2 Mrk.................... 88.50 Reykjavík, 3. sept.: Sterlingspund ...... kr, 19.55 Frankar (100) ..... — 62.00 Þýzk mörk (100)___— 25.00 Norskar krónur (100) — 107.50 Sænskar krónur (100) — 115.00 Dollar .............— 4.68 <" »"«"; '¦" iri m < t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.