Morgunblaðið - 21.09.1919, Page 1
MmGUHBUBD
6. árgangur, 296. tðlublað
Sunnudag 21. september 1919
Isaioldarprentsmiðja
GAMLA BIO
Orgef-Honcerf
fjeídur Pdíí ísóffsson i Dómkirkjunni
sunnudagskvöldið 21. þ. m. kl. 9. — Kirkjan opnuð kl.
Aðgöngumiðar, á 3 kr., verða seldir i Goodtemplarahúsinu í dag
fri kl. 2—9.
sýnir ennþá i dag bina ágætu
mynd
Ást og hefnd
Aðalhlutv. leikin af
Clara Wieth og Olaf Fönss
Feiknar aðsðkn hefir verið að
þessari mynd undinfarna viku;
þó vitnm vér að margir bæjar
búar eiga eftir að sjá hana.
Komið þessvegna i dag. Mynd
in verður sýnd 3var, kl. 6, 7Y2
og kl. 9.
0Uum ber saman um
að betri mynd hefir
ekki sézt hér lengi.
Erl. símfregnir.
Khöfn, 19. sept.
Uppvöðslusemi d’Annunzi^’s.
Frá Londou er símað, að ítölsku
stjórninni veitist erfitt að taka
fram fyrir keudurnar á d’Annunzio
vegna skoðanamunar inuan her-
ötjórnarinnar.
ítalir hafa nákvæmt éftirlit með
ö'llum fréttaskeytum.
Rússlandsmálin.
Frá London er 'símað, að enskú
blöðin krefjist skýringar á fregn-
inni um það, að Bolsevikum skúli
gefinn laus taumurinn í Rússlandi,
°g þykjast vera ókunnug mála-
■vöxtum. FrönSk og ameríksk blöð
hafa borið fregnina til baka.
Þjóðverjar vægja.
Frá Wehnar er símað, að utan-
ríkisnefnd Þjóðþingsins hafi felt
úr grundvallarlögunum greinina
nm aðgangsrétt Þjóðverja í Austur-
ríki að þinginu þýzka, eins og
Uandamenn höfðu krafist.
Jugoslavar
hafa gefið út skipun um að taka
d ’Annunzio fastan, eftir því sem
Segir í skeytum frá Berlín.
Spartakista-óeirðir.
Frá Berlín er símað, að Sparta-
kistar hafi enn liafið óeirðir í Ber-
llin og eigl setuliðið fúlt í fangi
úieð að yfirbuga þá.
Mannerheim 0g Bolsevikar.
í Stokkhólmi ‘ gerðu ung-sósíal-
ls>tar uppþot nýlega, í tilefni af því
aÖ Mannerlieim, fyrverandi ríkis-
stjóri í Finnlandi, kom við í borg-
löni á leið til París.
Bandaríkjamenn verzla.
jjDagens Nyheder“ segja, að.
^andaríkjamenn hafi tekið að sér
ahan kolainnflutning til Svíþjóðar.
^ga þeir að sjá Svíum fyrir 5 mil-
^hum tonna-af kolum á ári, nema
ef vera kynni að eitthvað verði
fll'tt frá Bretlandi.
Friðun Rússlands-
»Aftonbladet“ segir, að fulltrú-
ei? Landamanna eigi í samningum
finsku stjórnina. Hafa Finnar
Veðið að hafna friðarboðum
°lsevika.
Þ »
ra Helsingfors er símað, að her-
4fasendinefnd frá Frökkum sé
ríin tij Revei í tilefni af friðar-
, Einars H. Kvaran
11 ^Jddendal gefið ut.
Síðustu símfregnir
Khöfn, 20. sept.
Lloyd George og Bolsevikar.
„Daily News“ birtir, eftir heim-
ildum frá Washington, útdrátt úr
skýrslu, sem Bolsevika-agentinn
Dullitz hefir gefið utanríkisnefnd
öldungadeildarinnar. Samkvæmt
skýrslu þessari hefir L/loyd George
sjálfur átt í skriflegum samning-
um við Bolsevika fyrir milligöngu
Dullitz. Lloyd George liefir þver-
neitað þessu, bæði opinberlega og í
parlamentinu.
Friður Búlgara.
Símað er frá París, að friðar-
samningar Búlgara hafi nú verið
afhentir þeim. Yerður þeim að eins
leyft að hafa 20 þús. manna lög-
regluher og í hernaðarskaðabætur
eiga þeir að greiða 2250 mi'ljónir
franka.
Bolsevikar og friðurinn.
Frá Helsingfors er símað, að
pndirbúningssamningar um frið
séu byrjaðir í Gskov (Pskov?).
Lithauar eru ófúsir á að semja frið.
Fréttastofa Letta símar, að ekkert
af Eystrasaltslöndunum muni
ganga að friðarboðum Boi'sevika.
Frá Berlín
er síinað, að breyting á ráðuneyt-
inu sé í aðsigi og niuni „demokrat-
ar“ ganga inu í það aftur.
Verkfall
þafnarverkamanua heldur áfram.
■ v j, 0 ■ c »
Jökulganga Svianna.
Morgunblaðið hefir nú fengið
nokkru nánari fregnir af liinni
merkilegu för náttúrufræðinganna
Wadells og Ygbergs. Báðum vér
þá um nánari frásögn af ferðalag-
inu, er vér fengum skeyti þeirra
fyrir hálfum mánuði síðan, en þeir
höfðu þá farið út í Öræfi og gátu
því ekki svarað fyr en nú- Hér
fer á eftir skýrsla Wadells, er vér
höfum fengið símleiðis frá Hólum
í Hornafirði:
„Við lögðum upp frá Kálfafelli
í Fljótshverfi þann 27. ágúst, kl. 9
árdegis, með 7 hesta, og fylgdar-
mann. Héldum við fyrst norður
Djúpárdal og komum að jökul-
hrúninni beint norður af Kálfafelli
kl. 1. Þar skiidi fylgdarmaðurinn
við okkur og hélt aftur til bygða,
en við cand. Ygberg héldum áfram
með 3 he'sta og sleða og stéfndum
beint til norðurs. Var jökullinn
mjög ósléttur og öskuhrannir á
lionum hér og livar. Daginn eftir,
28. ágúst, sáum við að ókleift mundi
verða að komast áfram norður á
bóginn, því allúr hájökullinn, fyrir
vestan beiua stefnu í norður af
Grænafjalli, var þakinn 12 til 15
centimetra þykku öskulagi úr
Kötlu. Breyttum við því stefuu og
héldum tii suðausturs, til Græna-
f jalls, sem er mestmegnis úr hrafn-
tinnu, og reidduln farangur okkar
austur í Hágöngur. Milli Hágangna
og Grænafjalls er kriuglótt lægð
í jöklinum, og er þar seunilega
gamall eldgígur undir ísnum. Hinn
29. ágýst sóttum við sleðann og fór-
um með hann lausan yfir öskuna
austur í Hágöugui‘. 30. ágúst héld-
um við norður á jökuliun, fyrir
austan Hágöngur. Var, þar fall-
inn snjór ofan á öskulagið og því
ágætt sleðafæri. Fyrir norðan Ilá-
göngur er lítill hnúkur og hvass
tindur upp úr honum. 31. ágú'st
héldum við b;eint í austur. Var
sleðafærið ágætt. Jökullinn smá-
hækkaði og fórum við upp þrjár
brúnlr kverja eftir aðra. Kl. 12 á
hádegi sáum við hnúka fram und-
an okkur og stéfndum þangað.
Komumst við að þeim kl. 3.1 hnúk-
um þesSum eru hverir, sem gjósa
1—2 metra. Þar var dálíti'll mosa-
gróður. Norðan undir hnúknum er
120 metra djúpur eldgígur — Svía-
gígur. Suðurlilið gígsins er lóðrétt
standberg, bæði jökulberg, mógrjót
og hraungrýti. 1. september mæld-
um við gíginn og gerðum kort af
honum og rannsökuðum hann að
aúStanverðu. Heitt stöðuvatn er í
gígnum og fellur skriðjökull 120
feta hár ofan f.það og bráðnar jafn-
harðan. Vatnið er djúpt í miðjunni
og voru þar ísjakar á floti. Vatnið
er heitast að sunnanverðu, en skrið-
jökullinn fellur ofan í það að norð-
anverðu. Gígurinn er inni á hájökl-
inum í norð-norðaustur af Skeið-
arárjökli. Frá Skeiðarárjökli geng-
ur dalur til austurs fyrir norðan
Hvannadalshnúk. Þessi dalur beyg-
ir síðan til norðurs inn að Svía-
gíg. — 2. september, á hádegi, lögð-
um við upp frá Svíagíg og 'stefnd-
um á hnúk í norðaustri. Kl. 3 skall
á þoka og fórum við þá eftir átta-
vita. 3. september fengum við byl
og þunga færð. Beittum við þá
tveimur hestum fyrir sleðaun og
héldum til suðausturs. Sujóaði
þangað til uudir kveld, en þá létti
dimmviðriuu. 4. septem'ber sáum
við fjall í suðri og stefndum suð-
ur á bóginn og' komum á Heina-
bergsjökul um nón. 5. september
fórum við 'suður af jöklinum og
var það erfitt, því jökullinn var
mjög sprunginu. — Við liöfum gert
mikilsvarðandi veðráttuathuganir.
Wadell.“
Vandvirkni löggjafanna
Þeir, sem mest hafa völdin hafa
mesta ábyrgðina. Þeir, sem kjörnir
eru fulltrúar þjóðarinnar og fara
með mál hennar verða að vita betur
og vanda betur til verka sinna en
aðrir menn.
Því er það eigi nema sjálfsagt að
gera meiri kröfur til þingmanna en
annara. Þeim liefir verið trúað fyrir
miklu valdi, en með því fylgja
skyldur, sem þeim eru lagðar á
herðar.
Þingsaga síðustu ára sýnir glögt
að mikill meiri hluti þingmanna
hirðir lítt um skyldurnar. Og brag-
urinn allur á þingsamkundunni er
engan veginn því líkur, að þar sé
merkasta stofnun þjóðarinnar og
þar samankomnir hennar vitrustu
og beztu menn. Þing Islendinga á
tultuguslu öldinni er óvegleg sam-
kunda og ber síst ,af öllu vott um
skyldurækni eða virðingu þiug-
manna fyrir starfi því sem þeir hafa
verið kallaðir til. Það ber vott um
fávisku, leti kæruleysi og algerða
vöntun á ábyrgðartilfinningu, hjá
alt of mörgum þingmönnum. Af
þessu leiðir að starfið miðar ekki
að neinu marki, stefnan verður eng'-
in, en gjörðirnar fálm út í loftið, og
fum ráðreikulla manna.
Má vera að það sé ekki réttlátt,
að liggja þingmönnum á kálsi, þó
þeir þekki ekki til allra mála jafn
vel. Mörg mál sem koma til þings-
ins kasta eru þess eðlis, að sérþekk-
ingu þai’f til þess að geta sagt hvað
sé rét’t og lxvað rangt þeim viðvíkj-
andi, og þá vandinn að kunna að
velja ráðunauta. En sum mál eru
svo veigamikil atriði í starfsemi
þingmannsins, að hann getur aldrei
orðið að gagni nema hann kunni
góð skil á þeirn.
. Svo er t. d. um fjármálin. Þau
eru eitt aðalstarf 'hvers einaSta
reglulegs þittgs 0g þau snerta svo
mörg önnur mál, að enginn getur
heitið forsvaranlegur þingmaður,
riema hann hafi kynt sér þau ræki-
lega. E11 einmitt á þessu sviði virð-
ast þingmenn vera svo herfi'lega
úti á þekju, að öl'lum hlýtur að
blöskra.
Á yfirstandandi þingi hefir
margt skeð, sem sýnír þetta áþreif-
anlega. Frumvörpum, fjárhagslegs
efnis, hefir verið dembt inn á þing-
ið af handahófi. Útgjöld landsjóðs
hafa stóraukist vegna nýrra laga
og þá verið reynt að finna eitthvað
til að fylla hítina með nýjum
skattaálögum. Þingið mun líta svo
á, að landbúnaðurinn sé ekki af-
lögufær, því alla nýju skattana
vill það leggja á sjávarútveginn,
og mxxn víst sjaldgæft, að nokk-
urn tírna hafi verið jafn misjafn-
lega skift byrðum þjóðfélagsiinls1,
eins og þingið hefir skift þeim nú
í sumar hér á landi.
Ef þjóðin ætti svo Öflugan at-
vinnuveg, að hann gæti svarað út
öllu því fé, sem hún þarfnast til
opinberra þarfa, þyrfti litla fjár-
málaþekkingu til að vera þingmað-
ur. En engitt þjóð á slíkan atvinnu-
veg og íslendingar ekki heldur.
Gjaldþol sjávarútvegsins íslenzka
er takmarkað og hann fer að verða
hrösull úr þessu, ef löggjöfin held-
ur áfram að bregða fæti fyrir hann.
Þingmenn halda því rnáske fram,
að nauðsyn brjóti lög, og að þeir
verði að bera skattana, sem eitt-
livað hafa ti'l að borga með. Um
hitt sé ekki hægt að hugsa, livort
það ríða atvinnuveginum að fullu.
En að þessari stefnu er skammgóð-
ur vermir, því hún leiðir til þess
að leggja alla atvinuuvegi í ka'lda-
kol. Og hvar á þá að taka tekj-
urnar ?
Annars er þessi okurtolla-stefna,
sem þingið thefir tekið upp, einnig
athugaverð frá öðru sjóuarmiði.
Hún lilýtur að leiða til þess, að
landið einangrist eða að minsta
kosti eigi örðugi’a uppdráttar í al-
þjóðaviðskiftunum en aðrar þjóðir.
Við vei’ðum ekki lengi samkepnis-
fæi-ir á útlendum markaði með vör-
ur, tollklyfjaðar á bak og' í fyrir.
Og hjá okkur er tollur á hvei’ju
strái. Tollur á kolunum, sem notuð
eru tíl að veiða fiskinn, tollur á
sa’ltinu, sem liann er saltaður með,
tunnunum, sem síldin er flutt út í,
og svo útflutningsgjald á fiskinum.
Væri nú ekki sú lciðiu réttlátari,
að stryka yfir alla tollana og leggja
einungis á hagnaðinn, sem útgerð-
armenn liafa af atvinuu sinni, og
‘hafa þann skatt þeirn mun hærri.
Þá -væri atvinnúvegurinn frjálsari,
og það fé, sem hið opiubera fengi,
vel fengið, en ekki tekið af atvinnu-
rekendum, sem sumir hafa stórtap
af atvinnurekstri sínum.
Kolatollurinn, sem er ein nýjasta
uppgötvun þingsins í tollamálum,
er eitt þeirra tvíeggjuðu sverða,
sem dregin hafa verið úr slíðrum
á þessu þingi. Sennilegt er, að hann
verði til þess að útgerðarmenn
stundi isfiski miklu meira en áður
og spai’i sér eftir megni að leggja
hér upp fisk og taka kol, ef toll-
inum verður ha’ldið svo háum, sem
gert er enn i þinginu. Og hver
verður þá ágóði landsinS ? Ekkert
annað en minni innflutniiigur á
kolum og meira vinnuleysi á fisk-
ixpplagisstöðvunum.
Atvinnuvegir, sem klafabundnir
erix af tollum og álögum, verða al-
drei langlífir. Það ætti þingið að
hugleiða betur en það hefir gert.
Það er ekki einhlítt að leggja á
tolla, heldur verður líka að reyná
að sjá fyrir, hverjar afleiðhigar
þeirra verða. Og þar vilja verða
vanhöld á. Nefndarálit og umræður
Alþingiú bera ekki vott urn víð-
'sýni og forsjá í þessum efnum.
Þegar um tollmá’l er að ræða, er
það venjulega viðkvæðið, að svo
og svo mikið muni fást inn með
þessum tolli, að ógleymdri áminn-
ingunni uixx að landssjóðinn vanti
penittga. Hið síðarnefnda er oftast
aðal-„argumentið‘ *,
Þingmenskan er starf, sem
krefst mikils tíma. En hér er hún
hjáverkastarf. Máske ræður það
nxiklu um hvernig hún er af hendi
leyst yfiríeitt. En hitt er þó áhrifa-
meira, að nú er hætt að vanda til
þingmanna. Sbrumararnir, sem
ga'la fegurst í eyrum alþýðunnar,
eru að ná tökum á fólkinu og fylla
þingbekkina. En þeir hafa flestir
lítið til brunns að bera, þegar til
þingstarfanna kemxxr.
t O—
Vestmanneyjaflugið
Flugfélagið og capt. Faber þafa
fengið ýmsar hlýjar orðsendingar
frá Véstmannaeyjum eftir flugið
þangað á fimtudaginix, sem Eyja-
búar voru mjög hrifnir af, þótt
ekki tækist að lenda þar í þett-a
shin.
Af kveðjuskeytinu frá Flugfélag-
inu, sem kastað var niður úr flug-
vélinni, fundust í Eyjumxm allmörg
eintök síðar um daginn og hljóðar
það á þe'ssa leið:
„Vestmannaeyingar 1
Með fyrstu flugvélinni, sem
heimsækir Vestmaxmaeyjar, send-
um vér yður kveðju vora.
>»
Vér vonum að dagurinn í dag
verði fyrirboði nýrra tíma, ei’ létti
'Samneytið milli Lands og Eyja, og
nátengi hinn nýja bæ yðar þjóð-
inni í heild sinni. Vér vonunx að
sá tími sé nú þegar liðinn, er Vest-
mannaeyjar þui’fa að þykjast af-
skektur staður og útúrskotinn ís-
lenzku þjóðlífi.
Vér viturn, að hjá yður hreyfast
sterk framfaraöfl, sem vilja vinna
með oss Landbyggjum, og vér
hyggjgm að fartækið, sem þér sjá-
NYJA BIO
Ungfrú Jackie
í sjóhernnm.
Sú lang skemtilegasta mynd,
sem hér hefir sézt, verður sýnd
enn í kvöld kl. 6, 71/* og 9.
Menn ern beðnir að tryggja
sér sæti á fyrri sýningarnar til
að forðast þrengsli.
ið í dag í fyrsta sinni, sé einmitt
meðalið til að sigrast á f jarlægðinni
og færa oss nær hvora öðrum.
Með því að heimsækja yður nú,
viljum vér sýna, að vér böfum
sérstaka trú á framtíð flixgsam*
bands við Vestmannaeyjar, og vér
reiðum oss á það, að þér bregðist
við drengilega og styðjið oss eftir
fremsta megni til að koma á slíku
sambandi sem allra fyrst.
Flugfélag íslauds.“
FTá Sigurði lyfsala fékk capt.
Faber skeyti, er hljóðar svo í ís*
l'enzkx’i þýðingu:
„íbúar Vestmannaeyja senda yð-
ur beztu óskir sínar og þakkir fyrir
hið ágæta flug yðar. Við fundum
kveðjuávarp ykkar á ströndinni og
munum festa það í minni.“
Annað skeyti frá sama kom einn-
ig daginn eftir svohljóðandi:
„Áhugi er hér mikill fyrir flug*
inu og fyrir því að útbúa hér
tryggilegan lendingarstað. Sendið
okkur nákvæma skýringu á því,
hvað stór haxxn þarf að vera o. s.
frv., og eg mun leita samninga við
bæjarstjórn um útvegun hans.“
Fullnægjandi svör hefir ekki
enn verið hægt að senda við þess*
ari fyrirspurn. En sennilega mun
það verða á þá leið; að tíminn sé
nú orðinn of naumur til þess að
nokkrar framkvæmdir geti orðið í
haust. Flugvöllurinn verður að vera
sem fjærst hinum háu klettum og
fjöllum, til þess að forðast felli-
byljiua, sem eru svo hættulegir við
lendingar. Stærðin má sjálfsagt
ekki vera undir 200 metrum á
hvern veg. — Ekki er ólíklget að
jafnvel þótt sævélar verði aðalfar-
tækið víðast á íslandi, þá muni
helzt verða að nota landvélar í
Vestmannaeyjum, vegna þess hvað
höfnin er lítil og býljahætt þar,
Kirkjuhljómleikar.
Pétur og Haraldur eru fyrir
'löngu flognir héðan aftur, en Páll
ísólfsson er ekki farinn exm. Þó
fer nú að styttast dvöl hatts hér,
því hann ætlar utan með „íslandi“
næst. Hefir hann í hyggju að halda
kirkjuhljómleika í Stokkhólmi og
víðar, áður en hann fer til Þýzka-
lauds aftur.
í kvöld kl. 9 ætlar Pál'l að láta
til sín heyra í Dómkirkjuuui, og
verður það í síðasta sinu, sem
Reykvíkiugum gefst færi á að
njóta listar haus, í þetta skifti,
Ekki þarf að leiða getur að því,
að aðsóknin verður mikil í kvÖld.
Þeir sem heyrðu til Páls í sumar,
munu ógjarnan vilja láta sig yanta
nú, og margir þeir sem voru fjar-
verandi þá, munu nota þetta tæki-
færi. ÞesS vegna viljum vér ráða
fólki til, að hafa fyrra fallið á að
ná sér í aðgöngumiða.
Páll hefir í kvöld á boðstólum
hið mesta góðgæti, m. a. Fantasia
(G-dur), Preludium (H-moll) og
Fugu (G*moll) eftir Bach og Són-
ötu í A'dur eftir Mendelsohn.