Morgunblaðið - 30.10.1919, Qupperneq 1
Isafoldarprentsmiðla
6. árgangur, 329. tðlublað
Fimtudag 30. október 1919
aaBHI GAMLA BIO
Skóli lífsins
(Extravagance).
Ahrifamikill sjónl. í 5 þáttam
leikinn af i. fiokks amerfskum
leiknrum.
Aðalhlutv. leikur
hin fræga riissneska leikkona
Olga Petrova.
Sýning i kvöld kl. 8^/a.
Fyrirliggjandi ihér á staðnum:
ARCHIMEDES utanborðsmótorar,
2 og 5 bestafla, fyrir benzin. —
Vélárnar hafa 2 kólfhylki (ey-
lindra) og eru miklum mun gang-
vissari en þær sem aðeins hafa
eitt. Auk þess ýmsa kosti um-
fram aðrar tegundir utanborðs-
mótora.
6. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali á Islandi.
Politjsk veðrabrigði
Morgunblaðið benti nýlega á það,
hversu andstæðir hagsmunir jafn-
aðarmanna annars vegar og bænda
hins vegar væri. pað benti á það,
meðal annars,
að bændur vildi fá sem ódýrast-
an vinnukraft, en
að jafnaðarmenn vildu fá sem
hæst kaup fyrir vinnu sína,
að bændur vildi eigi hafa nein-
ar takmarkanir á lengd vinnu-
tímans, en
að jafnaðarmenn vildu hafa tak-
markaðan vinnutíma, eigi lengri
en 8 klukkustundir á sólarliring,
að bændur vildu fá sem hæst
verð fyrir afurðir sínar, smjör,
kjöt, mjólk o. s. frv.), en
að jafnaðarmenn vildi, eins og
aðrir kaupstaðarbúar og kaup-
túna, fá þessar vörur við sem
lægstu verði.
þetta alt er vitanlega óhrekjan-
legt. Og það liggur svo í augum
uppi, að „Tíminn“, sem ekkert
traust segist bera til Morgunblaðs-
ins, hefir sannfærzt af orðum þess.
Eins og kunnugt er, hefir „Tíin-
inn“ átt pólitískt hjónalag við for-
kólfa jafnaðarmanna hér í bænum;
Jívorir virðast hafa talið öðrum trú
um, að þeir ættu samleið. En nú
sýnist „TímhnT ‘ hafa opnað augun,
því að í síðasta blaði kannast hann
við, beinlínis eða óbeinlínis, að alt,
sem Morgunblaðið sagði um sam-
band jafnaðarmanna og bænda, sé
rétt.
„Tíminn“ afneitar því, svo
greinilega sem unt er, stefnu jafn-
aðarmanna. Hann segir, að bænd-
ur hljóti að skiljast við þá alger-
lega, ef þeir (jafnaðarmenn) færi
að fylgja fram kröfum sínum um
það, að ríki eða sveitarfélög tæki
framleiðslutæki og framleiðslu í
súiar hendur. „TímimT' hefir því
þar með afneitað höfuðatriðum í
stefnuskrá jafnaðarmanna.
„Tíminn“ segir enn fremur, að
bændur hljóti 'eindregið að setja
sig á móti því, ef jafnaðai’menn
fari að halda fram þeirri kröfu
sinni, að landið taki í sínar hendur
verzlunina. Og „Tíminn“ bætir því
við, að landsverzlunina eigi, að
hans skoðun, að leggja niður, eftir
því sem vörubirgðir komi nægar
Kieð öðrum hætti til landsins. Kveð-
úr hér mjög við annan tón en áður
var í því blaði. Afneitar „Tíminn“
hér, sem í hinu aðalatriðinu, stefnu
Jafnaðarmanna.
»,Tíminn“ segist vilja láta verzl-
bn landsins vera frjálsa, vill láta
^aupmenn og kaupfélög annast
^ana. Er þetta nákvæmlega sama
stefnan sem Morgunblaðið hefii á-
valt haldið fram, en algerlega and-
stæð stefnu jafnaðarmanna.
En alt bendir þetta í sömu átt,
þá a,ð „Tíminn“ muni reynast jafn-
aðarmönnum álíka tryggur vinur
og fornvinum sínum Bjarna frá
Vogi og Sigurði Eggerz.
pað er ekki fjarri því, að spá
Morgunblaðsins um „Tíma“trygð-
ina gagnvart jafnaðarmönnum sé
þegar tekin að rætast. „Tíma“-
klíkan telur sig líklega ekki lengur
þurfa að „brúka“ jafnaðarmenn
eða ekki lengur geta „brúkað“ þá,
og því sé einsætt „að hella þeim
út“.
i
Reyndar vilja sumir halda, að
„úthellingar“-tíminn sé eigi kom-
inn enn þá. peir búast sem sé við
því, að hr. Tryggvi muni fá bágt
fyrir hreinskilnina hjá Jónasi, þeg-
ar Jónas kemur að vestan úr leið-
angrinum móti þeim Bjarna frá
Vogi og Magnúsi Péturssyni. pað
er haldið, að Jónasi muni þykja
óvarlegt að sparka jafnaðarmanna-
foringjunum alveg út þegar í stað,
því að eigi sé víst að „Tíma‘ ‘ -klík-
an verði svo liðsterk eftir næstu
kosningar, að hún kunni ekki „að
hafa brúk fyrir“ þá jafnaðarmenn,
sem komást kynni á þing.
„Við bíðum og sjáum hvað setur“
sýndi mikið hugrekki og sjálfsaf-
neitun á meðan á verkfallinu stóð.
Framkoma þjóðarinar var aðdá-
unarverð. Allir voru fastákveðnir
1 því að mæta þessu áfalli sem einn
maður og hugsa eingöngu um heill
heildarinnar. Og það mun vera
einsdæmi, að jafn skyndilegt og
áhrifamikið verkfall skyldi ekki or-
saka uppþot á einum einasta stað.
Svo þögult og hljóðlátt. gekk alt,
að ekki var einu skoti hleypt af yfir
allan tímann. Frakkar hefðu senni-
lega reynst heitari og ef til vill
ekki hirt um, þó eitthvert mannslíf
hefði glatast.
Ást.andið var alvarlegt. En sigur
þjóðarinnar mun ekki hvetja neina
framvegis til þess að ala á upp-
þotum og verkföllum í Englandi
Utflutningur frá Danraörku til Islands.
Hingað hafa borist fregnir frá
dómsmálaráðuneytinu danska þess
efnis, að frá og með 6. okt. þ. á.
séu allar hömlur á útflutningi á
vörum ‘frá Danmörku til íslands
numdar úr. gildi nema á eftirtöld-
um vörutegundum: Brauðkorni,
mjöli, brauði, sýkri, steinlími og
kolum. Oskist þesar vörutegundir
fluttar til íslands, verður að sækja
um útflutningsleyfi, svo sem verið
liefir venjan undanfarin ár um nær
allar vörur.
Viðskiftin eru smátt og smátt að
komast í samt lag aftur og ófriðar-
ráðstafanirnar að hverfa úr sög-
unni.
Pægindi eru þetta mikil fyrir ís-
lenzka kaupmenn, sem oft hafa átt
við mikla erfiðleika að stríða með
útflutningsleyfin frá Kaupmanna-
höfn og eftir þetta ætti vöruflutn-
ingur hingað að geta gengið mun
greiðar.
h'óðverjar sitja sem fastast.
i.
Samkvæmt friðarskilmálunuin
áttu pjóðverjar að verða burt með
her sinn úr Eystrasaltslöndunum.
Er nú fyrir nokkru útrunninn
frestur sá, er þeir höfðu haft til
þess að flytja sig burtu, en þeir
hafa farið sér hægt og voru ekki
farnir að hreyfa sig þaðan burt í
byrjun þessa mánaðar. Er það ætl-
un bandamanna, að pjððverjar hafi
dregið burtför sína svo lengi í þeim
tilgangi að geta nú fært ástæður
fyrir því, að ómögulegt sé að fram-
kvæma hana lengur. pess vegua
hafa bandamenn nú í liyggju að
neyða pjóðverja til hlýðni með því
að hóta þeim að stöðva algjörlega
innflutning matvöru og hráefna í
landið, ef skilmálunum verði ekki
fullnægt. Hefir Focli marskálkur
sent pjóðverjum langt ávarp um
þetta og segir þar m. a. svo:
— Með fullu samþykki þýzku
stjórnarinnar og þrátt fyrir ítrekuð
tilmæli bandamanna hefir það enn
dregist, að herlið pjóðverja hafi
verið kallað heim úr Eystrasalts-
löndunum og nú heldur stjórnin
því fram, að hún sé ekki fær um
að fulnægja þessu atriði friðar-
samninganna. Hvers vegna hefir
hún færst undan að kalla von Goltz
hershöfðingja heim aftur, þó þess
væri krafist þrisvar sinnum? Hvers
vegna var hershöfðinginn sendur
austur aftur, er hann var loksins
kominn til Berlín? petta var aug-
sýnilega gert með stuðningi þeim,
sem hann kefir sem fulltrúi stjórn-
arinnar og hann látinn koma þeim
anda inn í her sinn, sem nú er mn
það kent, að eigi sé hægt að kalla
hann heim. Hefir von Goltz breytt
gagnstætt skipunum þeim, sem
stjórnin gaf honum ? Ef svo er,
hversvegna hefir honum þá ekki ver-
ið hegnt fyrir mótþróann, með því
að setja hann af eða á annan hátt?
Svo framarlega sem þýzka stjórn-
in getur ekki gefið gildari svör við
þessum spurningum en hingað til,
geta stjórnir Bandamanna ekki •■rú-
að því, að þýzka stjórnin hafi g-rt
alt sem í heiuiar valdi stóð til þess
að koma hernum burt, en því heLr
hún ávalt lialdið fram. Annars ber-
ast þær fregnir nú frá Lettlandi að
ástandið liafi stórum versnað þar
vegna árásar þeirrar er pjóðverjar
hófu 8. þ. m. hjá Riga, þar eð þeir
hafa rofið grið við Letta, ráðist á
stöðvar þeirra með brynreiðum,
flugvélum, eiturgasi og enn fremur
ógnað Riga og orðið þess valdandi
að þýzk-rússnesk stjórn komst á
°S lagirnar í Kúrlandi og er á öndverð-
Flutnmgavandræði Vestmanneyinga
Yér áttum tal við mann úr Vest-
mannaeyjum í gær. Hann er hingað
kominn í ýmsum kaupsýsluerind-
um, og barst talið brátt að ástand-
inu í eyjunum.
Vestmannaeyingar eru sárgram-
ir yfir því, að skip Sameinaðafé-
lagsins eru nú hætt að koma við í
eyjunum, á leiðinni hingað til
Reykjavíkur frá Danmörku. Kaup-
menn í eyjunum verða nú að fá
flestar vörur sínar frá útlöndum
um Reykjavík, en töluverður kostn-
aður legst á þær við flutninginn
héðan t.il eyjanna. „Gullfoss" hefir
komið þar við undanfarið, en með'
því skipi verða ekki •sen.dar allar
vörur eyjarskeggja. Heimildarmað-
ur vor segir, að verði ekki hægt að
fá þessu breytt í áætlun skipanna
fyrir næsta ár, horfi til vandræða.
pað sé „drep“ fyrir eyjabúa.-
Pað er kunnara en frá þurfi að
segja, að afgreiðsla skipa er mjög
erfið í Vestmannaeyjum. Sumpart
tefja ill veður, brim og stormar,
oft afgreiðsluna, jafnvel svo að
ekki er unt að vinna við afferm-
ingu dögum saman, og sumpart
vegna þess, að stundum, þegar mik-
*
Sigur
Lloyd George.
Lloyd George hefir enn á ný
unnið mikinn sigur, ekki einungis
heima á meðal þjóðar sinnar, lield-
ur og í augum allra menningar-
þjóða: Eftir 8 sólarhringa harða
baráttu hefir hann kúgað járn-
brautarverkfallsmennina til þess að
byrja á vinnu aftur svo að segja
án þess að fá einni einustu kröfu
framgengt.
Siðferðisleg þýðing þessa sigurs
er ómetanleg. Stjórnarbyltinga-út-
brot og syndikalisma-skoðanir hafa
með því fengið þann linekki, að
óvíst er, að þess konar skrílræðis-
byltingar bíði þess nokkurn tíma
bætur. Og stjórnniálafrægð hefir
ið aflast þar og allir eru önnum
kafnir við að taka á móti fiskin-
um í landi, þá hefir verið erfitt að
fá verkamenn til vinnu við skipin.
En það er skiljanlegt að skip, ef
til vill með marga farþega innan-
borðs, getur ekki beðið margar
stundir aðgerðalaust á höfninni í
Vestmannaeyjum af þeirri ástæðu,
sem hér er átt við.
Heimildarmaður vor segir, að
vörur, sem frá útlöndum komi hing-
að, og eiga að fara'til Vestmanna-
eyja, liggi hér oft vikum saman áð-
ur þær komast út í eyjar. Meðan
svo horfir við sem nú er raun á,
verður ekki bætt úr þessum vand-
ræðum eyjaskeggja á annan hátt en
þann, að bæta samgöngurnar milli
Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
Með því pióti ættu vörurnar ekki
að þurfa að tefjast lengi hér í bæ,
en aukakostnaðinum við flutning-
inn héðan verður ekki komist hjá,
ef Reykjavík á að verða miðstöð
■vöruflutninga hingað til lands, sem
hún áreiðanlega verður þegar
strandferðirnar komast í viðunan-
legt liorf.
bæzt við þjóðfélagsmálafrægð
Lloyde George.
Fyrir skömmu hefir verið virt til
peninga hið beina tap af verkfall-
inu, eða það, sem verkfallsmenn
sjálfir lögðu fram. peir stöðvuðu
vinnu í 8 daga en lögðu þó 300,000
pund sterling í verkfallið án nokk-
urs árangurs.
pað e-r nú orðið öllum vitanlegt,
að verkfallið var afskaplega mis-
ráðið. pað átti að lama stjórnina.
En öllum var auðsjáanlegt, að ekk-
ert ynnist á í því efni, því brezka
ríkið hefir mikið bolmagn og mörg
vopn til varnar. Og það því heldur
sem annar eins maður situr við
stjórn þess, og Lloyd George.
Og bolmagnið lá þarna aðallega
í tvennu, nfl. í hinni dásamlegu
stjórn og reglu frá hálfu stjórnar-
iuiar, og sömuleiðis í því, hve þjóð-
in tók þessu stillilega og vel
um meið við stjórnina sem fyrir
var.
Með tilliti til þessa, halda Banda-
menn því fram, að pjóðverjar verði
að taka afleiðingum þess, að burt
flutningur herliðsins hefir c:.gi enc
þá farið fram.
Bandamenn vilja styrkja stjórn-
ina í Berlín til þess, að ákvæðim;
um heimflutning hersins verði full-
manna með því að líta eftir að alt
fari vel fram, undir forustu hers-
höfðingja sem Bandamenn tilnefna.
En ef frekari dráttur verður á,
munu þeir verða að taka til annara
ráða.
pýzka stjórnin er beðin að svara
sem fyrst. pað tilkynnist hér með að
Bandamenn láta hana bera ábyrgð
á öllum þeim spellum og óviná’tu-
brögðum, sem herinn í Eystrasalts-
löndunum kynni að fremja.
Hollenzkir
Boizhewikkar
„Þekkja ekkert æðra vald en
samband verkamanna“
Yið síðustu bæjarstjórnarkosning-
ar í Amsterdam urðu hinir róttæk-
ustu jafnaðarmenn í meiri hluta.
Nú hefir það verið gamall og
góður siður þar, að byrja hvern
fund með bæn, en fyrir skemstu
kom Bolzhewikkinn Wynkoop með
tillögu um það, að sá siðúr skyldi
lagður niður. Urðu um þetta lang-
ar umræður. Yildu margir ekki
sleppa bæninni en Wynkoop sagði
þá, að hann tryði ekki á neitt æðra
vald, en samband verkamanna.
Var síðan samþykt með miklum
meirihluta að sleppa bæninni.
Erl. símfregnir.
Kven*Bolsevikkar
Khöfn, 28. okt.
Frá Reval er símað að Bolzhe-
wikkar hafi tekið fjölda kvenna í
lið sitt, sem eiga að hjálpa til þess
að verja Petrograd.
Sinn Feinar
Khöfn, 28. okt.
„Daily Express“ flytur þá fregn
að óeirðir séu mjög að aukast í ír-
landi og að Sinn Feinar fjandskap-
ist mjög við brezku embættismenn-
ina.
Frá Pýzkalandi.
Khöfn, 28. okt.
Frá Berlín er símað að þýzka
stjórnin hafi kvatt heim sendiherr-
ann þýzka, sem í Eystrasaltslönd-
unum var.
Gott er að hafa tungnr tvær
og tala sítt með tuðrri
Stefán bóndi Stefánsson í Fagra-
skógi er í vanda miklum staddur.
Hann heldur að „Tíminn“ muni að
cinhverju metinn í Eyjafirði meðal
bænda. Á þingmálafundum þar læt-
ur hann því svo sem lionum sé held-
ur hlýtt til „Tímans“ og „Tíma“-
NYJA BIO H
Mýra r kots stel pan
(Husmandstösen)
iSjónleikur i 5 þittum eftir sögu
Selmu Lagerlöf
Sýning í kvöld kl. 8*/*-
Pantaðir aðgöngumiðar af-
hentir frá kl. 7—81/*, eftir
þann tíma seldir öðrum.
Fyrirliggjandi í heildsölu til
kaupmanna og kaupfélaga:
RAKVJELAR, með bognum blöð-
um eins og „GILLETTE“, en
miklum mun óbýrari.
G. EIRÍKSS, Reykjavík.
klíkunar. Og vera má að honum sé
það líka. Ilafði hann á þingmála-
fundi að Grund lýst sig „tíma“n-
legan.
En í fjörðunum, Siglufirði og
Oláfsfirði, mega menn ekki heyra
„Tímann“ nefndan. pað er því ein-
sætt að Stefán verður að afneita
„Tímanum“ þar og öllu hans at-
hæfi eins og fermingabörnin urðu
fyrr að afneita vissum höfðingja.
Ef Stefán gerði það ekki, þá mundi
;ian naumast fá eina einustu sál til
að kjósa sig. En þó kvað hann hafa
sagt á Siglufirði, líklega til þess að
laða Siglfirðinga til fylgis við ,,Tím-
ann“, að Framsóknarflokknum sé
það að þakka, að lagafrv. um breyt-
ingn á bæjarstjórnarlögum Siglu-
l'jarðar komst í gegnum þingið í
sumar.
En þetta er algerlega rangt. peim
flokki er þetta alls eigi sérstaklega
að þakka fremur en öðrum flokkum
í þinginu. Menn úr öllum flokkum
voru á móti frv. og menn úr öllum
flokkum voru með því.
Með því voru t. d. Gísli Sveins-
son, Sigurður Stefánsson og Jón á
Hvanná, pórarinn Jónsson, Björn
Stefánsson, Bjarni frá Vogi, Bene-
dikt Sveinsson og Pétur pórðarson.
Slíkt mál gat ekki og átti ekki að
vera flokksmál, enda voru allsherj-
arnefndir beggja deilda sammála
um að leggja á móti frv. að svo
stöddu, og voru menn úr öllum
í'lokkum í þeim nefndum,' einnig úr
,;Framsóknarflokki‘ ‘.
pað er því fjarri því, að „Tíman-
um“ eða „Framsóknar“. flokks-
mönnum beri nokkurt þakklæti fyr-
ir það, að frumvarpið um breytingu
á bæjarstjórnarlögum Siglufjarðar
var samþykt á síðasta þingi.
„Tíminn“ lagði því ekkert liðs-
yrði. pess var ekki að vænta. Hann
hefði ekki mátt vera áð því. Hann
hafði nóg að gera að illmæla and-
stæðingum sínum og ófrægja þá.
pað var aðalverkefni hans meðan
Alþingi stóð. Hann liafði hvorki
tíma né rúm til mikils annars.
Utan af landi.
Seyðisfirði, 29. okt.
Mannskaðinn á Seyðisfirði.
Bræður tveir drukknuðu hér í
firðinum nýlega, Sigurður og Ing-
ólfur Stígssynir af Brimnesbygð.
Hvolfdi bát þeirra í skemtisiglingu.
Skipaferðir.
Sterling kom að norðan í gær-
kvöldi fult farþega. Margir bætast
við hér og á Suðurfjörðum. Skipið
fer héðan í dag. Kora er væntanleg
á morgun.
Frostlítið og stilt veður undan-
farna daga. Töluverður afli á mót-
orbáta þegar gefur.