Morgunblaðið - 11.01.1920, Side 1
7 áry;.. 54 1*1
Sss««sí>-<1m!í 11 i«tx»s
192u
I«tafoldarprent»niði»
GAMLA, BIO HBgmyg**
þriðji kafli
6 þættir
•
sýiidur í kvöld
bl. 6, 7V2 og 9
Fyrirligo'jandi í heildsölu til
kaupraatma og kaupfélaga:
EKTA „PRIMUS“ (A.B. hjort
& Co., STOKKHOLM), Suðu-
áhöld, eldhol, bakaraofnar,strau-
hattar, hreinsunaráhöld. — AlLs-
konar varahlutar svo sem nálar,
brennarar, hringar o.fl. MÖTOR-
LAMPAR og brennarar í þá.
6. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali á Islandi.
VAxtur Rsykjavikur
Nýr bæjarhluti að byggjast.
Reykvíkingar hafa eflaust tekið
-eftir því, að óvenjulega mikið hefir
hefir verið bygt í sumar, einkan-
lega í Skólavörðuholtinu norðan-
verðu. Óðinsgata var áður útjaðar
bæjarins á löngum kafla og lítið
bygð. En svæðið alt frá henni og
Bergstaðastræti sunnanverðu upp
að Skólavörðunni var óbygt. Nú
hefir eigi að eins verið bygt með
allri Óðinsgötu, heldur einnig
lagðar nýjar götur um þvert og
endilangt holtið. Sumár þessar
götur eru að vísu ekki til annar-
staðar en á uppdrættinum ennþá,
en margar hafa þegar verið lagðar
og lokræsi og vatnspipur settar í
þær.
Takmörk landsins, sem hér er nm
&v ræða, er lína sem gengur þaðan
sem Frakkastígur sker Skólavörðu-
stíg, beint suður yfir holtið og sker
Laufásveg rétt fyrir norðan(?)
Kennaraskólann. Eftir þessari línu
á að ’leggja götu,sem nefnist Njarð-
argata og verður • hún framháld
Frakkastígs og hállar til suðurs.
Njarðargata verður lehgst allra
nýju gatnanna í holtinu. Samhliða
henni liggja þessar götur: Braga-
Sata, sem nær að Freyjugötu,
Baldursgata 0g. r[’ýSga^a; sem all-
ar ganga frá Skólavörðustíg. —
Týsgata gengnr frá Klapparstíg
að Óðinstorgi, sem verður að Oð-
insgötu þar sem Spítalastígur sker
hana. En þvergöturnar, sem ganga
frá vestri rtil austurs, eru þessar:
Vrðarstígur syðst, þá Nönnugata,
frá suðurenda Óðmsgötu að Njarð-
argötu, Freyjugata frá Oðinsgötu
^ið Bjargarstíg, áð Njarðargötu,
Þórsgata frá Spítalastíg að Njarð-
ar§ötu og loks Lokastígur frá
1’ýsgötu að Njarðargötu, yfir túnin
í Holti.
Knattspy
heldar aukatatsd í Báranni uppi, mánudag 12 þ. m. kl. 8*/2.
Mikilsvarðandi mál á dagskrá. Fjölmennið.
Mætið stnndvíslega kl. 8l/z. STfÓRNIN.
Allar þessar nýju götur verða
12,5 metrar á breidd milli húsa.
ÓBinsgata er nú örðin albygð
báðu megin, og ennfremur hefir
allmikið verið bygt með neðan-
verðri Baldursgötu. Yið þá götu
er hver éinasta lóð mæld út til
byggingar. Og við allar hinar göt-
urnar nýju, sem nefndar hafa ver-
ið, hefir verið mælt út meira eða
minna, nema við austustu götuna,
Njarðargötu. Bærinn hefir selt
allmikið af lóðum í Skólavörðu-
holtinu og gengur andvirði þeirra
til þess að leggja göturnar, holræsi
og vatnspípur, og fyrir öðrum
kostnáði, er bærimi hefir af bygg-
ingunni þar í holtinu. En á svæðinu
fyrir austan Baldursgötu og sunn-
an Þórsgötu verða engar lóðir seld-
ar, heldur aðeins leigðar.
Baldursgata er sú eina, sem buið
er að fullgera. En í vetur hefir ver-
ið unnið að hinum götunum og er
þegar lokið við að leggja vatnsæð-
ar og skólprennur í margar þeirxa.
Er það miklum vandkvæðum bund-
ið, því alstaðar er klöpp undir og
jarðvegurinn sérlega giunnur.
Verður því alstaðar að sprengja
gang ofan í grjótið til þess að
koma fyrir pípunum, og er það af-
ar dýrt. Sumstaðar hefir jafnvel
orðið að sprengja burt klappir til
þess að ná réttu yfirborði á götum-
ar, því klappirnar hafa verið miklu
hærri en gatan. Er þar mikið verk
að vinna, enda hefir bærinn menn
í vinnu í Skólavörðuhöltinu svo
tugum skiftir og mun hafa í allan
vetur. Kostnaðurinn við gatnagerð
þessa verður afarmikill, og veldur
þar rniklu um, hversu grjótið er
mikið og ofarlega.
-ált þetta mikla svæði, sem að
meðtöldum ,túnunum sunnanvert
við kkólavörðustíg er nær 60 hekt-
arar, hefir verið mælt út á einu ári
að kalla. Og þótt þau séu mörg
lxúsin sem bygð }lafa verið á þessu
svæði í sumar, þa eru þau f^ £ níóti
þeim, sem menn hafa afráðið að
reisa og fengið lóð undir. Allflest
nýju húsin eru úr steini, þar á
meðal mörg úr holsteini.
Einn bæ, Suður-KiöpPj 0fan-
vert við Óðinsgötu fyrir enda Spít-
alastígs, hefir bærinn orðið að
kahpa til niðurrifs því haim stend-
ur á miðri Þórsgötu. Er verið að
reisa timburhús rétt hjá á kostnað
bæjarsjóðs og fær eigandinn það í
staðinn.
pá er og annar bæjarhluti að
byggjast, nfl. svæðið ofan við Njáls
götu, milli Frakkastígs og Baróns-
stígs. Verður þar lögð ný gata
samhliða Njálsgötu og nefnist hún
Bergþórugata. Á svæðinu milli Vita
stígs og Barónss'tígs er gata þessi
að nokkru bygð að n’orðan. Eru
segja leséndum sínmn frá honum j
síðar.
þar bygð steinhús í samfastri röð
en miðja vegu milli Vitastígs og
Barónsstígs er op á milli húsa svo
hægt er að komast að húsabaki frá
aðalgötunni. En samhliða Bergþóru
götu gengur mjór stígur að húsa-1
baki fyrir flutninga o. þ. Ii. Er
þessi tilhögun ný hér í bænum en
er allmjög farin að tíðkast í nýrri
bæjum erlendis og þykir gefast vel.
Byggingarfélag Reykjavíkur hefir
bygt öll þessi hús. Við norðanverða
Bergþórugötu milli Frakkastígs og
Vitastígs hafa einstakir menn feng-
ið útmældar lóðir og ráðgert að
byggja þar á þessu ári, en
við sunnanverða götuna á sama
svæði hefir byggingarfélagið f eng- j
ið fengið sex lóðir og hefir þegar j
bygt timburhús á þremur þeirra j
eða f jórum. Bærinn hefir stutt bygg,
ingarfélagið með því að ganga ■
í ábyrgð fyrir fé til framkvæmd-
anna og í notum þess fær hann um- j
ráð yfir húsum þeim sem síðast j
voru nefnd til sinna þarfa í næstu j
þrjú ár. Félagið fær og á þessu ári
alt að 12 þús. kr. styrk úr bæjar-
sjóði og alt að 6 þús xir ríkissjóði.
Aldrei hafa jafnmargar lóðir
verið mældar út hér í einu í sögu
bæjarins, enda ekki furða eftir,
kyrstöðu þá, sem verið hafði í bygg- j
ingum hér sem annarsstaðar í und-
anfarin 5 ár. Og þó dýrt hafi reynst
að byggja í sumar eru víst flestir
, samfærðir um, að ekki muni eftir j
, betra að bíða, eða minsta kosti ekki,
! í bráð. Má telja víst að ennþá meira j
I hefði verið bygt hér í sumar, ef
! vinnukraftur hefði verið nógur. En ,
lóðaútmælingarnar eru talandi vott;
: ur um það, að margii' vilja byggja j
| og ætla sér það. Enda eru þeir j
j nxargir sem fengið hafa sig full- J
sadda á húsnæðiseklunni og þeim!
vandræðum sem hún veldur. bæjar-;
búum.
Hxás Byggingarf élagsins við Berg
þórugötu eru hin einu, sem bygð
hafa verið með fullkomnu sam-
ræmi sín á milli. Annarsstaðar hef-
ir eigi þótt kleift að setja fastá-
kveðið „form“ sem húsin skyldi
bygð eftir. Bæjarstjórnin hefði get-
að fyrirskipað fastákveðið skipu-
lag á hxisunum, en hún sá sér ekki
fært að beita því valdi í sumar, því
vel gat það orðið til þess, að draga
úr nýsmíðum húsa. En mestu varð-
ar auðvitað eins og nú standa sakir,
að hús séu bygð, svo að sem fyrst
rætist úr húsnæðisvandræðunum.
Og því hefir bæjarstjórnin forðast
að gera nokkuð það, er dregið gæti
úr því, að menn bygðu hús.
Skipulagsuppdráttur hefir verið
gerður yfir austurbæinn enn lengra
en minst hefir verið á hér að fram-
an, nefnilega alla leið að hinni svo-
(jölluðu „hringbraut“. Mun Mbl.
Erl. sfmfregnir.
(Frá f.-éltaritara Morgunblaðsins).
Khöfn 9. jan.
Friður
endanlega saminn í gær.
Fyrsti fundur þjóðbandalagsins
haldinn í dag.
„Agenee Havas“ tilkynnir:
Hinir endanlegu friðarsamningar
verða gerðir á laugardaginn klukk-
an fjögur í utanríkisráðuneytinu
franska. Verða þá nóvembersamn-
ingarnir undirskrifaðir. Clemence-
au afhendir Lessner tilslök-unar-
skjalið.
Bandaríkin taka ekki þátt í frið-
arsamningunum.
Fyrsti fundUr þjóðbandalagsins
verður haldinn á sunnudaginn.
Danmörk gengur inn í þjóðbanda
lagið eftir tvo mánuði.
Khöfn 9. jan.
Ungverjar semja frið.
Friðarfulltrúar Ungverja eru
komnir til Nevilly þar sem friðar-
samningar verða gerðir við banda-
menn.
Khöfn 9. jan.
Viðreisn Noilðurálfu.
Frá London er símað, að Herbert
Hoover, ríkisbryti Bandaríkjanna,
haldi því fram, að fregnimar um
neyðina í Evrópu sé mjög orðum
auknar. Segir hann að Evrópa geti
aðeins komið fótum undir sig af
eigin ramleik.
Khöfn 9. jan.
Zahle-stjómin fer frá?
Ihaldsmenn í Danmörkn halda að
Za.hle-stjórnin mxmi fara frá völd-
um þegar eftir að þing kemur sam-
an.
NYJA BlÓ
Mianismerki
Snorra.
Það hefir áður verið getið um
það hér í blaðinu, að Norðmenn
væru þess mjög fýsandi, að reisa
Snorra Sturlusyni minnismerki, og
þá helzt bæði hér í Reykjavík og í
Noregi, frekast í Niðarósi.Hafa þar
margir nafnkendir menn lagt til
málanna opinberlega, og allir á
einn veg: að hvefja þjóðina til
framkvæmda á þessari hugmynd
og sýna með því þakklætishug h‘enn
ar til sagnameistarans og föður
lands hans.
Og svo langt er málinu komið á
Æfintýpi
Macistes
\ III. kafli
Sýndur í kvöld ki, 6, 7T/a og 9
Bezta Maciste-myndin
sem hér heör sézt.
Nýkomið:
VICTOR og PRIOR kveikitappar
(kerti) með 3 kveikioddum, fyr-
ir bifreiðar, bifhjól og allskonar
benzínmótora. Hafa reynst bezt
af öllum tegundum er hér þekkj-
ast.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Einkasali á íslandi.
leiðis, að búið er að halda f jölment
mót, þar sem hugmyndin var
skýrð og rædd af mörgum mönn-
um, einkum Anders Hovden, og að
lokum kosin nefnd í málið til fram-
kvæmda, á þann hátt, að 4 félögum
var falið að tilnefna einn fu'lltrúa
í nefndina og auk þess kosinn 5.
maður. En hlutverk þessarar nefnd-
ar er það, að koma á stofnun als-
herjar landsnefndar, er vinni að
málinu yfir gervallan Noreg. Sézt
því á þessu, að Norðmenn fylgja
þessari fallegu hugmynd af álhuga.
Aðalræðuna á þessu fjölmenna
móti sem haldið var flutti skáldið
og presturinn A. Hovden. Er hún
full hlýinda og ástúðar í vorn garð
ogaðdáxmará verki Snorra Sturlu-
sonar. Birtum vér hana hér í laus-
legri þýðingu:
— Við værum fátækir hér í Nor-
egi, ef saga næði ekki lengra aftux
en til danska tímabilsins. En svo
fátækir erum við ekki. Óg við get-
um þakkað það íslandi og íslend-
ingum. Gróðir, íslenzkir afburða-
menn hafa bjargað sögu vorri við.
Þegar eg var á íslandi, sá eg
Geysi, gjósandi glóðheitu vatni
hátt í loft upp. Mér varð það tákn
þess ahdlega máttar, sem íslending-
ar hafa átt og eiga.
Það hefir oft verið þannig, að
smáþjóðir hafa unnið mest andleg
þrekvirki og sýnt mestan andlegan,
mátt. Hellas og ísland eru góð
dæmi þess. Við minnumst öll gömlu
skáldakvæðanna og göfugra fs-
lendinga, sem voru hirðskáld kon-
unga vorra. Gildi þeirra fyrir sögu
vora er meira en margur hyggur.
En yfir skáldakvæðunxxm stendur
Heimskringla og fremstur meðal
skáldanna og allra íslendinganna,
Snorri Sturluson. Enginn hefir
unnið j.afnmikið til þess, að hefja
Noreg og auka veg hans, eins og
hann. Enginn, hvorki á íslandi eða
hér, hefir gert Noregi annað eins
gagn og hann. Hann hefir flutt
nafn lands vors víða vegu og gert
það þekt. Hann hefir geymt það,
sem við gieymdum. Það er honum