Morgunblaðið - 16.01.1920, Page 1
7 árg., 58. tfol.
Fðstudag' 16 ianóat’ 1920
IhaIo I d a.r p fiMtm Srtl r.
GAMLA BIO
LIBERTY
IV. kafli (5 þættir)
af hinni heinnsfrægu mynd,
verður sýndur í k v ö 1 d
kl. 87* og 9Va.
Gætið þess! að fylgja æfin-
týriL’bertysog engu lir aðsleppa
Fyrirlggjandi hér á staðnum:
Varahlutar allskonar fyrir ARCHI-
MEDES mótora, bæði utanborðs-
og venjulegar benzin-vélar til
notkunar á landi.
G. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali á íslandi.
Erl. símfregnir.
(Frá fréttaritara Morgunblaðsins).
Khöfn 14. jan.
Hafnbanninu
í Austurvegi hefir íiú verið létt af.
Byltingar í Þýzkalandi.
Byltingaröldur rísa nú um þvert
°8' endilangt Þýzkaland. Námu-
verkfölliu breiðast út. Landið hefir
verið lýst f uppreistarástandi.
Hinir róttækustu byltingamenn
íara með miklar æsingar og friðar-
samningarnir létta mjög undir með
þeim.
Koltschak
Það er nú opinberlega staðfest
að her Koltsehaks sé allur farinn í
mola og upprættur.
Khöfn 14. jan.
Borgarastyrjöld í Þýzkalandi.
Frá Berlín er símað, að blóðug
upphlaup hafi orðið þar 1 tilefni af
umræðum í þinginu út af lögum um
lán til iðnreksturs. Yoru það aðal-
lega óháðir jafnaðarmenn og kom-
munistar, sem stóðu fyrir óspekt-
unum. Herlið var kvatt á vettvang
°g tvístraði það múgnum með hftnd-
sprengjum. Voru þar særðir og
repnir rúmlega 300menn.-Fundi
kafiBo^r;8a8íttaímiðjn
, km hefir verið lýst í upp-
°g hefir N°ske fe»8.
.5 þar æðstö v6,a s hendm. Het?.
ýnn byrjað , h>nn> ýt
komu blaðanna „Freiheit“
„Rothe Fahne1 , sem þau g££u
út Liebkneeht og Rosa Luxemburg
Það er búist við því, að Sparta-
kistar muni reyna að koma á alls-
herjar verkfalli.
Fjöldi útlendra æsingamanna
i'ók þátt í upphlaupunum.
Nýjar kosningar í Danmörku.
Þjóðþingið danska var sett aft-
111 ' gær. Stjórnarandstæðingar
JuQiRfáíag cfíayfijavifiur:
SiQuröur Braa
eftir
Jofyon Bojer
verður leikinn í Iðaó föstudaginn 16. þ. xnán. kl. 8 síðd.
Aðg.m. seldir í Iðnó i dag.
Overland
nýleg, i áEætu standi, til sölu nú þegar, módel 90. — Allar nánari upp-
lýsingar gefur Þorsteinn Jónsson, Strandgötu 25, Hafnarfirði.
kröfðust þess, að nýjar kosningar
færi fram. Zahle forsætisráðherra
lýsti því þá yfir, að nýjar kosning-
ar mundi fram fara undir eins og
kosningalögin nýju og grundvall-
arlögin nýju væri staðfest.
Atkvæðagreiðslan í Suður-Jótlandi.
Suður-józk „hvítbók1 ‘ hefir verið
gefin út. Þjóðaratkvæiðagreiðslur
i Suður-Jótlandi fara fram dagana
9,—10. febrúar og 1,—2. marz.
Talsímaverkfallið
í Kaupmannahöfn heldur enn
áfram.
Póstmál Dana.
Á 9 mánuðum hefir tekjuhalli á
póstmálum Dana orðið 5% miljón
króna.
Vopnahlé
Bolzhewikka og Eistlendinga hef-
ir verið framlengt.
zJCaraléur Siyurðss.
Samkvæmt símskeyti frá frétta-
ritara vorum í Kaupmannahöfn, er
Haraldur Sigurðsson píanóleikari
frá Kaldaðarnesi alfluttur þangáð
og hefir fengið stöðu sem kennari
við hljómlistarskólann þar.
öengi erlendrar myntar
Khöfn 13. jan.
Sterlingspund........... 20,70
Dollar................... 5>53
Mörk (100) ............. 10’75
Sænskar kr. (100) ......115’85
Norskar kr. (100) ......109,00
London 13. jan.
Danskar kr.............20,57^2
Þýzkmörk................191,50
frá 1905. Væri átt við sömu gull-
tryggingu í 1. gr. 2, sem átt er við
í l. 'gr. 1, þá yrði aukaseðla útgáfan
væntanlega skaði fyrir bankann,
haiin gæfi seðlana ekki út og við-
skiftalífið fengi ekki neina auka-
seðla, sem væri hið mesta tjón fyrir
það.Þessvegna hlýtur orðið „málm-
forðinn“ í 1. gr. 2 að þýða það,
sem ávalt var skoðað sem málm-
forði frá 1906—1914, og sem kallað
er málmforði í 5. gr. laganna frá
1905, en það er auk annars inneign
í erlendum viðurkendum bönkum.
Séu aukaseðlarnir trygðir til fulls
með þessum málmforða, greiðist
ekkert gjald til landssjóðs af þeim.
Reykjavík 14. janúar 1920
Indr. Einarsson. Kristján Jónsson.
Gullmál
Islandsbanka
Hr. Björn O. Björnsson hefir í
Morgunblaðinu 10. janúar 1920
beint þelrri spurningu til okkar
undirritaðra, hvort inneign í er-
lendum bönkum, og seðlar stærstu
seðilbanka væru löglegur málm-
forði, ef þeir næmu meiru en % af
því gulli, sem lögum samkvæmt á
að vera til tryggingar þeiim Is-
landsbankaseðlum, sem úti eru í
umferjð? Sjálfur virðist hann álíta
að svo sé ekki.
Fyrirspurnin er bygð á niðurlagi
5. greinar laga nr. 66,10. nóv. 1905:
„Þeir hlutar málmforðans, sem
taldir eru undir tölulið c og d (inn-
eign í bönkum, sem greiðist þegar
beimtað verður og seðlar viður-
kendra banka) mega ekki fara
fram úr þ4 alls málmforðans1 .
Þessi málsgrein verður ekki þj’dd
öðru vísi en svo, að inneign í bönk-;
um, og hinir áðurnefndu seðlar,
megi ekki út rýma meiru af gulli
úi málmforðanum en 14. 5. gr.
ákveðui' hver gulltrygging megi
vera minst, en það liggur í hlutar-
ins eðli, að hver seðilbanki, sem er,
má liafa rneiri tryggingu fyrir seðl-
um sínum en þá, sem ákveðin er
lægst. 5. gr. c. kallar þessa inneign
í erlendum bönkum „málmforða"
með berum orðum, og það af henni
sem hefir farið fram úr þá al gull-
tryggingu 5. greinar, hefir í reikn-
ingum ís'Iandsbanka árin 1906,
1908, 1909, 1910, 1911, 1912, 1913
og 1914 verið samþykt. að vera
„málmforði“ af öllum, sem voru
ráðherrar eða bankaráðsmenn þessi
umgetnu ár.
9. sept 1915 komu út. lög um
trygginguna á þeim seðlum Islands-
banka, sem gefnir eru út fram yfir
2% miljón króna. Þar heimtar 1. gr.
1. að helmingur þeirra (50%) sé
trygður með málmfokða eftír 5.
gr. laga 10. nóvember 1905, (%
gull, 14 inneign o. s. frv.). En 1
gr. 2. skipar svo fyrir, að greiða
skuli afgjald til landssjóðs af því
sem eftir er o'g „málmforðinn
nægir ekki til“. I þessum lið er
ekki vitnað í 5. greinina í lögunum
Ellen Key sjAtug.
Hinn nafnkunni sænski rithöf-
undur og lífspekingur, Ellen Key,
varð sjötug hinn 11. desember. Var
henni við það tækifæri sýndur
margvíslegur sómi og heillaóskir
drifu að henni hvaðanæfa, enda eru
pit hennar þýdd á ótal tungumál og
eru lesin um allan hinn mentaða
heim. „Hver er Ellen Key?“ spyr
einn af aðdáendum hennar. Og
hann svarar sér sjálfur á þessaleið :
NYJA BIÓ
ÆfintýFÍ
Macistes
IV. (siðasti) kafli
6 þættir
Ein sýning kl 9.
„Hún er samvizkusemi, hugrekki
og mannvit íklætt holdi og blóði.
Hún er einn af aðalforvígismönn-
um hinnar andlegu kirkjubygging-
ar. Fyrir 25 árum var hún ofsótt
— nú er hún virt og elskuð“. —
Myndin hér að ofan er tekin af
Ellen Key árið 1917. Er hún gerð
af listmyndasmiðnum sænska, pro-
fessor H. B. Goodwin.
Fjársvikí Danmörk
Sænskur dómari tekinn fastur.
Nýkomið:
GIPS fyrir myndhöggvara og til
ýmsra annara nota.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Danskt víxlarafirma, Kassmanns
Efterfölgere, varð gjaldþrota í
haust. Gjaldþrot þetta komst svo
undir sakamálsrannsókn hjá hin-
um alkunna dómara Thorup, sem
hefir verið refsivöndur allra fjár-
glæframanna og smygla í Danmörk
síðan stríðið hófst.
Firmað var ásakað fyrir f jársvik
í sambandi við ifjármálaviðskifti
ýms fyrir aðra menn. í vor bauð
Kassmann út ný hlutabréf í firm-
anu fyrir % miljón króna. En það
mishepnaðist algerlega — menn
skrifuðu sig að eins fyrÍT 10 þús.
króna hlutum. Þá keyptu firmuíi
Nordiske Kabelfabrik og h.f. Möll-
er Krösgaard Sterlingspund fyrir
170,000 og 100,000 kr.hjáKassmann.
En þau sáu oldrei framar grænan
eyri af því fé, hvorki Sterl.pund-
unum né kaupfénu. Það hafði Kass-
mann notað til þess að greiða
skuldir harðvítugra lánardrotna.
Aðalmennirnir í fjársvikum firm
ans eru forstjórarnir tveir Jungner
og Werner Jacobsen og Aage Al-
brechtsen víxlari. Hafði firmað
gert samning við hinn síðastnefnda
um það, að öll viðskifti þess í kaup-
höllinni skyldn ganga í gegn um
hans hendur og ágóðinn skyldi
skiftast jafnt mitli þeirra þriggja.
Firmað átti að sjá Albrechtsen
fyrir fé, ,en .mikið af því notaði
hann í eigin gróðrabrall, og var svo
komið um eitt skeið, að hann skuld-
aði firmanu 1% miljón sem hann
átti ekkert upp í. En í nóvember
hafði hann þó mjakað skuldinni
niður í 800.000 krónur. Þeir Jung-
ner og Jacobsen urðu og uppvísir
að því, að hafa brallað með fé firm-
ans fyrir sjálfa sig, með milligöngu
Albrechtsens. Stjórn Kassmanns
var einnig kölluð fyrir réttinn og
það kom upp úr kafinu, að henni
hafði ekki verið ókunnugt um
málavöxtu.
Mest umtal, í sambandi við mál
þetta, vakti það, þá er formaður
stjórnarinnar, Johansson dómari
frá Málmhaugum, var kallaður fyr-
i” réttinn. Það eitt var nægilegt til
þess að vekja umtal, að dómari
skyldi yfirheyrður í sakamáli.
Hann var tekinn fastur að morgun-
lagi, en mótmælíi því harðlega og
kvað dönsku lögregluna eigi geta.
heft sig, því að hann þyrfti yfir til
Málmhauga til þess að dæma í
máli. En sú viðbára var að engu